NT


NT - 13.08.1984, Side 4

NT - 13.08.1984, Side 4
Mánudagur 13. ágúst 1984 4 Bílaleigubíllinn úr Reykjavík eins og hann leit út á Húsavík í gærdag. NT-m>nd: Héðinn Heigason ■ Bifreið björgunarsveitarínnar var komin á slysstaö strax á laugardeginum, þar sem Haukur Logason Slysið við upptök Skjálfanda: lók þessa mynd fyrir NT. Einn skreið 150 m upp f rá bakkanum NT-mynd: Haukur Logason Lík Japananna þriggja fundin. Aðstandendur væntanlegir til landsins ■ Með í förínni frá Húsavík var vörubifreið, sem flutti Löduna til baka. NT-mynd: Haukur Logason. Breskur ferðamaður féll í Skógá: Leitin heldur áf ram í dag - unnusta hans komst yfir ána ■ Síðdegis í gær fannst lík þriðja Japanans sem fórst í Rjúpnabrekkukvísl við Vatna- jökul þar sem Skjálfandafljót á upptök sín. Lík hinna tveggja fundust í gær og hafði öðrum þeirra tekist að komast upp úr ánni og skríða 150 metra frá ánni en hann var eins og félagar hans mjög lemstraður og meðal annars lærbeinsbrotinn. Áin rennur á þessum slóðum á eggjagrjóti og var bifreið Japan- anna öll rifin og tætt eftir ótal ■ „Það er umhugsunar vert að þetta skuli vera merkt sem fær sumarleið fyrir fjórhjóladrifs- bíla athugasemdalaust. Þrjá daga í röð höfum við nú fengið útkall vegna útlendinga sem álp- ast á fjöll án leiðsagnar kunnug- ra,“ sagði Hörður Þórhallsson formaður Björgunarsveitarinn- ar Garðars á Húsavík í samtali við NT. Útköllin.sem um ræðir eru vegna útlendings sem týnd- ist í Dimmuborgum á fimmtu- dag, slyss á þýskri konu í Herðu- breiðalindum á föstudag og vegna slyssins í Rjúpnabrekku- kvísl á laugardag. „Ekki það að við teljum neitt eftir okkur að fara af stað vegna þessa en þegar verða banaslys þá er ástæða til umhugsunar. Skálavörður í Nýjadal vissi af veltur í ánni. Aðstandendur mannanna eru væntanlegir til landsins á næstu dögum. Mennirnir voru á aldrinum 18 til 36 ára og er talið að það hafi verið lík þess yngsta sem fannst síðast. Skilríki tveggja þeirra hafa fundist í farangri sem rak upp en ekki verða borin örugg kennsl á líkin fyrr en maður þeim kunnugur ier norður á Húsavík í dag. Bifreiðin sem var af gerðinni Lada sport var tóm og hafði straumurinn skol- alls 33 mönnum gangandi þarna um svæðið meira og minna án leiðsagnar og þegar við vorum að leita þarna var einn maður á gangi með bakpoka." Þá sagðist Hörður vita til þess að umrædd- ur vegur yfir Rjúpnabrekku- kvísl væri heflaður árlega en aðrar viðgerðir væru ekki gerð- ar á honum. Ekkert skilti er við veginn sem varar við ánni en í ferðahandbókinni er í kafla um þessa leið varað við vatnavöx- tum í ánni. Annarsstaðar í upplýsingum handa ferða-' mönnum er lítið eða ekkert um aðvaranir vegna fjallvega og töldu viðmælendur blaðsins að ferðaskrifstofur bæði hérlendis og erlendis og væru illa búnar af leiðbeiningum til viðskiptavina sinna og þetta ætti sérstaklega við um þær erlendu. að öllu lauslegu innan úr henni. Miklir vatnavextir voru í ánni og er talið að hún hafi verið 1,80 metrar á dýpt þegar slysið átti sér stað en ekki nema 80 sentimetra djúp þegar leitarmenn hófu störf á laugardag. Hefur bifreið þeirra þegar lent í straumnum og borist stjórnlaust eftir botni árinnar tæpan kílómetra. Mennimir höfðu tjaldað í Dreka- gili aðfaranótt föstudagsins og síðan verið í samfloti við íslenska ferðalanga áföstudaginn. Þegar nærri dró slysstáðnum skildu þeir við Islendingana. Islend- ingarnir héldu á fund Davíðs Sigurðssonar jöklafræðings sem dvelur í kofa við Gæsavötn og fengu þar fréttir af því að Rjúpnabrekkukvísl væri með öllu ófær. Fullvíst er talið að Japanarnir hafi ekki verið fleiri en þrír í bílnum. Áin liggur mjög nærri jökulrótum og er hitastig vatnsins í henni rétt um núll gráðu heitt að sögn lögreglu og leitarmanna sem NT ræddi við. Hefur maðurinn sem komst uppúr ánni látist af sárum sem hann fékk í ánni og kulda enda hvassviðri á þessum slóðum undanfarna daga. Leitin að mönnunum gekk vel og fundust lík tveggja eldri mannanna strax en upphaf þess að fréttist af slysinu var að fólk frá bænum Víðikeri í Bárðar- dal keyrði fram á lík þess sem hafði komist upp úr ánni. Lík hins fannst fljótlega eftir að fólk frá skálunum í Nýja-Jökuldal og Gæsavötnum var komið á stað- inn en líklegt er talið að lík þess þriðja hafi fest. í botni og rekið upp í gær eða fyrradagskvöld. Hlýtt var á þessum slóðum þeg- ar leit stóð yfir en hvassviðri og mikið sandrok. Urðu leitar- menn að hafa sérstök hlífðar- gleraugu. Japanarnir voru jarðfræði- menntaðir og komu til landsins 2. og 3. ágúst, frá Bretlandi einn þeirra en hinir tveir frá Eng- landi. Þeir áttu allir bókað flug- far frá landinu á laugardag en slysið átti sér stað síðdegis á föstudegi. Bifreiðina sem þeir voru á höfðu þeir fengið á bílaleigu í höfuðborginni. Hún var á laugardag flutt á vörubíls- palli norður á Húsavík og er talin gjörónýt eins og meðfylgj- andi myndir vitna. ■ Leit hófst að nýju kl. 8 í morgun að breska ferðamannin- um, sem féll í Skógá í gærdag, um 8 kílómetra fyrir ofan Skóga. Leitarflokkar leituðu mannstns fram í myrkur í gærkvöldi, án árangurs. Var leitað með ánni frá slysstað og niður að sjó. Skógá var óvenju vatnsmikil og skítug í gær eftir rigningar síð- ustu daga og gerði það leitar- mönnum erfiðara fyrir. Farið var að sjatna í henni í morgun. Maðurinn kom gangandi, ásamt unnustu sinni, frá Þórs- mörk og yfir Fimmvörðuháls og ætluðu þau að fara yfir ána á vaði á Skógaheiði. Þegar þau voru komin út í vatnið, misstu þau fótanna. Stúlkunni tókst að losa sig við bakpoka, sem hún var með, og komst yfir, og þykir með ólíkindum, að henni skyldi hafa tekist það. Gekk hún eftir merktri gönguleið niður að Skógum, þar sem hún tilkynnti slysið. Leitarflokkar úr báðum Eyja- fjallahreppum og Vík voru kall- aðir út og fundu þeir bakpoka mannsins rekinn upp á eyri, ein- um kílómetra fyrir neðan slys- staðinn. Leitarmenn sáu einnig einhverja flík í gljúfri í ánni. Ekki var vitað hvort hún til- heyrði hinum týnda, þar sem sigmanni tókst ekki að komast niður að henni. Alls tóku 30-40 manns þátt í leitinni í gær. ■ TF-MYY var á lofti yfir Dimmuborgum í heila klukkustund í leit að eldri manni sem kom þangað með stórum hóp ferðamanna. Leitað af ferðamönn- um þrjá daga í röð Aðvörunum ábótavant og skipulagsleysi í ferða mannaiðnaðinum

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.