NT - 07.06.1984, Qupperneq 15
Fimmtudagur 7. júní 1984 1 5
verða að eiga þess kost að gera
það upp við sig hvort þeir
yfirleitt hafa efni á að borða á
viðkomandi stað áður en þeir
ganga inn. Maður hefur oft
orðið vitni að því að fólk hefur
horfið frá því að fá sér mat á
veitingastað eftir að hafa séð
matseðilinn inni. Einnig veit
maður tii þess að fólk hefur
veitt sér dýrari mat en það
ætlaði sér eftir að það hefur
sest inn. „Slíkt á auðvitað ekki
að eiga sér stað,“ sagði Jó-
hannes Gunnarsson.
Skemmtistaðirnir tregir
í samtali við Jóhannes kom
einnig fram að skemmtistaðir
eru margir hverjir nokkuð
tregir til að fara að settum
reglum um verðmerkingar. í
því sambandi nefndi hann
auglýsingar í blöðum, en í
þeim ber skemmtistöðum að
taka fram sérstaklega ef verð
aðgöngumiða er hærra en
venjulega vegna sérstakra
skemmtikrafta. „Oft er aðeins
skemmtikrafturinn auglýstur
en ekkert sagt um hækkað
verð,“ sagði hann.
-En hver eru viðurlögin við
brotum á reglum um verð-
merkingar?
„Það er náttúrulega skýlaust
lagabrot að fara ekki að settum
reglum. Okkur er mögulegt að
kæra slík brot til rannsóknar-
lögreglu ríkisins og þar eiga
þau að fá meðferð eins og
önnur kærumál. En við höfum
hingað til reynt að fara hina
leiðina. það er að segja benda
mönnum vinsamlega á að þeir
fari ekki að settum reglum og
reyna þannig að fá þá til að
bæta sig og ég veit ekki til að
komið hafi til sekta eða refs-
inga ennþá vegna svona mála.
En nú nýlega hafa allar aðstæð-
ur breyst. Verðlag er frjálst og
þess vegna hef ég grun um að
við munum fljótlega breyta
um stefnu í þessum efnum og
fara út í harðari aðgerðir gagn-
vart þeim sem ekki standa
sig,"sagði Jóhannes Gunnars-
son.
JÚNÍ
ÚTBOÐ
RÍKISVÍXLA
Skilafresturtilboða ertil kl. 14:00 miðvikudaginn 13. júní 1984.
Tilboðum sé skilaðtil lánadeildar Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10,
Reykjavík, fyrir þann tíma.
Útboðsskilmálar, sem eru hliðstæðir þeim sem giltu í maíútboðinu,
liggja frammi ásamttilboðseyðublaði í afgreiðslu Seðlabankans,
en þeir eru helstir:
1
Gert sé tilboð ' lágmark 5 víxla hvern að
■ fjárhæð kr. 50.000,- þ.e. nafnverð
kr. 250.000.-, eða heilt margfeldi af því.
2.
Tilboðstrygging er kr. 10.000.-
A Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og
■ án þóknunar.
Um skattalega meðferð þeirra gilda sömu
reglur og hverju sinni um innstæður
í bónkum og sparisjóðum.
Útgáfudagur víxlanna er 15. þ.m. og gjald-
dagi 14. september n.k.
Reykjavík, 7.júní 1984
RÍKISSJOÐUR ÍSLANÐS