NT


NT - 05.06.1984, Síða 24

NT - 05.06.1984, Síða 24
Útlönd iran—írak: Er stórsókn írana núna að hefjast? Bahrain - Ktuler ■ Bandaríkjamenn segjast hafa fengið leynilegar upp- lýsingar sem bendi til þess að íranir hyggi á stórsókn landhers gegn írak í dag. Nú er liðið 21 ár frá því að gerð var uppreisnartilraun gegn íranska sahrnum. í því tilefni mun Ayatollah Khomeini hafa sagt her sínum að dagurinn í dag verði sögulegur. Þetta er túlkað á þann veg að íranir muni ráðast inn í Irak til að reyna að vinna endanlegan sigur í stríði ríkjanna. Iranir hafa að undanförnu safn- að miklu herliði saman við landamæri ríkjanna búnu , full- komnustu vopnum. írakar hafa fyrir sitt leyti hótað því að gjöreyða olíuhöfninni við Khargeyju ef íranir liefja nýja stórsókn. Margir eru samt van- trúaðir á að þeim takist það því að íranir hafa breytt hæðunum í kringum höfnina í nær óvinn- andi vígi. Á hinn bóginn hafa árásir Iraka á olíuskip sem koma frá íran verið mjög árang- ursríkar þannig að olíuflutning- Umsjón: Oddur Ólafsson og Ragnar Baldursson ur írana hefur dregist mikið saman að undanförnu. Þótt íranir séu vel birgir af vopnum sem stendur og eigi mikinn erlendan gjaldeyri mun minnkandi olíuútflutningur gera þeim erfitt um vik að heyja langvinnt stríð. Það er því ekki ólíklegt að þeir reyni fljótlega að þvinga Iraka til uppgjafar með snarpri og öflugri sókn. Fréttir um harðnandi átök á landamærum ríkjanna í gær bendaeinnig til þess aðstórsókn írana sé yfirvofandi. Þriðjudagur 5. júní 1984 24 ■ Flestallir þingmenn á írska þinginu fögnuðu ræðu Reagans sem hann flutti þar í gær. En nokkrir gengu út áður en Reagan hóf ræðu sína til að mótmæla stefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum. Á mvndinni sést þingmaðurinn Thomas Mac Giolla standa upp og búa sig undir að ganga á dyr. Polfoto - Símamynd Skriður á afvopnunarviðræður? — Sakharov við góða heilsu - að sögn Tass ■ Sovéska fréttastof- an Tass fordæmdi í gær þær fréttir sem birst hafa á Vesturlöndum þess efnis að Andrei Sakharov sé látinn. Tass sagði að Sakhar- ov væri við góða heilsu og ekki í hungurverk- falli. Stjúpdóttir Sak- harovs sakaði sovésk yfirvöld um að vilja grafa föður sinn, lifandi eða dáinn í Gorky þar sem hann hefur verið í útlegð. Mitterand Frakk- landsforseti mun fara í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í Iok júní þrátt fyrir áhyggjur vestrænna ríkja vegna Sakharov. Reagan vill ganga að tilboði Rússa Dublin - Rcutcr ■ í ræðu í írska þinginu í gær lýsti Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti því yfir að hann væri reiðubúinn að ræða tilboð Sovétríkjanna um að hervaldi verði ekki beitt í Evrópu ef stjórnvöld í Kreml samþykktu fyrir sitt leyti að ganga að samn- ingaborði um tillögur NATO tii að auka gagnkvæmt traust og draga úr styrjaldarhættu. Reagan sagði einnig að hann myndi stöðva uppsetningu lang- drægra eldflauga í Evrópu og jafnvel fjarlægja þær ef Sovét- ríkin skrifuðu undir trúverðug- an og gagnkvæman samning um slík vopn. Yfirlýsingar Reagans ollu nokkru fjaðrafoki meðal banda- rískra embættismanna. Hátt- settur embættismaður sagði að ræða Reagans markaði tímamót í afstöðu Bandaríkjanna. Full- trúar Bandaríkjanna á afvopn- unarráðstefnu Evrópuríkja sem nú stendur yfir í Stokkhólmi sögðu hins vegar að ummælin þýddu ekki nýja stefnumörkun í viðræðum austurs og vesturs. Þó töldu heimildamenn á ráð- stefnunni að þetta væri fyrsta merkið um vilja Bandaríkjanna til að ræða tillögur Sovétmanna um afvopnun. Fréttaskýrendur telja að yfir- lýsingar Reagans hafi haft tví- þætta þýðingu. Annars vegar hafi hann viljað losa viöræður 35 Evrópuríkja í Stokkhólmi um afvopnun úr sjálflieldu og hins vegar sé hann að auglýsa sig upp sem friðflytjanda til að hafa áhrif á þá amerísku kjós- endur og vestrænu stjórnmála- menn, sem telja hann vera of óbilgjarnan. Bólivía: Offátækir tilaðtaka þátt í Ól. La Paz - Reuter ■ Ríkisstjórn Bólivíu til- kynnti í fyrradag að Ból- ivíumenn myndu ekki senda lið til Ólympíuleik- anna í Los Angeles nú í sumar. Ríkisstjórnin sagði að hún hefði tekiö þessa ákvörðun vegna þess hvað efnahagsástandið í land- inu væri slæmt. Ólympíunefnd Bólivíu hafði áður ákveðið að senda 22 íþróttamenn til leikanna og formaður nefndarinnar sagðist mjög undrandivegna ákvörðun- ar ríkisstjórnarinnar þar sem „þátttaka myndi ekki auka opinber útgjöld". Bólivía á nú við mikla erfiðleika að stríða á efna- hagssviðinu og síðastlið- inn miðvikudag ákvað ríkisstjórnin að fresta einhliða afborgunum af öllum erlendum lánum. Indland: Utgöngubann vegna óeirða í Punjabfylki Nýja Delhi - Reuler ■ Það er ekkert lát á átökum í Punjabfylki á Indlandi. Indversk yfirvöld hafa nú gefið hernum frjálsar hendur um það hvernig best verði bundinn endi á þá ógnaröldu sem geisað hefur í Punjab í a.m.k. sex mánuði. Mikill liðsauki hefur verið sendur til Punjab og þar er nú útgöngubann. Öfgasinnaðir aðskilnaðarsinnar, sem krefjast sjálfstæðis Sikha, hafa bækistöðvar í hofum og helgistöðum. Herinn hefur ekki ennþá lagt í að leita í hofunum þar sem slíkt myndi valda almennri andúð indverskra bænda á þessum slóðum. En í sumum tilvikum hefur herinn samt gripið til þess ráðs að umkringja hof og þvinga öfgasinna, sem þar dveljast, til uppgjafar með því að loka fyrir vatnsleiðslur til hofanna og meina þeim að sækja sér mat- væli. Nú hcfur herinn þannig umkringt Gullna hofið í Ámrits- ar sem er helgast allra hofa Sikha. Uppreisnarmenn, sem halda til í hofinu, hafa skotið á hermennina og í gær stóð yfir skotbardagi í fimm klukku- stundir. Að minnsta kosti þrír menn létust og næstum þrjátíu hús brunnu í þcssum átökum en ekki er enn vitað hvað margir féllu inni í hofinu. Á fjórum dögum hafa þannig næstum fimmtíu manns látið lífið í þessum átökum. Annars er mjög erfitt að fá fréttir frá Punjab núna þar sem símasamband hefur verið rofið við önnur fylki og fjölmiðlum hefur verið bannað að fylgjast með átökunum. Tékkar reka breska sendi- ráðsstarfs- menn úr landi ■ Tékkneska frétta- stofan, Ceteka, skýrði frá því í gær að tveir breskir sendiráðsstarfs- menn hefðu fengið tveggja vikna frest til að yfirgefa landið. Fréttastofan sagði að sendiráðsstarfsmenn þessir hefðu gert sig seka um starfsemi sem ekki samræmdist emb- ættisskyldum þeirra. Með þessu eru tékkn- esk yfirvöld að gefa í skyn að mennirnir hafi verið sekir um njósnir. Flest bendir samt til að Tékkar séu á þennan hátt að hefna fyrir að Bretar skyldu reka tvo tékkneska sendifulltrúa úr landi í seinasta mán- uði vegna njósna. Tékkarnir fengu þá líka tveggja vikna frest til að yfirgefa landið.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.