NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.06.1984, Qupperneq 4

NT - 10.06.1984, Qupperneq 4
Sunnudagur 10. júní 1984 4 M Viðar og Svanhildur sveifla sér í„jive“. M „Þetta byrjaði með inntökuprófi vorið 1980. Þannig er að menn mæta hér til að sækja um ogþá eruþeirbara vegnirogmetnir eftir getu. Það erprófí reikningi og réttritun. Svo er það metið hvort manneskjan er talin hæf í þetta nám. Námið fer alfarið fram hjá Heiðari, það bóklega sem við erum með, og dansinn. Þetta eru fjórir vetur, níu mánuðir á ári,“segir Viðar Völundarson, danskennari. Eins og greint var frá í NT á danskennara með hæstu eink- fimmtudag lauk Viðar prófi unn sem fengist hefur hér á landi. Hlaut liann 10 í munn- legu prófi í „tekník" og 9.8 í dansi, en Viðar hefur stundað danskennaranámið í fjögur ár. Hann er frá Álftanesi, rétt fyrir utan Húsavík, sonur hjónanna Völundar Hermóðs- sonar og Höllu Loftsdóttur. „Svo er dans í inntökupróf- inu mjög stór hluti af því. Ég get nú ekki sagt að ég hafi æft mig neitt undir það og það gerir það yfirleitt enginn sem sækir um. Annað hvort telja menn sig hafa þetta í sér eða ekki. Svo skiptir miklú máli að Jive er suðuramerískur dans með fjórum sláttum í takti. vera músikalskur - hvernig maður hreyfir sig. Það sem við köllum tekník er hvernig öll spor í hverjum dansi byggjast upp.“ Og þu fékkst tíu í munnlega prófínu og 9.8 í dansinum. Eru þetta hæstu einkunnir sem hafa verið gefnar hér á landi? „Ja - svo er mér sagt. Ég er náttúrlega að vona það - ég get ekki sagt annað. Maður er búinn að leggja alveg geysilega vinnu í þetta og auðvitað var maður dálítið spenntur og taugastrekkturfyrirprófið. Og við unnum allan maí, alla daga og fram á kvöld fyrir prófið. Ég hef aðallega dansað við hana Svanhildi fyrir þetta próf.“ „Ég hef nú aldrei lent í því að detta - að minnsta kosti ennþá“ „Það hefur náttúrlega geng- ið á ýmsu stundum en ég hef nú ekki lent í því að detta á sýningu eða við kennslu - ekki ennþá. Æ - ég man nú ekki eftir neinu sérstöku. Það kem- ur oft fyrir að stigið er á tær hvors annars. En við segjum alltaf að það sé sök þess sem stigið er á. Hann á að passa sig á að taka rétt spor. Ég fór í fyrra á dansskóla Peggy Spencer í London. Bretinn, það má segja að hann sé fremstur í heiminum. Þar eru samankomnir toppkennar- arnir í heiminum. Þannig er það þar að maður verður að vera ef maður ætlar að komast eitthvað áfram - hvort sem það er sem áhugamaður eða atvinnumaður. Það eru yfirleitt alltaf Eng- lendingar sem hafa verið á toppnum. En þctta er aðbreyt- PáH Eiríksson geðlæknir svarar spurningum iesenda Er til lækning við flug- hræðslu? ■ í sl. viku hringdi kona ein ' hingað á blaðið og bað okkur um að koma á framfæri við Pál Eiríksson hvort til væri ráð við flughræðslu. Konan sagði að hún kviði alltaf afar mikið fyrir því að setjast upp í flugvél og eins fyndi hún tií mikils ótta við lendingar og flugtak. Sagðist hún vera hálflömuð af skelf- ingu við slík tækifæri. Við komum bréfinu sam- viskusamlega á framfæri við þáttinn .Geðlæknirinn svarar" og fyigu svar Páls Eiríkssonar hér á eftir- M Flughrædsla getur verið margt, enda eru margar mis- munandi skoðanir á því, hvernig hjálpa eigi fólki með flughræðslu. Sumir vilja hjálpa með atferlislækningu eða þjálfun og aðrir með dýpri geðmeðferð. Hvorir tveggja hafa ýmislegt tilsíns máls. Sumum virðist atferlis- lækningar hafa betur, en öðrum geðmeðferð. Ég veit t'il þess að bæði sálfræðingar og geðlæknar hafa fengist við að hjálpa fólki með flug- hræðslu og oft með mjög góðum árangri. Stundum, og sumum, má hjálpa á örstutt- um tíma en hjá öðrum þarf meiri meðferð oglengri tíma þar sem flughræðslan á sér dýpri rætur. Það erþó með flughræðslu eins og svo margt annað að því lengur sem hún hefur staðið þeim mun lengur get- ur tekið að afmá þetta ein- kenni. Með lífið 1 lúkunum yfir blessuðum gamla manninum ■ Ég skrifa þetta bréf vegna konu sem-ég þekki vel. Hún er rétt um sextugt og er gomul vinkona mín og okkar hjónanna, en við kynntumst þegar við bjugg- um úti á landi. Við erum öll löngu flutt á mölina eins og sagt er og búum á höfuð- borgarsvæðinu. Vinkona mín sem hér um ræðir er einhleyp og býr með föður sínum sem er um átt- rætt og er það hann sem er ástæða vandamálsins. Hann er orðinn mjög kalkaður og ruglaður og þyrfti satt að segja stöðuga umönnun. En dóttir hans má alls ekki heyra nefnt að hann fari á elliheimili, þótt við hjónin höfum mikið reynt að fá hana til þess, þar sem hún hefur sjálf engar aðstæður til að annast hann. Hún vinn- ur úti hálfan daginn (mundi annars geta unnið fullan vinnudag) og er jafnan með lífið í lúkunum ef hún fer frá gamla manninum. Hann er mjög erfiður og vill vera á ferli. Einu sinni klæddi hann sig upp og var farinn út á götu um hánótt í einhverju óráði. Ég held að þetta á- stand komi niður á vinkonu minni og leiki hana illa, en samt situr hún við sinn keyp. Hvernig á að koma vitinu fyrir hana.? Ahyggjufullir vinir Kæru „áhyggjufullu vinir" M Greinilegt er, að þiðhafið áhyggjur af vinkonu ykkar og föður hennar en stundum verðum við að bíta íþað súra epli, að við getum ekki feng- ið vini okkar til þess að snúa afþeirri braut, sem þeirhafa ákveðið að fara. Það er alveg ótrúlegt hvað sumir vilja og geta lagt á sig fyrir ástvini sína jafnvel þótt það gangi út yfir eigin heilsu. Aður fyrr þótti það ósköp eðlilegt, að börnin sæju fyrir íoreldrum sinum þar til yfir lyki, en það hefur breyst í nútima þjóðfélagi. Kannski hefur faðir vinkonu ykkar gefið henni það mikið, að hún vill reyna að borga hon- um aftur á þennan hátt, þá ást og umhyggju, sem hún fékk þegar hún var að alast upp,- Aðrir virðast njóta þess að vera krossberar og taka á sig álag, sem nær ómögulegt er að standa undir. I mínum eyrum hljómar það sem vinkona ykkar hafi tekið sína ákvörðun. Þið haf- ið reynt að fá hana ofan af þeirri ákvörðun en án árang- urs. Ekkert í bréfinu bendir til þess, að vinkona ykkar sé ekki full-fær um að taka sínar eigin ákvarðanir. Hún virðist vera fær um að setja sér sín eigin mörk. Gott er að eiga góða vini að í erfiðleikum, en fyrirmitt leyti vildi ég helst að mínir vinir héldu sér við ráðlegg- ingar en reyndu ekki að ráða yfir mér. Ef þetta er vanda- mál vinkonu ykkarþá verður hún að fá að ráða því sjálf hvað hún gerir í því og það hljómar ekki eins og þið get- ið mikið að því gert. Með bestu kveðjum, ykkar, Páll Eiríksson

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.