NT - 18.07.1984, Síða 4
Kvótinn búinn:
Beiti lagt -
10sagtupp
Frá Svanfríði Waage
fréttaritara NT í Norðfirði:
■ Nótaskipið Beitir í Nes-
kaupstað hefur nú klárað bol-
fiskKvótann sinn og því verið lagt
fram að loðnuvertíð. Par með
er öllum undirmönnum, 10 tals-
ins sagt upp störfum. Er ekki
hægt að segja annað en að þetta
sé mjög bagalegt fyrir mann-
skapinn í ekki stærra plássi þar
sem þeim er ekki útveguð önnur
vinna af fyrirtækinu. Jafngildir
þetta því að um að bil 500
manns misstu vinnuna í Reykja-
vík.
Beitir sem er um 730 tonn er
eitt fullkomnasta fiskiskip á
landinu og hafa veiðar á honum
gengið mjög vel. Beitir er í raun
gamall síðutogari og hét upp-
haflega Þormóður goði, síðan
Óli Öskar og þá var honum
breytt í nótaskip. síðan kemur
hann til Neskaupstaðar vorið
1981 og var þá breytt í skut-
togara, þó þannig að líka var
hægt að nota hann sem nóta-
skip. Fyrst var hann notaður á
veiðar fyrir saltfiskverkun og
gafst það ágætlega. Nú hefur
hann verið á togveiðum og
loðnuvertíð síðastliðinn vctur
og hefur veitt þolanlega vel.
Hann fékk mjög lítinn þorsk-
veiðikvóta þar sem hann er
nótaskip og er meirihluti kvót-
ans loðnukvóti.
Birtingur sem í raun kemur
inn í staðinn fvrir Beiti hefur
verið í vélarskiptum á Akranesi
síðan einhverntíma í mars,
apríl á þessu ári og á eftir um 1600,
tonn af sínum kvóta. Ekki er
búist við að neinir af skipverjum
Beitis fái skipsrúm á Birtingi en
áhöfnin af honum hefur verið
við ýmis konar vinnu undanfar-
ið.
A Norðfirði eru gerðir út þrír
togarar og þrjú nótaskip sem að
undanskildu einu nótaskipinu
eru öll í eigu síldarvinnslunnar.
Síðan eru nokkrir smábátar og
trillur sem aðallega eru gerð út
á sumrin.
Skyrið í Borgarnesi er framleitt með gamla laginu
■ í Mjólkursamlagi K.B. í Borgarnesi eru menn ekkert á því að henda öllum gömlum og góðum aðferðum fyrir róða þótt aðrar
tæknilegri séu upp fundnar. Þetta á m.a. við skyrgerðina. í Borgarnesi er skyr ennþá hkypt og pokasíað á gamla mátann.
Heilbrigðiseftirlitið lagði raunar fyrir nokkrum árum blátt bann við því að skyrið yrði áfram selt í lausri vigt, þ.e. vigtað og pakkað í
smjörpappír upp úr plastkeröldum í búðunum, svo Borgnesingar pakka því nú sjálfir í litla plastpoka. Ur þessu gamla góða skyri
kemur einnig eina mysan sem hægt er að nota til að sýra slátur og annan súrmat. Mjólkursamlag K.B. er nú að láta hanna nýjar og
fallegri eins lítra umbúðir, með upplýsingum um næringarefnainnihald, utan um mysuna sem þeir setja á markað, í stað hinna gömlu
litlausu sem hún hefur verið seld í til þessa. Þar mun m.a. koma fram að mysa er hin mesta hollustufæða.
NT-mynd Heiður.
Fréttablað
í Borgarnesi
Frá fréttaritara NT í Borgarncsi
■ í Borgarnesi er nú hafin
útgáfa fréttablaðs er nefnist
Borgarblaðið. Útgefendur eru:
Ástþór Ragnarsson sálfræð-
ingur og Sigurjón Gunnarsson
fulltrúi. Að því er fram kemur í
blaðinu stefna þeir að því að
blaðið komi út hálfsmánaðar-
lega „og að þannig verði tryggt
að fréttir verði aldrei of gamlar
þegar þær líta dagsins ljós,“
eins og þar segir.
í leiðara blaðsins segir að
stefnt sé að því að Borgarblaðið
verði óháð öllum flokkum og
fiokksbrotum. í því verði fjallað
um málefni byggðarlagsins og
öllum sem áhuga hafa gefinn
kostur á að koma skoðunum
sínum á framfæri.
Borgnesingar fagna útgáfu
þessa blaðs pg óska því langra
lífdaga.
Hestaþing á
Murneyrum
■ Hestaþing Sleipnis og Smára
verður haldið á Murneyrum, dag-
ana 21. og 22. júlí n.k. og hefst kl.
10.00.
Keppt verður í A og B fiokki
gæðinga og sömuleiðis verður
keppt í unglingaflokkum, 13-15
ára og 12 ára og yngri. Keppt
verður í 150 og 200 m. skeiði,
einnig fer fram keppni í 250 m.,
350 og 800 m. stökki.
■ Einkar vel fór á með þeim Elíasi bónda á Sveinservi ou Birni bónda í Hattardal.
sem báðir starfa sem byssumenn á haustin í sláturhúsunum á Þingeyri og ísafirði. í
eyranu hefur Elías álmerki sömu tegundar og hann merkir kindurnar sínar með.
Emma á Felli og Jóhannes í Skáleyjum líða hér um í Ijúfum valsi.
NT-myndir Finnbogi.
Hitamálin riðuveikin og Reykhólaféð
Frá fréttaritara NT á Þingeyri
■ Riðumálin og málefni til-
raunastöðvarinnar á Reykhól-
um bar hæst í umræðunni á
aðalfundi Búnaðarsambands
Vestfjarða sem haldinn var á
Núpi nýlega, enda alvörumál
þegar skera þarf niður í heilum
sveitum. Þar voru mættir full-
trúar frá flestum búnaðarfé-
lögum á svæðinu auk stjórnar
og gesta.
Þegar alvörumálin höfðu ver-
ið rædd snéru menn sér að
gamanmálunum og efndu til
kvöldvöku þar sem saman kom
fólk af öllu sambandssvæðinu
og skemmti sér hið besta.
Guðmundur Ingi, skáld á Kirkju-
bóli og Elías bóndi á Sveins-
eyri fluttu þar frumort ljóð,
Björgvin Þórðarson söng ein-
söng og karlakór Þingeyrar tók
lagið. Kristján bóndi á Brekku
stjórnaði fjörinu og fjöldasöng
og einnig söng kvennakór konu
hans, fjögurra dætra og dóttur-
dóttur. Jóhannes á Brekku kitl-
aði hláturtaugar gesta með
röddum og látbragði pólitíkusa
og annarra frægðarmanna þjóð-
arinnar.Að lokum var svo stig-
inn dans fram eftir nóttu.
Brunabótafélag íslands:
Opnar í Hveragerði
■ Um helgina opnaði Bruna- Sambands sunnlenskra sveitar-
bótafélag íslands nýja umboðs- félaga, kvenfélagsforystunni og
skrifstofu í Hveragerði í eigin fleirum. Umboðsskrifstofan
húsnæði að Reykjamörk 1. Var verður opin frá kl. 16 til 18 alla
opnunin við hátíðlega athöfn virka daga nema miðvikudaga
þar sem boðið var helstu framá- og síminn 415^,
mönnum sveitarfélagsins og •
■ Kvennfélag Kirkjubæjarhrepps bauð eldri íbúum hreppsins í skemmtiferð um síðustu helgi, m.a. í
Byggðarsafnið í Skógum þar sem hópurinn naut höfðinglegrar móttöku Þórðar 1 ómassonar satnvarðar.
Þessi mynd er tekin fyrir utan gamla sýslumannshúsið frá Holti á Síðu, sem hefur verið endurreist á
Byggðarsafninu í Skógum. NT-mynd Hörður Davíðsson.