NT - 13.08.1984, Blaðsíða 26

NT - 13.08.1984, Blaðsíða 26
cc Mánudagur 13. ágúst 1984 26 Iþróttir Hástökk á ÓL: JianauaZhu varð þriðji - Dietmar Mögenburg sigraði ■ Það var V-Pjóðverjinn Di- etmar Mögenburg sem sigraði í hástökki karla á ÖL og kom það nokkuð á óvart. Fyrirfram var talið líklegt að Kínverjinn háfleygi Jianaua Zhu yrði hlut- skarpastur en svo fór þó ekki. Mögenburg stökk 2,35 m og var aðeins sterkari en Svíinn Patrik Sjöberg sem hafnaði í öðru sæti með 2,33. Zhu varð svo í þriðja sæti með 2,31. Fjórði varð svo gamla kempan frá Bandaríkjunum, Dwight Stones. Hann stökk sömu hæð og Kínverjinn en notaði fleiri tilraunir. Það munaði því ekki miklu að kínverski heimsmeist- arinn kæmist ekki á verð- launapall. 4x400 m hlaup Öruggur sigur Bandaríkja- manna ■ Bandaríska karla- sveitin í 4X400 m boð- hlaupi sigraði nokkuð auðveldlega í hlaupinu og tryggði þar með einokun Bandaríkjamanna í spretthlaupunum. Það voru þeir Sunder Nix, Ray Armstead, Al- onzo Babers og Antonio Mc Kay sem skipuðu sveit Bandaríkjanna og hlupu þeir félagar á 2:57,91. í öðru sæti var svo sveit Bretlands og hljóp hún á 2:49,13. Þriðja sætið féll svo í hlut Nígcríumanna og urðu þcir mjög glaðir. Nígeríu- menn hlupu á 2:59,32. I undanrásunuin þá mötmæltu V-Þjóðverjar og töldu að Bandaríkja- menn hefðu farið út af braut sinni. Kæran var ckki tekin til greina. Hástökkvarinn Zhu frá Kína varð að láta sér lynda þriðja sætið á OL þrátt fyrir að vera heimsmethafí. SímDmynd: Polfolo Sebastian Coe vann aftur gull - Endurtók afrekid frá Moskvu -Owett borinn afvelii -Cruz veikur-Cram annar ■ „Þetta er eins og þegar draumar rætast. Fyrir ári síðan var ég nykominn út af sjúkra- húsi og þetta er því ákaflega ánægjulegt,“ sagði Bretinn Se- bastian Coe, eftir að hann hafði sigrað í 1500 m hlaupi karla á Olympíuleikunum. Nokkuð sem fáir höfðu búist við að hann gæti, eftir að hafa þurft að bíta í það súra epli að hafna í öðru sæti í 800 m hlaupinu nokkrum dögum áður. Coe varð þar með fyrsti hlauparinn til að sigraí 1500m hlaupi á ÓL tvisvar í röð, hann sigraði einnig í hlaupinu í Moskvu fyrir fjórum árum. Þá varð hann einnig í öðru sæti í 800 m hlaupinu. Tími Coe var 3:32,53 mín., töluvert frá heimsmeti landa 2. deild: I rá Eiríki Hermannssyni á Suðurnesjum ■ Víðismenn unnu góðan sigur á slöku liði ÍBV á Garðs- velli er liðin mættust þar í 2. deildarkeppninni á laugardag- inn. í vestan stinningskalda og rigningu fengu Eyjamenn rass- skell sem þeir munu seint gleyma. Frískir leikmenn Víðis yfirspiluðu lið ÍBV sem sá aldrei til sólar á sviði fótboltans eða öðrum sviðum. Með vindinn í bakið sóttu Víðismenn látlaust og tókst að skora tvö mörk og fengu lirúgu at færum. Grétar Einarsson skoraði það fyrra á 6. mín. af stuttu færi en bróðir hans Vil- hjálmur skallaði inn horn- spyrnu Guðjóns fyrirliða Víðis á 25. mín. Þrátt íyrir samfellda pressu Víðis urðu mörkin ekki fleiri í hálfleiknum. Eftir hlé reyndu Vestmanna- eyingar að klóra í bakkann og fengu eitt ágætt færi strax í upphafi hálfleiksins en eftir það tóku Víöismenn til sinna ráða og spiluðu af mikilli skynsemi, tóku boltann niður og létu hann vinna og Eyjapeyjana hlaupa. Grétar skoraði þriðja markið á 79, mín. og Vilberg Þorsteins það fjórða á 81. mín., gott skot Stöngin inn. Víðisliðið átti mjög góðan dag að þessu sinni, vörnin var sannfærandi með Martein og Ingimund sem bestu menn. Daníel og Guðjón voru góðir á miðjunni og Vilberg og Grétar baneitraðir uppvið markið. ÍBV er annarrardeildarlið verður það um sinn. hans Steve Ovett, sem er 3:30,77 mín. í öðru sæti varð heimsmeistarinn Steve Cram, einnig frá Bretlandi, á 3:33,40 mín. og Brasilíumaðurinn Jose Abascal varð þriðji á 3:34,30 mín. Það voru Súdanbúinn Kha- lifa Omar og Kenýamaðurinn Joseph Chesire sem tóku for- ystuna í hlaupinu í upphafi og leiddu það fyrsta hringinn. Þá tók Bandaríkjamaðurinn Jim Spivey við forystuhlutverkinu og var fremstur í flokki allt fram í síðasta hring. Abascal náði forystunni um tíma, og svo Cram, en lokaspretturinn var í eigu Coe. Hann hafði hlaupið mjög taktískt, aldrei sleppt fremsta manninum langt frá sér og er kom fram í síðustu beygjuna, tætti hann hrein- lega af stað, hljóp Cram af: sér á beinu brautinni og kom nærri sekúndu á undan Cram í markið. Heimsmethafinn Steve Ovett, sem þurfti að fara á sjúkrahús í meðferð eftir 800 m hlaupið í síðustu viku, gafst hreinlega upp og var borinn af leikvanginum. Hann átti eftir um 350 metra í markið er hann hné niður og seinna var sagt að hann hefði oft aftur átt við sömu öndunarerfiðleikana að etja og f 800 m hlaupinu. Þá setti það einnig svip á hlaupið að Brasilíumaðurinn Joaquim Cruz, sem sigraði í 800 m hlaupinu, varð að hætta við keppni vegna flensu. Blak á ÓL: Gullið til USA ■ Bandaríkjamenn náðu að hefna tapsins gegn Brasilíumönnum í undankeppni blaks karla á Ólympíuleikunum er þeir unnu þá í úrslitaleik á laugardag 3-0. Þetta var í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn náðu að vinna til verðlauna í blaki karla og í fyrsta sinn síðan 1968 sem Bandaríkja- menn taka þátt í blak- keppninni. Segja má að Brasilíu- menn hafí fært þcim sigurinn á silfurfati því þeim urðu á aragrúi mis- taka í leiknum. Hvað eftir annað mistókust uppgjaf- ir hjá þeim, auk þess sem margir skella þeirra höfnuðu aftan við enda- línu. Að auki voru flestir leikmanna Brasilíu mun lágvaxnari en þeir banda- rísku og gekk þeim því erfíðlega að eiga við þá upp við netið. og Kúluvarp ■ ítalinn Alessandro Andrei sigraði óvænt í kúluvarpi karla á Olym- píuleikunum um helgina. Hann þeytti kúlunni 21,26 m 15 sentímetrum lengra en næsti niaður, Michael Carter, Banda- ríkjunum. í þriðja sæti varð annar Bandaríkja- maður, Dave Laut, kast- aði 20,97 m. 5000 m hlaup á OL: Marokkóbúinn vann Said Aouita frá Marokkó, sem hefur náð næst bestum tíma í 5000 hlaupi í heiminum, sigraði næsta léttilega í því hlaupi á Ólympíuleikunum. Hann kom í mark á tímanum 13:05,59 mín. og setti nýtt ÓL- met. Gamla metið átti Bretinn Brendan Foster og var það 13:20,34 sett í Montréal árið 1976. Svo miklir voru yfirburðir Aouita að hann gat leyft sér að blása fingurkossum til áhorf- enda er hann kom hlaupandi lokasprettinn á bcinu braut- inni. 1 öðru sæti varð Svisslend- ingurinn Markus Ryffel á 13:07.54 og Portúgalinn Ant- onio Leitao náði í bronsið, , hljóp á tímanum 13:09,20 mín. Verðlaunahafarnir hlupu því allir á tíma innan við gamla ÓL-metið og slíkt hið sama gerðu einnig næstu þrír hlaup- arar. lim Hutchings, Bret- landi, sem varð fjórði, hljóp á 13:11,50, Paul Kipkoech, Ken- ya, hljóp á 13:14,40 og Charles Cheruiyot, Kenýa, fékk tímann 13:18,41 mín. Breski heimsmethafinn Dave Moorcroft átti við meiðsli stríða í hlaupinu og dróst fljótlega aftur úr forystusauð- unum. Met hans er 13:00,42 mín. 11 -Jy-YVfrJ*'* ■ Sebastian Coe sigraði í 1500 m hlaupi og varð rétt á undan Steve myndinni. Coe varði þar með titil sinn frá því í Moskvu fyrir Ijórum árum. og ekki keppt neitt nokkru fyrir leikana en er nú kominn á stjá aftur og með sigur sinn. Cram sem einnig sést á Hann hafði verið veikur var að vonum ánægður

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.