NT - 07.06.1984, Síða 27
Fimmtudagur 7. júní 1984 27
„Hvíla göm-
ul álög á
Völsurum
- spurði Ross eftir leikinn
■ Ögmundur bjargar naumlega áður en Páll Ólafsson kemst að knettinum, þeir Magnús Jónsson
og Kristinn Helgason eru báðir vel á verði. NT-mynd Árni Bjamason.
■ Það var greinilegt strax í
upphafi leiksins að Valsmenn
ætluðu að selja sig dýrt. Þrjár
breytingar höfðu verið gerðar á
liðinu og leikmennirnir urðu að
sýna einhver tilþrif í leiknum og
helst skora mörk, til þess að
halda stöðu sinni í liðinu.
Ross þjálfari tefldi nú fram í
fyrsta sinn ungum leikmanni úr
2. flokki félagsins, Antony Karli
Gregory, í fremstu víglínu.
Ross er greinilega að leita að
markaskorara. „Nú veit ég að
ég hef eignast nýjan leikmann,"
sagði Ian Ross þjálfari Vals eftir
leikinn um Antony Karl. Piltur-
inn stóð sig líka ágætlega þrátt
fyrir að hann næði ekki að skora
frekar en aðrir leikmenn Vals-
liðsins. Þá voru þeir Hörður
Harðarson og Örn Guðmunds-
son einnig í fyrsta sinn í liði Vals
í leiknum.
Fyrri hálfleikur var nánast
einstefna á mark ÍA. Valsmenn
réðu miðjunni og sköpuðu sér
nokkur þokkaleg færi. Það
fyrsta kom á 9. mín. Guðjóni
Þórðarsyni urðu á slæm mistök
og Valur Valsson náði boltanum
og sendi á Guðmund Þorbjörns-
son sem skallaði rétt yfir. Á 12.
mín. björguðu leikmenn ÍA á
markteig þegar boltinn var
kominn framhjá Bjarna mark-
verði og stefndi í netið. Þremur
mín. fyrir hlé skaut Örn Guð-
mundsson rétt framhjá, frá víta-
teigshorninu. Mínútu síðar
skallaði Hilmar rétt framhjá,
eftir fyrirgjöf Vals.
I síðari hálfleik komu Skaga-
menn meira inní leikinn. Það
voru hins vegar Valsmenn sem
áttu tækifærin. Á 8. mín. varði
Bjarni vel langskot Guðmundar
Þorbjörnssonar og á 20. mín var
Guðmundur aftur á ferðinni en
Bjarni varði aftur. Á 27. mín.
fengu Skagamenn þokkalegt
tækifæri til að skora, en koll-
spyrnu Sigurðar Lárussonar
varði Stefán markvörður. Karl
Þórðarson sem nú lék sinn fyrsta
leik með ÍA var síðan á ferðinni
mínútu síðar, en stórgóð fyrir-
gjöf hans rúllaði fyrir mark Vals
án þess að nokkrum tækist að
pota honum í netið. Á 76. mín.
skaut Valur Vals. þrumu-
skoti að marki IA og framhjá
Bjarna í markinu. En Skaga-
menn sluppu með skrekkinn
því tuðran lenti í stönginni og
fór þaðan út á völl.
Sigurmark leiksins kom síðan
á 83. mín. en Skagamenn voru
þá fyrst að komast í gang. Árni
HNOT*
SKURN
■ Valsmenn réSu miðju
vallarins mestallan lelkinn og
áttu mun hættulegri mark-
tækifærl en Skagamenn. En
það er ekki nóg, því á 83.
mínútu leiksins skoruðu
Skagamenn eina mark leiks-
ins og það stórglæsilegt. Það
var Hörður Jóhannesson
sem þar var að verki. Meistar-
arnir tryggðu sér þar með 3
stig úr þessari viðureign þó
það væri ekki samkvæmt
gangi leiksins. Ef til vill var
það meistaraheppnin sem
gerði gæfumuninn. Áhorf-
endur um 1300.
Hann var svo sem ekki mik-
■ið fyrir augað leikur Þróttar og
Víkings í Laugardalnum í
gærkvöld, en það var nóg af
færum og spennandi augnabiik-
um til að láta þá rúmlega 600
áhorfendur, er lögðu leið sínt í
Dalinn, opna augun og líta upp
úr sólbaðinu.
Annars voru það Þróttarar
sem voru sprækari allan leikinn
og sérlega í fyrri hálfleik, en
þeim tókst illa að skapa sér færi.
Það tókst Víkingum hins vegar
og Heimir Karlsson sérlega ið-
inn við þá iðju. Ekki tókst
honum að nýta þau, en það
gerði Pétur Arnþórsson hins
vegar í seinni hálfleik ogskoraði
hann þá eina mark leiksins og
tryggði Þrótti þrjú stig.
Það voru Þróttarar sem höfðu
undirtökin á miðjunni en þeim
gekk illa upp við mark Víkinga.
Sérstaklega var Pétur Arnþórs-
;son duglegur í liði Þróttar, svo
og Daði Harðarson.
Augnablikin sem minnst var
á hér að framan, komu þó frá
Heimi og öll í fyrri hálfleik,
meðan hann hafði Ámunda til
að skapa þau. Að minnsta kosti
fimm sinnum komst Heimir í
góð færi og voru tvö þeirra
algjör dauðafæri. Hið fyrra kom
á 37. mín. eftir sendingu
Ámunda, en boltinn þvældist
fyrir Heimi og ekkert varð úr.
Á 41. mín. kom annað dauða-
færið og enn eftir sendingu
■ Sæmilegur leikur. Mikiö
um færi sem ekki nýttust og
var Heimir iðnastur við að fá
þau. Þróttarar réðu gangi
leiksins og var sigur þeirra
sanngjarn þó færin væru hjá
Víkingi.
Sól og blíða var meðan á
leiknum stóð og höfðu hinir
645 áhorfendur það gott í
sólinni.
Ragnar Gíslason Víkingi
fékk gult spjald hjá Friðjóni
Eðvarðssyni dómara, sem
dæmdi þokkalega.
Einkunnagjöf NT
VIKINGUR
Ögmundur Kristinsson ... 3
Kristinn Helgason....... 4
Ragnar Gíslason......... 4
Aðalsteinn Aðalsteinsson . 6
Andri Marteinsson ...... 5
Kristinn Guðmundsson ... 5
ÓmarTorfason............ 4
Ámundi Sigmundsson .... 3
Heimir Karlsson ........ 3
Magnús Jónsson ......... 3
Unnsteinn Kárason ...... 4
Skiptingar: Sigurður Aðal-
steinsson fór inná fyrir Aðal-
stein á 62. mín. og Einar Ein-
arsson kom inn fyrir Ámunda
á 65. min.
ÞRÓTTUR
Guðmundur Erlingsson ... 4
Arnar Friðriksson........ 4
Kristján Jónsson ........ 3
Jóhann Hreiðarsson....... 3
Ársæll Kristjánsson...... 3
Pétur Arnþórsson........ 2
Júlíus Júlíusson......... 5
Páll Ólafsson............ 3
Ásgeir Elíasson ......... 3
Björn Björnsson.......... 4
Daði Harðarson........... 2
Skiptingar: Þorvaldur Þor-
valdsson kom inn á fyrir Ásgeir
á 83. mín.
Ámunda. Heimi tókst meira að
segja að leika á Guðmund f
Þróttarmarkinu, en var síðan of
seinn að skjóta og bæði Guð-
mundur og einn varnarmaður
komust í veg fyrir Heimi og
afstýrðu marki. Má segja að
Þróttarar hafi verið heppnir að
vera ekki tveim mörkum undir
í hléi, þrátt fyrir að vera meira
með boltann og ráða nokkuð
gangi leiksins.
í hléi skemmti Jón Ólafsson
„rásari1- gestum, með stöðugum
auglýsingalestri, er kallaðist
„Þróttaraútvarpið“.
í síðari hálfleik héldu Þróttar-
ar uppteknum hætti og höfðu
yfirhöndina á miðjunni og það
sem meira var, þeim tókst að
stöðva færasúpu Heimis og
mark þeirra var ekki í mikilli
hættu. Það var Víkingsmarkið
svo sem ekki heldur þrátt fyrir
að Páll Ólafsson hafi komist
einn á móti einum í nokkur
skipti, þá rann það alltaf út í
sandinn.
Það var svo á 60. mín. sem
Pétur Arnþórsson skoraði fyrir
Þrótt, eftir að Júlíus Júlíusson
hafði sent góða, lága fyrirgjöf
inní teig og Pétur kom aðvíf-
andi, féll fyrst um boltann en
stóð svo upp og skaut undir
Ögmund í markinu, 1-0, og þar
við sat. Mest bar á Pétri hjá
Þrótti, en engin stóð uppúr hjá
Víkingi.
STAÐAN í 1. DEILD:
Heima
Samtals
Leikir Unnift Jafnt Tapaó Mörk Stig Leikir Unnió Jafnt Tapaó Möfk Stig L U J T M St.
ÍA 3 2 0 1 3-2 6 2 1 1 0 5-2 4 5 3 1 1 8-4 10
IBK 2 1 1 0 2-1 4 2 1 1 0 2-1 4 4 2 2 0 4-2 8
Þróttur 3 2 1 0 4-0 7 2 0 1 1 2-3 1 5 2 2 1 6-3 8
Víkingur 3 1 2 0 4-3 5 2 0 1 1 3-4 1 5 2 2 1 7-7 6
KR 2 1 1 0 4-3 4 2 0 2 0 1-1 2 4 1 3 0 5-4 6
KA 2 0 1 1 4-5 1 2 1 1 0 3-2 4 4 1 2 1 7-7 5
UBK 1 0 0 1 0-1 0 3 1 2 0 2-1 5 4 1 2 1 2-2 5
Fram 1 0 1 0 2-2 1 3 1 0 2 3-4 0 4 1 1 2 4-6 4
Þór 2 0 0 2 0-4 0 2 1 0 1 2-4 3 4 1 0 3 2-8 3
Valur 3 0 2 1 1-2 2 2 0 0 2 0-2 0 5 0 2 3 1-4 2
1. deildin í kvóld:
Fram
- kl. 20 í Laugardal
■ f kvöld verður einn
leikur í 1. deild og eigast
þar við Fram og Þór á
Laugardalsvelli kl. 20.
Staða beggja liða í deild-
inni er nokkuð viðkvæm
og þurfa bæði nauðsyn-
lega á þrem stigum að
halda.
Liðin hafa aðeins mæst
fjórum sinnum í fyrstu-
deildarkeppni og hefur
Fram sigrað tvívegis, Þór
einu sinni og í eitt skipti
hefur orðið jafntefli.
Markatalan er nú 6-4
Fram í hag.
Þess má geta að Þor-
steinn Ólafsson, þjálfari
Þórs, mun jafnvel standa
í markinu í kvöld og yrði
það styrkur fyrir Þórsar-
ana.
Hjá Fram bætist nú
Hafþór Sveinjónsson í
liðið eftir dvöl í Þýska-
landi. Þá verður Pétur
Ormsle\ löglegur með
Fram þann 29. júní, er
ekki að efa að þeir munu
styrkja liðið til muna.
Sveinsson tók hornspyrnu og
boltinn kom niður við fjær-
stöngina þar sem Hörður Jó-
hannesson var réttur maður á
réttum stað og skallaði tuðrunni
í netið framhjá Stefáni. Glæsi-
legt mark og þrjú mikilvæg stig
í titilvörninni í höfn hjá meistur-
unum, þrátt fyrir að Valsmenn
ættu leikinn. Dómari var Magn-
ús Theodórsson og var hann
fremur slakur.
Sagt eftir
leikinn:
Ian Ross þjálfari Vals: „Við
áttum að vinna þennan leik, við
áttum það mörg tækifæri. Stað-
an í hálfleik hefði átt að vera 2-0
fyrir okkur. Strákarnir áttu samt
góðan leik. Ef þeir leika svona
í þeim leikjum sem eftir eru þá
vinnum við fleiri leiki en við
töpum. Ég ber virðingu fyrir liði
ÍA, þeir gerðu það sem til
þurfti."
Hörður Helgason þjálfari ÍA:
„Þetta var enginn stuldur, \ið
skoruðum glæsilegt mark og.
það var meira en þeir gerðu í
leiknum."
Hörður Jöhannesson: „Það
var auðvitað gaman aö skora
sigurmarkið, en ég er hissa á
því að Valsmenn skuli vera á
botni deildarinnar eins og þeir
léku í þessum leik.“
Bjarni Sigurðsson: „Við vor-
um heppnir að vinna þennan
leik, því er ekki að neita. Þeir
áttu spilið alveg í leiknum. Þetta
eru þó góð þrjú stig þótt þau
væru gegn gangi leiksins."
Einkunnagjöf NT:
ÍA
Bjarni Sigurðsson ..... 3
Guijón Þórðarson ...... 6
Jón Áskelsson ......... 4
Sigurður Lárusson...... 5
Sigurður Halldórsson... 3
HörðurJóhannesson ..... 4
Sveinbjörn Hákonarson ... 6
Jón Leó Rikharðsson.... 4
Guðbjörn Tryggvason .... 5
Árni Sveinsson......... 5
Karl Þórðarson......... 3
Skiptingar: Júlíus Ingóltsson
kom inná fyrir Jón Leó Rík-
harðsson á 62. mín.
VALUR
Stefán Arnarson.........4
Antony Karl Gregory ... 3
Grimur Sæmundsen....... 4
Guðmundur Kjartansson .. 4
Jóhann Þorvarðarson .... 3
Þorgrímur Þráinsson ... 3
Örn Guðmundsson........ 4
Hilmar Harðarson.......4
ValurValsson........... 3
Guðmundur Þorbjörnsson . 2
Bergþór Magnússon ..... 3
Skiptingar: Jón Greía ions-
son kom inná fyrir Antr Karl
Gregory á 75. mfn.