NT - 05.06.1984, Page 13

NT - 05.06.1984, Page 13
■ Svínum hefur fjölgað og getur aukinn svínastofn gefið 800 til 1000 tonn af svínakjöti á ári. ■ „Með þess- um kjarnfóð- urkaupum er verið að flytja inn niður- greidda vinnu erlendra bænda í sam- keppni við inn- lenda fóður- framleiðslu.“ þessar tvær búgreinar geti þróast stjórnlítið eða stjórn- laust, og það að verulegum hluta utan venjulegs fjöl- skyldubúskapar, á meðan hefðbundin framleiðsla hlítir kvóta og verðskerðingu. Verður því vart unað til lengdar. Þar hafði Alþingi aðra af- stöðu en þegar fiskveiðakvót- inn var settur í vetur. Ýmsir ustu 5-6 ár þarf 4-5 þúsund tonn af kjarnfóðri á ári. Aukning alifuglastofnsins þarf annað eins viðbótarkjarn- fóður og sé verulegur hluti aukningar alifuglastofnsins kjötframleiðslufuglar svo sent ætla má þá þarf ef til vill enn 5 þúsund tonn til aukins eldis kjúklinga. Þar af leiðir að þessar tvær búgreinar nota sjálfsagt 12-15 Ekki er sanngjarnt að ætlast til meiri samdráttar í mjólk og kindakjötsframleiðslunni en orðið er, nema verulegt átak sé gert i því að skapa nýja atvinnumöguleika í sveitum. Engin framieiðslustjórn er í svína og fuglakjötsframleiðslu Svínastofn og alifuglastofn hafa vaxið mikið. Fullörðin svín voru 1978 1.392 stk. en 1983 voru þau 2.203 stk. Fjölg- un er 811 stk. eða rúmlega 58%. Þessi aukni svínastofn getur gefið 800-1000 tonn af svínakjöti á ári. Talning alifugla er ekki mjög nákvæm. Skráðum fugl- um í skýrslum Hagstofu Is- lands hefur fjölgað frá 1978 til 1983 um rúmlega 100 þúsund stk., en líklegt er talið að ' fjölgunin sé mun meiri. Samanlagt er mikil aukning í framleiðslu svína og fugla- kjöts og þessar kjöttegundir báðar hafa verið seldar á niður- settu verði í marga mánuði vegna offramboðs. Breytingin á framleiðslu- ráðslögunum frá árinu 1979 heimilaði ekki að þessar bú- greinar -væru settar undir bú- marksregluna (kvótann). Viðleitni bændasamtakanna til að ná stjórn á kjötfram- leiðslu þeirra hefur verið brot- in niður af örfáum stórfram- leiðendum. fjölmiðlum og Verslunarráði Islands með „stóra bróður" í broddi fylk- ingar. Bændur una því illa að Grein NT frá 21. maí síðastliðnum. ætluðu að kjarnfóðurgjaldið yrði nægjanlegur hemill á þessa framleiðslu, en reyndin varð sú að kjarnfóðurgjaldið (33,33%) hafði tiltölulega lítil áhrif á þessa framleiðslu. Framleiðendur í þessum greinum hafa frjálsa verðlagn- ingu og settu gjaldið í vöru- verðið og láta neytendur greiða það. Það er hvorki gert við kindakjöt né mjólk. Svína og fuglakjöt er samt keypt í vaxandi ntæli. Það er þó rok- dýrt í samanburði við það sem slíkt kjöt kostar hjá öðrum þjóðum. Vegna frjálsrar verð- lagningar hafa þessar kjötteg- undir verið auglýstar mikið, þær eru tískuvara og eru því mikið keyptar. Aukinn kjarnfóðurinnflutningur Engan þarf að undra þó kjarnfóðurinnflutningur auk- ist. Sú aukning svínastofns og grísaeldis sem orðið hefur síð- ■ „Viðleitni bændasamtak- anna til að ná stjórn á kjöt- framleiðslu þeirra hefur verið brotin niður af örfáum stórframleið- endum, fjöi- miðium og Verslunarráði íslands með „stóra bróður“ í broddi fylking- ar. þúsund tonnum meira kjarn- fóður á ári nú heldur en 1978. Með þessum kjarnfóðurkaup- um er verið að flytja inn niður- greidda vinnu erlendra bænda í samkeppni við innlenda fóð- .urframleiðslu. Það þarf ekki vitran blaða- mann til að meta verðgildi 12-15 þúsund tonna af kjarn- fóðri og né heldur hvað í þeim eru fólgin mikil vinnulaun. Hugleiðingar blaðamanns NT um að aukið kjarnfóður hafi verið notað til að fram- leiða aukið magn af mjólk og nautakjöti eru út í bláinn og af vanþekkingu fram'settar. Allir íslenskir alvörubændur gera allt sem er í þeirra valdi til að ná góðum heyjum og framleiða mjólkina og kjötið mest á íslensku fóðri, heyi, grænfóðri og fóðurkögglum. Auðvitað geta harðindi og óþurrkar sett strik í reikning- inn og valdið þyí að nota þarf meira erlent kjarnfóðúr en bændur telja rétt eða hæfilegt svo sem gerðist allvíða á land- inu sl. vetur. Útflutningur kindakjöts árið 1983 í lok greinarinnar í NT segir að útflutningur kindakjöts á árinu 1983 hafi verið 2.585 tonn og söluverðið hafi verið 93 millj. króna (36 kr. kg). Ekki verða tölurnar vefengd- ar, en þær segja ekki allan sannleikann. Gefið er í skyn með þeim að söluverð dilka- kjöts hafi aðeins verið 36 krón- ur kg. Af útflutningnum voru um 556 tonn ærkjöt. Af því voru um 100 tonn kjöt, sem gefið var fátæku fólki í Póllandi og skiluðu að sjálfsögðu engu söluandvirði. Ekki hafði mér komið til hugar að sú gjöf yrði notuð landbúnaðinum eða bændastéttinni til áfellis. Hitt ærkjötið var selt en á tiltölu- lega lágu verði til að létta á birgðum í landinu og losna við geymslukostnað þess. Það má nota um þessa frá- sögn orð sr. Árna Þórarinsson- ar: „Mikil lifandis ósköp er hægt að Ijúga með þögninni." Sönn og rétt frásögn myndi tæplega skaða orðstír heiðvirts blaða- manns. En ef til vill er minna greitt fyrir sannleikann en lýg- ina. Þridjudagur 5. júní 1984 í 3 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15. Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð i lausasölu 25 kr. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. r Landbúnadarmál í brennidepli ■ Á undanförnum vikum hafa átt sér stað miklar umræður um landbúnaðarmál í íslensk- um fjölmiðlum og hefur NT verið einn helsti vettvangur fyrir fréttir og skoðanaskipti á þessu mikilvæga máli síðustu vikurnar. Umræðunni um landbúnaðarmálin má skipta í tvö meginmál. Annars vegar er kartöflumálið, sem mun seint gleymast í manna minnum svo ekki sé minnst á þær afleiðingar, sem það mál hefur þegar haft og kemur til með að hafa. Óhætt er að fullyrða, að þar hafa átt sér stað mistök, sem eru varla fyrirgefanleg. Málið er einnig hættulegt íslenskum landbúnaði fyrir þær sakir, að með frjálsum innflutningi á erlendum kartöflum hefur skapast fordæmi fyrir hugsan- legum innflutningi á öðrum landbúnaðarafurð- um, sem andstæðingar landbúnaðarins munu áreiðanlega minnast á í nánustu framtíð. Seinna málið, sem hefur verið í brennidepli að undanförnu, er í raun mikilvægara. Hér er átt við þá miklu umræðu, sem hefur skapast um undirstöðu íslensks landbúnaðar, þ.e. fram- leiðslu hefðbundinna landbúnaðarafurða. All- flestir gera sér nú sennilega grein fyrir, að ekki verður komist hjá að gera víðtækar breytingar á núverandi skipan landbúnaðarmála. Þetta við- horf kom til dæmis vel fram á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins, sem var haldinn á Akureyri fyrir rúmum mánuði. Þar kom m.a. fram í ræðu Steingríms Hermannssonar, for- manns flokksins, að nauðsynlegt væri að draga skipulega úr útflutningi og framleiðslu á hefð- bundnum landbúnaðarafurðum á t.d. næstu fimm árum. Jafnhliða því ætti að vinna markvisst að uppbyggingu annarra atvinnutækifæra í dreif- býli landsins svo hægt væri að draga sem mest úr áhrifum röskunarinnar. En hver væri röskunin, ef útflutningsbætur og niðurgreiðslur væru lagðar niður án jiess að nokkuð væri gert til að mæta henni? I úttekt, sem NT gerði á málinu og birt var 17. maí s.l., kemur fram að framleiðslan myndi dragast saman um ein 30% og bændum myndi fækka um hvorki meira né minna en 50%. í þessari NT úttekt Bjarna Harðarsonar blaðamanns er leitt að því rökuin, að 12 þúsund manns myndu missa lifibrauð sitt, væri gripið til þessara aðgerða. Allir hugsandi menn hljóta að sjá og viðurkenna að slíkar aðferðir eru óréttlætanlegar. Þrátt fyrir það, hálda andstæðingar íslensks landbúnaðar áfram að hvetja til aðgerða, sem ganga í þessa átt. Flestum er ljóst, að ekki verður hjá komist að gera umfangsmiklar breytingar á skipan ís- lenskra landbúnaðarmála. Þær má hins vegar aldrei framkvæma án skipulagðra aðgerða, sem beinast að því að halda jafnvægi í byggðum landsins. Og best væri ef bændur sjálfir og samtök þeirra sæju um að gera tillögur í þá átt og þrýsta á að þeim yrði fylgt eftir. Annars er hætt við að aðrir þeim misvitrari gerðu það og þá gætu hinar svörtu niðurstöður NT úttektar- innar orðið að köldum veruleika.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.