NT - 10.06.1984, Qupperneq 7
Sunnudagur 10. júní 1984'
7
Arnþór Helgason
deildarstjóri
námsbókadeildar
Þarfir
einstak-
lingsins
Deildarstjóri námsbóka-
deildar Blindrabókasafnsins er
Arnþór Helgason. Við báðum
hann að segja okkur frá starf-
semi deildarinnar.
„Allt sem unnið er í náms-
bókadeild, hvort sem um er að
ræða útgáfu námsefnis á
blindraletri, segulböndum eða
með stækkuðu letri er fyrst og
fremst unnið með þarfir ein-
staklingsins í huga. Ekki er
hægt að hugsa til fjöldaþarfa
því þeir sem nota blindraletur
eru fáir og framhaldsnám er
orðið fjölbreytt. Ekki er hægt
að beina öllum sem af ein-
hverjum ástæðum geta ekki
lesið í einn farveg. Oft er því
einn blindur á námsbraut.
Hér á landi er jafnrétti til
náms og fatlaðir eiga kröfu á
framhaldsnámi til jafns við
aðra. Starfssvið deildarinnar
er að útvega þessu fólki náms-
efni, ýmist með því að panta
námsefni erlendis frá eða með
framleiðslu innanlands, og
sjáum við starfsmenn deildar-
innar um það að hluta. Við
skrifum kennslubækur á
blindraletri ogsamstarfsmaður
minn Steinunn Stefánsdóttir
les kennslubækur inná segul-
band ásamt kennurum og sjálf-
boðaliðum. Nýlega frétti ég
þauánægjulegutíðindi að Há-
skólinn hafí samþykkt að
greiða námsbókagerð fyrir
blindan nemanda þar, og
fögnum við þeim áfanga.
Hitt er. annað mál að náms-
bókagerðin ein og sér er ekki
nægjanleg. Þessum nemendum
verður að tryggja námsaðstoð.
Seinlegt er að vinna bækur á
blindraletri og eru þær bækur
efnismiklar og þungar í vöfum.
Nær útilokað er að búa
blindum uppflettirit og orða-
bækur í hendur. Nám hins
blinda getur verið þannig að
ættingjar hans geti alls ekki
veitt þá aðstoð sem nauðsynleg
er og oft eru heimilisaðstæður
þannig að námsaðstoð er eins
nauðsynleg fyrir þann blinda
og einkaritari er fyrir forstjóra. “
Nú er námsbókadeildin
staðsett hér í Reykjavík, en
framhaldsskólar eru víðar.
Hvernig er t.d. fyrir blindan
nemanda að stunda nám á
Egilsstöðum eða á ísafirði?
„Ég er sjálfur á móti því að
rífa fólk úr sínum heimahögum
og stefna öllum á einn stað.
Við förum því á þá staði sem
blindir nemendur eru og höld-
um fundi með kennurum þar
sem námsefnið er undirbúið í
samráði við þá. Þannig reynum
við að gera öllum jafnt undir
höfði og oft leiðbeinum við
kennurum örlítið. Kennarar
sem hafa einn blindan nem-
anda í tuttugu manna bekk
þurfa oft að gerbreyta kennslu-
aðferðum sínum. í því sam-
bandi nægir að nefna smáatriði
eins og það að kennari lesi allt
upphátt sem hann skrifar á
töfluna."
Gísli tæknimaður
hemur takkana
Allur
lestur er
unninn í
sjálf-
boða-
vinnu
Gísli Helgason tvíburabróð-
ir Arnþórs stjórnar tæknideild-
inni. Um starfsemi deildarinn-
ar sagði Gísli:
„Starfssvið tæknideildarinn-
ar er að sjá um framleiðslu og
viðhald hljóðbóka og í fram-
tíðinni bóka á blindraletri og
bóka með stækkuðu letri fyrir
sjónskerta. Framleiðslan er
ennþá nær eingöngu bundin
við hljóðbækur. Bókaverðirnir
hér velja oft bækurnar sem eru
lesnar, en oft fáum við beiðnir
frá notendum safnsins. Síðan
höfum við samband við fólk
sem les bækurnar inná segul-
band.“
Hvernig er með lesara
safnsins, er þetta einhver
ákveðinn hópur úrvalsmanna,
eða getur hver sem er komið
og lesið?
„Allur lestur hjá okkur er
unninn í sjálfboðavinnu. Við
prófum fólk og reynum að
leiðbeina því eftir bestu getu.
Ef fólk getur þetta ekki þá
áttar það sig oftast sjálft á því.
Það besta væri nú ef við gætum
greitt laun fyrir lesturinn, þá
gætum við gert meiri kröfur og
lesturinn yrði vandaðri."
Hvernig verður hljóðbók
til?
„Lesturinn er tekinn upp á
segulbandsspólu og fjölfaldað-
ur á kassettur. Að því loknu
höfum við þrjú eintök af hljóð-
bókinni.“
Þrjú eintök, fullnægir það
eftirspurninni?
„Nei það er nú ekki svo, við
greiðum ekki höfundarlaun en
við höfum samið við rithöf-
undasambandið um þessi þrjú
eintök, einnig fáum við efni úr
útvarpinu. En það er mjög
slæmt að stofnun eins og þessi
skuli ekki geta greitt höfunda-
laun og laun til lesara.“
Steinunn Stefáns-
dóttir mynda-
bókahönnuður
Ótrúlegt
en satt,
mynda-
bók fyrir
blinda
Hvor bókin er læsilegri
Hér sjáið þið litlu, bláu
könnuna.
Hún stendur uppi á hillu.
Henni leiddist og langaði
niður.
Á labbi okkar um safnið
sáum við myndabók fyrir
blinda og trúi nú hver sem trúa
vill. Steinunn Stefánsdóttir
gerði bókina og hún fannst
eftir stutta leit.
„Jú, það er rétt, ég gerði
myndabók ætlaða blindum
börnum. Þetta er sagan um
litlu bláu könnuna, sem mörg
börn kannast við.“
Er þessi bók þín hönnun?
„Nei, ekki algjörlega. Ég
frétti af því að þetta hefði
verið gert og mig langaði að
prófa hvort ég gæti ekki gert
þetta. Bókin er einföld í fram-
leiðslu, ég klippi út mynd í
sandpappír og lími hana á
pappa með blindraletri, síðan
bræði ég allt saman í plast.“
Þú notar sandpappír, er þá
einungis hægt að gera myndir
úr einum fleti?
„Nei, nei. Það er hægt að
nota misgrófan sandpappír til
að ná mismunandi áferð. Auk
þess get ég notað filt, snæri,
garn og reyndar allt sem þolir
hitann sem notaður er við
fjölföldunina."
Hvað er bókin gerð í stóru
upplagi?
„Börnin eru það fá að upp-
lagið er ekki nema þrjár
bækur. En þegar ég er búin
með frumritið þá er nánast
hægt að gera eins mörg eintök
og hver vill, en einungis er
hægt að þrykkja eina blaðsíðu
í einu þannig að þetta er sein-
legt.“
Vinnur þú eingöngu að gerð
myndabóka fyrir blinda?
„Nei, ekki er nú svo. Ég er
starfsmaður námsbókadeildar
þannig að námsbókagerðin sit-
ur fyrir. Myndabókina vann ég
í hjáverkum, en ég vona að
þetta sé bara byrjunin."