NT - 05.06.1984, Blaðsíða 5
1600 þús-
und kr. úr
á sýningu!
■ Má bjóða þér úr fyrir 1600
þúsund?
Ef þú hefur ekki efni á því,
geturðu þó alltént skoðað það
hjá Franch Michelsen úrsmíða-
meistara fimmtudaginn 7. júní.
Fyrirtæki Michelsen er 75 ára
á þessu ári og í tilefni þess
verður efnt til sýningar á Rolex
úrum á fimmtudag, þar sem áður-
nefnt demantslegið gullúr verð-
ur til sýnis ásamt öðrum frá
þessum framleiðanda.
Demantsúrið kemur hingað til
lands með fulltrúa verksmiðj-
anna, sem jafnframt hefur sjö
önnur í farangrinum. Fleildar-
verðmæti þessara úra er rúrnar
fjórar milljónir króna.
Hafnarfjörður:
Opið hús
■ I dag verður opið hús hjá
bæjarútgerðinni í Hafnarfirði
og slökkviliðinu. Er þetta liður
í árlegri kynningu bæjarins á
stofnunum sínum.
í bæjarútgerðinni verður boð-
ið upp á skoðunarferðir, auk
þess sem gestum verður gefinn
kostur á að smakka sjávarrétti.
Einnig verða sýndar kvikmyndir
um vinnslu í fiskiðjuverum.
í slökkvistöðinni verða til
sýnis gömul tæki slökkviliðsins.
Einnig verður kennd notkun
handslökkvitækja og sýndar
kvikmyndir um eldvarnir.
■ í dag er opið hús í firðinum.
Eflaust geta þessir hressu strák-
ar kíkt inn hjá bæjarútgerðinni
eða slökkviliðinu.
Þriðjudagur 5. júní 1984 5
■ Miðasala á Listahátíð hefur tekið mikinn kipp og gengur nú vel. Ashkenazy og Fíiharmónía Lundúna eru
efst á vinsældalistanum.
■ „Ég á ekki nægilega
sterk lýsingarorð yfír að-
sóknina á viss atriði, en í
heild er hún mjög góð,“
sagði Bjarni Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar,
þegar hann var spurður um
undirtektir almennings eftir
fyrstu helgina.
Bjarni nefndi sem dæmi
tvo liði, sem hann sótti sjálf-
ur á sunnudag, listdanskynn-
ingu íslenska dansflokksins í
Norræna húsinu og tónleika
Gunnars Kvaran sellóleikara
og nemenda hans í Bústaða-
kirkju. Á báðum stöðum
hefði verið fullt út úr dyrum
og færri komist að en vildu.
Miðasala á Listahátíð tók
mikinn kipp um helgina og
efstir á vinsældalistanum eru
tónleikar Vladimírs Ashken-
azy og Fílharmóníusveitar
Lundúna um næstu helgi. Þá
hefur gengið vel að selja
miða á tónleika austurrísku
söngkonunnar Christu Lu-
.dwig á miðvikudag, sömu-
leiðis á tónleika írsku sveitar-
innar Chieftains. Þá er kom-
inn góður kippur í miðasölu
fyrir tónleika ítölsku söng-
konunnar Luciu Valentini
Terrani á fimmtudaginn 14.
júní og loks er mikið spurt
um Modern Jazz Quartet
laugardaginn 16. júní.
Landsbyggðin á Listahátíð:
Kosta skildinginn sinn
■ 10400 krónur. Þetta er
það verð, sem hjón frá Akur-
eyri með tvö börn, 8 og 13
ára, verða að greiða fyrir
eina helgi á Listahátíð í
Reykjavík. Þá er gert ráð
fyrir að þau ferðist með Flug-
leiðum, sem veita sérstakair
Listahátíðarafslátt, og gisti
hjá ættingjum í höfuðborg-
inni.
Fjölskyldan ætlar að koma
suður síðdegis á föstudag og
halda heim á sunnudags-
kvöld. Fargjaldið báðar leið-
ir hljóðar upp á 6800 krónur.
Aðgangseyririnn að listvið-
burðum helgarinnar nernur
3600 krónum og skiptist hann
þannig:
Á föstudagskvöld fara
hjónin í Þjóðleikhúsið til að
sjá nýtt leikrit Ólafs Hauks
Símonarsonar og kostar að-
göngumiðinn 250 kr. stykkið
fyrir sæti í sal. Sama kvöld
fara börnin að sjá írska
þjóðlagahópinn Chieftains,
þar sem miðinn kostar 400
kr. stykkið.
Á íaugardag fcr fjölskyld-
an síðdegis í Árbæjarsafn til
að sjá Borgar Garðarsson
flytja einleiksþátt Árna
Björnssonar Hvaðan komum
við? Aðgöngumiðinn kostar
200 kr. Um kvöldið fara
hjónin á tónleika Fílharmón-
íusveitar Lundúna og kostar
það þau 1000 krónur.
Á sunnudag síðdegis hlýða
hiónin á sænsku söngkonuna
Netanelu og kosta það sam-
tals 500 krónur. Börnin fara
al'tur á móti niður á Lækjar-
torg, þar sem leikhópurinn
Svart og sykurlaust skemmtir
vegfarendunt.
Pyngja borgarbúans getur
lika fengið að kenna á þvt, ef
hann ætlar að sjá allt, sem
hugurinn girnist. Aðgöngu-
miðar að atriðum Listahátíð-
ar kosta frá 200 og upp í 500
krónur. Eða sem svarar frá
einni rauðvínsflösku upp í
algenga tegund af vodka, og
tæplega þó.
Hvort er betra?
■ Ólafur Jóhannsson ritstjóri
tímaritsins Á veiðum.
Nýtt tímarit:
Á veiðum
■ Nýtt tímarit um vciðiskap
er nú að hefja göngu sína.
Tímaritið ber nafnið „Á veið-
um“ og er gefíð út af Frjálsu
framtaki í samvinnu við tvö
áhugainannafélög um veiði-
skap: Ármenn og Skotveiðifé-
lag Reykjavikur. Ritstjóri tíma-
ritsins er Olafur Jóhannsson
sem in.a. ritaði um stangveiði í
Morgunblaðið um nokkurra ára
skeið.
í frétt frá Frjálsu framtaki
segir að Á veiðum ntuni fjalla
almennt unt veiðiskap, bæði
stangveiði og skotveiði en í
fyrsta tölublaðinu, sem kemur
út um miðjan júní verður eink-
um fjallað um stangveiði.
Lögð verður áhersla á fjölbreytt
efni í blaðinu, og verður það
mjög myndskreytt.
Tímaritið Á veiðum verður
um 100 blaðsíður að stærð og
verður fyrsta eintakinu dreyft
til flest allra veiðimanna sem
félagsbundnir eru í einhverjum
félögum stang- eða skotveiði-
manna, en talið er að fjöldi þeirra
sé nú um 5000. Einnig verður
tímaritið selt í lausasölu.
Lunsí
heim-
sókn
■ Dr. Joseph Luns, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, og eiginkona
hans, koma í opinbera heim-
sókn til Islands í dag og dvelja
hér fram á fimmtudag.
FRUMKVÆÐI OG FORYSTA
í FÓÐURVÖRUMÁLUM
FÓÐURBLÖNDUNARSTÖÐ
SAMBANDSINS
Sundahöfn Reykjavik
HVERGI BETRI
GREIÐSLUKJÖR.
3ára
ábyrgð.
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
fáanlegum efnum.
Sérþurrkað efni fyrir íslenskar
aðstæður.
Framleiddar úr gegnheilu beyki,
eik eða lakkaðar.
GT HÚSGÖGN H.F.
Smiðjuvegi 6 • 200 Kópavogi • Simi 74666