NT


NT - 13.08.1984, Side 8

NT - 13.08.1984, Side 8
Mánudagur 13. ágúst 1984 Ráðið gegn sunnlenska rosanum ■ „Aukinogbætt vot- heysverkun er eitt ör- uggasta varnarráð gegn sunnlenska rosanum um sláttinn. Fagnar tundurinn því að vax- andi áhugi er í héraðinu á byggingu votheys- geymslna," segir m.a. í einróma samþykkt aðalíundar Búnaðar- sambands Suðurlands sern haldinn var á Kirkju- bæjarklaustri áður en mesti rosinn skall yfir í sumar. Má því ætla að enn hafi þessi áhugi aukist við margra vikna sunnlenskan rosa. Búnaðarsambandið heitir á þingmenn , Suðurlands og landbún- aðarráöuneytið að vinna að því að styrkur til tækjabúnaðar í vot- heysgeymslum verði ekki minni en nú er veittur út á súgþurrk- unartæki í þurrheys- hlöðum. Jafnframt vill Búnaðarsambandið fá tolla og önnur gjöld af slíkum tækjabúnaði njður fellda. Samband vestfirskra kvenna: Vill leiðréttingu á órétt- látri skattlagningu hjóna ■ „Að loka bæklunardeildum sjúkrahúsa í sparnaðar- skyni á sama tíma og felldur er niður skattur af ferðamannagjaldeyri vegna skemmtiferða erlendis, telur fundurinn ekki rökréttar sparnaðarráðstafanir“, segir í samþykkt aðalfundar Sambands vestfirskra kvenna, sem haldinn var á Flateyri nú nýlega. Jafnframt mótmæltu konurnar eindregið þeirri hækkun á iæknis- og lyfjakostnaði sem gekk í gildi 1. júní s.l. bent er á að samgöngumál séu undirstaða varanlegs jafnréttis íbúanna, efna- hagslega og menningar- lega, hvar sem fólk sé bú- sett á landinu. „Það er lítilsvirðing við stöðu húsfreyjunnar í þjóð- félaginu að störf hennar séu einskis metin í fjármál- um hjóna til skattlagningar - þvert á móti eru lagðar þyngri byrðar á fyrirvinnu heimilis þegar um einn er að ræða heldur en ef tveir afla teknanna", segir í sam- þykkt aðalfundarins. Skora vestfirskar konur á stjórn- völd að leiðrétta það órétt- læti sem nú viðgengst við skattlagningu hjóna. I samþykkt fundarins er lýst ánægju með þá kennslu í heimilisfræðum og hand- mennt fyrir fólk á öllum aldri sem haldið er uppi í Húsmæðraskólanum Osk á Isafirði. Telja konurnar það ekki koma til greina að ráðstafa húsnæði skólans án samráðs við samtök kven- félaga á Vestfjörðum. „Samgöngumál eru mannréttindamál" segir í ályktun fundarins, þar sem Seglbrettamót á Laugarvatni Frá Ingólfi Kjartanssyni frcltaritara NT á Laugarvatni. ■ Um síðustu helgi var haldið seglbrettamöt á Laugarvatni, hið fyrsta sinnar tegundar sem haldið er þar. Keppendur voru 20. Mótið stóð yfir í tvo daga tvisvar báða og var siglt dagana. Siglingasamband íslands stóð fyrir mótinu. Sigurvegari var Jóhannes Örn Ævarsson úr siglinga- klúbbnum í Garðabæ. Torfi Rúnar Kristinsson frá Laugarvatni var annar og Magnús Arnason var sá þriðji. Reiðnámskeið á Brjánslæk: Knapar læra nýjar listir Aukinn áhugi á votheysverkun á Suðurlandi: Plastturnarnir að rísa hver af öðrum ■ Reiðnámskeið fyrir börn og fulloröna hefur undanfarna viku staðið yfir á Brjánslæk á vegum Barða- strandardeildar Hesta- mannafélagsins Storrns. Hugmyndin með því er m.a. að æfa nýja knapa fyrir hestamót Storms sem haldið verður á Þingeyri nú um helgina, jafnframt því að glæða áhuga ungra sem þeirra eldri á hestaíþrótt- um. Þjálfarinn Helgi H. Jóns- son kvaðst hafa orðið var við gífurlegan áhuga á hestamennskunni meðal þeirra 30-40 sem námskeið- ið sóttu, ekki síst hjá börn- um og unglingum. Hann hafði hins vegar á orði að fremur lítil hestaeign manna á Barðaströnd hefði komið sér nokkuð á óvart. ■ í Dalbæ í Gaulverja- bæjarhreppi er nú risinn fyrsti trefjaplastsvotheys- turninn frá Fossplasti h.f. á Selfossi, sem sagt var frá í NT nýlega. Byggingarfélag- ið Bær í Villingaholtshreppi sá um að steypa plötu og setja turninn upp, en það er gcrt á þann nýstárlega hátt að byrjað er á þakinu og ■ Fyrsti trefjaplaststurninn frá Fossplasti risinn í Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi við hliðina á nýju fjósi sem þar er einnig verið að byggja í stað annars áratugagamals. NT-m>nd: st.ias. síðan bætt neðan á það hring eftir hring. Turninn í Dalbæ er 6 metrar í þver- mál og 10 metra hár, en möguleiki er að hafa þessa turna allt upp í 12 metra háa. Stærðin er um 280-300 rúmmetrar. Ekki er talið neitt því til fyrirstöðu að hægt sé að koma við sjálf- virkum losunarbúnaði í trefjaplaststurnum þessum. Már Ólafsson bóndi í Dalbæ telur aukið geymslu- rými fyrir vothey mjög nauðsynlegt og nefndi sem dæmi að allt það hey, sem hann hirti í fyrra í turninn sem hann á fyrir, hefði ella orðið ónothæfuróþverri úti Annar turninn frá Fossplasti verður settur upp að Tóftum í Stokkseyrar- hreppi næstu daga og er það þriðji turninn sem Bjarkar bóndi á Tóftum byggir á búi sínu. Meginhlutinn af hey- feng hans í sumar verður verkaður í vothey. Þriðji Fossplaststurninn verður síðan reistur við nýja tilraunafjósið á Stóra- ■ Jafnvægislistin var meðal þess sem menn æfðu á námskeiðinu Ármóti. á Brjánslæk. NT-m.vnd Finnbogi

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.