NT - 18.07.1984, Síða 2
Miðvikudagur 18. júlí 1984
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins munu |
ferma til íslands á næstunni
sem hér segir:
Arnarfell:
Copenhagen .... 20/7
Dock............. 23-25/7
Dísarfell:
Goole .............. 23/7
Rotterdam...... 24/7
Antwerpen .......... 25/7
Hamburg........ 27/7
Reykjavík...... 31/7- 1/8
Goole ............... 6/8
Hamburg........ 8/8
Rotterdam...... 9/8
Antwerpen .......... 10/8
Helgafell:
Coastal Ports ... 23/7
Ivigtut ........... 27-29/7
Cophenhagen ... 7-9/8
Hvassafell:
Stettin..... 20/7
Helsinki. 23-24/7
Leningrad........ 25-26/7
Reykjavík....... 1 -3/8
Coastal Ports ... 6-10/8
Jökulfell:
Costal Ports
Cloucester .
Halifax....
Mælifell:
Copenhagen
Skaftafell:
Gloucester ..
Reykjavík ...
Coastal Ports
20/7
3-4/8
5/8
25-27/7
21-23/7
30/7
31/7-8/8
Jan:
Svendborg ........... 19/7
Áarhus .............. 20/7
Reykjavík...... 24-25/7
Larvík............... 30/7
Gothenburg..... 31/7
Copenhagen .... 1/8
Svendborg ............ 2/8
Áarhus ............... 3/8
Reykjavik...... 6-7/8
U
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
BORNIN
Bornin eiga auövitaö aö vera i belt-
um eöa barnabílstólum i aftursæt-
inu og barnaöryggislæsingar á
huröum. ^É|JMFERÐAR
Sandur í dollurnar:
„Klárum um versl-
unarmannahelgina"
- segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri
■ „Við lukum við útiatriðin
fyrir austan þann 15. júlí og
eigum eftir inni og útiatriði í
Reykjavík og nágrenni. við
miðum að því að klára um
verslunarmannahelgina.“
Þetta sagði Ágúst Guð-
mundsson kvikmyndaleikstjóri,
þegar NT leitaði frétta af gangi
mála við tökur myndarinnar
Sands, sem hafa farið fram við
Kirkjubæjarklaustur.
Ágúst og félagar hófust handa
þann 19. júní og linntu ekki
látunum fyrr en síðastliðinn
sunnudag, tóku sér aðeins tvo
frídaga á þessum tæpa mánuði.
„Þetta gekk ágætlega og allar
áætlanir stóðust," sagði Agúst,
en bætti því þó við, að ekki
hefði það nú verið alveg áfalla-
laust. Veðrið setti sitt strik í
reikninginn einum tvisvar
sinnum. Atirði, sem byrjað var
að mynda kvöld nokkurt í rign-
ingu, þurfti að endurtaka alveg
og kvikmyndun flugeldasýning-
ar tókst í fimmtu tilraun.
Aðalhlutverkin í Sandi eru
leikin af Pálma Gestssyni, Eddu
Björgvinsdóttur og Arnari Jóns-
syni. Kvikmyndatökumaður er
Sigurður Sverrir Pálsson. Frum-
sýning verður á 2. í jólum.
Framfærsluvísitalan:
Hækkar um 0.9%
■ Framfærsluvísitalan hækk-
aði um tæplega einn af hundr-
aði, 0,93%, í síðasta mánuði,
samkvæmt útreikningum kaup-
lagsnefndar. Um þriðjungur-
inn, 0,3%, af hækkuninni stafar
af verðhækkunum á kjötvörum
og annar þriðjungur af verð-
hækkunum á annarri matvöru;
nýjum fiski, sælgæti, öli og
gosdrykkjum. Nokkrar vöru-
tegundir lækkuðu í verði, en
ýmsir aðrir liðir vísitölugrunns-
ins hækkuðu. Vísitalan sem sett
var á 100 í febrúarbyrjun s.l. -
fyrir 5 mánuðum - hefur nú
hækkað í 106,82 stig.
Undirskriftirnar
með ákveðnum
greini
■ Pessu stelum við úr ís-
lendingi á Akureyri. í stuttri
forsíðufrétt er Jón Arnþórs-
son inntur eftir hvernig gangi
með undirskriftalistana.
„Pað vilja allir taka á með
okkur í þessu máli. Pað hefur
verið settur mikill kraftur í
þetta. Nú er verið að ganga í
hverfi. Jón sagði að fljótlega
yrði sleginn botninn í þetta.
Hann hvatti alla, sem áhuga
hefðu á að skrifa nöfn sín á
lista hið bráðasta." Dropa-
teljari þykist þess reyndar
næsta viss að umrædd undir-
skriftasöfnun fari fram á Ak-
ureyri, að minnsta kosti
fremur en í Reykjavík, það
hefði þá verið tekið fram. En
undir hvað menn eru að
skrifa er lesandi íslendings
jafnnær, - sjálfsagt er það
leyndarmál.
Pað að Jón hvetji menn til
þess að skrifa nöfn sín á lista
hið bráðasta svo fremi þeir
hafi á því áhuga gefur raunar
vísbendingu um að mark-
miðið sé það eitt að menn
hripi nafn sitt. Bara á ein-
hvern lista, einhversstaðar.
Þúsund kall
fyrir hvert ár
■ Sú var tíðin að þegar fólk
eltist. og starfsafköst minnk-
uðu, þá lækkaði kaupið að
sama skapi, og þeir yngri
höfðu það yfirleitt betra. Það
er liðin tíð á síðustu tímum,
eftir að verðbótavísitala á
laun var bönnuð með lögum.
En íslendingar geta ekki
verið án einhverrar mæli-
stiku. Dropar heyrðu nýver-
ið að sú þumalputtaregla gilti
hjá Hagvangi þegar ráðið
væri í stöður, aðeinn þúsund
kall fengist í mánaðarlaun
fyrir hvert ár sem væntan-
legur starfsmaður hefði lifað.
Þannig fá tvítug ungmenni
20 þús. kr. í laun, en þrítugt
fólk 30 þús. kr. o.s.frv. Sjálf-
sagt ntá vænta þess að þetta
launakerfi veki mikla at-
hygli, bæði hérlendis og er-
lendis, ekki síst fyrir þær
sakir að það þykir vera til
þess fallið að launþegar segi
rétt til aldurs síns, a.m.k.
skrökva þeir ekki niðilr á við.
Svartamarkaður
með humarinn
■ Áhugi íslendinga á hum-
ar til neyslu fer vaxandi, ekki
síst nú síðustu vikurnar eftir
að farið var að selja hann á
svörtum markaði á niður-
settu verði. Er það nú orðið
á færi jafnvel láglaunamanna
að neyta þessarar úrvals-
fæðu.
Eins og kunnugt er gildir
ákveðinn kvóti við humar-
veiðar, en nú heyra Dropar
að sá humar, sem er á svörtum
markaði, sé tekinn utan
kvóta, og komi því ekki til
með að skerða kvótann á
neinn hátt, hvernig svo sem
farið er að því að lauma
humrinum framhjá.
■ Sand-arar að vinnu
austur við Kirkjubæjar-
klaustur um helgina. Inni í
jeppanum er aðalleikarinn
Pálmi Gestsson. Ágúst
Guðmundsson leikstjóri
hallar sér fram á vélarhlíf-
ina.
NT-mynd:Hörður Davíðsson.
Skattskráin:
Lögð
fram
þann 25.
■ Þá fer að styttast í
„glaðninginn" því
skattskráin fyrir árið í
ár verður væntanlega
lögð fram yfir allt land-
ið þann 25. júlf. Að
sögn Ævars ísberg,
vararíkisskattstjóra, er
gagnavinnslu nú að
mestu lokið og verða
skattstjórum í hverju
umdæmi sendar skrárn-
ar nú á næstu dögum.
Einstaklingar og fyrir-
tæki munu svo væntan-
lega fá álagningaseðla
sína f póstinum upp úr
næstu helgi. Skrárnar
munu samkvæmt venju
liggja frammi í tvær vik-
ur og geta þegnar lands-
ins þá skoðað skatta
meðbræðra sinna.
Lax kominn í öll
Svínadalsvötnin
■ Eyrarvatn, Þórisstaða-
vatn og Geitabergsvatn voru
opnuð 1. júní og hefur veiðin
hingað til verið ágæt. Lax er
kominn í öll vötnin og fyrir
nokkru veiddist einn í Geita-
bergsvatni, sem er frekar
óvenjulegt því yfirleitt veið-
ist ekki lax þar fyrr en í
ágúst, en Geitabergsvatn er
fremst vatnanna.
Aðallaxveiðin er í Eyrar-
vatni og þar hefur fengist
talsvert. Falleg á rennur á
milli vatnanna þriggja og oft
hefur verið ágætis laxveiði í
henni. Þó hefur ekki fengist
lax í henni ennþá í sumar því
að laxinn virðist ekkert
stoppa í henni heldur ganga
beinustu leið í vötnin.
Silungsveiði hefur verið
mjög góð í vötnunum. Til
dæmis fóru tveir strákar um
helgina í Geitabergsvatn og
höfðu fjörutíu sæmilega sil-
unga upp úr krafsinu.
Veiðileyfi eru seld á Fer-
stiklu og í Glæsibæ og eru
einhver leyfi laus.
Mikið af laxi I
Meðalfellsvatni
Meðalfellsvatn í Kjós hef-
ur verið opið frá 1. apríl og
mun veiðitíminn standa til
20. september. Veiðin hefur
verið mjög góð í vatninu
undanfarið og eru þegar
komnir einir 40 laxar á land
og óhemja af silungi. Einn
skrapp til dæmis í vatnið um
daginn og fékk 60 silunga á
nokkrum tímum. Hann hafði
farið tvisvar áður og fengið
40 silunga í hvort skipti.
Laxinn tekur aðallega
maðk og spón en silungurinn
vill hins vegar flugu frekar en
maðkinn og spóninn.
Nýlega var settur laxatelj-
ari við útfall Bugðu og voru í
gær morgun komnir einir 50
laxar í gegn, þar af gengu 17
þá um morguninn. Teljarinn
segir hins vegar ekki alla
söguna því að hann var settur
upp nokkru eftir að lax fór
að ganga í vatnið.
Laxarnir í kistunni eru állir
merktir með bláu merki og
eru þeir sem fá merkta laxa í
vatninu beðnir að láta vita
um þá annaðhvort hjá Veiði-
Umsjón:
Skafti Jónsson
málastofnun eða á Meðal-
felli.
Stærsti laxinn sem fengist
hefur í vatninu var 12 pund.
Laxinn sem er að ganga um
þessar mundir er smár. Sil-
ungurinn í vatninu er aftur á
móti nokkuð vænn, mun
vænni en í fyrra. Það þakka
menn flugunni, sem mikið
hefur verið af við Meðalfells-
vatn í sumar.
Veiðileyfin eru seld á
Meðalfelli og kostar hálfur
dagur 210 krónur.
Nóg af silungi á
vatnasævði Lísu
Vatnasvæði Lísu var opn-
að 1. júlí en áður en svæðið
var formlegá opnað hafði
fengist lax, sem er mjög
óvenjulegt svo snemma
sumars. Veiðin það sem af er
hefur verið dágóð og hafa
menn fengið tvo og upp í
fimm fiska á dag. Nákvæmar
veiðitölur eru enn ekki fyrir-
liggjandi.
Gífurleg silungsveiði er á
svæðinu. Til dæmis fékk einn
veiðimaður 20 gullfalléga
sjóbirtinga á fimmtudaginn
var. Sjóbleikja er í torfum um
allt svæðið. „Hún tekur svo
grimmt að það liggur við að
hún sé til vandræða. Spurn-
ingin er bara hvað þú endist
til að landa henni. Hún tekur
í hverju kasti,“ sagði viðmæl-
andi Veiðihornsins, sem var
við veiðar á vatnasvæði Lísu
ekki alls fyrir löngu.
Veitt er á níu stangir á
vatnasvæðinu og eru veiði-
leyfi enn laus um mánaða-
mótin júlí/ágúst og kosta þau
þúsund krónur. Góð tjald-
stæði eru á svæðinu og einnig
er hægt að gista í félags-
heimilinu.
Rúmlega 300 laxar veidd-
ust á svæðinu í fyrrasumar.