NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 18.07.1984, Qupperneq 25

NT - 18.07.1984, Qupperneq 25
Vestur-Þýskaland: Lögreglan gómaði smygl- ara og 32 kg af heróíni Munchen-Reuter. ■ Lögreglan í Bæjaralandi gerði upptæk 32 kíló af heróíni í gær. Söluvirði þess er um 60 milljónir marka (660 millj. ísl. kr.). Þetta er mesta magn sem lögreglan í Bæjaralandi hefur náð í og þriðja mesta magn heróíns, sem lagt hefur verið hald á í einu í Vestur- Þýskalandi. Heróínið fannst í tyrkneskum vörubíl, sem var að kóma frá Tyrklandi og var á leið til Amster- dam. Tveir menn voru handteknir með hluta farmsins í fanginu. Þegar lögregluna bar að var vörubíllinn miðs vegar milli Munchen og Frankfurt, stóð utan vegar með brotinn öxul. Eitrið var í 38 plastpokum sem faldir voru í bílgrindinni. Smyglararnir reyndu tvívegis að bjarga farmi sínum. Fyrst eftir að öxullinn brotnaði undan bíl þeirra reyndu þeir að fá dráttarbíl, en það tókst ekki þar sem pappírar þeirra voru ekki í lagi. Þegar lögreglan kom á vett- vang voru eiturlygjasmyglararnir að taka heróínið úr felustaðnum og bera það í bíl sem þeir höfðu stöðvað á þjóðveginum. Lögreglan fékk upplýsingar frá ónefndum, útlendum uppljóstr- ara. Hann sagði að 10 kg af heróíni væru á leiðinni um Þýska- land til Amsterdam, en sending- unni hefði seinkað vegna þess að bíllinn, sem hún var í, hefði bilað í Bæjaralaridi. Flokksþing demókrata: Demókratar fær- ast inn á miðjuna Haukur Ingibergsson skrífar fyrir NT frá flokksþingi demókrata í San Francisco þríðjudaginn 17. júlí. ■ „Sameinaðir demókrat- ar. 1 ár kepptu 8 demókratar um útnefningu sem forseta- frambjóðandi flokks okkar. Hver og einn þeirra væri hæfari forseti en sá maður sem gegnir því embætti nú.“ Þetta voru upphafsorðin í ræðu Jimmys Carter fyrrver- andi forseta á flokicsþingi Demókrataflokksins í gær, mánudag. Þessi orð endur- spegla vel anda flokksþings- ins, þá áherslu sem menn leggja á samstöðu demókrata og komandi baráttu gegn sameiginlegum andstæðingi, repúblikönum og Ronald Reagan. En þrátt fyrir samstöðu- vilja og sameiginlegan fund frambjóðendanna þriggja, Mondales, Harts og Jacksons í gærkvöldi var barátta Harts og Mondales um útnefning- una augljós þennan fyrsta þingdag. Allir frambjóðend- urnir hafa yfir að ráða full- komnu fjarskiptakerfi með tölvum, símum og labb-rabb tækjum þannig að þeir geta á hverjum tíma vitað hvað um er að vera meðal þingfull- trúa og komið skilaboðum til sinna manna á augabragði. Og allir hafa frambjóðend- urnir tugi áróðurs- og tengslamanna í fundarsaln- um auk fulltrúa sinna í sendi- nefndum hvers ríkis, og hver frambjóðandi um sig reynir að næla í fylgismenn úr her- búðum andstæðinganna. Fylgismenn Harts sneru á fylgismenn Mondales í gær erþeirhéldu til þingsins með sfor rauð plastplaköt á tré þannig að tvær fyrstu klukku- stundir þingsins var ekki ann- að hægt að ráða af plakötun- um en að Hart væri aðalfram- bjóðandinn. En er líða tók á daginn fór dökkbláu Mond- ale-spjöldunum fjölgandi, en þau eru ekki eins áberandi og Hart-spjöldin og því lítur svo út ef litið er yfir salinn sem Hart eigi sér marga fylg- ismenn. Það er á morgun, miðviku- dag, sem forsetaframbjóð- andi flokksins verður kosinn og Mondale fyllyrðir að hann verði kosinn í fyrstu umferð. Hart telur sig þó enn eiga möguleika á sigri á öllum vígstöðvum. Hann leggur áherslu á tvennt: Að veikja Mondale með því að fá samþykkta tillögu sína um setningu ákveðinna reglna um hernaðaríhlutun Banda- ríkjanna á erlendri grund og að Mondale nái ekki kosn- ingu í fyrstu umferð. Hart lagði ekki aðeins til plakat- baráttunnar í ráðstefnuhöll- inni í gær heldur er hann einnig talinn hafa gott fjar- skiptanet. Hann segist munu velja Geraldine Ferraro sem varaforsetaefni sitt, hann hefur verið mikið í fjölmiðl- unum síðustu sólarhringana, hann notfærir sér misheppn- aða tilraun Mondales til að skipta um flokksformann með því að vekja efasemdir um pólitíska dómgreind Mondales. En mestir mögu- leikar Harts liggja þó í því ef spænskættaðir Bandaríkja- menn (hispanics) gera alvöru úr þeirri hótun sinni að sitja hjá við fyrstu umferð at- kvæðagreiðslunnar til að mótmæla kraftlítilli afstöðu Mondales til nýrra laga um innflytjendur. Auk þessa leggur Hart áherslu á að skoðanakannanir sýni að hann sé líklegri en Mondale til að sigra Reagan í komandi kosningum og flokkurinn verði að velja þann fram- bjóðandann sem h'klegastur sé til sigurs. Auk þess minnir Hart þingfulltrúa á að nú í fyrsta sinn séu þeir ekki laga- lega skyldugir til að fylgja þeim frambjóðanda sem þeir voru kosnir til að fylgja. Enginn reiknar þó með því að Hart takist að veikja Mondale svo að hann nái ekki kjöri í fyrstu umferð en óvissan liggur þó í loftinu. í dag, þriðjudag, hefur Geraldine Ferraro framsögu fyrir stefnuskrá Demókrata- flokksins. Þetta er mikil stefnuskrá, 35.000 orð, og samin af fulltrúum frambjóð- endanna þriggja undir verk- stjórn Ferraros. Stefnuskráin er ekki eins frjálsleg og stefnuskrá demókrata var árið 1980 og með henni færir Demókrataflokkurinn sig inn á miðju bandarískra stjórn- mála, minnugur þess að Rea- gan vann kosningarnar 1980 á atkvæðum þess fólks sem telur sig tilheyra miðjunni. Vegna þess hvernig stefnu- skráin er til orðin er ekki gert ráð fyrir miklum deilum um hana utan hvað fulltrúar Jesses Jackson flytja breyt- ingartillögu um 4 mál: Bandaríkin beiti aldrei kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, dregið verði úr út- gjöldum til hermála, réttur minnihlutahópa verði tryggður og breytingar verði gerðar á kosningalögum flokksins. Fulltrúar Harts flytja breytingartillögu um hernaðaríhlutun á erlendri grund. Umræður geta orðið um allar þessar tillögur en einkum þó um tillögu Harts, þar sem vitað er að fylgis- menn Jacksons og einhverjir fylgismenn Mondales fylgja henni þannig að ef til vill er meirihluti fyrir tillögunni á þinginu. En þrátt fyrir málefna- ágreining má að fyrsta fund- ardeginum loknum ætla að demókratar muni ganga sam- einaðir til næstu kosninga undir merkjum lýðræðis, framfara, sjálfsvirðingar og réttinda einstaklingsins til lífs, merintunar, vinnu og þjóðfélagslegs öryggis. Eða eins og Mario Cuamo ríkis- stjóri í New York sagði í gær í áhrifamikilli ræðu: „Herra forseti. Á þessu kjörtímabili hefur þeim bandarísku mæðrum fjölgað sem ekki geta satt hungur barna sinna vegna þess að þú skarst niður fjárframlög til félagslegrar aðstoðar til þess að geta veitt milljónamæringum skattaí- vilnun.“ Miðvikudagur 18. júlí 1984 25 Teknir með rúmt tonn af hreinu heróini % Teheran-Reutcr. ■ íranskir landamæra- verðir lentu í átökum við eiturlyfjasmyglara í suðaust- urhluta landsins í fyrradag. Komu smyglararnir frá Pak- istan. Landamæraverðirnir lögðu hald á eitt tonn og 55 kg af hreinu heróíni. íranska fréttastofan sagði frá þessu í gær, og sagði að þar að auki hafi landamæra- verðirnir náði í 344 kg af olíum og tekið tvær byssur af smyglurunum og einnig voru gerðir upptækir tveir bílar sem þeir voru í. Tveir smyglaranna særðust í átökunum. Hef ur bodskap erki- biskups að engu Detroit-Reuter. ■ Kaþólskur aðstoðarprestur í prestakalli í einu af úthverfum Detroit hefur lent í útistöðum við erkibiskup borarinnar vegna flokksþings demókrata. Hefur presturinn , Robert Williams, verið leystur frá kirkjulegum störfum, þar sem hann neitar að verða við skipun yfirboðara síns urn að hafa ekki afskipti af flokkspólitískum málefnum. Williams er einn af fulltrúum Michicanfylkis og kjörmaður Garý Harts á flokksþinginu. Hann er 29 ára að aldri og hefur erkibiskup átt með honum nokkra fundi til að fá hann til að hætta við að sitja flokksþingið, en Williams neitar. Honurn hef- ur nú verið bannað að prédika, syngja messu eða veita sakra- menti vegna óhlýðni við kirkj- una og jafnframt veitt lausn frá prestakalli sínu. Lögfræðingar kaþólsku kirkj- unnar í Michigan bentu erki- biskupi á að þátttaka Williams á flokksþinginu bryti í bága við tilskipun frá Vatikaninu í nóvember s.l. um að starfandi prestar mættu ekki taka þátt í flokkspólitísku starfi án leyfis. Sumarferð framsóknarmanna í Reykjavík 21. júlí 1984 Að þessu sinni er ferðinni heitið í Fljótshlíð með viðkomu á Hvolsvelli og síðan að Seljalandsfossi, Skógarfossi og síðan til Víkur í Mýrdal. Þar verða Reynisdrangar skoðaðir en síðan verður farið út á Dyrhólaey og að Sólheimajökli. Þaðan verður svo ekið til Reykjavíkur um Landeyjar og Bergþórshvol. Lagt verður af stað frá Rauðarárstíg 18, kl. 8.00 að morgni og gert ráð fyrir að komið verði til baka kl. 20.00-21.00 að kveldi. Miðar kosta kr. 550 fyrir fullorðna en kr. 300 fyrir börn. Fólk hafi með sér nesti. Pantið miða að Rauðarárstíg 18 eða í síma 24480 þar sem nánari upplýsingar eru veittar. Framsóknarfólk! Fjölmennið í þessa ferð og takið vini ykkar með. Eigum ánægjudag saman í faðmi íslenskrar náttúru Ferðanefndin Blaðberar óskast fyrir eftirtaldar götur Skólavörðustíg Bjargarstíg Kárastíg Spítalastíg Borgartún Bergþórugötu Skúlagötu Tjarnargötu Bergstaðastræti Þingholtsstræti Skólastræti úla 15 sími: 686300

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.