NT - 07.06.1984, Síða 14
'rlOPJJ J
-Ihvtir
totffÍAuAhr:;
’.<<>.&> '.*w*K.y.v>'
KM>?Ír*V.>
Texti: Skafti Jónsson
Myndir: Árni Bjarna
■ Einstaka matsölustaðir hengja matseðilinn á áberandi stað við innganginn án þess þó að bera skylda til þess,
Verðmerkingum víða ábótavant
- gullsmiðir telja þær leiðbeiningu fyrir innbrotsþjófa
■ Það er kunnara en frá þurfi að segja að verðskyn
Islendinga hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarin
ár óðaverðbólgu. Þjóðin, að minnsta kosti stór hluti
hennar, hefur ekki kippt sér upp við reglulega verð-
hækkun á nauðsynjavörum einfaldlega vegna þess að
hún mundi ekki hvað varan kostaði í gær. Hún fann bara
að innkaupin kostuðu fleiri krónur. Nú, í kjölfar
minnkandi verðbólgu, hefur kviknað örlítil von um að
þetta geti breyst þó að enn sé langt í land að verðskynið
sé eins mikið og meðal þjóða sem búið hafa við litla eða
enga verðbólgu. Austurríkismenn hafa til dæmis búið
við mjög stöðugt verðlag og sagt er að þeir viti
nákvæmlega hvað hlutirnir kosta í hverri verslun, sem
þeir þekkja til. Þeir grípa líka til sinna ráða þegar þeim
finnst of langt gengið í verðhækkunum. Frægust er
sennilega sagan af því þegar austurrískar húsmæður
keyptu ekki mjólk í marga daga eftir að hún hækkaði
um 1% í verði. Hætt er við að langt sé í að íslenskar
húsmæður bregðist eins við.
Einn liðurinn í því að auka
verðskyn íslendinga og hvetja
þá til hagkvæmra innkaupa er
verðmerkingar. Um þær eru í
gildi margvíslegar reglugerðir.
En hvernig er þeim framfylgt.
Fara kaupmenn og aðrir þjón-
ustuaðilar eftir því sem fyrir
þá er lagt í þeim efnum? Sam-
kvæmt lauslegri könnun sem
NT gerði á Laugaveginum í
Reykjavík var yfirgnæfandi
meirihluti verslana með full-
nægjandi verðmerkingar í búð-
argluggum. En einstaka höfðu
reglurnar að engu.
Kaupmenn
taka við sér
„Það er greinilegt að margar
verslanir eru að taka við sér
hvað þetta varöar", sagði Jó-
hannes Gunnarsson hjá Verð-
lagsstofnun í samtali við NT.
Hann sagði að í kjölfar meira
frjálsræðis í verðlagningarmál-
um legði stofnunin sífellt meira
upp úr því að kaupmenn og
þjónustuaðilar gæfu viðhlít-
andi upplýsingar um það sem
þeir hefðu á boðstólum.
Hann sagði að reglur um
þetta í verslunum væru einfald-
ar. Það ætti að auglýsa verð á
öllum vörum bæði inni í versl-
unirini og í útstillingarglugg-
um.
Hvatning fyrir
innbrotsþjófa
NT hafði samband við
gullsmið í Reykjavík, sem ekki
hefur verðmerkt í gluggunum
hjá sér. Hann sagðist ekki vilja
sjá verðmerkingar þar sem þær
hvettu til innbrota. Menn
gengju framhjá búðinni að
næturlagi og sæju nákvæmlega
hvað hver hlutur í glugganum
kostaði. „Það hjálpar þjófum
að henda steininum í rúðuna á
réttan stað og komast á brott
með það dýrasta áður en við-
vörunarkerfi fer í gang. Ef
hann hins vegar þarf að gaum-
gæfa lengi hvað borgar sig að
hafa á brott með sér og hvað
ekki eru miklu meiri líkur til
að hann náist“, sagði gullsmið-
urinn. Nákvæmlega sömu rök-
semdir fengust í ljósmynda-
vörubúð í miðborginni, sem
alls ekki verðmerkir útstilling-
ar sínar. „Það hafa einu sinni
verið settir miðar á vörurnar í
glugganum og það stóð heima
- það var brotin rúða strax um
næstu helgi og allt það dýrasta
tekið úr glugganum", var sagt
í búðinni.
Jóhannes Gunnarsson sagði
að vissulega væri röksemd
gullsmiðanna sterk. Enda
hefði stofnunin séð svolítið í
gegnum fingur við skartgripa-
sala. „Við vitum það að í
sumum löndum, eins og Dan-
mörku til dæmis, eru gullsmið-
ir undanþegnir ákvæðum um
verðmerkingar í búðarglugg-
um“, sagði Jóhannes.
NT hafði samband við
nokkra fatakaupmenn í mið-
borginni. Enginn þeirra vildi
kannast við að verðmerkja
ekki sem skyldi. Hjá eintaka
var þó engar merkingar að
greina á áberandi stað í versl-
uninni hvað kíló eða 100
grömm af hverri einstakri teg-
und kostar. NT fór í nokkur
bakarí og sá að mikið vantar á
að þessar reglur séu hafðar í
heiðri.
- Hafa bakarar eitthvað á
móti þessum reglum?
Bakarar bíða
eftir töflum
„Nei, nei. Langt í frá.
Mönnum finnst þetta sjálfsögð
og eðlileg þjónusta við
kúnnann," sagði Hlöðver Óla-
son, framkvæmdastjóri Lands-
sambands bakarameistara í
samtali við NT. „Hins vegar er
það rétt að það hafa mjög fáir
komið þessum upplýsingum
upp hjá sér. En það stafar af
því, að við pöntuðum sameig-
inlega sérstakar töflur sem ætl-
aðar eru fyrir þetta og af-
greiðsla þeirra hefur dregist úr
hömlu. Nú er heildsalinn búinn
að fá þær svo ég býst við að
smátt og smátt verði þeim
komið fyrir í flestum bakaríum
í surnar," sagði Hlöðver.
Hann sagðist aftur á móti
vera hræddari um að matvöru-
kaupmenn sem seldu innfluttar
kökur stæðu ekki í stykkinu
hvað þessar reglur varðaði."
Ég hef ástæðu til að ætla að
þeir óttist samanburðinn við
innlendu kökurnar,“ sagði
Hlöðvar.
Brotinn pottur á
matsölustöðum
Matsölustöðum og veitinga-
húsum ber að koma fyrir á
áberandi stað vandaðri auglýs-
ingu um verð á nokkrum rétt-
um á matseðli, rétti dagsins,
bolla af te og kaffi. NT fór á
nokkra matsölustaði í borginni
og á langfæstum var farið eftir
þessari lagaskyldu. Þegar
spurst var fyrir um hvað ylli,
fengust yfirleitt þau svör að
það væri í undirbúningi að
setja þetta upp en það hefði af
einhverjunr ástæðum ekki
komist í framkvæmd.
„Það er náttúrulega ekkert
nema sjálfsagt og eðlilegt að
þessunr upplýsingum sé komið
fyrir á áberandi stað. Menn
■ Engar verðmerkingar voru í gluggum snyrtivöruverslana sem NT menn gengu framhjá.
finna í gluggum og sögðust
þeir þá hafa verið að skipta um
útstillingar og eiga eftir að
koma fyrir verðmiðum.
Auglýsum vöruna -
ekki verðið
Einn, sem þekktur er fyrir
að selja vönduð og dýr föt,
sagði að menn yrðu að skilja
það að þegar verið væri að
selja gæðafatnað giltu allt
önnur viðskiptalögmál en til
dæmis í matvöruverslun. „Við
erum fyrst og fremst að auglýsa
vöruna en ekki verðið. Menn
vita að það er hægt að fá
ódýrari föt en þau sem við
höfum að bjóða en þeir koma
samt hingað. Þeir sækjast ein-
faldlega eftir gæðunum. Þess
vegna gerir maður verðmerk-
ingar ekki að aðalatriði í út-
stillingargluggum heldur reyn-
ir að koma þeim eins snyrtilega
fyrir og hægt er í þeim tilgangi
einum að fara að landslögum.
Þegar útsölur eru gildir allt
annað lögmál - þá reynir mað-
ur að slá verðinu virkilega upp
í glugganum", sagði kaupmað-
urinn.
Um síðustu áramót gekk í
gildi reglugerð um verð- og
þyngdarmerkingar á brauði og
kökum. Gerir reglugerðin
öllum þeim sem versla með
brauð og kökur skylt að til-