NT


NT - 18.07.1984, Side 28

NT - 18.07.1984, Side 28
LURIR t>U Á FRÉTT HRINGDU ÞÁ I SÍIVIA 68- Vid tökum við ábendingum um fréttir allan sólartiringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar i blaðinu og 10.000 krórs*sr syrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu frétíar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt Allarsemþreyttulokapróf íútsaumi frá KHI: Fengu 0,0 í einkunn ■ Þær skammast sín ekk- ert fyrir lokaverkefnin þó aðallarhafí fengiðeinkunn- ina 0,0. Frá vinstri Guðrún Guðmundsdóttir, Agla Snorradóttir, Þóra Óðins- dóttir, Valgerður Garðars- dóttir og Auður Þórhalls- dóttir. NT-mynd Árni Bjarna. ■ Það er hætt við að útsaums- kennslu í grunnskólum landsins fari stórlega hrakandi á næstu árum ef niarka má einkunnir þeirra sjö kvenna sem þreyttu lokaverkefni í útsaumi frá hann- yrðadeild Kennaraháskóla ís- Íands í vor. Þcssir verðandi handmenntakennarar fengu all- ir 0,0 fyrir sjálfstætt lokaverk- efni í faginu. „Við teljum okkur hvorki verri né betri í útsaumi en nemendur sem útskrifast hafa frá Kennaraháskólanum hingað til. Við lentum hins vegar í útistöðum við lektorinn í faginu, frú Vigdísi Pálsdóttur, í vetur. Okkur þótti hún koma þannig fram að við hættum að mæta í tíma hjá henni. Við mættum þó í þá tíma sem reglur skólans krefjast og skiluðum verkefnum á réttum tíma,“ sögðu fimm kvennanna, sem litu í heimsókn á ritstjórnarskrifstofur NT í gær. Þær segjast ítrekað hafa leit- að réttar síns í þessu máli en skólayfirvöld hafi lítið viljað á þær hlusta. Þó hefðu lektorar deildarinnar áður lent í úti- stöðum við nemendur sína. Til dæmis hefðu allar þær sem þreyta áttu lokapróf í vélsaumi í fyrra neitað að mæta í próf og fengið 0. „Okkur hefur verið bent á að eina leiðin til að ná fram rétti okkar sé að fara í mál fyrir dómstólum. En þar sem þessi einkunn skipti ekki sköpum hjá neinni okkar, það er að segja við náðum allar prófi með sóma, hefur okkur ekki þótt ástæða til að gera það. En okkur finnst sjálfsagt að fólk fái að vita um svona framkomu,“ sögðu konurnar. Þær bentu á að Kennarahá- skólinn væri stofnun sem ætlað væri að mennta verðandi grunn- skólakennara. Þegar svona vinnubrögð væru látin viðgang- ast væri ekki von á góðu í skólunum. Arnarflug hagnast á hafnarverkfallinu ■ Arnarflug nýtur þessa dagana góðs af verkfalli hafnarverkamanna á Bretlandi, og flýgur þota þess Boeing 707 nú tvær og þrjár íerðir á dag með vörur, aðallega á milli London og Amsterdam. Er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu félagsins, og segja forráðamenn þess að þeir geti engan veginn annað eftirspurninni. Næstu daga mun Arn- arflugsþotan fara þrjár ferðir á dag, með 42 tonn í hverri ferð, aðallega grænmeti, ávexti og ýmiss konar matvæli. Bílar landsmanna: Flotinn stækkar ■ Bifrciöafjöldi landsmanna var kominn upp í 108.254 stykki um síðustu áramót og hafði fiölgað um 1795 frá árinu 1982. A sama tíma voru bifhjól á skrá 804. Flestar bifreiðar voru á skrá í Reykjavík, eða 40.520, en 11.793 bifreiðar óku um með skráningarbókstafinn G. Fæstar voru þær skráðar á Keflavíkur- flugvelli, 300 talsins. Alls skiptu liðlega 35 þúsund bifreiðar og bifhjól um eigendur á síðasta ári, en tæplega 5 þúsund létu umskrá ökutæki sitt. Nýskráningar bifreiða og bifhjóla á árinu voru 6461, Bílasalan 54% meiri en á síðasta ári: Fiat og Lada eru á toppnum Innflutningur á nýjum fólks- bílum varð rúmlega 54% meiri fyrri helming þessa árs en á sama tíma í fyrra, þ.e. 4.177 bíiar nú á móti 2.708 í júnílok 1983. Innflutningurinn er nú orðinn nær jafn mikill og allt árið 1983 þegar fluttir voru inn sam- tals 4.650 nýir fólksbílar. Fiat Uno er nú söluhæsti bíllinn, en af honum hafa verið flutt inn 313 stykki á þessu hálfa I ári miðað við 112 allt árið í' fyrra. Alls höfðu í júnílok verið fluttir inn 598 Fiatbílar, m.a. 164 Pöndur. Lada 2107 fylgir fast á hæla Fiat Uno með 304 selda bíla í Þjóðaratkvæðagreiðsla um algjört áfengisbann? ■ Meðal þeirra tillagna sem fram koma í skýrslu nefndar um opinbera stefnu í áfengis- málum er að banna allan inn- flutning á efnum og tækjum til ölgerðar og að stöðvaður verði innllutningur á bjór til ferða- manna. Sömuleiðis að bjórsala á Keflavíkurflugvelli verði aflögð. Þá er tollfrjáisum inn- flutningi á áfengi mótmælt og krafist að hann verði allur afnuminn og teknar til athug- unar reglur um þá kjarabót tlugliða og íarmanna að flytja inn vín tollírjálst. „Að bjóða áfengissýkingu heim í kjara- samningum hefði einhvern- tíma þótt ótækt,“ segir í grein- argerð um málið. Þá er þess krafist að sterk- vínssala fyrir klukkan 18 verði „undir engum kringumstæðum heimiluð.“ Hefur dómsmála- ráðherra sem hefur með þessi mál að gera lýst því yfir að ekki muni standa á hans ráðuneyti að þessar tillögur nái fram að ganga, þá þegar ríkisstjórnin hafi mótað áfengisstefnu. Lokatillaga nefndarinnar er svo skoðanakönnun uni tak- markað eða algert áfengisbann í landinu. júnílok. Alls hafa verið fluttar inn 579 Lödur sem er 124% aukning miðað við sama tíma 1983. Þetta segir okkur að nær 3 af hverjum 10 kaupendum nýrra bíla í ár hafi valið sér annað hvort Fiat eða Lödu, eða rúm 28%. Þriðja söluhæsta tegundin er Mazda, 349 bílar sem er sama tala og 1984. Af 5 tegundum hafa selst milli 200 og 300 bílar: Toyota 280 bílar (238), Da- ihatsu og Subaru með 271 bíl af hvorri tegund, Ford frá Evrópu og Brasilíu 266 bílar sem er aukning úr 39 bílum á sama tíma í fyrra (munar þar mestu um 148 Escorta frá Brasilíu) og Skoda sem 234 hafa valið nú á móti aðeins 106 í júnílok 1983. Þeir sem hafa „látið skynsem- ina ráða“ eru nú 33 sem þýðir væntanlega að skynsemin hafi ríflega þrefaldast. Sænsku bíl- arnir hafa hins vegar orðið að láta verulega undan síga í sam- keppninni. Volvóar eru nú 81 á móti 164 í fyrra og Saabar 60 á móti 97 á miðju ári 1983. Breikið er hættulegt ■ Varið ykkur á breik- inu. Breikdansinn getur verið hættulegur. Fjöldi ungmenna er- lendis á nú um sárt að binda vegna meiðsla, sem þau hafa orðið fyrir í breikdansi, og þess eru dæmi, að ungmenni séu bundin hjólastólum af þeim sökum. Þeir þættir breikdansins, sem eru hættulegri öðrum, eru höfuðdans og sérstök stökk, þar sem lent er á höndum og rúllað niður á maga. Einnigersnúningur á baki hættulegur. Farið því varlega krakk- ar og æfið ykkur helst undir leiðsögn kennara. Hafísinn kominn Hafís var kominn á siglingaleið undan Kálfshamarsvita á Skaga í gærmorgun. Þéttleiki íssins var frá 1-3/10 upp í 4-6/10. Hafís torveldar einnig veiðar undan norðanverðum Vest- fjörðum, bæði á miðum togar- anna og rækjubátanna.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.