NT - 07.06.1984, Síða 16
Hin nýja
Fimmtudagur 7. júní 1984 16
KLEÓPATRA
og kakan
M Bölvun Tutankhamens
fylgir fornmununum úrgraf-
hvelfingunum.er sagt.en hér
sjáum við 4.600 ára gull-
líkneskju. sem er fyrirmynd-
in að kökunni hennar Christ-
ie.
■ Hún Christie Brinkley,
leikkona/fyrirsæta, er kannski
ekki mjög lík Kleópötru hinni
fornu drottningu, en hún er
ekki síður full kynþokka en
sagt er að sú egypska hafi
verið. Hér sjáum við hvar
Christie tekur sig út fyrir
ljósmyndarann við hliðina á af-
mæliskökunni sinni, sem var
bökuð í líkingu við múmíu frá
fyrir 4-5 þúsund árum. Haldið
var upp á afmælið á eygpskri
deild New York Metropolitan
Museum of Art, en þar hafði
Brinkley fatasýningu, þrátt
fyrir mikil blaðaskrif og aðvar-
anir til manna um að koma
ekki nálægt neinum fornum
eygpskum munum úr grafhelf-
ingum hinna fornu konunga.
Þeim fylgi bölvun, eða
eitthvað óþekkt eiturefni, sem
hafi orðið mönnum til meins og
jafnvel bana. Skorað hefur
verið á þá sem hafa einhverja
slíka muni undir höndum, að
koma þeim til rannsóknar -
annað væri ábyrgðarhluti.
Sumir segja að þessi að-
vörun frá egypskum aðilum sé
til þess að komast eftir hvar séu
í einkaeigu eða söfnum ýmsir
forngripir, sem hafi verið flutt-
ir ólöglega út úr Egyptalandi.
M Erégekkilík
henni Kleó-
pötru? sagði
Christie Brínk-
ley við hliðina á
„múmíu-kök-
unni" sinni.
MARILYN
X* MONROE-BRÚDUNNI
FYLGDU REIMLEIKAR
i
Talast við undir fjög-
ur (nei, átta!) augu
■ Stór-spæjararnir Roger
(007) Moore og Michael Caine
sjást hér saman á góðri stund í
Los Angeles. Bond tottar stór-
an vindil en Caine er hugsandi
mjög. Þeir tveir hafa leikið ein-
hverja mestu njósnara sem sést
hafa á hvíta tjaldinu. Báðireru
herramennirnir með gleraugu,
enda komnir á virðulegan
aldur. Líklega þyrftu þeir að
taka ofan gleraugun áður en
þeir færu að leika einhverja
njósnaspennuþætti. Annars
höfum við það fyrir satt, að
þeir séu báðir hættir að slást
sjálfir í hasar-atriðum heldur
láti staðgengla sína um það, -
en þeir ku enn sjálfir sjá um
ástaratriðin.
M Martha Miller er mikill
brúðusafnari. Hún er 42 ára,
býr ein ng hefur aldrei gifst né
eignast barn, en gengst mjög
upp í brúðusafni sínu, sem er
bæði stórt ug fallegt.
Hún hafði lengi ætlað sér að
kaupa í safnið eina Marilyn
Monroe-dúkku, en þær cru
rnjög fallegar og kosta um 80
doliara stykkið. Hún lét svo
verða af því fyrir nokkrum
mánuðum. En það var ekki
liðinn einn mánuður, þegar
þessi brúðukaup höfðu snúist
upp í hálfgerða martröð fyrir
eigandann.
Martha Miller segir, að
brúðunni fylgi reimleikar, og
sé það áreiðanlega stjarnan
sjálf sent sé að gera vart við
sig. Brúðan færðist alltaf til á
nóttunni, og var aldrei á sama
stað á morgnana og hún hafði
verið sett á kvöldið áður.
„í fyrstu hélt ég að þetta
væri einhver vitleysa í mér
sjálfri, eða að ég væri að verða
eitthvað rugluð“, sagði brúðu-
eigandinn. Hún sagðist samt
ekki hafa verið tilbúin til að
samþykkja það, en hugsaði sér
að rannsaka málið nánar
Martha setti smádúk undir
dúkkuna að kvöldi til á snyrti-
borði sínu, - en tók alla smá-
dúka í íbúðinni og geymdi f
skúffu, svo ekki yrði neinn
ruglingur úr þessu. Að morgni
var svo brúðan á náttborðinu
hennar. Þetta sama gerðist, er
hún setti brúðuna að kveldi á
smádúk á lítið kaffiborð í
borðstofunni. en næsta morg-
un stóð hún á miðju borðstofu-
borðinu. Smám saman varð
Martha hrædd og hafði miklar
áhyggjur af þessu, og vildi
skila dúkkunni aftur í verslun-
ina þar sem hún keypti hana.
Þeir vildu ekki skipta, því of
langur tími hafði liðið frá því
hún var keypt. „Ég reyndi að
gera þeim skiijanlegt í búðinni,
að ég vildi ekki eiga brúðuna,
því að það fylgdu henni reim-
leikar, en það var bara hlegið
að mér“, sagði Martha Miller.
„Ég varð reið“. sagði hún
síðan, „og vissi ekki þó hvað
ég gæti gert“. Þá var mér bent
á konu, sem hefði miðilsgáfur
og hún hefði líka reynt við að
kveða niður draugagang í
húsum.“
Martha fékk viðtal við miðil-
inn Corrine og hafði brúðuna
með sér. Um leið og hún kom
inn sagðist miðillinn finna fyrir
nærveru einhverrar fallegrar
veru. Þegar Corrine for að
handfjatla dúkkuna féll hún f
dá og sagði í dásvefninum, að
brúðunni fylgdi andi Marilyn
Monroe, og hún væri að reyna
að ná sambandi við lífið á ný í
gegnum þetta leikfang.
Martha segist ekki lengur
vera hrædd við það sem fylgi
brúðunni og vera ákveðin í að
eiga hana áfram. „Ég hugsa að
allt verði rórra núna, þegar við
höfum fengið botn í málið“
sagði hún eftir miðilsfundinn.
Burton
« Burton
■ Richard Burton mætti
með sparibrosið, þegar
hann kom að heilsa upp á
dóttur sína, Kate Burton,
að tjaldabaki á Broadway.
Kate lék þar í leikritinu
„Present Laughter“.
Pabbinn virðist vera
ánægður með frammi-
stöðu dótturinnar.
Þau feðginin ætla að
koma fram saman í sjón-
varpsþætti seinna á þessu
ári í „Ellis Island“. Þar
mun Kate leika dóttur
Richards.