NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.06.1984, Qupperneq 15

NT - 10.06.1984, Qupperneq 15
Sunnudagur 10. júní 1984 15 M Hér höfum við þrjá „hesta“. Þeir eru sá góðkunni frétta- og sjónvarpsmaður, Páii Magnússon, Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra og Matthías Johann- essen, ritstjóri Morgunblaðsins. „Hestinn“í fariþeirra biðjum við lesendurað finna. Það ætti ekki að verða erfitt. skiptamál og starf. En hvað um það. Senn er hann tekinn til við eitthvað nýtt af sama kraftinum og áður, - og árang- urinn verður ekki síðri! Hon- um gengur vel í hvaða starfi sem er, svo fremi að það krefjist ekki einveru eða mikillar og djúprar hugsunar. Hann er opinn persónuleiki og þarf á fólki að halda í kring um sig sem dáir hann og hrósar honum. í samskiptum við andstæða kynið er „hesturinn“ samt máttvana. Hann leggur allt í sölurnar fyrir ástina. Pegar „hesturinn“ er ástfanginn, er eins og ekkert annað skipti máli í heiminum. Þetta er ástæða þess hve oft hann verð- ur að sætta sig við lítinn hlut í lífinu þrátt fyrir allt. En ef hann getur losað sig við þenn- an veikleika og látið metnað- inn hafa yfirhöndina mun hon- um vel farnast. „Hestinum" mun vegna vel með „geitinni“ þar sem þau eru bæði vel með á nótunum mun þeim veitast létt að sneiða hjá gildrunum í tilverunni. Háðsglósur þær sem geitinni er tamt að grípa til og öll uppátæki hennar mun hrynja sem fis af brynju „hestsins" og hvorugt þeirra mun verða vart við nokkra erfiðleika af þeim sökum. Aðrar orsakir ráða því að „hesturinn" mun lifa í góðu vinfengi við „tígurinn" og við „hundinn.“ Þar sem báðir þessara eiga nóg með að leysa eigin sálfræðiflækjur munu þeir ekki láta sér mjög bregða við rómantískan óstöðugleika „hestsins." Hann getur farið sínu fram í næði án þeirra. En undir engum kringum- stæðum má „hesturinn“ ganga í hjónaband með „rottu“. Sér- staklega þó ef „hesturinn" er fæddur undir hinu fágæta teikni „eld-hestsins“. (Merkj- unum er nefnilega skipt niður eftir höfuðöflunum, eldi, Ef „hesturinn“ er, Stcingeit... Abyrgðarfullur „hestur". Hann er nokk- uð sérstakur þessi. Vatnsberi... Kappreiðahesturinn. Vonandi gleymir hann ekki knapanum alveg. Fiskur... Þessi „hestur" leggur nú hugann í bleyti. Þótt honum hugkvæmist margt á hann til að láta nægja að hugsa um hvað hann mundi'geta gert. Hrútur... Nóg „hestöfl" undir vélarhlífinni hér. Ákafur, geðvondur, eldibrandur. Bara að hann gæti haft eirð í sér til þess að koma einhverri af hugdettum sínum í framkvæmd! Naut... Kerru-„hestur". Sá sjálfselskuminnsti í stóðinu. Kann að gefa eftir öðru hverju. Tvíburi... Hreinræktaður. Getur ekki staðið kyrr. Klárar aldrei neitt sem, hann byrjar á. Krabbi... Tréhesturinn. Allt of tilfinninganæmur. Snýst hvern hringinn eftir annan. Mun aldrei lifa lífinu eins og hann hefði viljað. Ljónið... Hálfur hestur/hálfur maður. Ekkert er honum ómögulegt. Hugsar aðeins urn sjálfan sig. Meyjan... Dráttarhestur. Það gengur undan honum, - en þó! Heldur er hann óraunsær. Hin smámunalega hagsýni gæti orðið til bjargar. Vogin... Sirkus-hesturinn. Hann dansar með skrautbeisli og með fjaðrir á kollinum, - en gerir þó aldrei annað en honum sjálfum sýnist. Sporðdreki... Villihesturinn. Sá æðisgengnasti, - og ástríðufyllsti. Bogamaður... Landbúnaðardýr. Seiglast áfram setta stefnu,-en eftir korti eigin óstöðugleika. vatni, jörð, málmi, tré o.s.frv. en út í þá sálma höfum við ekki farið hér). Öll tengsl milli „eld- hestsins" og „rottu“ mundu enda með eftirminnilegum ósköpum. Ganga mun á ýmsu í æfi „hestsins“ á fyrsta og á öðru skeiði æfi hans. Hann mun ungur fara að heiman og því munu fylgja margvísleg von- brigði. Ekki munu ástamál hans ganga árekstralaust. En á þriðja æfiskeiðinu mun hann njóta friðsældar. Á sextíu ára fresti kemur „eld-hesturinn“ fram á sjónar- sviðið. Þannig var þetta sér- stæða fyrirbæri í austrænu spáfræðinni á ferðinni 1846, 1906, 1966 - og verður 1026. Þessi ár eru slæm fyrir „hestinn" sjálfan og þær fjöl- skyldur þar sem „hestur“ er í húsinu. Þá má vænta veikinda, slysa og margskonar ands- treymis. Þeir menn og þær konur sem fædd eru undir merki „eld- hestsins" hafa sömu einkenni og hver annar vanalegur „hestur“, en þau munu öll verða mjög ýkt. „Eld-hestur- inn“ mun vera enn duglegri, enn kænni,enn sjálfstæðari og enn hæfileikaríkari en hinir - og enn sjálfselskari. Vegna ofsafengis eðlis hans mun hann reiðubúinn að yfirstíga öll mörk þegar að ástamálum kemur. Stundum er sagt að „eld- hesturinn" geti haft góð áhrif innan fjölskyldu sinnar, en út- breiddari er sú trú að hann verði sínu eigin æskuheimili til jafn lítilla happa og því heimili sem hann sjálfur kann að búa sér. Það sem víst er mun það að „eld-hesturinn“ mun eiga sér feril sem verður margbreyti- legri, sérstæðari og áhugaverð- ari en gerist hjá vanalegum hestum. Hann mun að öllum líkindum verða frægur, - eða að minnsta kosti alræmdur. DAVID BROWN Eigendur Nú þegar höfum við yfirtekið varahlutalager og þjónustu á þeim David Brown dráttarvél- um, sem til eru í landinu. [5J23 Dráttarvélar Þær eru komnar Þeir sem hafa unnið með C5EH gröfum þekkja gæðin- og þeir sem eiga eða hafa átt DAVID BROWN dráttarvél hitta hér gamlan kunningjá. Eftirtaldar stærðir eru boðnar: 1194 - 49 hestöfl 1294 - 62 hestöfl 1394-77 hestöfl 1494 - 85 hestöfl KH3 imz izm Kynnið ykkur verð og greiðslukjör ÞÉR TEKST ÞAÐ MEÐ [ÍIÍJ □ £7 0 0 o Járnhálsi 2 110 Reykjavík Sími 83266. 1594 - 97 hestöfl Allar þessar vélar er hægt að fá með framdrifi. Dæmi um verð: 62 ha. án framdrifs kr. 371.000.- 77 ha. með framdrifi kr. 460.000.- Vélarnar koma allar með besta útbúnaði. Hús og aðstaða stjórnanda er frábær.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.