NT - 18.07.1984, Page 24

NT - 18.07.1984, Page 24
Miðvikudagur 18. júlí 1984 24 Saudi-Arabar: Bjóða Rafsanjani í opinbera heimsókn Bahrain-Reuter ■ Að sögn Irna, hinnar opin- beru irönsku fréttastofu, hafa Saudi-Arabar boðið Rafsanjani þingforseta í heimsókn. En fréttastofan bar til baka þá frétt dagblaðs í Teheran að þingfor- setinn hafi þegið boðið, en ekki er fyrir það tekið að hann muni fara til Saudi-Árabiu. Rafsanj- ani er talinn valdamesti maður í Iran á eftir Khomeni erkiklerki. Þetta er í fyrsta sinn sem til orða kemur að ríki á Arabíu- skaga bjóði fulltrúa klerkaveld- isins í heimsókn, en kalt hefur verið á milli Irana og íhalds- sömu arabaríkjanna allt frá því að trúarbylting klerkanna var gerð 1979. Saudi-Arabar bjóða þingforsetanum að koma í píla- grímsför til helgu staðanna Mekka og Medina. Heimildir í Kuwait segja að 70% með áfengisdrykkju í Nýja-Sjálandi Wellington-Rcuter ■ Nær 70 af hundraði Nýsjálend- inga greiddu atkvæði gegn áfengis- hanni s.l. laugardag, en þjóðrat- kvæði um áfengisbann fór fram meðfram þingkosningunum, og hefur sá háttur verið hafður á í hverjum kosningum allt frá alda- mótum. Að þessu sinni varð útkoman sú að 1.18 milljónir kjósenda eru á móti áfengisbanni, sem er 6% meira en í kosningunum 1981. 314 þúsund kjösendurgreiddu atkvæði með áfengisbanni, en 158 þúsund eru því meðmæltir að setja hinn görótta drykk undir ríkiscftirlit. Iranar vilji meira en gjarnan bæta sambúðina við Saudi-Ar- aba, sem hefur versnað um allan helming eftir að hinir fyrr- nefndu hófu að gera árásir á skip sem koma frá höfnum vest-, an Persaflóa. í Saudi-Arabíu hefur ekki verið skýrt opinberlega frá því að Rafsanjani hafi verið boðið í heimsókn, en þar eins og annars staðar í þessum heimshluta er því fagnað ef tekst að slaka á þeirri spennu sem þar ríkir. í Teheran eru uppi efasemdir um að þingforsetinn muni þekkjast boðið, en þó hljóti að vera freistandi fyrir hann að fá tækifæri til að ávarpa þjóðina og útskýra málstað írana. Þá þykir þögn Saudi-Araba um boðið benda til að þeir séu ekki vissir um að það verði þegið. Sviss: Neita að viðurkenna níu tonna farm sem stjórnarpóst Rafsjanani þingforseti. Genf-Reuter. ■ Sovéskur flutningabíll með níu tonna farm hefur staðið á lóð sovéska sendiráðsins í Genf síðan á föstudag og er innsiglað- ur af svissneskum tollvörðum. Yfirvöld hafa beðið um lista yfir varning bílsins, en hafa ekki fengið. Tollvörðum var meinað að skoða farminn á landamær- unum og þá innsigluðu þeir bílinn og leyfðu að hann fengi að vera á lóð sendiráðsins, og var honum fylgt þangað. Sovétmenn segja að diplóm- atapóstur sé í bílnum og sam- kvæmt alþjóðalögum hafi Sviss- lendingar enga heimild til að skoða farminn. En svissnesk yfirvöld telja að þetta gildi að- eins um sendiráðspóst og far- angur sendiráðsmanna en ekki fleiri tonn af varningi. Búist er ■ Á MÁNUDAGINN kem- ur fara fram þingkosningar í ísrael. Reglulegar þingkosn- ingar áttu ekki að fara fram fyrr en í nóvember 1986, en Shamir forsætisráðherra neyddist til að rjúfa þing og efna til kosninga vegna sundr- ungar innan stjórnarinnar eða ósamkomulags hinna mörgu flokka, sem standa að henni. Margt þykir benda til þess, að kosningarnar muni ekki breyta miklu. Hvorugur hinna stóru flokka, Verkamanna- flokkurinn eða Likud-banda- lagið, muni vinna hreinan meirihluta og smáflokkarnir muni því ráða miklu um mynd- un næstu ríkisstjórnar og stefnu hennar. í hinni 36 ára sögu ísraels- ríkis hefur enginn flokkur fengið meirihluta í kosningum. Fyrstu 29 árin fór Verka- mannaflokkurinn með stjórn- arforustuna en varð jafnan að styðjast við stuðning fleiri flokka. í þingkosningunum 1977 varð Likud-bandalagið Shimon Peres þykist vera vongóður. þingkosningum að verða stærsti þingflokkurinn og hefur nú 50 þingmenn. Samanlagt hafa Likud-bandalagið og Verkamannaflokkurinn 96 þingmenn af 120 alls. Tuttugu og fjórir þingmenn skiptast milli margra smá- flokka, sem vegna eins konar oddastöðu sinnar hafa haft mikil áhrif á ísraelsk stjórnmál. Samkvæmt skoð- anakönnunum, sem hafa farið fram að undanförnu, virðast smáflokkarnir líklegir til að haldastöðu sinni. Sumirþeirra gömlu geta þó fallið út, en nýir komið í staðinn. Alls bjóða nú fram 24 flokk- ar og eru 15 þeirra nýir. Alls ætluðu 27 flokkar að bjóða fram en þrír fullnægðu ekki réttum skilyrðum. Ástæðan til þessarar miklu flokkamergðar í ísrael er sú, að landið er eitt kjördæmi og gilda hlutfallskosningar. Flokkur þarf því ekki að hafa ýkja mikið fylgi til að koma Kosningarnar í Israel ekki líklegar til að breyta miklu Kosningafyrirkomulagið útilokar trausta stjórn stærsti flokkurinn og tókst með stuðningi hægri sinnaðra smá- flokka að mynda stjórn undir forustu Menachems Begin. í þingkosningum, sem fóru fram 1982, tókst Verkamanna- flokknum að verða stærsti flokkurinn á ný, en Likud- bandalagið hélt þó áfram stjórnarforustunni, og átti álit það, sem Begin hafði unnið sér, mestan þátt í því. Begin sagði af sér stjórnar- forustunni á síðastliðnu ári vegna heilsubrests og hefur síðan dregið sig alveg í hlé. Við stjórnarforustunni tók þá Yitzhak Shamir utanríkisráð- herra. Hann hefur ekki náð sömu tökum á hinum sundur- leitu stjórnarflokkum og Begin og neyddist því til að efna til kosninga, eins og áður segir. Ástæðan til þess, að Verka- mannaflokkurinn missti for- ustuna sem stærsti þingflokk- nefnda, og Frjálslyndaflokks- Herut-flokknum og 17 Frjáls- urinn í kosningunum 1977 var ins, sem er íhaldssamur lynda flokknum. sú, að Begin tókst þá að koma flokkur. Likud-bandalagið á bandalagi þjóðernisflokks hélzt áfram og hefur nú 46 VERKAMANNAFLOKK- síns, Herut-flokksins svo- þingmenn. Af þeim tilheyra 29 URINNnáðiþvíafturísíðustu ■ Hinn herskái Ariel Sharon (t.h.) hyggst taka við forustu Likud-bandalagsins af Shamir, ef bandalagið tapar. manni að, en þingmenn eru alls 120 eins og áður segir. Eftir síðustu þingkosningar gekk Begin illa að koma stjórn saman, því að hann þurfti minnst að fá stuðning fjögurra smáflokka til viðbótar við Lik- ud-bandalagið til að geta hald- ið stjórnarforustunni áfram. Peir smáflokkar, sem að lok- um hétu honum stuðningi sínum, voru þjóðlegi trúar- flokkurinn (5 þingmenn), Ag- udat ísrael-flokkurinn (4 þingmenn), Tami-flokkurinn (3 þingmenn) og Tehiya-flokk- urinn (3 þingmenn). Með stuðningi þessara flokka naut stjórnin stuðnings 61 þing- manns eða minnsta hugsanlegs meirihluta á þingi. Seinna reyndust þessir fíokkar ó- stöðugir í stuðningi sínum og hlupu þá aðrir smáflokkar í skarðið. Flestir eru þessir flokkar sér- við svari í dag um hvort listinn verður afhentur eða ekki og eftir það er á valdi tollvarða hvort þeir skoða farangurinn. Svisslendingar segja að flutn- ingabíllinn og farmurinn falli ekki undir reglur um diplómata- póst enda sé hann ekki merktur sem slíkur. í gær ákváðu Sovétmenn að bíllinn og farmurinn yrði sendur aftur heim og verður innsiglið því ekki brotið fyrr en þetta dularfulla farteski er aftur kom- ið á sovéska grund, en Sviss- lendingum er harðneitað um leyfi til að líta á farangurinn. Hafa Sovétmenn beðið Sviss- lendinga urn að vera sér innan handar að ganga svo frá pappír- um, að bíllinn fái að fara óskoð- aður til síns heima. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar trúarflokkar og hafa því sett ýms skilyrði fyrir stuðningi sínum, eins og t.d. með tak- mörkunum á helgidagavinnu. Nokkrir litlir vinstri sinnaðir smáflokkar eiga fulltrúa á þinginu. Stærstur er Kommún- istaflokkurinn (4 þingmenn). SAMKVÆMT síðustu skoðanakönnunum mun Verkamannaflokkurinn held- ur bæta stöðu sína á kostnað Likud-bandalagsins, en ekki ná hreinum meirihluta. Það mun því velta á fleiri eða færri smáflokkum, hvort honum tekst að mynda stjórn. Shamir hefur gert það að tillögu sinni, að Verkamanna- flokkurinn og Likud-bandalag- ið efni til þjóðstjórnar eftir kosningar. Því hefur Shimon Peres, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hafnað. Ríkisstjórn sú, sem verður mynduð eftir kosningarnar, fær meira en erfitt verkefni, því að efnahagsvandinn er gíf- urlegur. T.d er verðbólga um 400%. Sennilega mun það ein- hverju breyta í utanríkismál- um, hvort Verkamannaflokk- urinn eða Likud-bandalagið hreppir stjórnarforustuna. T.d. vill Verkamannaflokkur- inn kalla heim herinn frá Lí- banon og hætta landnámi Gyð- inga á vesturbakkanum, en hvoru tveggja fylgja nú mikil útgjöld. Að öðru leyti ber þeim ekki mikið á milli í utanríkismálum. Sama gildir um efnahags- málin, því að þau eru komin í slíkt öngþveiti, að ekki koma til greina nema neyðarráðstaf- anir. Flest bendir til að næsta ríkisstjórn fsraels verði veik stjórn, sem verður tilneydd vegna kosningafyrirkomulags- ins að lúta meira eða minna óeðlilegu valdi smáflokkanna.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.