NT


NT - 07.06.1984, Side 11

NT - 07.06.1984, Side 11
Fimmtudagur 7. júní 1984 11 Emil Bóasson skrifar: FJARKONNUN M í fáum orðum má segja að fjarkörmun sé í því fólgin að karma eða mæla fyrirbæri og eiginleika þeirra úr fjarlægð, án þess að vera á staðnum. Fjar- könnun eins og hún ér stunduð um þessar mundir er afsprengi geimaldarinnar og eftirsóknar- verð vísindi til að fylgjast með náttúruauðlindum og veðurfari. Upphafíð Mannskepnan hefur um lang- an tíma haft áhuga á að vita eitthvað um nágrenni sitt. Kort var faríð að gera fjrír löngu og nú á dögum eru þau allvönduð. Miklar framfarír urðu í korta- gerð þegar Ijósmyndatæknin kom fram á sjónarsviðið, en Ijósmyndatæknin ergrunnurfjar- könnunartækni nútímans. Fyrstu nothæfar Ijósmyndir voru gerðar á Frakklandi áríð 1839. Snemma varð mönnum ljóst að nota mætti ljósmyndir við kortagerð. Frá árinu 1849 fram til síðustu aldamóta voru gerðar tilraunir með að nota ljósmyndir sem teknar voru úr flugdrekum og loftbelgjum til kortagerðar. HemaðaryGrvöld áttuðu sig mjög snemma á notk- un Ijósmynda ogljósmyndir voru teknar úr háloftunum viðnjósnir, t.d. um stöðu herja við víglínu. Eitt aUra fyrsta kortið af þeirri gerð var gert í borgarastyrjöld- inni í Bandaríkjunum. Pað var gert kort árið 1862 eftir myndum sem teknar voru af frönskum loftbelgjamönnum af víglínunni við Richmond í sunnanverðum Bandaríkjunum. Frá þessum tíma hafa loft- myndir átt ríkan þátt í kortagerð um veröld víða. Tæknin hefur sífellt breyst og tækin orðið vand- aðri, litmyndir hafa komið fram á sjónarsvið og enn bætt tækni við framköllun. Hemaðaryfír- völd eygðu nýja von þegar eld- flaugar komu fram á sjónarsviðið og snemma var farið að taka myndir frá þeim. Segja má að þáttaskil hafí orðið á þessu sviði, þegar Sovét- menn komugeimfari sínu Spútn- ik á braut umhverGs jörðu árið 1957. Frá því ári hafa orðið stórstígar bamfarir á allri tækni viðgerðmynda utan úrgeimnum og tekist hefur að skoða jörðina utan frá. Nútíma fjarkönnun Fjöldinn allur af gerGtunglum eða gerfihnöttum hefur farið á braut um jörðu síðan Spútnik var skotið á loft. Margir þessara hnatta hafa verið notaðir til að fylgjast með náttúrulegum fyrir- bæmm á yfirborði jarðar og í hafinu, meðan aðrir em notaðir til fjarskipta fyrir síma og sjón- varp og enn aðrir til rannsókna og sfðast en ekki sfst til njósna fyrir hemaðarstórveldin. í þessari grein er ætlunin að skýra í örstuttu máli hvemig nýjasta tækni er notuð til að fylgjast með' náttúmauðlindum og breytingum áyfirborði jarðar. Sumt afþessu er hin sama tækni og notuð er tiI að rannsaka fjarlægar plánetur og þekkt er úr blöðum og sjónvarpi. Fjarkönnunúr gerfíhnöttum Sá gervihnöttur sem náð hefur hvað víðtækustum vinsældum meðal vísindamanna sem fylgjast Fym hluti með náttúmauðlindum er kall- aður LANDSAT en áðurERTS. Alls hefur verið skotið á loft fjómm gerfihnöttum sem kallað- irem LANDSAT. þessir hnettir em á sveimi í rúmlega 900 km fjarlægð frá yfirborði jarðar. Þegar geifhnettir em notaðir til fjarkönnunar er einskonar myndavél í gerfhnettinum sem nemur boð fá ákveðnum hluta af rafseguhófínu en hluti af því er hið sýnilega Ijós. Pau boð sem neminn eða myndavélin ná tilsín em endurvarp eða útgeislun af yfirborði jarðar. Boðunum er breytt í talnamnursem síðan em sendar frá gerfhnettinum til svokallaðra jarðstöðva. Ein slík Gerfihnettir eru í dag notaðir til fjarkönnunar jarðstöð er m.a. við Ulfarsfell skammt austan Reykjavíkur en þar er tekið á móti boðum frá fjarskiptahnöttum. Þegar boðin em komin til jarðstöðvarinnar em þau geymd á tölvutæku formi. Til þess að vinna úr boðunum þarf all-sér- hæfða tækni, þar sem talnamn- unum er m.a. breytt í myndir á skjá. Pessar myndir sem þá verða sýnilegar em ofl mjög grófgerðar og erfítt að átta sig á hvað þær sýna. En það fer þó eftir því til hvers notandinn ætlast. Myndir frá gerfihnöttum ná yfir mun stærra svæði en myndir teknar úr flugvélum, en á hinn bóginn getur notandinn greint mun betur þau fyrirbæri sem fram koma á flugmyndunum en þeim úr gerfihnöttum. Notandinn verðuraðgera upp við sig hverskonargögn hann vill nota. Mynd tekin frá LANDS- AT geifihnetti þekur tildæmis svæði sem er 185 km á hvem kant eða rúmlega 34.000 ferkíló- metrar. Petta svæði er myndað allt samtímis, en ef ætti að mynda svæði af sama flatarmáli frá flugvél tæki það langan tíma og lfma þyrfti saman ótölulegan fjölda mynda. Vandkvæðið við LANDSAT myndir er að skýja- hula og mistur kemur í veg fyrir að myndir megi gera afyfirborði jarðarinnar. Petta verðuraðhafa í huga þegar hagnýtt gildi fiar- könnunar er athugað. En um hana verður fjallað nánar í seinni hluta þessarar greinar. ■ Tækni við fjarkannanir hefur fleygt fram síðustu áratugina, eins og þessi mynd frá því um aldamótin ber með sér. M EUU. BÓASSON, landfræðingur, lagði stundárannsóknirá sviði fjarkónnunar og hvemig hagnýta mætb' þá tækni tii að gera lanonymgarKon, \no mcmoswr nasKOta i nanwion, unranof Kanadaaánawm 1979011981 ogermeðNLS.gráðuílandahæði frátftmetndumakóia. Gísli Magnússon byggingastjóri Kveðjuorð frá Kaupfélagi Eyfirðinga Fæddur 29. júní 1917. Dáinn 29. maí 1984. ■ í dag, miðvikudaginn 6. júní, er til moldar borinn frá Akureyrarkirkju Gísli Magnússon, byggingastjóri, sem andaðist þann 29. maí s.l. Hann fæddist 29. júní 1917 að Tjörn í Svarfaðardal sonur hjónanna Magnúsar Gíslasonar og Jóhönnu Júl- íusdóttur. Hann hafði ekki gengið fyllilega heill til skóg- ar síðustu ár en þó kom hinsta kallið vinum og vanda- mönnum í opna skjöldu nú þegar hann var aðeins 66 ára að aldri. Stórt skarð er fyrir skildi, þegar hans nýtur ekki lengur við. Það er ekki tilgangurinn með þessum fáu línum að rita ýtarlega minningargrein um Gísla Magnússon, heldur aðeins að bera fram örfá þakkar- og kveðjuorð frá Kaupfélagi Eyfirðinga. Eftir að hafa búið í Ólafsfirði á árunum 1945-1965, þar sem Gt'sli starfaði sem bygginga- meistari, byggingafulltrúi og verkstjóri hafnarmálastjórn- ar, flutti hann til Akureyr- ar og hóf störf hjá K.E.A. 6. júní 1965. Fyrsta verkefni hans var ýtarleg úttekt á aðstæðum til tankvæðingar mjólkurflutninga í hérað- inu. Heimsótti hann þá nálægt öll sveitabýli á framleiðslu- svæði Mjólkursamlags K.E.A. og renndu þær heim- sóknir stoðum undir ýtarlega staðháttaþekkingu Gísla í eyfirskum byggðum. Hann varð síðan byggingastjóri K.E.A. Hann stýrði fjölda stórra verkefna í uppbygg- ingu félagsins í starfsstöðv- um þess á Akureyri og í hinum ýmsu þéttbýliskjörn- um við Eyjafjörð. Hæst ber að sjálfsögðu stjórn hans á byggingu hinnar miklu mjólkurstöövar félagsins á Akureyri, en það verk var aðallega unnið á árunum 1974-1980, en ýmis verkefni önnur mætti nefna í bæ og byggð, mörg þeirra stór og heijlandi. Á löngum starfsferli í byggingariðnaði hafði Gísli Magnússon öðlast mikla reynslu og víðtæka þekk- ingu. Hann var jafnframt ágætum gáfum gæddur, glöggur og athugull. Skap- gerð hans gerði honum sem stjórnanda auðvelt að um- gangast fólk. Hann var því mannasættir og leysti hver þau vandamál, sem að hönd- um bar. Hann gekk jafnan brautir sanngirni og heiðar- leika og laðaði fólk til góðra starfa. Ráð hans voru góð og til hans var gott að leita. Sem byggingastjóri Kaupfélags Eyfirðinga var hann því mjög farsæll. Fyrir félagsins hönd flyt ég honum að leiðarlok- um innilegar þakkir og óska honum velfarnaðar og bless- unar Guðs á vegferðinni handan móðunnar miklu. Eftirlifandi eiginkona Gísla Magnússonar og traustur lífsförunautur er Sigríður Helgadóttir frá Ólafsfirði, en þau giftust þann 5. janúar 1946. Synir þeirra eru Magnús, múrara- meistari, sem kvæntur er Soffíu Tryggvadóttur og eiga þau fjögur börn, og Víðir, rafvirki, sem býr ókvæntur hér í bæ. Persónulega og fyrir hönd Kaupfélags Ey- firðinga votta ég þeim dýpstu samúð og bið þeim huggunar Guðs í harmi þeirra ogsárum söknuði. Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri FRUMKVÆÐI OG FORYSTA í FÓÐURVÖRUMÁLUM FÓÐURBLÖNDUNARSTÖÐ SAMBANDSINS Sundahöfn Reykjavik

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.