NT - 05.06.1984, Síða 10
Þriðjudagur 5. júní 1984 10
Þetta eru sæl
augnablik
■ Gamla klukkan í stofunni
minni, sem hefur fylgt ætt-
mennum mínum í röska öld og
er einhver kærasti hlutur í eigu
minni, slær með sínum hljóm-
fagra hreimi, sjö högg á sunnu-
dagsmorgni -25. mars á því
herrans ári 1984 - og kallar mig
þannig úr dulheimi draumanna
til staðreynda hins áþreifan-
lega í veröld efnisins.
Það er eins og viðbrigðin
fari sem svöl snerting um vit-
und mína. Ég loka augunum
engu að síður aftur, og nýt
þess að una í þægilegri rekkj-
unni örlítið lengur, - nýt mýkt-
ar mótanna á milli svefns og
vöku. Þetta eru sæl augnablik.
Svo hverf ég til veruleikans.
Ég fer með morgunbænina
mína, bið höfund lífsins að
vísa mér veg á þessum nýja
degi, stýra höndum mínum og
huga, og ég færi fram þakkir
fyrir handleiðslu og vernd á
horfinni tíð, ogég minnist vina
minna, þessa heims og annars
- í hverjum hefur veitt verið
hin dýrasta gjöf. Þetta er mín
föst regla, vegarnesti úr for-
J»fwinÓlafedó«ii
fraSortastöðum
■,
,/
Jorunn Olafsdóttir frá
Sorlastoðum er lesendum
. I,nfns °8 Þa ekki síst íslend-
ingaþatta löngu kunn, en hún
hefur veriðiðin við að skrifa
leeThef blaÖ,ð- °8 þá Sérstak-
lega hefur verið ötul við að
mmnast samferðamanna að
gegnum, ýmist ,
bundnu eða óbundnu máli.
Jorunn er fædd á Sörla-
stoðum , Fnjóskadal 8. ma,
Íih °,g Þiír ó' hún s'nn
dur, þar til móðir hennar
andað,st 1956. Þá varbrugð-
ið bu, a Sorlastöðum og Jór-
unn fluttist til Akureyrar
asamt foðursínum. Þarhéfur
hun bu,ð síðan.
Erhngur Davíðsson segir,
bok sinni Aldnir hafa orðið,
semút kom 1982, í formáls-
orðum að endurminningum
Jorunnar Jórunn var ekki
aðems goð dóttír þeirra Sörta-
staðahjona, heldur ein.
astrflan og trygg|y„dari dals-
ins sms heimasveitar en ég
hef kynnst hjá öðru,n.“ 8
Jorunn fékk berkla og
attii margar legur á Kristnes-
.,S,08,enn s'ðar hefur hún
oröið að gangast undir að-
gerðir vegna fótameins. Hún
'ann um árabil í Verksmiðj-
um samvmnumanna á Akur-
heíít ín,At huf' s,arf eða
nlt, meðan heilsan leyfði,
n s,ðan vann hún um fimmt-
an ara skeið við innheimTu-
storf °g afgeiðs|u hjá hlaðinu
■ Jórunn Ólafsdóttir hefur y ndi af ritstörfum ýmiss konar og segist helst engan dag vilja láta líða án þess að taka sér penna í hönd.
(NT-mynd Ámi Bjarna)
útvarpið á þessu kvöldi, því að
ég ætla að eiga það utan veggja
míns heimilis.
„Hví skyldum við ekki safna
hinum góðu stundum og geyma
þær í sjóði geislabrosa?“
eldrahúsum og er í senn styrk-
ur og sáttagjörð. Klukkan
minnir aftur á, nú með 1/2
höggi sínu, að tíminn líður og
um hálf-áttaleytið hef ég mig
úr rekkju. Ég geng út að
glugganum og gái til veðurs.
Það er dimmt yfir, þungir
skýjabakkar til hafsins og
þokubelti í fjöllum. Élja-
leiðingar. Það hefur gránað í
nótt, en ekki fest föl, sem
neinunemur. Kuldalegt aðsjá.
Þegar kemur fram á morg-
uninn og farið er að fylgjast
með útvarpinu má heyra að
spáð er köldu veðri áfram, um
sinn. Enda er vetur enn og
allra veðra von. En veturinn
hefur reynst mildur í þessum
landshluta.
Veðurfregnir veita þá vit-
neskju að á þessum morgni sé
frostið hér á Akureyri 1 stig,
en í Reykjavík hafi frostið
farið í 3 stig, og í nótt kvað
hafa verið 12 stiga frost á
Hveravöllum og þar kaldast á
landinu, en næst komu Gríms-
staðir og Heiðarbær, 8 stiga
frost mældist þar.
Geng um stofur og
heilsa blómum
Ég geng um stofur og heilsa
blómunum, sem eins og brosa
við þótt ekki skíni nú á þau
sólin. Blöðin á þeim sumum
virðast titra örlítið. Myndi það
merkja blómálfanna morgun-
dans ? Ég fer í frískandi sturtu-
bað og á meðan ég klæðist
hlýði ég á fyrstu orð og tóna,
sem berast í gegn um útvarpið,
sem er minn eftirlætisfjöl-
miðill.
Síðan kemur að hugsa fyrir
morgunnæringunni - þeirri
efniskenndu! Ég nýt hennar í
rólegheitum. Umhverfis er
fullkomin kyrrð, ekkert heyrist
i húsinu, þar sem þó eru fjórar
íbúðir. Og ekkert hljóð berst
utan frá, enda kyrrlátt um-
hverfið, hið næsta, allajafna.
Og nú sefur bærinn í sunnu-
dagshelginni.
Að loknu nokkru sýsli í
eldhúsi hverf ég til svefnher-
bergis míns, sest við skrifborð
og gríp pennann stundarkorn.
Það líður helst enginn dagur
svo, að ég beiti honum ekki
eitthvað. Slíkt er orðið mér
samgróið í gegnurn tíðina.
En oft er það smálegt, sem
á blað er sett, minnispunktar,
dagbókarriss, endurritun ein-
hvers efnis frá fyrri dögum,
skrásetning, sem einhver hefur
óskað eftir að ég gjörði. Inn á
milli koma svo viss verkefni,
sem krefjast tíma - eða eitt-
hvað, sem þrýstir á hugann og
verður að staðfesta með letur-
gjörð.
Oft verða hugsanir að hend-
ingum, en þær líða út í óminn-
ið, séu þær ekki festar á blað,
því nær um leið og þær fæðast.
Þannig getur sitthvað kallað
að, sem fyllir rúm daganna,
svo að þeir verða síst of langir,
margir hverjir. En á meðan
svo er þá er þungi leiðans ekki
til staðar. Eftir því sem árum
fjölgar að baki, verður mér æ
Ijósara hversu dýrmætur tím-
inn er. Og það kemur illa við
mig þegar ég verð þess vör að
þessi eða hinn dagurinn hefur
liðið hjá, án þess að hafa nýst
að nokkru verulegu.
Á eitt er ég nísk •
ég er nirfill á tímann
Ég er lítil búkona að eðlis-
fari og þekki ei það að safna í
kornhlöður, myndi aldrei
verða föst á fé, þótt ég ætti
eitthvert. En á eitt er ég nísk
svo um munar. Ég er nirfill á
tímann. Honum verður að
verja vel. Sérhvert augnablik
er gull, gefið til að vera vaxtað
á sem bestan máta, sér og
öðrum til einhvers gildis. I
helgi sunnudagsins 25. mars,
sem hér er minnst sérstaklega,
er hugur minn bundinn við
þetta, og annað áþekkt - gjöf-
ina úr hendi höfundar lífsins, -
hinn nýja dag, ber að þakka og
ávaxta. Ég trúi að þetta verði
góður dagur, gefandi það, sem
gleður og auðgar.
Klukkan slær 11. Ég legg frá
mér pennann og gef mig ein-
vörðungu við því að hlýða á
útvarpið, prestsvígslumessu í
Dómkirkjunni. Biskup
íslands, Pétur Sigurgeirsson,
vígir samborgara minn, Jón
Helga Þórarinsson cand.
theol., til þjónustu við Frí-
kirkjuna í Hafnarfirði. Athöfn
þessi fór fram þann 20. nóvem-
ber s.l. og var hljóðrituð þá, en
útvarpað nú.
Ég hlusta með athygli og ber
í huganum fram einlægar óskir
til handa hinum unga manni,
sem nú steig örlagaspor á
ævivegi. Það er mikil ákvörðun
að velja sér lífsstarf, og mikil-
væg stund þá tekið er á móti
því.
Að þessu útvarpi loknu sný
ég mér stundarkorn að eldavél-
inni, áður en ég sest að mat-
borðinu. Éghef lítið fyrir varð-
andi hádegisverðinn. Þegar
aðeins einn er í heimili er
sjálfgefið hvað lagt er fram, en
miðað gjarnan við þá stað-
reynd, að hið óbrotna er oft
best. Þrátt fyrir það er ekki
lifað neinu meinlætalífi.
Fylgist sem fyrr grannt með
útvarpinu, fréttum og veður-
fréttum, og síðan þætti Rafns
Jónssonar, „Vikan sem var“. í
þeim þætti má oft fróðleik
finna við samræður um mál,
sem eru í brennidepli á líðandi
stund.
Vinn á meðan sá þáttur
stendur yfir sitthvað smálegt
til heimilisþarfa. En síðan tek
ég mér hvíld og læt fara vel um
mig á meðan ég hlýði á það,
sem næst er á dagskrá útvarps,
en það er þáttur, sem ber
yfirskriftina „Utangarðsskáld-
in", en nokkrir þættir með
þessu heiti hafa um hríð verið
á dagskrá útvarpsiiis á sunnu-
dögum.
Þátturinn í dag er helgaður
Kristjáni Jónssyni Fjallaskáldi
og hann vil ég fyrir engan mun
láta fram hjá mér fara. I
þættinum er fjallað um skáldið
og manninn frá ýmsum hliðum
og lesið sitthvað, sem samtíð-
armenn höfðu skrifað og sagt,
yfirleitt gott og lofsamlegt. Þá
er og að sjálfsögðu kynntur
skáldskapur Kristjáns, í
bundnu máli og óbundnu, og
er að þessu öllu hinn besti
fengur. Þetta reynist sem sagt
vera hinn ágætasti þáttur, um
auðnuvana snilling, hver hneig
að foldu í blóma aldurs, og átti
að líkum óort sín bestu Ijóð.
En perlurnar á meðal ljóð-
anna, sem hann lét eftir sig,
munu geymast á meðan íslensk
tunga er töluðog ljóðsnilld
einhvers metin.
Að þætti þessum enduðum
tek ég mér smá kaffitíma, en
sest síðan við skrifborðið og
vinn um hríð við verkefni, sem
ég þarf að ljúka. Það tekst ekki
alveg, því að sími kemur til.
Góð vinkona mín slær á þráð-
inn og það er vissulega vel
þegið að komast í samband við
hana. Síðan þarf ég sjálf að
hringja - í fleiri en einnog fleiri
en tvo, til að reka erindi.
Af heilsufarsástæð-
um nota ég símann
mikið
Af heilsufarsástæðum nota
ég símann mikið til að spara
mér spor. Þau hafa í seinni tíð
verið mér allþung, og hreyfi
mig af þeim sökum mun minna
um úti við en ég vildi og
æskilegt væri. Að eðlisfari er
ég hið mesta útispjót, og því
eru þessi umskipti þó nokkur
tyfting, sem ég get ekki verið
fullkomlega sátt við. En það
verður hver að bera sín mein
og leggja stund á að laga sig
eftir aðstæðum.
Kl. 6 opna ég sjónvarpstæki
mitt og fylgist með sunnudags-
hugvekjunni, sem síra Friðrik
Hjartar sóknarprestur í Búð-
ardal flytur. Síðan læt ég sjón-
varpið lönd og leið, og hið
sama hlýt ég að gjöra við
Heiðurstónleikar
í kirkjunni
Að kvöldverð loknum legg
ég leið mína í hið veglega
guðshús okkar Akureyringa,
til að hlýða þar á tónleika, sem
haldnir eru til heiðurs Jakob
Tryggvasyni, sem verið hefur
organisti við Akureyrarkirkju
frá því í júlí 1941, að þremur
námsárum undanskildum. Að
tónleikum þessum stóðu: Kór
Akureyrarkirkju, Söngfélagið
Gígjan, Geysiskvartettinn og
Tónlistarskóli Akureyrar. Var
það sem vera ber, því að allt
þetta hefur verið samofið Jak-
ob í gegn um tíðina, og sumt
sem óaðskiljanlegt eins og
kirkjukórinn, sem Jakob,
ásamt erilsömu og umfangs-
miklu organistastarfi, hefur æft
og þjálfað á þann veg, að hann
mun vera í fremstu röð
kirkjukóra landsins. Efnis-
skrá þessara heiðurstónleika
er fjölbreytt, og á meðal verk-
anna eru nokkur eftir Jakob,
og ýmis önnur hafði hann
raddsett. Söngstjórnina hefur
hann með höndum og enn-
fremur annast hann undirleik í
sumum laganna. Hér má heyra
margt fagurt lag hljóma í vönd-
uðum flutningi. „Kirkjan ómar
öll“ og stemmningin er sem
best má verða. Stundin reynist
gjafi ánægju og sálubótar.
Margir hafa komið til að njóta
hennar - og er það að verðugu.
Ég kem heim með söng í sál,
og að mun auðugri en ég fór.
Ég sest við skrifborð mitt og
rita í dagbókina um liðinn dag,
sem reynst hefur góður og
gjöfull. Síðan fer ég að skrifa
smáblaðagrein - þakkir fyrir
kirkjutónleikana. Það ber uð
meta og muna, sem ver er
gjört, og færir dögunum líf og
lit. Nokkru eftir miðnætti hverf
ég til hvílu, og líð eftir litla
stund inn í hina mjúku bylgju
svefnsins.
Fegurð liðins dags fylgir
mér. Vitund mín geymir hana,
og mun varpa birtu yfir hinn
næsta.
Hví skyldum við ekki safna
hinum góðu stundum ævidaga
okkar saman og geyma þær í
sjóði geislabrosa, í hvern við
fáum sótt hugarstyrk og bjarta
lífstrú á hverri tíð - en hvað
helst þegar öldur atvika og
örlagadóma rísa og falla á
annan veg en við óskum.