NT - 13.08.1984, Blaðsíða 24

NT - 13.08.1984, Blaðsíða 24
Fótbolti á Ól: Frakkar sigruðu Brassa ■ Tvö mörk á átta mín- útna katla í síðari hálfleik færðu Frökkum sigur gegn Brasilíumönnum í úrslitaleik knattspyrnu- keppni Ólympíuleik- anna. Lokatölur 2-0, en í hálfleik hafði ekkert mark veriö skorað. Frakkar eru því bæði Ólympíu- og Evrópu- meistarar í knattspyrnu, síðarnefnda titilinn unnu þeir í sumar, og sumir leik- manna liðsins voru í landsliðshópnum í bæði skiptin. Fyrri hálfleikur leiksins þótti frekar slakur, lítið um marktækifæri, en í síðari hálfleik lifnaði mjög yfir honum. Frakk- ar gerðu fyrra mark sitt á 55. mín. Jean-Phílippe Rohr braust þá upp hægri kantinn og gaf góða send- ingu inn á vítateiginn þar sem Francois Brisson stökk hærra en allir aðrir og skallaöi knöttinn efst í vinstra markhornið. Brasilíumenn skiptu þegar í stað báðum vara- mönnunt sínum inn á en þeir voru varla orðnir heitir er Frakkar skoruðu aftur. Bijotat átti þá hörkuskot að marki, sem brasilíski markvörðurinn Gilmar náði að slá út í teiginn, þar sem Daniel Xuereb kom aðvífandi og sendi knöttinn í netið. Petta var finrmta mark Xuereb í sex leikjum og liann varð því markahæst- ur á Ólympíuleikunum ásamt Borislav Cvetkovic og Stjepan Deveric, sem báðir eru júgóslavncskir. Brasilíumenn sóttu ák- aft eftir markið, en náðu ekki að rjúfa írönsku vörnina sem var nijög sterk í leiknum. Þess má geta að Frakkar hlutu sérstök vcrðlaun frá FIFA fyrir að leika prúðmannlegustu knatt- spyrnuna á ÖL. dagiir 13. ágiíst 1984 24 ■ Carl I.ewis vann til fernra gullverölauna á Ólympíuleikunum. Annaö eins hefur ekki gerst í frjálsíþróttakeppni leikanna síðan 1936 er Jesse Owcns vann sama afrekið. Carl Lewis er sá besti í dag ■ Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis er svo sannarlega maður Ólympíuleikanna í Los Angeles. Þessi 23 ára frjálsíþróttamaður vann alls fern gullverðlaun sem er aldeilis frábært. Fyrir ÓL þá höfðu reyndar margir spáð því að hann myndi vinna til ferna gullverðlauna og endurtaka þar með afrek Jesse Owens frá Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Carl Lewis lét sitt ekki 1500 m hlaup kvenna: ítalskur sigur Gabriella Dorio frá Italíu varð Ólympíumeistari í 1500 m hlaupi kvenna á Ólympíuleik- unum í Los Angelcs um helg- ina. Doria Melinte hlaut silfur- verðlaunin, en rúmenska stúlk- an Maricica Puica hlaut brons- verðlaunin. í fjórða sæti varð Roswitha Gerdes frá V-Þýska- landi, Christine Benning Bret- landi varð fimmta, Cristina Boxer Bretlandi sjötta, Brit McRoberts Kanada varð sjö- unda og Ruth Wysocki Banda- ríkjunum varð í áttunda sæti. Rúmenska stúlkan Fita Lovin varð að láta sér níunda sætið duga, Debbie Scott Kanada varð tíunda, Lynne MacDoug- all Bretlandi varð ellefta og tólfta varð hollenska stúlkan Elly van Hulst. eftir liggja og tókst það sem hann hafði ætlað sér; fern gullverðlaun á Olymptu- leikum. Draumurinn hófst með 100 m hlaupinu og þar sigraði Carl næsta auðveldlega og setti nýtt ólympíumet. Fyrsta gullið komið í höfn. Næst var það langstökkið og þar þurfti Carl aðeins eitt stökk til að tryggja sér gullið og nú voru peningarn- ir orðnir tveir og útlitið gott. Pá var konrið að 200 m hlaup- inu og enn féll ólympíumet og enn sigraði Carl Lewis. Ótrú- legt en kappinn var kominn með þrenn gullverðlaun. Síðasta greinin sem Carl tók þátt í varsvo 4x100 m boðlaup og þar átti bandaríska sveitin sigurinn vísati og fjórða gull Carls í augsýn. í undanrásun- um þá virkaði bandaríska sveit- in ekki of örugg. Þeir voru að vísu öskufljótir og græddu mik- ið á því en skiptingarnar þeirra voru ekki sem besta-og það gat hugsanlega eitthvað gerst í úr- slitahlaupinu. Það þurfti ekki nema mislukkaða skiptingu til að allur draumur Carls yrði að engu. En allt fór þó vel og bandaríska sveitin gerði sér lítið fyrir og sigraði auðveld- lega á nýju heimsmeti. Það var Sarn Graddy sem hljóp fyrsta sprettinn fyrir bandarísku sveitina og hann fékk gott start eins og venju- lega. Annan sprett hljóp Ron Brown og skiptingin á milli þeirra gekk vel eins og allar skiptingarnar reyndar gerðu. Þriðji í röðinni var svo Calvin Smith, heimsmethafi í 100 m hlaupi og ekki brást hann. Carl hljóp síðan síðasta sprettinn og renndi sér léttilega yfir mark- línuna og 90 þúsund áhorfend- ur ærðust af fögnuði. Nýtt heimsmet var staðreynd og Carl Lewis \ gullverðlaun. fjórðu Lewis sagði í sjónvarpsvið- tali eftir hlaupið að hann myndi tileinka ekkju Jesse Owens einn gullpeninginn en hina þrjá ætlaði hann að gefa for-, eldrum sínum. Hann var spurður hvernig honum liði eftir að hafa jafnað met Owens. „Ég lít á það sem heiður og mér líður vel. Ég setti mér takmark fyrir þessa Ólympíuleika sem ég hélt fyrst að ég gæti ekki staðið við, en núna eftir að mér hefur tekist að ná takmarki rnínu þá líður mér ákaflega vel“. Þá bætti hann við að hann myndi fagna þessum áfanga með því að kasta sér í sundlaugina sína í öllum fötunum. Hann ætti svo sem að hafa ástæðu til að fagna hann Carl Lewis því fern gullverðlaun í frjálsíþróttakeppni Ólympíu- leikanna er svolítið sem ekki gerist á hverjum Olympíu- leikum. 4x400 m. hlaup kvenna: Þriðja gull Brisco-Hooks ■ Bandaríska hlaupastúlkan Valerie Brisco-Hooks vann sín þriðju gullverðlaun á ÓL er hún hljóp með bandarísku sveitinni er vann gullið í 4x400 m. boðhlaupi. Brisco-Hooks er fyrsta bandaríska stúlkan til að vinna þrenn gullverðlaun á ÓL síðan Wilma Rudolph gerði slíkt hið sama árið 1960. Bandaríska sveitin setti nýtt Ólympíumet er hún hljóp á 3:18,29 og bætti met sem a- þýskar stúlkur settu í Moskvu fyrir fjórum árum. í öðru sæti í hlaupinu urðu kanadísku stúlk- urnar á 3:21,21 og í þriðja sæti urðu v-þýsku stúlkurnar á 3:22,98. Bandaríska sveitin var skipuð eftirtöldum stúlkum: Valerie Brisco-Hooks, Lillie Leatherwood, Sherri Howard og Chandra Cheeseborough. Sveit Jamaica sem var talin mundu veita bandarísku sveit- inni keppni varð síðust eftir að þeim mistóks skipting. Misstu keflið á brautina. Tugþraut: Fótbolti á ÓL: Júgóslavar í 3. sætið ■ Mark Stjepan Deveric, níu mínútum fyrir leiks- lok, tryggði Júgóslövum sigur gegn Itölum. Júgóslavía sigraði ítal- íu 2-1 í leik um þriðja ssetið í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna. í háll- leik voru ítalir yfir og það var ekki fyrr en níu mínútum fyrir leikslok að Júgóslavar náðu að tryggja sér sigur í leiknum með marki Stjepan Dev- eric. Leikur liðanna þótti mjög góður og spenn- andi, en Júgóslavar réðu þó lengstum gangi mála á vellinum. Þvert gegn gangi leiksins voru það Italir sem skoruðu fyrsta mark hans á 28. mín. Marko Elsner felldi Franco Braesi inn í víta- teig Júgóslava og úr víta- spyrnu skoraði Beniam- ino Vignola af miklu öryjggi. A 58. mín. náðu Júg- óslavir svo loks að jafna. Baljic var þá felldur rétt utan við teig Ítalíumanna og að sjálfsögðu dæmd aukaspyrna. Dragan Stojkovic tók spyrnuna og sendi knöttinn beint á kollinn á Baljic sem hamraði hann í netið. Það sem eftir lifði leiks- ins sóttu Júgóslavar mjög en sigurmarkið lét á sér standa. Loks á 81. mín. skoraði Deveric. Hann lék laglega á ítölsku vam- armennina og skaut föstu skoti að markinu, Tan- credi markvörður náði að hálfverja knöttinn, sem hrökk í stöngina og þaðan í netið. Áhorfendur ■ Áhorfendur á leik Frakklands og Brasilíu á Rose Bowl í Pasadena, út- hverfi Los Angeles, voru 101.799, eða fleiri en nokkru sinni fyrr á knatt- spyrnuleik í Bandaríkjun- um. Alls horfðu 1,42 mill- jónir manna á leikina í knattspyrnukeppni ÓL, eða að meðaltali rúmlega 44.000 áhorfendur á hvern leik. Nýjar reglur Carl Lewis í sigurstökki sínu í langstökkinu. Símamynd Polfoto ■ Ákveðiö hefur verið af Al- þjóðafrjálsíþróttasambandinu að stigakerfinu í tugþraut verði breytt frá og með 1. apríl n.k. Sá tugþrautarmaðursem nær bestum árangri á tímabilinu 1. apríl 1985 og 31. desember 1985 mun verða álitinn heims- methafi í tugþraut samkvæmt nýrri stigatöflu. Þessi breyting er gerð til þess að jafna þann mun sem er á milli einstakra greina í tug- þrautinni, þar sem t.d. hástökk gefa óeðlilega mikið af stigum miðað við aðrar greinar. Að sögn Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandsins er stigagjöfin alltaf endurskoðuð við og við til þess að fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað í íþróttum. Þessar breytingar voru ákveðnar á þingi alþjóðafrjáls- íþróttasambansins í Los Angeles í síðustu viku. ■ Thompson. Tekst honum að setja „nýtt“ heimsmet?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.