NT


NT - 13.08.1984, Side 16

NT - 13.08.1984, Side 16
Mánudagur 13. ágúst 1984 16 Útvarpíkvöld kl. 21.10: Ljúfir tónar frá Shanghai Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld kynnir kínverska nútímatónlist. ■ „Ég verö með kínverska nútímatónlist frá Shanghai", sagði Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, sem er með þáttinn „Nútímatóniist“ klukkan 21.10 í kvöld. „Þetta þykir kannski ekkert sérstaklega nýtískuleg tónlist á okkar mælikvarða, en þetta er það sem er nýjast af nálinni þar. ■ „Skondin músík og róm- antísk" segir Þorkell Sigur- björnsson sem kynnir kín- verska nútímatónlist í útvarp- inu klukkan 21.10 í kvöld. Og kannski svolítið forvitni- legt. Þetta er ekkert sem fólk kannast við, bæði höfundar og flytjendur sem voru eitthvað að fást við tónlist undir vest- rænum áhrifum voru settir í bann í Menningarbyltingunni. Sinfóníuhljómsveitin í Shang- hai var meira að segja leyst upp og þetta fólk var rekið á afréttir, sett til þess að grafa skurði eða gera eitthvað allt annað en spila músík. En þeir virðast vera að taka við sér aftur, reyna að taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið. Það er hægt að segja að þetta sé undir vestrænum á- hrifum, að vísu þá áhrifum frá vestrænni músík eins og hún var á fyrri hluta þessarar aldar. Þetta er nokkuð skondin músík. Þeir hafa mikið gaman af hermitónlist, „prógram- músík“ er það kallað á lélegri íslensku. Finnst alltaf að tón- verkin verði að segja einhverja sögu, lýsa einhverjum atburð- um eða umhverfi. Svo eru þeir töluvert rómantískari en við eigum að venjast svona almennt, þetta eru oftast nær ljúfir tónar." Á Islandsmiðum Ólafur Þórðarson úðar léttum Islandsskífum yfir hlustendur ■ Ólafur Þórðarson verður með þáttinn „Á fslandsmið- ■ Haukur Morthens, einn „gömlu söngvaranna“ sem verða með „á íslandsmiðum“ í dag. um“ á Rás 2 klukkan 15.00 í dag. „Þetta er eins og verið hefur“ sagði Ólafur „þessi þáttur hefur verið svona af og til. Þetta er nú bara innskot þennan dag. Ég veit ekki hvort hann verður neitt áfram, hann er svona stöku sinnum, á dagskrá rásar 2 og þá eru eingöngu leiknar íslenskar hljómplötur og aðallega þá íslensk lög. Þetta er nú blandað, ég spila einhverjar af þessum nýju plötum sem hafa komið út að undanförnu, og renni svo inní gamalli syrpu, með gömlu söngvurunum. Það - eru til dæmis Ragnar Bjarna- son, Haukur Morthens, Sigrún Jónsdóttir og Guðbergur Auð- unsson. Og hver veit nema ég hafi eina harmoniku með svona í gamni.“ Sjónvarp í kvöld kl. 20.35: ■ Elisa og Mabel hafa komið sér upp ákveðnu lífsformi og gæla við drauminn, þangað til Bull blómakaupmaður kemur og raskar hlutföllunum í lífl þeirra. Miði til draumalandsins Norskt sjónvarpsleikrit eftir Björg Vik. Leikstjóri: Kirsten Sörlie ■ í kvöld klukkan 20.35 er norskt sjónvarpsleikrit á dagskrá sjónvarpsins, „Miði til draumalandsins" („Fribillett til Soria Moria“) Höfundurinn Björg Vik varð þekkt fyrir 10 árum þegar hún skrifaði sitt fyrsta leikrit, og hefur nú tvisvar verið verð- launuð í Noregi fyrir skrif sín. „Miði til draumalandsins" seg- ir frá heimi tveggja kvenna um fertugt, þær heita Elisa og Mabel, vinna í kvikmyndahúsi og leigja íbúð saman. Þær eru ólikar um margt, Mabel er löngu skilin, á uppkominn son og sækir ákaft á skemmtistaði og í nýja lífsreynslu. Elisa hefur aldrei gift sig og lifir hljóðlátu lífi; heimakær tón- listarunnandi. Saman eiga þær drauminn um betra líf og betri daga. Þegar Bull blómakaup- maður kemur til sögunnar komast hlutirnir á hreyfingu og ýmislegt kemur á daginn... Leikstjóri er Kirsten Sörlie, og aðalhutverk leika Marit Sy- versen, Kirsten Hofseth, Knut M. Hansson og Johannes Joner. Skúli Helgason fjallar um tónlist'^ hátíðina í Torhaut í Hollandi ■ „Þetta var tónleikahátíð sem stóð yfir í heilan dag,“ sagði Skúli Helgason sem sér um þáttinn. „Hún var þann sjöunda júlí, byrjaði klukkan ellefu um morguninn og var til um eitt um nóttina. Þessi hátíð var í Torhaut í Hollandi og var haldin í fyrsta sinn árið 1977, þá komu 2.000 manns þangað. Nú er hátíðin orðin mjög þekkt ■ Hljómsveitin „Simple Minds“, ein besta hljómsveitin á hátíðinni treður upp. og í ár voru manns. Það voru til dæmis hópferðir frá Englandi, en þar hafa sumar hljómsveitirnar fasta áhorfendur sem alltaf fara með þeim í tónleikaferðir. Þarna voru frægir menn eins og Joe Jackson og Lou Reed. Svo var „Simple Minds“. Þeir eru ein besta enska nýbylgju- hljómsveitin núna. „Alarmer“ var líka þarna og Nona Hend- rix blökkusöngkona, svo mað- ur nefni nokkra. Ég ætla að taka fyrir þessa tónlistarmenn sem voru þarna, og svo segja frá andanum á svæðinu og reyna að gefa innsýn í hvernig er að mæta á svona tónleika. Það er alveg sérstakur mórall.“ Rás2kl. 16. Trallað á Torhaut Mánudagur 13. ágúst 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. landsmálabl. (útdr.). Tón- leikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Reykjavík bernsku minnar Endurtekinn þáttur Guðjóns Frið- rikssonar frá sunnudagskvöldi. (Rætt við Atla Ólafsson). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Elvis Costello, Bruce Spring- steen og Elton John syngja af nýjustu plötum sinum. 14.00 „Við bíðum“ eftir J.M. Coetz- ee Sigurlina Daviðsdóttir les þýð- ingu sína (4). 14.30 Miðdegistónleikar Hollenska blásarasveitin leikur marsa eftir Ludwig van Beethoven og Carl Philipp Emanuel Bach. 14.45 Popphólflð - Sigurður Krist- insson (RÚVAK). 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar: Óperu- tónlist a. Marilyn Horne syngur tvær ariur úr óperunni „Werther" eftir Jules Massenet. Óperuhljóm- sveitin í Vinarborg leikur; Henry Lewis stj. b. José Carreras syngur ariur eftir Gomes, Leoncavallo'og Ciléa með Sinfóniuhljómsveit Lundúna; Jesús López Cobos stj. c. National Arts Centre hljómsveit- in leikur ballettsvítu úr „The Red Ear of Corn“ eftir John Weinzweig; Mario Bernardi stj. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Sfðdegisútvarp - Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar B.Kristjánsson. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Eiríkur Rögn- valdsson talar. 19.40 Um daginn og veginn Guðm- undur Þórðarson talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Á mölinni Július Einarsson les erindi eftir sr. Sigurð Einarsson í Holti. b. Stjáni blái Elín Guðjónsdóttir les Ijóð eftir Örn Arnarson. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Vindur, vind- ur vinur minn“ eftir Guðlaug Arason Höfundur les (13). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kammertónlist: Tríó fyrir fiðlu, horn og fagott í F-dúr op. 24 eftir Franz Danzi. Taras Gabora, Ge- orge Zukerman og Barry Tuckwell leika. 23.00 Leikrit: „Jacob von Thyboe“ eftir Ludvig Holberg Upptaka danska útvarpsins frá 1951. Leik- stjóri: Edvin Tiemroth. I helstu hlutverkum: Paul Reumert, Albert Luther, Holger Gabrielsen, Elith Foss, Palle Huld o.fl. Kynnir: Jón Viðar Jónsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 13. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur Mánu- dagsdrunginn kveðinn burt með hressilegri músík. Stjórnandi Jón Ólafsson 14.00-15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveinsson. 15.00-16.00 Á íslandsmiðum Létt- um Islandsskífum úðað yfir hlust- endur. Stjórnandi: Ólafur Þórðar- son 16.00-17.00 Trallað á Torhaut Fjallað um tónlistarhátíðina í Tor- haut í Hollandi. Stjórnandi: Skúli Helgason. 17.00-18.00 Asatími Ferðaþáttur. Stjórnandi: Júlíus Einarsson. Mánudagur 13. ágúst 18.00 Ólympíuleikarnir í Los Angeles. (þnóttafréttir frá Ólympíu- leikum 1984. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. (Evróvision-ABC og Danska sjónvarpið) 19.35 Tommi og Jenni. Banda- rísk teiknimynd 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Miði til draumalandsins (Fribillett til Soria Moria) Norskt sjónvarpsleíkrit eftir Björg Vik. Leikstjóri Kirsten Sörlie. Aðalhlut- verk: Marit Syversen, Kristen Hofseth, Knut M. Hansson og Johannes Joner. Tvær ólíkar kon- ur um fertugt, sem vinna i kvik- myndahúsi, leigja íbúð saman. Önnur hefur aldrei gifst en hin er löngu skilin við eiginmanninn. Elise er heimakær og ann tónlist en Mabel sækir óspart skemmtanir. Þótt þær greini á um margt eiga þær þó sameiginlegan draum um betra lif. 22.05 Ólympíuleikarnir í Los Ang- eles Iþróttafréttir frá Ólympiu- leikum 1984. Umsjónamaður Bjarni Felixson. (Evróvision-ABC og Danska sjónvarpiö.) 23.20 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.