NT - 13.08.1984, Page 12

NT - 13.08.1984, Page 12
ÍM' Mánudagur 13. ágúst 1984 12 LlL Vettvangur Ályktanir 22. þings Sjálfsbjargar: Niðurskurði á Framkvæmda- sjóði er harðlega mótmælt ■ 22. þing Sjálfsbjargar I. s.f. var haldið í Sjálfsbjargar- húsinu, dagana 8.-10. júní s.l. Þingsetning var venju frem- ur hátíðleg þar sem minnst var 25 ára afmæiis samtakanna er stofnuð voru 4. júní 1959. Af því tilefni tók forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, á móti þingfulltrúum að Bessa- stöðum. Aðalumræðuefni þingsins var lífeyris- og tryggingamál og höfðu þeir Ingólfur Ingólfs- son, félagsfræðingur og Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri almennra lífeyrissjóða, þar framsögu. Mörg önnur hagsmunamál fatlaðra voru einnig á dagskrá og fylgja hér helstu ályktanir: 22. þing Sjálfsbjargar l.s.f. mótmælir harðlega þeim niðurskurði á Framkvæmda- sjóði fatlaðra, sem nemur meira en helmingi lögboðinnar greiðslu úrsjóðnum. Samtökin höfðu vænst mikils af hinum nýju lögum um málefni fatl- aðra, og harma því mjög þessa skerðingu sjóðsins þegar á fyrsta ári eftir gildistöku lag- anna. Þetta hefur ekki aðeins í för með sér mikinn drátt á þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar heldur kemur algjör- lega í veg fyrir möguleika á nauðsynlegum nýframkvæmd- urn. Þingið harmar afgreiðslu Al- þingis á „Búsetamálinu“, þar sem þar hefðu opnast góðar leiðir fyrir fatlaða í húsnæðis- málum. Jafnframt beinir þingið því til landssambandsstjórnar að hún fylgist náið með framvindu „Búseta“ og taki jafnvel upp viðræður við forsvarsmenn „Búseta" um hvort og hvernig hægt sé að tryggja fötluðum húsnæði á sem viðráðanlegust- um kjörum. Þingið beinir þeim tilmælum til svæðisstjórna, að þær hvetji sveitarfélög og atvinnurekend- ur til að stofna til nýiðnaðar sem tæki mið af vaxandi þörf- um fyrir ný atvinnutækifæri handa fólki með skerta starfs- orku. Þingið bendir á þá leið í þessu sambandi að sveitar- félög veiti atvinnurekendum fyrirgreiðslu hvað lóðamál og aðra þjónustu á vegum sveitar- félagsins varðar, gegn því að stofnandi fyrirtækisins skuld- bindi sig til að veita ákveðnu hlutfalli af fötluðu fólki at- vinnu í fyrirtækinu. Þessi fyrir- tæki yrðu að öðru leyti óvernd- uð og í þeim ynnu saman jöfnum höndum fatlaðir og ófatlaðir. Þingið bendir á þá tilraun í þessa veru sem Or- yrkjadeild ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar, Vinnu- miðlun Kópavogs og fleiri aðil- ar eru að gera í þessa átt á Reykj avíkursvæðinu. Ferlimál fatlaðra: 1. Þingið beinir því til allra þeirra nefnda og aðila er vinna að ferlimálum fatl- aðra, að þeir hafi skipulega samvinnu og samræmi vinnubrögð sín, svo árang- ur verði sem bestur af starf- inu. 2. Komið verði á fót þjónustu- miðstöð ferlimála fatlaðra. Hún hafi m.a. eftirfarandi starfssvið: Gagnaöflun, ráðgjafarþjónustu, teikni- þjónustu, eftirlit og úttekt bygginga, kynningar- og út- gáfustarfsemi. 3. Nefndin beinir því til Sam- starfsnefndar Félagsmála- ráðuneytisins um ferlimál fatlaðra, að hún hlutist til um að sveitarfélög setji sér skammtímaáætlun um lag- færingar á óhentugu þjón- ustuhúsnæði innan síns sveitarfélags. Til þessara framkvæmda verði gjört ráð fyrir sérstöku framlagi á fjárhagsáætlun sveitarfé- lagsins. 4. Félagsmálaráðherra láti endurskoða byggingar- reglugerð nr. 292/1979 og reglugerð um skipulagsmál nr. 217/1966 með tilliti til aðgengis fatlaðra. Sjálfs- björg fái fulltrúa í þessari endurskoðunarnefnd, en fyrir hendi eru þegar marg- ar beinar tillögur til breyt- inga, t.d. má þar nefna ákvæði um aðgengi á vinnu- stöðum og ytra skipulag umhverfis. 5. Unnið verði skipulega að breytingum gatnakerfis sveitar- og bæjarfélaga. Haldin verði námskeið í hönnun mannvirkjagerðar er henta fötluðum, fyrir þá sem hafa yfirumsjón með gatnagerð og útivistarsvæð- um bæjar-og sveitarfélaga. 6. Þingið þakkarRannsóknar- stofnun byggingariðnaðar- ins fyrir ágætt framlag til bætts umhverfis með útgáfu Rb. blaða um aðgengilegt húsnæði fyrir fatlaða og hvetur jafnframt til áfram- haldandi útgáfu þeirra og endurskoðunar, með tilliti til breytinga. 7. Unnið verði af dugnaði við að ná til ríkis, bæjar- og sveitarfélaga, Vinnuveit- endasambands íslands og atvinnurekenda í þeim til- gangi að gera atvinnuhús- næði aðgengilegt fötluðum. 8. Unnið verði að því að ná fram breytingum á aimenn- ingsvögnum og öðrum sam- göngutækjum, hótelum og ferðamiðstöðvum til að auðvelda fötluðum ferða- lög. 9. Þingið leggur ríka áherslu á það við Samstarfsnefnd Félagsmálaráðuneytisins um ferlimál fatlaðra og ferlinefnda sveitarfélaga, að þær fylgist náið með því að ákvæðum skipulags- og byggingarlaga sé fylgt hvað varðar fatlaða. Jafnframt verði þau ákvæði í skipu- lags- og byggingarreglugerð er varða aðgengi fatlaðra markvisst kynnt bygging- arfulltrúum og byggingar- nefndum. 10. Þingiðbeinirþvítilsvæðis- stjórna að þær fylgist náið með framvindu umhverfis- skipulags með tilliti til fatl- aðra. 11. Þingið beinir þeirri ein- dregnu áskorun til allra Sj álfsbj a rgarfélaga að þeir séu vakandi gagnvart að- gengi fatlaðra á sínu félagssvæði og komi ábendingum til nauðsyn- legra breytinga á framfæri við ferlinefndir sveitarfé- laganna. Atvinnumál: 1. Þingið skorar á stjórnir fyrirtækja og opinberra að- ila að beina til öryrkja og vinnustöðva þeirra verkefn- um við þeirra hæfi. 2. Þingið beinir því til fram- kvæmdastjórnar lands- sambandsins að hún stuðli að námskeiðum í tölvu- tækni þar sem tölvuvæðing- in býður upp á margvíslega atvinnumöguleika fyrir fatl- aða. Landssambandið og félagsdeildir styrki fólk til þátttöku. 3. Þingið leggur ríka áherslu á að fatlað fólk starfi á almennum vinnumarkaði eftir því sem kostur er á, en bendir jafnframt á að þeir sem ekki eiga þess kost sökum fötlunar hafi mögu- leika á starfi á vernduðum vinnustöðum. 4. Þingið lýsir ánægju sinni með starfsemi Oryrkja- deildar Ráðningaskrifstofu Reykjavíkurborgar og væntir góðs af samstarfi við hana. 5. Þingið beinir því til stjórna aðildarfélaga Sjálfsbjargar að þau hafi samband við bæjaryfirvöld, hver á sínum stað, um atvinnu- og um- hverfismál. 6. Þingið hvetur félagsdeild- irnar til aukinnar samvinnu við félög og styrktarfélög fatlaðra um atvinnumál. 7. Þingið hvetur aðildarfélög Sjálfsbjargar til að hafa samvinnu við félagasamtök og sveitarstjórnir á félags- svæðinu um stofnun vernd- aðra vinnustaða. Menntamál 1. Þar sem nú er þröngt í búi á ríkisheimilinu og sparn- aðarhnífurinn á lofti, skor- ar 22. þing Sjálfsbjargar á menntamálaráðuneytið, að sjá til þess að sparnaður í menntakerfinu verði ekki látinn bitna á þeim er síst skyldi þ.e. þeim nemend- um, sem þurfa á stuðnings- og sérkennslu að halda. Þingið hvetur ráðuneytið til að vinna áfram að því, að sem flestir fatlaðir nemend- ur eigi þess kost að sækja sína heimaskóla með þeim sérkennslutímum, sem þeir eiga rétt á skv. sérkennslu- reglugerð. 2. Þingið skorar á hið háa Alþingi að samþykkja lög um framhaldsskóía og full- orðinsfræðslu þegar á næsta ári, en láta þetta frumvarp ekki velkjast lengur óaf- greitt í þingsölum. Með setningu þessara laga verði fötluðu fólki tryggður aðgangur að menntun, sem það áður hefur farið á mis við vegna fötlunar sinnar. 3. Þingið lýsir yfir ánægju sinni með velheppnaðan söng Sjálfsbjargarkórsins við þingsetningu og hvetur félagsdeildir til að efla söng- líf heima í héraði minnugar þess, að menn sameinast í söng. Þá hvetur þingið til þess, að erindreka lands- sambandsins verði falið að skipuleggja og koma á námskeiðum í félagsmál- um, leikrænni tjáningu og framsögn í öllum félags- deildum. 4. Þingið skorar á fræðsluyfir- völd í Reykjavík að fella svonefndan „skóla fatl- aðra“ undir Iðnskólann í Reykjavík eða einhverja sambærilega skólastofnun. Farartækjamál: 1. Þingið lýsir yfir ánægju sinni með breytingu á lögum nr. 120/1976 um tollskrá og fleira, þar sem segir: „Þó skal heimilt að fella niður að fullu tolla og aðflutningsgjöld af allt að 40 bifreiðum árlega fyrir þá sem mestir eru öryrkjar en geta þó ekið sjálfir sérstak- lega útbúinni bifreið.“ ■ Sjálsbjargarkórinn tekur lagið við þingsetninguna

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.