NT - 13.08.1984, Page 2

NT - 13.08.1984, Page 2
_________________________ Mánudagur 13. ágúst 1984 2 Fróttir * Alþýðubankinn hækkar tékkavexti mest: „Erum einu sinni banki launþega,, - segir Stefán M. Gunnarsson, bankastjóri ■ „Þessir reikningar eru fyrst og fremst launþegareikningar, og við viljum gera vel við launþega með því að hækka þessa vexti verulega. Við erum nú einu sinni launþegabanki," sagði Stefán M. Gunnarsson, banka- stjóri Alþýðubankans í samtali við NT í gær, en Alþýðubankinn sker sig úr með nýju banka- vaxtaákvarðanirnar, sem taka gildi í dag með því að þrefalda vexti á ávísanareikningum, upp í 15%. I Búnaðarbankanum verða Áramótareglan í barnabótum: „Allt pólitísk matsatriði“ - segir Árni Kolbeinsson deildar- stjóri í f jármálaráðuneytinu ■ „Túlkunin á þessu ákvæði eru engum vafa undiropin í mínum huga, þ.e. eins og lögin eru orðuð verða þau varla skilin öðruvísi en svo, að barna- bótarétturinn velti á heilum árum. Hvort það er hins vegar hið endanlega réttlæti vil ég ekkert fullyrða um, frekar en hvort bæturnareru nákvæmlega hæfilega háar, hvort þær eigi endilega að hætta við 16 ára aldur, hvort réttlætanlegt sé að skipta þeim við 7 ára aldur og hvort tekjumörkin í tenging- unni við barnabótaaukann séu rétt. Þetta eru allt pólitísk mats- atriði, sem hver verður að svara fyrir sig, en til að breyta þeim þyrfti tvímælalaust lagabreyt- ingu," sagði Árni Kolbeinsson, deildarstjóri í fjármálaráðu- neytinu, spurður um túlkun ákvæðisins um barnabætur. En þar segir: „Með hverju barni innan 16 ára á tckjuárinu skal greiða...“ og svo framvegis, eins og sagt var trá í NT fyrir helgi. Árni kvað rétt, að barnabæt- ur hafa vegið misjafnlega mikið milli ára, þ.e. hversu mikið peningaspursmál þær eru fyrir móttakendur þeirra hverju sinni. „Og með því að setja láglaunabæturnar í barnabóta- auka þetta árið, þá vegur þetta auðvitað þyngra en oft áður," sagði Árni. Hann benti þó á að það ákvæði gildir aðeins nú í ár nema að það vcrði framlengt með nýjum lögum. Barnabæturnar sagði Árni eiginlega sambland af tvennu. Annars vegar fjölskyldubótum frá Tryggingastofnun, sem áður giltu og miðuðust við fæðingar- mánuð, og hins vegar persónu- afsláttarívilnun vegna barna, sem var í gömlu skattalögunum, sem miðaðist við árið. Þetta hafi svo vcrið sameinað í barna- bótakerfinu frá 1974. Heykaup NT ■ Umsvif hins nýja blaðs NT aukast dag frá degi þrátt fyrir hrakspár samkeppnis- aðila. Það er því starfs- mönnum blaðsins jafnt dropahöfundi sem öðrum ánægjuefni að heyra hversu mikla trú allur þorri almenn- ings hefur á fyrirtækinu. En allt er best í hófi segir þó máltækið og rifjaðist það upp nú á dögunum. Tíðindamanni á fréttavakt varð það á að hringja í ónefnt skipafélag hér í borg og spyrjast fyrir um verð á heyflutningum milli Reykja- víkur og höfuðstaðar Norður- lands. I vinnslu var að skrifa um markaðsverð á heyi og því byrjaði símtalið á þessari sömu klisju og öll hin, „Þetta er á NT, NN blaðamað- ur...“ Síðan spurði sá liinn sami um flutningsgjaldið á heyinu. „Já, er það mikið magn sem þú ert að hugsa um“. „Ja, bara hvað kostar almennt að flytja kílóið af heyi". „Já, já er þetta fyrir blaðið sem ykkur vantar þetta," svaraði sölumaður- inn og hefur vafalítið búið sig undir að skrifa niður pöntun vegna heyflutninga fyrir NT norðan af landi. Blaðamaður bíður þess nú bara hvað skeður næst þegar hann hringir í Slökkvi- liðið til þess að afla frétta... Söfnuðu glerjum upp í skattana ■ Eftir að dagblöð fóru að hnýsast í skattana hjá fólki, og skattskráin fór að „liggja 'frammi," hefur áhugi Frón- búans fyrir því hvað náung- inn greiðir í opinber gjöld farið hraðvaxandi. Opinber gjöld flestra kaupenda Stiga- hlíðarlóðanna margum- ræddu vöktu þannig hneyksl- un og heilaga reiði margra þeirra sem ekki höfðu efni á síku braski, og víðar hcfur soðið upp úr. í Vestmannaeyjum hafa allmargir iðnaðarmenn sem starfa sjálfstætt fengið að „heyra það“ síðan skattskráin tékkavextir óbreyttir, 5%, en í Útvegsbankanum og Samvinnu- bankanum hækka þeir í 7%, í Landsbankanum hækka vext- irnir í 9% og í Verslunarbank- anum og Iðnaðarbankanum verða þeir 12%. Hugmynda- samkeppni um tjald- svæðabúnað ■ Ferðamálaráð hef- ur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um búnað á tjáldsvæð- um. Tilgangurinn með keppninni er að fá til- lögur um ýmiskonar búnað sem nota má á tjaldsvæðum og útivistarsvæðum víðs vegar um landið. Alls verður 205 þús. krónum varið til verð- launa. Keppnisgögn verða afhent í byrjun ágúst en frestur til að skila til- lögum rennur út í lok október. Trúnaðarmaður dómnefndar er Þórhall- ur Þórhallsson, starfs- maður Arkitektafélags- ins, Freyjugötu 41, sími: 11465. kom út. Þeir sem hér um ræðir hafa 0 krónur í skatta, eða fá greitt til baka, en hafa þó flestir haft nóg að gera. Iðnaðarmenn þessir fengu þó mest að heyra á þjóðhá- tíðinni, eftir að kunningjarn- ir höfðu vætt aðeins kverk- arnar. Gekk hátíðin síðan með glósum, en tók þó tapp- ann úr er trésmiður úr títt- nefndum hópi gekk um Dal- inn eina nóttina með poka af tómum glerjum. Varð það fljótt altalað að kappinn væri að safna glerjum til að hafa upp í skattana... ■ SlökkvUiðsmenn þurftu að rífa nokkrar þakplötur af bflaverkstæði B.M. Vallár til að ráða niðurlögum elds, sem kom þar upp í gær. Slökkvistaríið tók ekki nema um tíu mínútur. NT-mynd: Sverrir Eldur hjá B.M. Vallá: Bifreiðaverkstæðið skemmdist lítillega ■ Bifreiðaverkstæði steypu- stöðvarinnar B.M. Vallá skemmdist lítillega í eldsvoða um hádegi í gær. Einnig urðu nokkrar skemmdir á bílum, sem voru þar inni. Einn maður var að störfum, þegar eldurinn kvikn- aði, en hann sakaði ekki. Talið er að logsuðutæki hafi valdið brunanum. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, var verkstæðið fullt af reyk. Eldur var í bíl og plastein- angrun í lofti, og einnig komst eldur í þak yfir skrifstofu- húsnæði. Þurftu slökkviliðsmenn að rífa nokkrar þakplötur af til að ráða niðurlögum eldsins, en það verk tók ekki nema tíu mínútur. Slökkviliðið sendi 4 bíla á staðinn og kallaði út aukavakt. Einn af brest- unum í kerfinu segir Jóhanna Kristjónsdóttir, form. FEF ■ „Þetta er einn af þessum brestum í kerfinu sem ekki hefur tekist að fá lagfærða", sagði Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður Félags einstæðra for- eldra spurð hvort það komi ekki illa við marga einstæða foreldra að fá ekki barnabætur með börnum þeirra sem voru aðeins 15 ára kannski nær allt s.l. ár. og munað getur viðkomandi jafnvel hátt í 30 þús. krónumí formi barnabóta og skattfrá- dráttar, eins og fram kom í NT fyrir helgi. „Auðvitað er þetta afskap- lega fáránlegt. En það eru alltaf að koma upp einhver göt sem skapa ákveðið misrétti, t.d. með börn látinna foreldra sem ekki er hægt að sækja um framlengt meðlag fyrir, vegna þess að það er enginn til að samþykkja það - viðkomandi er hjá Guði og hann hefur engan umboðs- mann hér", sagði Jóhanna. „Það er búið að viðurkenna að þetta sé rangt - en hins vegar hefur engin leiðrétting fengist á því. Jafnvel þótt það skipti litlu sem engu máli fyrir ríkiskassann þá gengur óskaplega seint að fá lagfæringar á ýmsum fráleitum og ranglátum lagakrókum, sem hlýtur að stafa af linku þeirra sem sjá um lagasetninguna". Egilsstaðir: Úppfinningamaður með verksmiðju ■ Jóhannes Pálsson uppfinn- ingamaður í Danmörku hefur nú komið heim með nokkrar uppfinningar sínar og austur á Egilsstöðum er þegar hafin framleiðsla á tveimur þeirra. Annars vegar er um að ræða sallasafnara, lítinn gúmmíhólk, sem settur er framan á bora. Ryksallinn safnast þar saman í stað þess að detta á gólfið. Þegar hólkurinn er svo orðinn fullur, er hann tekinn af og hellt úr honum. Hin vörutegundin er sérstök tegund aurhlífa, sem hentar öllum tegundum bifreiða. Og vilji menn hafa aurhlífina merkta tegundarheiti bílsins, er auðvelt að renna bókstöfum inn í þar til gerðar raufar á aurhlíf- inni. í næsta mánuði verður svo hafin framleiðsla á gúmmímott- um fyrir frystihús og einnig er áformað að framleiða hvíta gúmmíhringi til að setja á hjól- barða bifreiða. Tveir menn starfa í verk- smiðjunni eins og er, en þeim mun væntanlega fjölga, þegar framleiðsla verður komin í full- an gang. Slippurinn: Bruni í togara ■ Eldur kom upp í togaranum Gylli ÍS, þegar verið var að skipta um járnplötu í sfðu hans í slipp í Reykjavík á laugar- dagsmorgun. Kviknaði í einangrun, en skemmdir urðu litlar. Engan sakaði.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.