NT


NT - 13.08.1984, Síða 1

NT - 13.08.1984, Síða 1
Er gleraugnasala Hagkaupa hættuleg? Varnir gegn gláku og sykursýki brostnar hægfara na- en ■ ...„algengi gláku er svipað og í grannalöndum okkar færri ganga með hægfara gláku hérlendis en þar í landi sem gleraugnasér- fræðingar annast gleraugna- mátun.“ Þannig segir í niðurlagskafia greinar Guð- mundar Björnssonar augn- læknis um gláku í síðasta hefti Læknablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum Guðmundar er augnskoðun Bretar velta ■ Bresk fimm manna fjöl- skylda var flutt á sjúkrahúsið á Hvammstanga síðdegis á laugardag eftir að Land Rover jeppi þeirra fór út af veginum fyrir sunnan bæinn og valt. Meiðsli fólksins reyndust ekki teljandi. Aftur á móti brotnaði framrúða jeppans og hægra frambretti hans beyglaðist. Ökumaður jeppans hafði ekið bifreið sinni út í vegarkant, þegar hann mætti öðrum bíl. Kanturinn var mjög blautur eft- ir rigningarnar undanfarið og skipti engum togum, að hann gaf sig og jeppinn valt ofan í skurð. hjá augnlækni allra þeirra sem þurfa á gleraugum að halda nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að hægfara gláka geti leitt til alvarlegra sjónskemmda og blindu. Sjúkdómurinn herjar nær eingöngu á þá sem komnir eru yfir miðjan aldur og er talið að 3-4% allra sem komnir eru yfir fimmtugt fái gláku. Auk þessa er sykur- sýki sama marki brennd að leynast vel og uppgötvast fyrst við almenna augn- skoðun vegna algengra sjóngalla eins og fjarsýni. Sjá nánar á bls. 9 ■ Carl Léwis sannaði það á Ólympíuleikunum í Los Angeles að hann er einn mesti íþróttamaður sem uppi er í heiminum. Hann vann það einstaka afrek að vinna fern gullverðlaun í frjálsum íþróttum og jafnaði þar með met Jesse Owens, sem hann setti á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. POLFOTO-Símamynd ■ Eins og sjá má á þessari mynd, sem Héðinn Helgason á Húsavík tók fyrir NT í gær, er bifreið Japananna mjög illa farin. Sjá nánar fréttir, kort og myndir á bls. 4. Japanarnir sem fórust: Úrðu viðskila við íslendinga... Skömmu áður en sá hörm- anarnir af. ungaratburður átti sér stað við upptök Skjálfandafljóts á föstu dag að þrír Japanar fórust í Rjúpnabrekkukvísl höfðu þeir verið í samfloti við aðra ferða- menn sem fóru á fund kunnugs manns í skála við Gæsavötn og fengu þar upplýsingar um að kvíslin væri með öllu ófær. Þessum upplýsingum urðu Jap- Ekki varð vart við atburðinn fyrr en nærri hálfum sólarhring síðar en þá hafði einum mann- anna tekist að komast upp úr ánni og skríða um 150 metra leið eftir bakkanum en hefur látist af vosbúð og áverkum sem hann fékk í ánni. Sjá nánar á bls. 4. Flatey á Breiðafirði: Kærðir f ölvunará Útlendingur drukkn ar á Suðurlandi ■ Víðtæk leit að rúmlega tvítugum breskum ferða- manni, sem féll í Skógá í gær bar ekki árangur. Leituðu björgunarsveitir fram í myrkur í gærkvöldi. Leit hófst svo aftur kl. 8 í morgun . og eru skilyrði til leitar að- eins betri í dag en gær. Maðurinn var að vaða yfir Skógá, ásamt unnustu sinni, þegar slysið varð, en þau höfðu komið gangandi úr Þórsmörk yfir Fimmvörðu - háls. Stúlkunni tókst að komast yfir ána, sem þykir með ólík- indum því áin var mjög vatnsmikil. Þaðan fylgdi hún gönguslóða til byggða, þar sem hún lét vita um slysið. Sjá nánar á bls. 4. ■ Þau eru af ýmsum toga, ævintýrin, sem menn lenda í um verslunarmannahelgina. Þannig fóru tveir menn, sem voru að skemmta sér í Flatey á Breiðafirði í óvænt ferða- lag til Patreksfjarðar til þess að gefa skýrslu um grunaða ölvun við akstur úti í eynni. Málsatvik voru þau, að mennirnir tveir, sem báðir eru gamlir eyjaskeggjar, ákváðu að gera við bíl, sem annar átti, á laugardeginum. Þeim tókst að gangsetja öku- tækið og fóru í reynsluakstur, sem stóð til um kl. 22, er bensínbirgðir voru á þrotum. Fóru þeir þá að skemmta sér með öðrum eyjaskeggjum. Það var svo kl. 04 aðfara- nótt sunnudagsins, að þrír lögregluþjónar frá Patreks- firði birtast og segjast vera komnir til að færa þá til skýrslutöku í höfuðstöðvun- um vegna ölvunaraksturs. Var siglt til Brjánslækjar og ekið þaðan til Patreksfjarð- ar, þar sem skýrslugerð mun hafa tekið um 4 klukku- stundir. Að henni lokinni voru mennirnir fluttir aftur út í Flatey og komu þangað undir hádegi á sunnudegin- um. Mál mannanna er nú til meðferðar hjá sýslumanni Barðstrendinga. Þoss má geta, að aldrei hefur nokkur maður verið tekinn vegna ölvunar undir stýri í Flatey. Og mennirnir tveir segja, að þeir hafi ekki verið með Bakkus f fartesk- inu í ökuferðinni um eyna. Þjófur í Grindavík: 15 innbrot á einum mánuði - sökudólgurinn gengur enn laus ■ Innbrotafaraldur hefur gengið yfir Grindavík undanfarinn mánuð og á þeim tíma hefur verið brotist inn í fimmtán fyrirtæki og íbúðarhús. Síðast var brotist inn aðfaranótt sunnudagsins 5. ágúst og fór þjófurinn þá inn á fimm staði. Þessi óboðni gestur hefur haft lítið upp úr krafsinu, en hann hefur unnið töluverðar skemmdir á þeim stöðum, sem hann hef- ur farið um. Lögreglan telur, að þarna sé um einn og sama manninn að ræða og er auðséð af öllu, að hann þekkir vel til staðhátta. Ekki hefur enn tekist að hafa hend- ipr í hári hans.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.