NT - 07.06.1984, Síða 4
Fjöldi nýrra vínveitingaleyfa:
■ Helga Ingólfsdóttir semballcikari.
Tónleikar Helgu Ingólfsdóttur í kvöld:
Fjögur sembal-
verk eftir Bach
■ Á tónleikum Helgu Ingólfsdóttur semballeikara í
Kristskirkju Landakoti í kvöld leikur hún einvörð-
ungu verk eftir J.S. Bach, „efnisskráin er valin með
tilliti til þess að á næsta ári verða liðin 300 ár frá
fæðingu J.S. Bachs," segir Helga í tilkynningu um
tónleika sína. Verkin sem hún leikur eru annars
Prelúdía og fúga í B-dúr BWV 890, Frönsk svíta nr.
IV í Es-dúr BWV 815, Konsert í ítölskum stíl í F-dúr
BWV 971 og Forleikur að frönskum hætti í H-moll
BWV 831.
Tvö seinni verkin eru viðamest segir Helga, en þau
gaf Bach út árið 1735 undir heitinu klavierúbung nr.
II. (æfingarfyrirslaghörpunr. 2). Á titilsíðunni gefur
höfundurinn forskrift að því að þau skuli leikin á
tveggja hljóðfæra sembal og það er einmitt slíkur
semball sem Helga leikur á. Hljóðfæri hennar er
eftirlíking af hljóðfæri sem hollenskur sembalsmiður,
J.D. Dulcken smtðaði árið 1745.
Haspo,
FÁNASTENGUR
Eigum til afgreiðslu þýskar ál
fánastengur 6,8 og 10 metra
Á hagstæðu verði
Sölustaðir: Sambandið
Byggingavörur
Suöurlandsbraut 32
og kaupfélög víöa um land
Umboð:
Innflutningsdeild Sambandsins
Búsáhöld - Holtagörðum - Sími 812 66
Bjórstofur taka völdin
■ Þeim fjölgar nú óðum, þeint
stöðum í Reykjavík sem hafa
áfenga drykki á boðstólum.
Sérstaklega ber á svokölluðum
bjórstofum, sem selja í bjór-
gíösum áfengisblöndu sem svip-
ar til bjórs.
Borgarráð sendi á þriðjudag,
til umsagnar Áfengisvarnarráðs,
umsóknir frá veitingahúsunum
Bixið, Hornið og Duus við
Aðalstræti, um vínveitingaleyfi.
Pá hefur borist frá matsnefnd
vínveitingahúsa, til dómsmála-
ráðuneytis, umsögn um um-
sóknir Brauðbæjar, Safari og
Stúdentakjallarans. Er þar um
að ræða endurnýjun á vínveit-
ingaleyfi og breytingar. Mats-
nefndin mælti ekki gegn um-
sóknunum.
Meðal staða sent hlotið hafa
vínveitingaleyfi upp á síðkastið
má nefna Zorba við Laugaveg,
Pöbbinn við Hverfisgötu, Hótel
Hof við Rauðarárstíg og Hjá
Kokknum við Laugaveg.
29. maí sl. samþykkti borgar-
ráð að mæla ekki gegn umsókn-
um nokkurra staða. Má þar
nefna Veitingahúsið Sjávarsíða
við Tryggvagötu, Sælkerann á
Austurstræti, Veitingahúsið
Tryggvagötu 26 og Skálkaskjól
2, en það er nýtt nafn á Stúd-
entakjallaranum. Er hér um að
ræða cndurnýjanir á leyfum,
breytingar og ný leyfi. Þá hefur
Gafl-inn í Hafnarfirði sótt um
almennt vínveitingaleyfi.
Bæjarstjórn hefur vísað málinu
til áfengismálanefndar og lög-
reglustjóra. Einnighefur Hrafn-
kell Guðjðnsson sótt um vín-
veitingaleyfi fyrir Junó Bar viö
Skipholt.
Það er því greinilega fjölgun
á vínveitingahúsum í vændum.
Sagt er að Jón Helgason Itafi'
reynt að hægja á úthlutunum
vínveitingaleyfa þegar hann tók
við og komið þeirri klásúlu inn
í reglugerð, að vísa verði um-
sóknum til Afengisvarnarráðs.
Hins vegar sé flóðbylgja um-
sókna svo mikil að Jón ráði ekki
við.
Ekki er annað að sjá en að
fólk kunni vel þessum nýju
stöðum. Starfsmaðureinsþeirra
sagði að mest kæmi þangað í
hádeginu fastagestir, sem kæmu
þá til að borða. Hann sagði að
iítið væri um „drykkju" og að
menn sætu frekar yfir einu
bjórglasi.
Þá sögðu gestir okkur að oft
væri mikil og góð stemmning á
kvöldin á bjórstofunum og þá
sungið og trallað.
En nokkrir gestir sögðu að
það væri ansi hart að þurfa að
borga hátt verð fyrir „bjórlíki“
meðan góður bjór væri bruggað-
ur á landinu.
■ Jú, þessi inynd er tekin á íslandi. Nánar tiltekið á Pöbbinum við Hverfisgötu. Hvað er langt þangað
til að um krana sem slíka rennur góður bjór í stað bjórlíkis? NT-mynd: Róbcri
Fimmtudagur 7. júní 1984 4
■ Velkomin. Friðrik Sigurðsson og Kristján Sigurmundsson
forstöðumenn dvalarheimilisins fyrir þroskahefta sem opnað var að
Fífuhvammsvegi í Kópavogi í gær. NT mynd Árni Bjarnason
Nýtt á íslandi
- Kópavogsbær opnar skamm-
tímadvöl fyrir þroskahefta
■ í gærdag opnaði Kópavogs-
bær skammtímadvalarheimili
fyrir þroskahefta í húsnæði
sérkennslustöðvar bæjarins að
Fífuhvammsvegi 31. Þar er ætl-
unin að þroskaheftir sem eru á
heimilum aðstandenda ^eti
dvalið til lengri eða skemmri
tíma til hressingar og skemrnt-
unar, allt frá því að vera þar
dagstund upp í 8 vikur, en slík
þjónusta hefur ekki þekkst hér-
lendis fyrr. Hjá forstöðu-
mönnum fengust þær upplýsing-
ar að bókanir hefðu verið heldur
fáar en búist er við að úr rætist
með aukinni kynningu á heimil-
inu.
í gær var mörgum aðstand-
endum þroskaheftra í Kópavogi
boðið að vera við opnun og
kynna sér aðstæður og bókuðu
margir dvöl fyrir sitt fólk að því
ioknu. Þeir Kristján og Friðrik,
forstöðumenn heimilisins
sögðust vilja leggja áherslu á
það að heimilið væri ekki hugs-
að sem neitt neyðarúrræði í
vistun þroskaheftra heldur
hvíldar og hressingarheimili fyr-
ir þroskahefta og um leið fyrir-
byggjandi til þess að fólk geti
haft þessa einstaklinga inn á
heimilunum með þessari
aðstoð.
Fyrst um sinn verður heimilið
starfrækt í tvo mánuði en fram-
hald rekstrarins er reiknað með
að ráðist af þeirri þörf sem
kemur í Ijós á þeim tíma. Að
Fífuhvammsvegi geta verið
fimm dvalargestir í senn en auk
þess verða að jafnaði tveir
starfsmenn á staðnum.
Takmarkinu náð:
Gigtlækn-
ingastöð opnuð
■ Gigtarfélag íslands hefur
tekið í notkun nýja gigt-
lækningastöð að Ármúla 5 í
Reykjavík.
Gigtlækningastöðin er í
530 fermetra húsnæði, sem
félagið keypti árið 1981. Þar
er aðstaða fyrir 4-6 sjúkra-
þjálfara, tvo iðjuþjálfa og
tvo lækna í senn, en 5 læknar
munu skiptast á um að þjóna
sjúklingum í stöðinni.
Með tilkomu gigtlækn-
ingastöðvarinnar er lang-
þráðu takmarki náð. Nú
verður hægt að samræma alla
aðstoð við gigtsjúka, auk
þess sem auknir möguleikar
eru nú á fræðslustarfi af ýmsu
tagi.
Gigtarfélagi Islands hafa
borist margar góðar gjafir til
gigtlækningastöðvarinnar,
frá bæði einstaklingum og
félagasamtökum. Þá hefur
félagið sjálft staðið að fjár-
öflun til stöðvarinnar.
Endurhæfingarráð, Alþingi
og Reykjavíkurborg hafa
einnig veitt fé til hennar.
Gigt hefur verið nefnd dýr-
asti sjúkdómur í heimi og
tíðni hennar er mjog há.
Talið er að 25 þúsund íslend-
ingar þjáist af gigt og þúsund-
ir bera ævilangar menjar
sjúkdómsins.
Gigtlækningastöðin er
hluti heilbrigðiskerfisins í
landinuog greiðirTrygginga-
stofnun ríkisins fyrir hverja
meðferð sjúklings á hliðstæð-
an hátt og á öðrum endur-
hæfingarstöðvum.