NT - 18.07.1984, Blaðsíða 27

NT - 18.07.1984, Blaðsíða 27
| H r Miðvikudagur 18. júlí 1984 27 IuJLI íþróttir Finnarmeð forystuna á Kalott ■ Finnland er með forystu eftir fyrri keppnisdaginn á Ka- lottmótinu, í frjálsum íþrótt- um, sem nú fer fram á Laugar- dalsvelli. í samanlagðri stiga- keppni þjóðanna hafa Finnar 171 stig, Islendingar eru í öðru sæti með 163 stig, Svíar eru í þriðja sæti með 140,5 stig og Norðmenn reka lestina með 11.5 stig. Kalott keppnin er keppni landsliðs íslands og iandsliða frá norður Noregi, norður Sví- þjóð og norður Finnlandi. Veður var þokkalegt í gær á meðan á keppninni stóð, en vindur var full mikill. Keppninni verður framhald- ið í kvöld og búast má við harðri keppni í ýmsum grein- um. 400 grindahlaup kvenna: 1. Helga Halldórsd. íslandi 1.00,50 2. Riitta Manninen, Finnlandi 1.02.40 3. Valdís Hallgrímsd. íslandi 1.02,40 400 metra grindahlaup karla: 1. Aðalsteinn BemharOss. íslandi 52,89 2. Þorvaldur Þórsson íslandi 53,38 3. Ulf Sedlacek Svíþjóð 53,41 200 metra hlaup karla: 1. Jouko Hassi Finnlandi 21.66 2. Marlti Junnonaho Finnlandi 22,03 3. Stefán Utsi Svíþjóð 22.35 4. Egill Eiðsson íslandi 22.41 5. Jóhann Jóhannsson íslandi 22.43 100 metra hlaup kvenna: 1. Oddný Árnadóttir íslandi 11.94 2. Monica Strand Svíþjóð 11.95 3. Svanhildur Kristjánsd. Islandi 12.14 Kúluvarp kvenna 1. Pseivi Ala Frantti Finnlandi 14.17 2. Soffía Gestsdóttir islandi 13,18 3. Kristin Sjövoll Noregi 12.70 4. Helga Unnarsdóttir Íslandil2 68 400 metra hlaup kvenna 1. Monica Strand Svíþjóð 5; .1 2. Oddný Árnadóttir Island 56.1 3. trene Marttila Finnlandi 5c.5 4. Tarja Tapio F'innlandi 57.. 5. Unnur Stefánsdóttir islandi 57.5 1500 metra hlaup kvenna: 1. Teija Virkberg Finnlandi 4.34.8 2. Anneli Oravaibnen Finnl. 4.38.0 3. Eva Lundfors Svíþjóð 4.42.5 7. Lilly Viðarsdóttir Isjandi 4.52.0 8. Guðrún Eysteinsd. íslandi 4.56.9 Kringlukast karla: 1. Öystein Björbaek Noregi 57.(81 2. Eggert Bogason islandi 53,88 3. Pertti Valta Finnlandi 51.06 5. Helgi Þ. Helgason islandi 49.50 Langstökk kvenna: 1. Bryndís Hólm íslandi 5.98 2. Marline Thiger Svíþjóð 5.77 3. Kristin Gullhav Noregi 5.76 4. Svanhildur Kristjónsd. Íslandi 5.61 Hálft maraþon: 1. Kurt Anderson Svíþjóð 1:05.17 2. Atlc Joakimsen Noregi 1:05.30 3. Kjdl Áge Gottvassli Norcgi 1:05.33 12. Steinar Friðgeirss. Íslandi 1:10.48 13. Sigfús Jónsson Íslandi 1:12.30 14. Stefán Friðgeirss. íslandi 1:15.56 Spjótkast kvenna: 1. Heiena Uusitalo Finnlandi 52.38 2. Pseivi Ala Frantti Finnlandi 51.96 3. Birgitta Guðjónsd. íslandi 40.64 4. Guðrún Gunnarsd. íslandi 39.66 Langstökk karla: 1. Stefán Þ. Stefánsson Íslandi 7.19 2. Kati Joentakanen Finnlandi 6.96 3. Risto Nieminen Finnlandi 6.87 4. Gísli Sigurðsson Íslandi 6.85 Histökk karla: 1. Peter Svíþjóð 2.07 2. Lars E. Drevvatne Noregi 2.05 3. Jari Haavisto Finnlandi 2.03 4. Unnar Vilhjáimsson íslandi 2.03 7. Gunnlaugur Grettisson íslandi 1.90 4x100 m boðhlaup kvenna: 1. Sveit Íslands 48.51 2. Sveit Svíþjóðar 49.26 3. Sveit Finnlands 49.71 4. Sveit Noregs 49.82 4x100 m boðhlaup karla: 1. Sveit Finnlands 41.62 2. Sveit Íslands 42.09 S00 m hlaup karla: 1. Esko Hutto Finnlandi 1:50.07 2. Mikael Svenson Svíþjóð 1:51.3 3. Guðmundur Skúlason Íslandi 1:52.6 8. Magnús Haraldsson íslandi 1:57.2 Enn frestað í Eyjum ■ Leik Vestmannaeyinga og Skagamanna í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ scm leika á í Eyjum var frestað enn einu sinni. Þetta er í sjöunda sinn sem leiknum er frestað vegna þess að Skagamenn komast ekki til Eyja vegna þess að ekkert flug hefur verið þangað að undanförnu. Ef fer fram sem horfir að leiknum verði frestað enn lengur þá er ekki, gott að segja hvaða áhrif þetta hefur á leiki þessara féiaga í deildarkeppninni. Nú þegar hefur einum leik verið frestað hjá Eyjamönnum og er það að sjálfsögðu bagalegt. Er það von okkar blaðamanna á NT að öll þjóðin leggist á bæn og biðji um gott veður hér sunnanlands svo hægt verði að komast til Eyja sem fyrst. Auðvitað er Reynir efstur ■ Hrakleg viila slæddist inn í umfjöllun NT á mánudag um 3. deild A. Þarvarsagt að Víking- ur Ólafsvík hefði endurheimt toppsætið í riðlinum, en það var ekki rétt, hið rétta er að Reynir Sandgerði tryggði sér það sæti í síðustu viku er liðið sigraði VíkingÓlafsvík: Reynir er því með 24 stig, en Víkingur 22. Fylkir hefur nú einnig 22 stig og betra markahlutfall en Víkingur. því á mánudags- kvöld vann Fylkir Snæfell 5-0. Orsök villunnar var sú að hinn frækni sigur Reynis á Víkingi var aldrei skráður inn á stöðu NT vegna mannlegra mistaka. Reynismenn eru beðnir innilega afsökunar á rangherminu. Fylkir fór létt með Snæfell, og skoruðu þeir Jón Bjarni Guðmundsson 2, Samúel Grytvik, Óskar Theódórsson og Brynjar Jóhannesson mörkin. Rétt staða er þá þannig: Reynir S ....... 10 7 3 0 23-7 24 Fylkir . ....... 10 7 1 2 26-12 22 Víkingur....... 10 7 1 2 20-11 22 Stjarnan ....... 10 5 1 4 24-14 16 Selfoss ........ 9 4 2 3 12-10 14 Grindavík .... 10 3 4 3 12-12 13 HV.............. 9 2 1 6 13-20 7 ÍK .............10 1 1 7 8-24 2 Snæfell ........ 10 0 2 8 5-33 2 ■ Það var mikið barist í leik KR og Þórs í 8 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi og gekk mikið á. KR-ingar reyndust þó hafa meiri seiglu því þeim tókst að merja sigur 2-1. í>að þurfti þó framlengingu til að fá úr því skorið hvort liðið kæmist í undanúrslit og í seinni hluta hennar þá skoraði Gunn- ar Gíslason hið mikilvæga mark KR-inga með skalla af stuttu færi. Það voru Þórsarar sem byrj- uðu leikinn heldur betur og voru sókndjarfir í upphafi. Leikurinn var þó að mestu í járnum og töluverð harka strax í upphafi sem ekki minnkaði þegar á leikinn leið. Alls þurfti dómari leiksins að gefa 5 gul spjöld og hefði að ósekju mátt veifa því rauða fljótlega í seinni hálfleik. Þegar um hálftími var liðinn af fyrri hálfleik kom fyrsta markið og var það eign KR- inga. Gunnar Gíslason, sem var einn besti maður vallarins náði þá knettinum við miðlínu og sendi stórfallega sendingu inná Björn Rafnsson sent lék aðeins áfram í átt að vítateig en lét svo þrumufleyg vaða í átt að Þórsmarkinu og skoraði í horn- ið nær. Laglegt mark og þáttur Gunnars í því mikill, 1-0. En það tók Þórsara ekki mjög langan tíma að jafna metin því um 10 mín. síðar kom falleg sóknarlota frá þeim sem endaði með marki Sigurð- ar Pálssonar. Nói Björnsson var með boltann og sendi í átt að marki þar sem Halldór Áskelsson framlengdi hann með snyrtilegri hælspyrnu til Sigurðar sem komst einn í gegn og skoraði með föstu skoti í stöngina og inn, 1-1. Síðan þurfti að framlengja leikinn þar sem hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik. Seinni hálfleikur var frekar grófur og einkenndist mjög af gulum spjöldum sem Gísli dómari sýndi alls fimm sinnum. Þá meiddist Ottó Guðmunds- son heldur illa og var borinn af velli. Þórsarar voru þó betri í síðari hálfleik og þá sérstaklega ílokin. í framlengingunni þá sóttu liðin til skiptis en þó voru KR-ingar heldur sterkari og bjargaði Jónas til dæmis á línu frá Jóni G. Bjarnasyni, KR- ing. Það var svo Gunnar Gísla- son sem gerði sigurmarkið eins og fyrr sagði. Há sending kom fyrir markið og þar var Gunnar á réttum stað og skallaði í markið af frekar stuttu færi. Fögnuður KR-inga var mikill og sungu þeir og dönsuðu. Það sem eftir lifði vörðust heima- menn og var marki þeirra ekki ógnað. Leikurinn fór fram á góðum velli KR-inga í vesturbænum. „Harður leikur“ ■ Þetta varharðurleikur og ekkert gefið eftir“ sagði Ágúst Már Jónsson við blaðamann NT eftir leik- inn. „Við tókum ekki nóg á í upphafi leiksins og þeir voru betri þá, en síðan jafnaðist þetta og sigurinn gat lent hvoru megin sem var. Ég er mjög þreyttur en þetta var þess virði" bætti Ágúst við en hann stóð oft í ströngu í barátt- unni á miðjunni. Aðspurður um hverja hann vildi fá sem næstu mótherja, sagði Ágúst: „Mér er alveg sama, það verður örugglega erfiður leikur hverjir sem mót- herjarnir verða. Viðstefn- um allavega ótrauðir í úrslitaleikinn." D Gunnar Gíslason nr. 8 fylgist með Ágústi Má félaga sínum í háloftunum. NT-mynd Árni Bjarna „Ég er virkilega ánægður" ■ „Ég get ekki sagt annað en að ég er virkilega ánægður með að skora og hvað þá með sigur- inn“ sagði Gunnar Gíslason við blaðamann NT eftir leik KR og Þórs. „Þetta var geysi- lega erfiður leikur og mjög harður. Ég fékk ansi mikið spark í kálfann í síðari hálfleik og slakaði dálítið á en ég er samt ánægður með minn hlut, svo maður tali nú ekki um markið" bætti Gunnar við. Hann var einn besti maður KR-liðsins og átti stóran þátt í fyrra markinu auk þess að gera hið seinna. Sannarlega vel gert hjá þessum sterka leikmanni sem virðist vera að finna sig í KR-liðinu. Sverrir vann á Akureyri - Inga vann kvennaflokkinn ■ Meistaramót Golfklúbbs Akureyrar fór fram um helgina og voru leiknar 72 holur. Sigur- vegari í meistaraflokki varð Sverrir Þorvaldsson sem lék á 322 höggum. Hann hafði náð góðri forystu eftir fyrri dag og varð ekki ógnað úr því. Annar varð Sigurður H. Ringsted á 331 og í þriðja til fjórða sæti urðu Þórhallur Pálsson og Björn Axelsson á 335. í meistaraflokki kvenna sigr- aði Inga Magnúsdóttir á 351 höggi og önnur varð Jónína Pálsdóttir á 354. Þær stöllur háðu harða keppni allt til loka og urðu oft miklar sviftingar hjá þeim. Þriðja varð Katrín Frímannsdóttir á 369 höggum. Önnur úrslit urðu þessi: Drengjaflokkur: . Öm Olafsson 328 Kristján Gylfason 353 Sigurður Þorgilsson 362 1. flokkur: Guðmundur Finnssnn 339 2. flokkur: Guðjón Sigurðsson 366 3. flokkur: Kjartan Bragason 367 Á Húsavík varð meistari Kristján Ö. Hjálmarsson en hann lék á 306 höggum annar varð Skúli skúlason og þriðji Axel Reynisson. í kvenna- flokki á Húsavík varð Sigríður Ólafsdóttir fyrst, Arnheiður Jónsdóttir önnur og Sólveig Skúladóttir þriðja

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.