NT - 02.08.1984, Síða 7
Fimmtudagur 2. ágúst 1984
■ „Svipur höfuðborgar íslands - því að það er Reykjavík - séð frá sjónum
getur á engan hátt orðið staðnum í vil. Hið eina sem auganu mætir, eru nokkur
timburhús í óreglulegri þyrpingu á sjávarbakkanum og að baki þeirra er
afkáraleg bygging sem kölluð er dómkirkja.“
Reykjavík séð frá gagnstæðri átt.
umstæður veita. Við höfðum naumast
dvalið 10 mínútur undir þaki hans,
þegar fram var borið skrín, sem í voru
geymd alls konar heiðursmerki og
viðurkenningarskjöl, sem hann hafði
hlotið. Rétt þar á eftir kom ung
stúlka, frænka stiftamtmannsins og
einnig ráðskona hans, inn í herbergið,
bersýnilega í þeim einum erinda-
gjörðum að láta okkur sjá sig. Á höfði
bar hún svarta húfu, en upp úr henni
stóð keilulaga strýta úr hvítum baðm-
ullardúk, en toppurinn á henni var
sveigður niður á við, svo að allur
höfuðbúnaðurinn líktist nokkuð fífl-
húfu enskra skólasveina.“ (Hér er átt
við gamla faldbúninginn).
Hafandi þegið heimboð Ólafs Steph-
ensens héldu félagarnir norður og
komu við hjá Magnúsi Stephensen,
etazráði á Innrahólmi undir Akra-
fjalli. „Fjölskyldufaðirinn, hið kon-
unglega etazráð og háyfirdómari á
íslandi, er hár maður vexti, fremur
fríður sýnum, skilningsskarpur, með
ágætum vel lærður, en hefir mjög
háar hugmyndir um sitt eigið ágæti.
Honum verður mjög tíðrætt um alla
titla sína, ritstörf, heimili og jarðeign-
ir og leiðir sífellt talið að þessu í
samræðum og við hvaða tækifæri sem
gefst.“ Magnús fylgdi ferðalögunum
úrhlaði. Hollandlýsirþví: „Etazráðið
og bróðursonur hans fylgdu okkur
enn en auk þess slóst Scheving sýslu-
maður í förina nokkrar mílur áleiðis.
Reiðtygi þeirra máganna, háyfirdóm-
arans og sýslumannsins voru bless-
unarlega laus við allan glæsileik. Þeir
riðu smávöxnum hrossbeyglum, og
drógu næstum fæturna við jörðu.
Sýslumaðurinn hafði einungis eitt íst-
að og beizli hans var mjög einkenni-
lega úr garði gert. I sannleika ságt bar
allur hópurinn þann svip, að hann
hefði getað verið tekinn sem skop-
mynd af útbúnaði og hátterni íslend-
inga á ferðalagi."
Það gat oft verið erfitt að gista á
íslenskum sveitabæjum af ýmsum
ástæðum. í Napóleonstyrjöldunum í
byrjun 19. aldar lögðust siglingar til
fslands að miklu leyti niður. Af þeim
sökum varð bæði brennivíns- og bíblíu-
þurrð í landinu. Ebenezer Henderson
kom til landsins 1814 á vegum breska
og erlenda Bíblíufélagsins til að dreifa
nýjum biblíum. Hann flæktist milli
prófastsstaða en neyddist þö eitt sinn
til að gista á smábæ, Kambi í Króks-
firði. „Tjald mitt og rúmfatnað hafði
jeg skilið eftir á Hvoli og átti því ekki
annars úrkbsta en að sofa í íslenzku
rúmi. Það verð jeg samt að játa, að
fyrir fleiri ástæður en eina var mjer
þetta um geð. En jeg var úrvinda af
þreytu og fyrir það átti jeg auðveldara
með að sætta mig við hlutskiptið.
Mjer var vísað inn í útihús meðan
húsfreyja væri að búa um rúm handa
mjer í baðstofunni, en þangað fór jeg
bráðlega...Flest var heimilisfólkið
enn í rúmum sínum og settist upp
nálega til fulls, allsnakið, til þess að
sjá hinn fágæta gest, er svo var árla á
ferð. Enda þótti mjer lægi við köfnun
vegna loftleysis, mundi jeg skjótt hafa
fallið í svefn, ef ekki hefði verið fyrir
það, að í hverju rúmi var fólkið að
klóra sjér. Jók það mjög á ótta minn
þrátt fyrir það, að vaðmáls-rekkju-
voðirnar í rúmi því, sem jeg lá í,
virtust hreinar. Jeg segi það í alvöru,
að um eitt skeið var hávaðinn af
klórinu slíkur, að hann var eins og
þegar hestamaður er að kemba hross-
um sínum. Loks kom þar, að blessun-
armáttur svefnsins varð öllum við-
bjóði yrirsterkari."
Lýsingar þessara erlendu ferða-
garpa eru ekki aðeins skemmtilegar
aldafarslýsingar fyrir söguáhugafólk,
þær má líka nota sem ferðahandbæk-
ur því staðarlýsingar eru oft all ná-
kvæmar.
Heilsukex frá Fion
vtiitrrrri. ýsixcah:
l>\ itnil u./>./>. ‘J70 #. Ilrttvfni: llrilht
fciti, lyftiduft, h'cithin, nult. malt t
hrauflcfni.
I hrcr 1(10 hu- hcilhvcilininn Kíruh
;>(III n af halki, .10 nin af jtírni, .» nin
SANNROLLUÐ
RJAHNAFÆÐA
áÉVm&ta>>
L mméœÆSJi
WÆ 14P11Í 7]
jFBSm: U! I
f f f'”f"| f7 |
VERSLUNARMIÐSTÖÐ
VESTURBÆJARIN
~á á markaðsverði
\
RAFTÆKJADEILD
II. HÆÐ
Raftæki - Rafljós
og rafbúnaöur
JL-GRILLIÐ
Grillréttir allan daginn
MUNIÐ OKKAR
HAGSTÆÐU
GREIÐSLUSKILMÁLA
Innkaupin eru þægileg hjá okkur
Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni
OPIÐ:
Mánud. -fimmtud. 9-19.
Föstud. 9-20.
LOKAÐ LAUGARDAGA
í SUMAR
/A a a a a a % *
ícl ~ ziauQij',
____I u. _ r. : J U UUQjijjv-.}'!?
_ _ ■ _ _J uu.DQjrjj^.j
Jon Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
I Dansað undir Þyrli í Hvalfirði á Frídegi
verslunarmanna árið 1895
AÆTLUN
AKRABORGAR
Frá Akranesi
Kl. 8,30*
— 11,30
— 14,30
— 17,30
Frá Reykjavík
Kl. 10,00*
— 13,00
— 16,00
— 19,00
nt r ^JtnMUMUíumun.
Afgreiðsla Reykjavik — simi91-160b0
Afgreiðsla Akranesi — simi 93-2275
Skrifstofa Akranesi — sími 93-1095
Kvöldferðir
20,30 22,00
Á sunnudögum í apríl, maí, september
ogoktóber.
Á föstudögum og sunnudögum í júní, júli
ogágúst.
* Þessar forðir falla niður á aunnudögum, mánuðina nóvember, deeember, janúar og febrúar.