NT - 15.08.1984, Blaðsíða 2

NT - 15.08.1984, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 15. ágúst 1984 2 Flug íslensku félaganna með pílagríma að hefjast: Velta 275 milljónum í pílagrímafluginu ■ Flugfélögin Flugleiðir og Arn- arflug eru nú að hefja pílagríma- flug frá norðurströnd Afríku til Saudi-Arabíu; flug Flugleiða hefst í dag, en Arnarflugs á laugardag. Samtals munu flugfélögin flytja um 38 þúsund pílagríma að þessu sinni, en Flugleiðir verða með tvö þúsund fleiri farþega heldur en Arnarflug. Velta félaganna í fluginu verður um 275 milljónir íslenskra króna. Vegna þess hve pílagrímatíma- bilið skarast við háannatímann í millilandafluginu að þessu sinni, þá hafa flugfélögin tekið það ráð að leigja vélar erlendis frá til pílagrímaflutninganna. Fluglciðir leigja þrjár DC-8 þotur, eina frá Danmörku og tvær frá Bandaríkj- unum; Arnarflug leigir tvær Boe- ing 707 þotur, eina frá Bretlandi, og aðra frá Portúgal. DC-8 vélarn- ar taka 250 manns í sæti, en Boeing 707 taka 189 farþega. Samtals munu um 60 Islending- ar taka þátt í fluginu í ár. Arnar- flug verður með 40 íslendinga þarna suðurfrá á sínum snærum, og verða allir flugvirkjar og stöðv- armenn íslenskir, en áhafnir að mestu leyti íslenskar þó verða 10 flugfreyjur og 2 flugmenn erlendir til að byrja með. Flugleiðir verða hins vegar með 20 manns að störfum, eina flugáhofn, tvær flug- freyjur í hverja vél og afgreiðslu- fólk. Flugleiðir gátu ekki séð af fleiri Islendingum í verkefnið, og því mun meiri hluti starfsfólks við það verða útlendingar. Flugleiðir munu fljúga frá fimm stöðum í Alsír til Jedda. Veltan í flugi þeirra verðurum 150 milljón- ir króna. Arnarflug flýgur frá Líbýu. Veltan hjá því verður um 125 milljónir króna. Pílagrímaflug íslensku flugfé- laganna hefur dregist mikið saman frá síðustu árum, sumpart vegna sparnaðaraðgerða stjórnvalda í Afríkulöndunum. Þó er þetta um- fangsmesta pílagrímaflug Arnar- flugs til þessa. Gallerí Borg: Fimm lista- ■ Hlutfallslega mesti verðmunurinn var á átta stúta loftdósum, 154,5%. Ertu að byggja, breyta eða bæta? NT-mynd: Sverrir Maraþonsund Norðfirðinga - 60 syntu 62,9 kílómetra ■ Fyrr í þessari viku stóð sundráð Þróttar á Neskaupstað fyrir maraþonsundi sem um 60 bæjarbúar tóku þátt í og voru syntir 62,9 kílómetrar. Bæjar- stjórinn, Logi Kristjánsson, hóf sundið um klukkan 18 á sunnu- dag en því lauk sólarhring síðar. Með sundinu var safnað fé fyrir ferð sunddeildar Próttar í æfingabúðir í Bolungarvík. Gott samstarf hefur verið með Bol- ungarvík, Neskaupstað og Siglu- firði í sundmálum og verða garpar frá þessum þremur bæjarfélögum í búðunum fyrir vestan. Síðastliðið ár voru búðir á Siglufirði og næsta ár er reikn- að með að Norðfirðingar verði gestgjafarnir. Fyrir maraþon- sundið gengu aðstandendur í hús og söfnuðu áheitum meðal bæjarbúa á hvern syntan kíló- metra og var þeim almennt vel tekið. NT kemur hér með á framfæri þakklæti sunddeildarinnar til bæjarbúa fyrir veittan stuðning og bæjarfélaginu fyrir afnot af lauginni. menn syna ■ Sýning með verkum 5 myndlistarmanna, Sýning húss- ins 1, verður opnuð í dag í Gallerí Borg. Sýndar verða krítar- og túss- teikningar eftir Alfreð Flóka, vatnslitamyndir eftir Gunnlaug St. Gíslason, litkrítarmyndir eftir Jóhannes Geir, þrjú verk eftir Sigurð Örlygsson unnin með blandaðri tækni og kola- teikningar eftir Snorra Svein Friðriksson. Allseru verkin37. Sýningin verður opin fram yfir aðra helgi, virka daga kl. 10.00-18.00 og laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-18.00. Stórfé í boði - ef þú bara skoðar verðmiðana ■ Byggingarvörur geta verið allt að 150% dýrari í einni verslun en annarri ef marka má verðkönnun sem Verðlagsstofnun gerði nýlega. Pað virðist því geta skipt nokkru máli fyrir húsbyggjendur að rölta í nokkrar verslanir áður en þeir festa kaup. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í 8. tbl. Verðkynninga Verð- Óvissuþátturinn ■ Eins og láglaunaþjóðin veit hafa opinberir starfs- menn sagt upp samningum frá og með 1. september og eru viðræður komnar af stað og á morgun er sáttafundur. Samkvæmt ritúalinu ætti ekkert að gerast á þessum samningafundi annað en það að ríkisstarfsmenn ítreki kröfur sínar. En nú er einn óvissuþáttur kominn í við- ræðurnar sem ekki hefur verið áður og setur spennu í spilið. Ovissuþátturinn heitir Albert Guðmundsson og er fjármálaráðhera. Hann er lítt gefinn fyrir ritúöl og úti- lokað að spá um upp á hverju hann tekur. Þetta set- ur samningamenn Alberts í svolítinn vanda því að meira að segja þeir geta átt von á óvæntum ákvörðunum. Þeir bjartsýnustu í röðum ríkis- starfsmanna segja að á fund- inum á morgun muni Albert tilkynna að -staða ríkissjóðs sé það góð að hann muni ekkert um það að hækka laun starfsmanna sinna um 10-15%. Aðrir segja að Al- bert verði alveg þversum allar viðræðurnar út í gegn, Ijái ekki máls á neinum lag- færingum, muni þannig reka ríkisstarfsmenn út í verkfall og jafnvel ganga svo langt að fella þær sáttatillögur er sáttasemjari leggur fram. Tengdasonur Idi Amin ■ Nýlega fréttist af útgerð- armönnum suður í Uganda sem óska eftir samstarfi við íslenska aðila við uppbygg- ingu útgerðastöðvar við Viktoríuvatn. Hefurþá verið nefnt að þeir kaupi héðan fiskvinnslu- og veiðarfæri til rekstrarins. Fljótlega hóf Rekstrarstofan, sem sér ein- mitt um ráðgjafarþjónustu og innkaup til atvinnurekstrar, að skiptast á skeytum við Afríkumennina. Að öðru leyti er samstarfið mjög stutt á veg komið. Samfara þessu reyndu ís- lendingarnir að komast að því við hvern væri verið að skifta þarna og viti menn. Þá flýgur fyrir að á ferðinni sé lagsstofnunar. Þótt könnun þessi nái ekki til allra vöruflokka sem seldir eru í byggingarvöruverslun- um sýna niðurstöður hennar greinilega verðmun á milli versl- ana. Þegar á heildina er litið enginn annar en tengdasonur Idi Amin. í samtali við blaðið sagði fulltrúi Rekstrar- stofunnar að hann gæti ekki staðfest þennan orðróm né heldur sagt fyrir um hverja stöðu umræddu maður hefur. Þaðan af síður hefur verið tekin ákvöðun um það hvort þetta hafi einhver áhrif á samstarfið. En miðað við tiltækar heimildir um lifnað Idi kallsins á valdastóli getur varla talist saknæmt að vera tengdasonur hans. Sjálfsagt er annar hver Ugandabúi á einhvern hátt tengdur ein- hverjum afkomendum þess gamla... virðist verðmunurinn vera mestur á tiltölulega ódýrum smáhlutum en minni þegar um er að ræða dýrari vörur. Verðmunur á grófari byggingar- vörum svo sem timbri og járni var tiltölulega lítill. Á þakjárni mun- aði t.d. ekki nema 5,4% á hæsta og lægsta verði. 23% munaði á dýrustu og ódýrustu handlaug af sömu tegund. Hins vegar var mis- munurinn 105% á glerlistum, ríf- lega 120% á rennilokum og þegar komið er að efni til raflagna munar yfir 150% á loftdósum. Ódýrasta loftdósin kostaði 22 kr. en sú dýrasta 56. í fréttatilkynningu frá Verðlags- stofnun er þó tekið fram að í sumum tilvikum geti einnig verið um nokkurn gæðamun að ræða og verðsamanburður því ekki alltaf marktækur. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar í heild í NT-ábót um byggingarmál í næstu viku. Thorsaramál: Höfðabóndinn í fógetarétt ■ í dag verður málið vegna út- burðar Sigurðar Oddssonar af ábýlisjörð hans Höfða í Eyja- hreppi tekið til úrskurðar í fógeta- rétti í Stykkishólmi. Er dómsúr- skurðar að vænta á næstu dögum. Eins og fram hefur komið í NT krafðist jarðareigandi Thor R. Thors í Revkjavík þess á liðnum vetri að Sigurður hefði sig af jarð- næði sínu innan eins mánaðar í kjölfar þess að bóndinn lýsti bygg- ingarbréf jarðarinnar úr gildi fallið. Það gerði Sigurður vegna þess sem hann taldi vanefndir Thors við ákvæði byggingarbréfs. 28 punda á Hary Mary flugu Veiðihornið hafði sam- band við Snorra Hauksson í veiðihúsinu Flóðvangi við Vatnsdalsá og sagði hann áð reytingsveiði hefði verið í ánni síðastliðna daga. Kæmu upp úr ánni á viku svona 30-35 laxar og í fyrradag hefðu fengist sex laxar. Þá dró erlendur veiðimað- ur á land 28 punda laxbolta úr Hnausastreng. Þessi óheppni lax gein við freist- andi Hary Mary flugu nr. 8 og var hann örlítið leginn. Að sögn Snorra kvikmynduðu félagar veiðimannsins heppna viðureignina alveg frá byrjun til enda. Þessi lax deilir fyrsta sætinu, sem stærsti lax sumarsins, með 28 punda laxinum sem veiddist í Grímsá um daginn. Laxinn sem veiðist er að öllu jöfnu vænn, mikið um 10 til 15 punda fiska og alltaf nokkrir 15-20 punda. Tölu- vert er af smálaxi inn á milli, en hann er mjög smár, 3-4 pund. Óvænt en ánægjuleg veiði í Bugðu! Veiðin hefur minnkað töluvert í Meðalfellsvatni í Kjós síðan um mánaðamót en veður hefur verið mjög óhagstætt til veiða í vatninu þennan mánuð. Þó hefur sil- ungsveiðin verið miklu betri í ár heldur en í fyrra og silungurinn vænni. Nú eru komnir um 200 laxar í gegnum kistuna þar sem Bugða fellur úr Meðal- fellsvatni en kistan var sett svo seint niður að það veit raunverulega enginn hvað mikið af laxi er gengið í vatnið. Ofan á það bætist að það gerði svo mikil flóð á svæðinu um daginn að vatnið flóði út fyrir ristarnar svo iaxinn var frjáls ferða sinna, hvort sem hann langaði úr vatninu eða í það. Enda kom það á daginn að laxinn fór yfir ristina á flóðinu og niður í Bugðu og fengu veiðimenn þar óvænta en ánægjulega veiði. Laxveiðin í Meðalfells- vatni hefur gengið ágætlega í sumar eða svipað og í fyrra og giskað er á að komnir séu um 60 laxar úr vatninu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.