NT - 18.07.1984, Page 26

NT - 18.07.1984, Page 26
111 Steve Cram síðastur ■ Brcski hlauparinn Steve Cram wlli löndum sínum vonbrigöum, með því aö koma síðastur í mark í lOOOm hlaupi á frjálsíþróttamóti í London á laugardag. Cram sem varð fyrir meiðslum fyrir nokkru sagðist hafa misst mikið af æfingum úr vegna meiðslanna og þess vegna hefði árangur hans ekki verið betri en raun bar vitni. Landi Crams, Steve Crabb sigraði í lOOOm hlaupinu á 2:18.13 mín. Á sunnudag keppti Cram síðan í 1500m hlaupi og varð fyrstur í mark á 3:44.70 mín. „Ef ég hefði ekki unnið í dag þá væri ég í alvarlegum vandræðum" sagði Cram eftir hlaupið. Hann mun taka þátt í míluhlaupi í Osló um næstu helgi. Góður tími hjá Wells ■ Breski spretthlaupar- inn Allan Wells hljóp á föstudagskvöld lOOm á 10.48 sek. á frjálsíþrótta- móti í London. Wells leiddi hlaupið allan tím- ann og kom fyrstur í mark. Tími hans verður að teljast góður, þar sem hlaupið var gegn tölu- verðum mótvindi. Bretar gera sér vonir um það að Wells nái að standa uppí hárinu á Carl Lewis á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Budd með mettíma ■ Zola Budd hljóp á föstudagskvöld 2000m hlaup á betri tíma en áður hefur náðst í þessari vegalengd. Tími hennar var 5:33.15 mín. Besti tími í heiminum fram að hlaupi Zolu Budd í gær var 5:33.5 mín. Það var rúmenska stúlkan Mar- cica Puica sem þeim tíma náði árið 1979. Opinbert heimsmet er ekki til á þessari vegalengd. Zola Budd mun keppa fyrir Bretlands hönd í 3000m hlaupi á Ólympíuleikun- um í Los Ángeles, sem hefjast síðar í þessum mánuði. Toyota- keppnin í golfi ■ Toyotakeppnin í golfi verður um næstu helgi hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Opna Toy- otagolfkeppnin er flokka- keppni, og keppt í 6 flokkum, meistara, 1. 11., 2., 3., Öldungaflokki og Kvennaflokki. Ræst verður út frá klukkan 8.30 á laugardag og sunnudag frá Golf- skálanum. Skráning er í Golfskálanum fyrir klukkan 21 n.k. föstudag. Miðvikudagur 18. júlí 1984 26 ■ Unnar Vilhjálmsson náði sér ekki á strik í hástökkskeppninni í gærkvöld. Hér sést hann fara yfir 2.03m, en sú hæð nægði honum í fjórða sæti í keppninni. NT mynd: Árni Bjarr „Þarf að hvíla mig“ segir Unnar Vilhjálmsson hástökkvari byggja mig upp og næsta sumar ætti ég að geta komist í þokka- ■ „Ég er allur svo stífur ennþá eftir landsmótið að ég gat ekkert stokkið að ráði í kvöld“ sagði Unnar Vilhjálms- son hástökkvari í gærkvöld í samtali við NT. Unnar setti eins og kunnugt er, Islandsmet í hástökki á landsmóti UMFI um síðustu helgi, er hann stökk 2.12m. „Ég er búinn að keppa mjög mikið uppá síðkastið, mót við mót, þannig að ég er orðinn þreyttur. Hástökkið hef ég lítið sem ekkert haft tíma til að æfa, þannig að árangurinn er svona upp og ofan.“ „Það sem ég þarf núna það er hvíld og síðan gæti ég farið að bæta mig. Ég reikna þó ekki með því að ég bæti metið í sumar. Veturinn nota ég til að legt form í þessu.“ „Á þessum mótum sem mað- ur hefur verið að keppa á eins og landsmótinu og sumarhátíð UÍA, þá hefur maður verið að keppa í allt of mörgum grein- um. Ég keppi líka í spjótkasti og ég tók þátt í boðhlaupi á landsmótinu. Maður reynir að hala inn stig fyrir sitt félag“ sagði Unnar Vilhjálmsson. í hástökkskeppninni á Kalott mótinu í gær kom greinilega í ljós að Unnar er ekki að koma úr afslöppun. Hann náði sér ekki á strik og hafnaði í fjórða sæti í hástökkinu, stökk 2.03m. Sá sem sigraði var Svíi að nafni Peter Lindmark. Hann stökk 2.07m. Annar í keppninni var Norðmaður, Lars E. Drev- vatne sem stökk 2.05m. í þriðja sæti varð Finninn Jari Haavisto sem stökk 2.03m eins og Unnar, en notaði færri tilraun- ir. Þessa keppnisgrein vann ís- land í síðustu Kalott keppni, en þá sigraði Kristján Hreins- son meðþví að stökkva 2.1 lm sem var Islandsmet þar til um síðustu helgi að Unnar stökk 2.12m. Kristján var ekki meðal keppenda á Kalott mótinu. Hann hefur ekki náð sér á strik í sumar, eftir meiðslin sem hann hlaut í fyrra. Ulfar Keilismeistari Þórdís Geirsdóttir sigraði í kvennaflokki ■ Hinn nýbakaði unglinga- meistari, Úlfar Jónsson, sigraði með glæsibrag á meistaramóti golfklúbbsins Keilis um síðustu helgi. Úlfar lék 72 holur á 290 höggum, 122 höggum á undan næsta manni, sem var Tryggvi Traustason. Hann lék á 302 höggum og Sveinn Sigurbergs- son lék á 308 höggum og varð þriðji. í kvennaflokki án forgjafar sigraði Þórdís Geirsdóttir á 341 höggi, Kristín Þorvaldsdóttir varð önnur á 361 höggi og Lóa Sigurbjörnsdóttir þriðja á 362. Með forgjöf sigraði Guðbjörg Sigurðardóttir á 272, Björk Ingvarsdóttir var á 280 og Krist- ín Pétursdóttir varð þriðja á 289. Sigurður Héðinsson sigraði í 1. flokki á 303 höggum, Jón V. Karlsson sigraði í öðrum tlokki á 332 höggum, Sigurður Aðal- steinsson í þriðja flokki á 340 og Finnbogi Aðalsteinsson í fjörða á 187 höggum (36 holur). Sigurberg H.Elentínusson sigr- aði í öldungaflokki á 122 högg- um (36 holur með forgjöf), og Björn Knútsson í drengjaflokki á 164 höggum (36 holur). ■ Verðlaunahafar á meistaramóti Keilis. ■ Sænska tennisstjarnan Björn Borg er byrjaður að keppa aftur á alþjóðlegum mótum eftir að liafa hætt keppni í 16 mánuði. Hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í Stuttgart í V-Þýskalandi í þess- ari viku. Borg sem er 28 ára og marg- faldur milljónamæringur vann Wimbledonkeppnina 5 sinnum og franska Opna Meistaramót- ið 6 sinnum auk fjölda annarra móta áður en hann tók ákvörð- un um að hætta að keppa á mótum og spila eingöngu sýn- ingarleiki. Borg er mjög vinsæll hjá tennisáhugamönnum bæði vegna hæfileika sinna og góðrar framkomu jafnt utan vallar sem í keppni.Mikill áhugi var fyrir mótinu í Stuttgart og búið að selja fleiri miða en aðstandend- ur mótsins þorðu að vona. En Björn Borg er ekki lengur nr. 1 í heiminum, því hann tapaði strax í fyrsta leik fyrir Frakkanum Henri Leconte, en það var einmitt hann sem vann Borg í síðasta leik Svíans áður en hann hætti keppni. Leconte, sem nú nýverið sigraði Ivan Lendl, er í 26.sæti yfir bestu tennisleikara heims og hann vann leikinn gegn Borg með yfirburðum, 6-3 og 6-1 á aðeins 49 mínútum. ■ Björn Borg, tapaði strax fyrir sama tennisleikara og síðast. Lendl sá besti ■ Ivan Lendl er besti tennis- leikari í heimi, að því er segir í tölvuútreikningi sem samtök atvinnumanna í tennis standa að. Þrátt fyrir að John McEnr- oe ynni sigur á Wimbledon mótinu fyrir skömmu þá er hann kominn í annað sætið. Tölvan hefur gefið tennisköpp- unum stig samkvæmt ákveðinni aðferð og ná útreiknigar henn- ar eitt ár aftur í tímann. 10 bestu tennisleikarar heims samkvæmt útreikningi tölvunar eru: 6. Andreas Gomez Ekvador. 7. Yannick Noah Fakklandi. 8. Johan Kriek Bandaríkjunum. 9. Henrik Sundström Svíþjóö. 10. Anreas Jarrvd Svíþjóð. 1. Ivan Lendl Tékkóslóvakíu. 2. John McEnroe Bandaríkjunum. 3. Jimmy Connors Bandaríkjunum. 4. Mats Wilander Svíþjóð. 5. Jimmy Arias Bandaríkjunum. ■ Ivan Lendl sá besti.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.