NT - 07.06.1984, Side 17
I-
Fimmtudagur 7. júní 1984 17
M Skrautlega Marilyn-brúðan, aem gerð e
eftir hínni vinsælu leikkonu sem dó ,
dularfullan hátt i ágúst 1962
■ Nýlega var kvikmyndin Scarface sýnd hér og vakti hún
mikla athygli. Al Pacino, sem lék aðalhlutverkið var vel
f>ekktur áður, en stúlkan sem fór með aðalkvenhlutverkið
/ar óþekkt. Hún heitir Mary Elizabeth Mastrantonio, og
með mydninni Scarface varð hún aðnjótandi þeirrar
frægðar, sem oftast gefst aðeins
í draumum ungra stúlkna
um frægð.
Mary Elizabeth hafði varla
ráðrúm til að átta sig eftir að
myndin hafði verið frumsýnd,
þegar pressan var farin að gefa
henni nafnið „Andlit 9. ára-
tugarins. “.
Mary Elizabeth hafði verið
við söngnám og tekið þátt í
flutningi söngleika, sem ekki
höfðu gengið vel, þegar ieik-
stjórinn Brian De Palma kom
auga á hana, en hann var að
leita að stúlku í hlutverkið í
Scarface, og hafði leitað mikið
og víða.
- Ég þurfti að finna stúlku
sem gat verið sakleysisleg og
breytt sér í kynbombu í einni
svipan, og Mary Elizabeth
hafði allt sem með þurfti. Svo
er hún góð leik- og söngkona,
og ég spái henni miklum
frama, sagði leikstjórinn.
Mary Elizabeth Mastranton-
io er 25 ára New York stúlka af
ítölskum ættum.
M Hln fagra látna Marilyn Monroe.
<*
Rod
og nýja
Ijóskan
■ Rod Stewart hefur látið
huggast, en hann var hálfaumur
þegar Alana hans stakk hann af
yfir hafið. Einhvers staðar sagði
svo: Karlmenn kjósa helst ljósk-
ur (eða gentlemen prefer blond-
ies), og það virðist koma heim
og saman við smekk Rods
Stewarts, sem einu sinni var í
stormasamri sambúð við Britt
Ekland, og síðan hinni ljós-
hærðu Alana Hamilton og nú
sést hann stöðugt með nýrri
kærustu Kelly Emberg, sem
hann kynnir hér fyrir ljósmynd-
urum sem voru á eftir hinum
fræga rokkara.
■ Hin fagra
Mary Elizabeth
Mastrantonio,
sem varð
fræg í Scarface.