NT - 18.07.1984, Qupperneq 6
Miðvikudagur 18. júlí 1984 6
■ Japanskt „sjálfsvarnarlið“ á hersýningu. 20000 ára gömlum hugsunarhætti stríðsmannanna verður ekki brevtt á 40 árum
Japanski herinn eflist ár frá ári
I hjarta sínu eru þeir
allir ósviknir samuraiar
■ 30 ár eru síðan fyrsti vísir
að japönskum her var stofnað-
ur eftir heimsstyrjöldina síð-
ari. Frá 1954 helur herinn eflst
mjög, þótt ekki hafi borið
mikiö á því, og er nú best
búinn vopnum og tækjum allra
herja í Asíu. Herinn er að vísu
ekki kallaður annað en varnar-
lið, en hann er svo sterkur að
ásamt bandaríska herliðinu í
Austur-Asíu er varnar - og
árásarmátturinn svo mikill að
hugsanlegir óvinir hljóta og
hugsa sig um tvisvar áður en
þeir leggja í að etja kappi við
þann styrkleika allan.
í mörg ár var ekki viður-
kennt af opinberum aðilum að
yfirleitt væri um neinn herstyrk
að ræða þótt allir vissu um
japönsku varnarsveitirnar.
Eftir hinn niðurlægjandi ósigur
í Kyrrahafsstyrjöldinni var
herveldið Japan umskapað
sem friðsamt lýðræðisríki og í
stjórnarskránni er það nefnt
friðarríki.
Douglas MacArthur hers-
höfðingi, sem í raun stjórnaði
Japan fyrstu árin eftir hernám-
ið, var fyrstur til að brjóta
samkomulagið um að Japan
skyldi ekki hervæðast á ný, en
hann fyrirskipaði að koma
skyldi á fót „varnarsveitum
þjóðarlögreglu“. Það varð síð-
an að „sjálfsvarnarliði" og
upphafið að mótstöðu gegn
endurvígbúnaði Japana.
Japanska hernum óx smátt
og smátt fiskur um hrygg, en
ávallt hafa verið uppi mótmæli
gegn endurvígbúnaði í land-
inu.
Fullkomin hergögn
Árið 1973 tókst stjórnar-
andstöðunni að fá sett bann
við því að herflugvélar af gerð-
inni F-4, sem flugherinn notaði
þá, væru með útbúnað til að
taka við eldsneyti á flugi.
Bannið var byggt á því að
flugvélarnar væru eingöngu til
varnar. og þyrftu því ekki að
vera langfleygar. F-l5 orustu-
þoturnar sem japanski flugher-
inn ræður nú yfir er búinn
áfyllingartækjum til að taka
eldsneyti á flugi. Tegundin sú
er ein hin alfullkomnasta sem
nú er í notkun og fá ekki aðrir
að kaupa slík tæki en góðir
vinir og bandamenn Banda-
ríkjanna.
Það ber aldrei mikið á því
þegar japanski herinn tekur
ný vopn í notkun en það
skeður jafnt og þétt. Auk F-15
orustuþota hefur herinn yfir
að ráða P-3C flugvélum sem
sérstaklega eru útbúnar til að
granda kafbátum og flotinn á
fullkomna tundurspilla, sem
engum manni í Japan dettur í
hug að kalla annað en „leið-
söguskip“. Japanir stefna að
því að vera sjálfum sér nógir
um varnir á sjó, en Banda-
ríkjamenn hafa lagt að þeim
að leggja meira af mörkum í
því skyni.
Árlegt framlag Japana til
varnarmála, er nú hið sjötta
mesta í veröldinni og er herafl-
inn á stærð við hinn breska. Ef
borið er saman við hin 15 ríki
Atlantshafsbandalagsins,
rnundi Japan verða þar hið
fjórða í röðinni hvað varðar
flota herskipa, hið fimmta
hvað varðar kafbátaeign, átt-
unda hvað varðar herflugvélar
og fimmta í röðinni hvað varð-
ar stórskotatæki og brynvarin
vopn.
Japanir eiga þó engin
kjarnorkuvopn og harðneita
að þeir hyggist koma þeim upp
í sínum vopnabúrum. Hins
vegar leggja þeir mikla áherslu
á fullkomin, hefðbundin vopn
og leggja þar meira upp úr
gæðum en magni.
Tækniþróun japanskra
vopna er mjög ör og eru vopna-
búr þeirra í sífelldri endurnýj-
un. Eru útgjöldin til varnar-
mála látin ganga fyrir félags-
legum útgjöldum.
Fljótir að vígbúast
Bandaríkjamenn hafa
löngum kvartað yfir því að
Japanir hafi Iagt of lítið til
varnarmála, en þeir sjálfir orð-
ið að bera hita og þunga af
vörnum Japans. Þessar raddir
eru nú þagnaðar. Nakasone
forsætisráðherra hefur auð-
sjáanlega áhuga á að meira
tillit, verði tekið til Japans sem
herveldis en gert hefur verið
undangengna áratugi.
Bandarískir hernaðarsér-
fræðingar telja að ekki sé
vert að þröngva Japönum um
of til að leggja meira af
mörkum til landvarna. Hern-
aðarmáttur þeirra sé mátulega
styrkur eins og er.
Ef öryggi Japans yrði ógnað,
til dæmis með því að stöðva
olíuflutninga til landsins, eða
að Kóreuskagi kæmist allur
undir stjórn kommúnista, væru
Japanir mjög fljótir að vígbú-
ast og færir. um að bíta rösk-
lega frá sér. Þeir ráða yfir
mikilli tækni og fullkomnum
iðnaði .; og fleiri liðsforingjar
og yfirmenn, miðað við
óbreytta, er í her þeirra en
nokkrum her öðrum. Yrði því
mjög fljótlega að fjölga
mönnum undir vopnum og
stórauka vopnaframleiðslu ef
með þyrfti.
Það sem einkum háir hern-
um er skortur á samvinnu milli
einstakra deild hans og styrkr'
stjórn alls heraflans. Einnig er
skortur á herflutningatækjum
ef flytja þarf mikinn herafla og
búnað um langan.veg.
Herbúnaður er að lang-
mestu leyti framleiddur í
Japan. Jafnvel herflugvélar og
önnur stórvirk hernaðartæki
eru framleidd þar eftir banda-
rískum leyfum. Tækniþekking
Japana gerir það að verkum og
öll vopn og önnur tól til stríðs-
reksturs eru tæknilega full-
komin og vel virk.
Hernaðarbandalag?
Endurvígbúnaður Japana
hefur farið svo hljótt að al-
menningur þar í landi hefur
vart tekið eftir honum. Stjórn-
arandstaðan minnir oft á að sam-
kvæmt herverndarsamningum
við Bandaríkin er aðeins kveð-
ið á um að Pentagon hafi leyfi
til að liafa herlið á tilteknum
herstöðvum, og að Japanir
komi ekki upp eigin her,
hvorki á landi, í lofti eða á legi.
Samkvæmt stjórnarskránni
er lagt blátt bann við að Japanir
stofni til hernaðarbandalags
með annarri þjóð eða þjóðum.
Nakasone forsætisráðherra
lætur mótmæli stjórnarand-
stöðunnar sem vind um eyru
þjóta og gengið er út frá því
sem vísu að japanski herinn
komi Bandaríkjamönnum til
aðstoðar í „neyðartilfellum"
en þau eru vægast sagt illa
skilgreind. Forsætisráðherr-
ann hefur til dæmis heitið því
að japanski herinn sé reiðubú-
inn til að loka nokkrum mikil-
vægum sundum á alþjóða sigl-
ingaleiðum til að stöðva sigl-
ingar sovéskra herskipa og kaf-
báta „í neyðartilfelli.“ Það
varð mikill gusugangur vegna
þessarar yfirlýsingar hans fyrir
nokkrum árum.
Þetta er álitið miklu öflugri
stuðningur við varnarstefnu
Bandaríkjanna en það hlut-
verk japanska flotans og flug-
hersins að halda siglinga-
leiðum til landsins opnum. En
allavega er hér um sameigin-
lega varnarstefnu að ræða, og
þótt hún sé ekki kölluð hernað-
arbandalag, er hún það eigi að
síður. Sagt er að Nakasone
vilji mjög gjarnan breyta því
ákvæði stjómarskrárinnar, sem
kveður á um hlutleysi Japans
og að ekki verði myndað hern-
aðarbandalag með öðrum
ríkjum.
2000 ára stríðshefð
Möguleikarnir á hernaðar-
samvinnu eru fyrir hendi og
það er víst að uppbygging
herja beggja landanna er mjög
svipuð og sömuleiðis vopna-
búnaður þeirra og fjarskiptasam-
bönd, sem verða æ mikilvægari
í nútíma hernaði. Herir Japans
og Bandaríkjanna hafa haldið
sameiginlegar heræfingar og
yfirleitt verið mikið samband
þar á milli allt frá 1978.
Friðarsinnar hafa verið öfl-
ugir í Japan allt frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar, en
minningin um ósigur og niður-
læginguna dvínar með tíma-
num og ungir leiðtogar í dag
telja það nánast merki um
lífsþrótt, að afneita ákvæðum
friðargjörðarinnarfrá 1947 um
að þjóðin vígbúist ekki á
ný.
Vandamálið um hvað sé
löglegt varðandi „sjálfsvarnar-
liðið" hefur aldrei komið fyrir
dómstóla í Japan, en framtíð
hersins er ótvíræð og ljós.
Sérfræðingur um hernaðar-
málefni sagði um endurvíg-
búnað Japana, að 2000 ára
gamlar hefðir stríðsmannanna
verði ekki umskapaðar á 40
árum. „í hjarta sínu eru þeir
allir ósviknir samuraiar."
(Byggt á grein eftir R. Whym-
ant í The Guardian.)