NT - 07.06.1984, Síða 6
GOTT POLK
Fimmtudagur 7. júní 1984 6
Utgerðarmenn á Austurlandi:
Fjögur skilyrði sett fyr-
ir áframhaldandi rekstri
■ „Nú er 15-25% tap á útgerð
og um 5% tap á saltfiskverkun.
Tap á skreiðarbirgðum er 200-
300 milljónir og táknrænt fyrir
afstöðu stjórnvalda er að ætla
að taka „gengishagnað" af
skreiðarbirgðum þrátt fyrir
tapið. Tap er nú einnig á rekstri
frystihúsa“, segir m.a. í yfirlýs-
ingu sem blaðinu hefur borist
frá forráðamönnum 11 sjávarút-
vegsfyrirtækja á Austurlandi,
þeirra hinna sömu sem lýstu því
yfir fyrir skemmstu að skipum
fyrirtækjanna verði lagt 24.
júní nk.
í yfirlýsingu þessari segir
einnig að Ijóst sé að fyrirtæki í
sjávarútvegi hafi haldið áfram
rekstri mun lengur en skynsam-
légt virðist.
Til þess að unnt sé að halda
rekstrinum áfram, krefjast fyrir-
tækin þess að eftirfarandi fjögur
skilyrði verði uppfyllt:
1. Endurkaupalán Seðla-
bankans hækki í 60% af afurða-
verðmæti og viðskiptabankarnir
láni 24% til viðbótar.
2. Einn milljarður verði út-
vegaður að láni til að greiða
hluta af vanskilaskuldum.
3. Fiskverð verði ákveðið
þannig að meðalíyrirtæki séu
rekin taplaust.
4. Vextir á afurðalánum verði
lækkaðir.
Nýr adstoðar-
bankastjóri
■ Axel Kristjánsson
lögfræðingur var ráð-
inn aðstoðarbanka-
stjóri Útvegsbankans
í gær.
Axel Kristjánsson
lauk lagaprófi frá Há-
skóla íslands 1954 og
hóf störf í Útvegs-
bankanum sama ár.
Hann hefur verið aðal-
lögfræðingur bankans
síðan 1. september
1963.
Kosangasið á guíu kútunum fæst nú á öllum
helstu útsölustöðum Skeljungs, bæði á höfuðborgarsvæðinu og
út um land.
Kosangasið er fáanlegt alls staðar í 2ja, 5 og 11 kílóa
kútum, en 17 og 33ja kílóa kút þarf sumstaðar að panta með
örlitlum fyrirvara.
Athugið að tómum hylkjum er veitt móttaka
á öllum sölustöðum Kósangass og umframhylki eru keypt
af viðskiptavinum gegn staðgreiðslu.
Gleymið ekki þeim gulu í sumar!
©Skeljungur h.f.
Einkaumboð
■ Þátttakendur í fyrstu skipulögðu skoðunarfcrðinni til Akraness fyrir utan
Akraprjón þar sem Rúnar, framkvæmdastjóri færði öllum forláta ullartrefla í
tilefni dagsins. Onnur frá vinstri á myndinni er Þórdís, leiðsögumaður.
NT-mynd S.L.P.
Kynnisferðir á Akranes alla f immtudaga í sumar:
Vilja laða fleiri
ferðamenn á Skaga
■ „Þetta er svona frumraun okkar
Akurnesinga - bæði til að laða fleiri
ferðamenn hingað uppeftir og eins til
að gera eitthvað fyrir þá ferðamenn
sem koma og vita ekkert hvert þeir eiga
að snúa sér varðandi upplýsingar og
leiðbeiningar", sagði Þórdís Artúrs-
dóttir, sem í sumar verður leiðsögu-
maður í sérstökum „pakkaferðum" sem
boðið verður upp á til Akraness í
sumar.
Það eru nokkrir hagsmunaaðilar á
Akranesi, m.a. frá Útgerð Akraborgar,
veitingahúsinu Stillholti og Minjasafn-
inu sem unnið hafa að undirbúningi
þessa sérstaka ferðaprogramms undan-
farna mánuði og sagði Þórdís hafa verið
ákveðið að stíla það inn á fiskinn og
sjávarútveginn. Boðið er upp á ferðir
þessar alla fimmtudaga frá og með
fimmtudeginum 7. júní. En einnig
sagði Þórdís mögulegt að hafa þær á
mánudögum h'ka ef stærri hópar koma.
Reiknað er með að fólkið komi með
morgunferð Akraborgarinnar kl. 10 úr
Reykjavík og að tekið verði á móti því
á Skaga kl. 11. Fyrst liggur leiðin á
Minjasafnið þar sem m.a. er góð sjó-
minjadeild. Þá er farið í góðan hádeg-
isverð - sjávarrétti - á hinu prýðilega
veitingahúsi Stillholti. Næst liggur leið-
in í frystihús þar sem kynnt er með-
höndlun fisksins frá því hann kemur í
land og þar til hann er tilbúinn til
útflutnings. Eftir göngutúr um höfnina
er ekið gegn um bæinn að Akraprjóni
þar sem ferðamönnum gefst tækifæri á
að kaupa allskonar ullarvörur á heild-
söluverði. Þaðan er ekið á Akratorg þar
sem þrír eigendur keramikverkstæðis
hafa útimarkað í tengslum við þessar
ferðir. Til baka er farið með 5,30 ferð
Akraborgar. Verð þessarar ferðar er
900 kr. og eru þá innifaldar ferðir
Akraborgar, aðgangur að safninu, há-
degisverðurinn í Stillholti, leiðsögn á
íslensku og ensku og rúta á Skaga.
Miðar eru seldir í ferðaskrifstofum í
Reykjavík, m.a. söluturninum á Lækj-
artorgi.
I Kaupfélag-
I ið byrjar á
I stórbyggingu
■ Fyrsta skóflustunga að grunni
nýs verslunarhúss Kaupfélags
Stykkishólms var tekin þar s.l.
laugardag. Verkið framkvæmdi
I Jóhannes Guðjónsson, sem starf-
að hefur hjá félaginu um langan
I aldur, en hann hætti þar störfum
fyrir tveim árum þá 82 ára gamall.
Hin nýja verslun verður á Borgar-
braut, andspænis Hólmkjöri.
Að sögn kaupfélagsstjórans,
Ásmundar Karlssonar, á húsið að
I verða 1.296 fermetrar að grunn-
fleti, en áætlað er að það verði
byggt í áföngum. Ráðgert er að í
fyrsta áfanga verði byggður tæpur
helmingur hússins, sem hýsa á
nýja kjörbúð Kaupfélagsins. Síð-
ari áfangar verða fyrir aðra starf-
semi félagsins, byggingarvöru-
verslun og aðrar sérvörur, lager og
skrifstofur.
Ásmundur sagði nú unnið að
því að skipta um jarðveg í grunni,
sem áætlað er að taki um 6 vikur,
I en hvað meira verður gert í sumar
I sagði hann ekki ákveðið ennþá.
Að byggingarframkvæmdum
standa Kaupfélag Stykkishólms og
Samband ísl. samvinnufélaga.