NT


NT - 13.08.1984, Side 5

NT - 13.08.1984, Side 5
Ásgarður í höndum Grímsnesinga: Ennverá15 milljónirnar - lögerfingjar eða erfingjar jarðarinnar? ■ „f>etta fellur annaðhvort til Skógræktar, Hjartaverndar og Reykjavíkurborgar eða þá til lögerfingja," sagði skiptaráð- andi í dánarbúi Sigurliða Krist- jánssonar og Helgu Jo'nsdóttur aðspurður um hvert þær 15 milljónir sem nú hafa verið greiddar fyrir jörðina Ásgarð muni renna. Að öðru leyti viidi, hann ekki tjá sig um skiptin á, fénu en flestir viðmælendur blaðsins töldu að hér væri dómsmál í uppsiglingu. Að erfðaskrá Sigurliða (Silla í Silla og Valda) og konu hans átti jörðin að renna til þriggja fyrrnefndra aðila en áður en Helga lést voru samþykkt lög sem heimiluðu hreppsnefndum forkaupsréttum að öllum jörð- um þar sem eignabreyting yrði. Eins og sagt var frá í NT í gær hefur Grímsneshreppur nú nýtt sér þessa heimild eftir 5 ára málaferli um verð jarðarinnar. Nú þegar þannig hefur verið komið í veg fyrir að gjafabréf jarðarinnar gangi eftir er í lausu lofti hver hreppir þær 15 mill- jónir sem hreppurinn var dæmd- ur til að greiða. NT snéri sér til nokkurra „erfingja" í þesu rnáli en ekki tókst að ná í Sigurð Blöndal skógræktarstjóra sem hefur haft með þessi mál að gera fyrir Skógræktina. Forsendur erfða skrár brostnar - sagði einn lögerfingja sem NT ræddi við ■ „Pað er á valdi skiptaráð- enda en forsendur erfðaskrár- innar fyrir þessum höfðinglegu gjöfum, eru náttúrlega brostnar", sagði annar tveggja fulltrúa lögerfingja Sigurliða sem blaðið ræddi við. „Urn það veit maður ekkert hvort þetta verður dómsmál", sagði sami maður sem ekki vildi láta nafns síns getið í þessu sambandi. „Við hefðum náttúrlega viljað að hugur þeirra hjóna Sigurliða og Helgu hefði gengið eftir en það eru allar forsendur fyrir því brostnar". Þá hafði blaðið samband við Sigurð Guðmundsson endur- skoðanda sem einnig er erfingi Sigurliða en hann kvaðst ekkert hafa hugleitt neina kröfugerð eða hvort forsendur erfðaskrár séu brostnar enda kaupin alveg nýfrágengin. Ekki tókst að ná í neina af lögerfingjum Helgu Jónsdóttur en þau hjón eiga enga afkom- endur á lífi. Hjartavernd: Verður mál? ■ „Það hefur legið í loft- inu að þetta verði dómsmál, en hinsvegar er það fyrst í liöndum skipta- ráðenda að úthluta þessu fé í samræmi við erfða- skrána. Ef þeir telja að okkur beri eitthvað af þessu fé þá munum við að sjálfsögðu taka við því“, sagði Stefán Júlíusson framkvæmdastjóri Hjarta- verndar aðspurður um það hvert hann teldi að um- ræddar 15 milljónir eigi og muni renna. „Þó svo að í fljótu bragði finnist öllum að þetta fé eigi að renna til þeirra aðila sem annars áttu að fá jörðina til skipta er líklegast að það verði dómsmál og þá munum við láta okkar lögfræðing í það mál.“ Aðspurður urn þau málalok að hreppurinn keypti jörðina sagði Stef- án að þau málalok kæmu sér ekki á óvart þar eð ekki hefði verið erfitt að fá kaup að jafn dýrmætri jörð fjármögnuð. „Það er hins vegar hart að þessi síðasta ósk Sigurliða skuli ekki ganga eftir en annars þýðir ekkert að deila við lögin og við viljum eiga frið við alla menn." f—.-fi • Mánudagur 13. ágúst 1984 5 Átjánda með- lagsárið dýr- ara en önnur fæst ekki dregið frá skatti ■ Hjá þeim sem sjá um framfærslu barna sinna með meðlagsgreiðslum með þeim er 18. aldursárið nú mun dýrara en önnur ár. Með- lagsaldur barna var á síðasta ári hækkaður úr 17 í 18 ár, samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar ríkisins. Sú regla í skattalögunum að hálft meðlagið fáist sem frá- dráttur frá skattskyldum tekjum meðlagsgreiðenda gildir hins vegar aðeins um meðlag með börnum undir 17 ára aldri. Af tekjuskattstofni yfir 340 þús. kr. á síðasta ári fara nú 45% í skattinn. Hvort meðlagsgreiðslur eru frá- dráttarbærar eða ekki getur því skipt þó nokkrum þús- undum í tekjuskatti með- lagsgreiðenda. Reykjavíkurborg: Ekkert ákveðið - Getur orkað tvímælis, segir Davíð Oddsson borgarstjóri ■ „Við erum ekkert farnir að um. Átti að sjá svo til að borgin ræða þessi mál og því get ég kæmi upp einhvers konar ekkert sagt um þau“, sagði drengjaheimili á jörðinni og Davíð Oddsson en í erfðaskrá sagði Davíð að það gæti orkað Sigurliða var borginni ætlaður tvímælis að gera kröfu í féð þar ákveðinn hluti Ásgarðstjarnar- eð gjöfin hefði verið skilyrt í innar en með ákveðnum skilyrð- erfðaskránni. ■ Framvarðarsveit IOGT. Frá vinstri: Trond Aasland frá Noregi, Ólafur H. Árnason, Arvid J. Johnsen forseti IOGT, Helge J. Kolstad frkstj. IOGT og Dag Endal æskulýðsfulltrúi IOGT, allir frá Noregi. Á endanum situr Hilmar Jónsson stórtemplari. Templarar með menningarmót ■ Alþjóðlegri menningarráðstefnu Góðtemplarareglunnar lauk hér á landi fyrir helgi og voru forsvarsmenn hreyf- ingarinnar mjög ánægðir með fram- kvæmd hennar og þátttöku en um 200 manns frá 16 löndum munu hafa tekið þátt í henni. Á blaðamannafundi sem boðað var til af forsvarsmönnum IOGT kom fram að barátta þeirra beinist að þeim félags- legu vandamálum sem áfengi og önnur fíknilyf skapa í auknari mæli en verið hefur. Reynt er að skapa samfélag sem ekki þarfnast neinna vímugjafa en erfitt mun vera að fylgja því starfi eftir í raun. Það voru um 10 fjölþjóðahringir sem | stjórnuðu allri áfengissölu í heiminum og næmi upphæð þeirra fjármuna sem þeir eyddu í auglýsingar á ári þreföldum íslensku fjárlögunum. Templarar hafa einnig verið virkir í friðarhreyfingunni og telja sig elstu friðarsamtök í heimi. Berjist þeir fyrir friði og skilningi á milli allra þjóða heimsins og þar sem þeir starfi bæði austan járntjalds og vestan geti þeir einir samtaka komið á samskiptum þar á milli. Að sögn Hilmars Jónssonar stórtemplara mun íslenska stórstúkan stefna að því að taka þátt í friðar starfi í ríkari mæli á næstunni. Hvolfþök Blómaskálar, garðstof- ur, sumarbústaðir, íbúðarhús og stærri hús til hvers konar nota. Gerum tilboð. Hringið og fáið sendar upplýsingar: 91-28033 virka daga 17.00-19.00 , s® SPACE FLOWER Tilraunastofa Burðarforma D.0. Box 62 121 Reykjavík á vörubílahiólbörðum NANG KANG frá Taiwan 900 x 20 -12 pl. framdekk .... Kr. 7.424,- 1000 x 20-14 pl. framdekk ..... Kr. 8.667,- 1000 x 20 -14 pl. afturdekk... Kr. 8.667,- YOKOHAMA frá Japan 900 x 20 -14 pl. afturdekk.. Kr. 11.312,- 1000x20-12pl.framdekk ....... Kr. 12.998,- . 1000 x 20 -14 pl. framdekk .. Kr. 14.166,- 1000 x 20 -14 pl. framdekk .. Kr. 14.720,- NOKIA frá Finnlandi 11R20-16 pl. framdekk ....... Kr. 17.281,- 11 R20-16 pl. afturdekk...... Kr. 18.328,- Frábær greiðslukjör. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Bestu kveðjur, BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5IMI 687300

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.