NT - 15.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 15.08.1984, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. ágúst 1984 7 Tafla 1. Álbræðslur ALCAN 1. janúar 1984. Staðsetning Eignaraðild ALCAN (%) framleiðslugeta 1000 tonn/ári KANADA Arvida 100 432 Isle Maligne 100 73 Shawinigan 100 84 Beauharnois 100 47 Grande Baie 100 171 Kitimat 100 268 Samtals 1.075 BRETLAND Lynemouth 100 125 Kinlochleben 100 11 Lochaber 100 38 V-ÞYSKALAND Ludwigshafen 100 44 . BRASILIA Saramenha 100 60 Aratu 100 58 INDLAND Belgaum 50.5 73 Hirakud 50.5 25 Alupuram 50.5 20 ASTRALIA Kurri Kurri 70 90 Samtals utan Kanada 544 Samtals 1.619 Auk þessara 16 álbræðslna átti fyrirtækið 50% eignaraðild eða minna að u.þ.b. 10 ál- bræðslum, þar af þremur verksmðjum í Japan með samanlagða framleiðslugetu 308.000 tonn/ári. Árið 1983 hófst bygging þriðja kerskála við Kurri Kurri verksmiðjuna í Ástralíu og mun hann auka framleiðslugetu verksmiðj- unnar í 135.000 tonn/ári. Árið 1982 keypti ALCAN the British Aluminium Comp- any og gaf það ALCAN sterka stöðu gagnvart öðrum aðilum sem fullvinna ál í Bretlandi. Með kaupunum fylgdi 102 þús- und tonna á álverksmiðja í Invergordon í Skotlandi, sem ekki er starfrækt vegna of hás orkuverðs. í Indvergordon er jafnframt rafskautaverksmiðja sem ekki er nýtt sem stendur. Súrálframleiðslu stundar ALCAN í 7 löndum og er framleiðslugeta samtals um 7.600 þús. tonn/ári. Helstu framleiðslusvæði eru Kanada, Ástralía ogJamaica. Árið 1983 var lokið við byggingu 800.000 tonna súrálsverksmiðju á Ir- landi sem ALCAN á 40% eignaraðild að. Framleiðslu- kostnaður í þeirri verksmiðju hefur verið talinn mjög hár, eða allt að 250-300 US$/tonn að meðtöldum fjármagns- kostnaði. Algengasta mark- aðsverð á súráli í dag er hins vegar 150-200 US$/tonn. Helstu markaðssvæði AL- CAN fyrirtækjanna eru sýnd í töflu 2. Það eru hin stóru iðnríki markaðshagkerfanna sem eru helstu kaupendur á afurðum ALCAN. Austur-Evrópa, Sovétríkin og Kína mynda lok- aðan markað sem ekki skiptir við vesturlensku álfyrirtækin. í Asíu er Japan lang stærsti kaupandinn, en S-Kórea er einnig stór í viðskiptum við ALCAN. Ef litið er á álmarkaðinn í Evrópu sérstaklega kemur í ljós að ALCAN hefur meiri framleiðslugetu í úrvinnslu á áli én nemur hráálsfram- leiðslugetu fyrirtækisins í Evr- ópu. Jafnframt er ljóst að með tilkomu súrálsverksmiðjunnar í írlandi verður súrálsframboð fyrirtækisins í Evrópu meira en nemur eigin þörfum fyrir- tækisins á því markaðssvæði. Pessar staðreynir eru án efa meginástæður þess að AL- CAN hefur lýst ákveðnum áhuga á samstarfi við íslend- inga í álframleiðslu. Tafla 2. Sala Alcan á áli 1982 og 1983 (ingot products + fabricated products) 1000 tonn Móttökuland 1982 1983 Kanada 160 195 Bandaríkin 368 499 Suður- og Mið-Ameríka 118 114 Evrópa 438 567 Asía og Eyjaálfa 567 439 Annað , 56 88 Samtals 1.707 1.902 henni geti leyst upp í svo miklu magni að af því geti stafað kvikasilfurseitrun eða hættu- legir rafstraumar eins og sumir hafa viljað halda fram. Meiri líkur eru á að kvika- silfur geti valdið skaða á starfs- fólki tannlæknastofa á meðan verið er að hræra amalgamið. Með sífellt vandaðri vinnuað- ferðum hefur sú hætta, sem af því gæti stafað minnkað. í munni flestra mun ætíð vera smárafstraumur sem get- ur aukist t.d. þegar sett er ný amalagamfylling við hliðina á ■ Það eru meiri líkur á að starfsfólki tannlæknastofanna stafí hætta af amalgaminu en sjúklingunum sem fá fylling arnar, segir í athugasemd ráðu neytisins. gulli. Mestur er straumurinn á meðan amalgamfyllingin er að harðna eða fyrstu 24 tímana. Óþægindi, sem af þessu gætu stafað fyrir sjúklinginn er þó hægt að minnka með því að lakka fletina eða pússa vel fyllingarnar. Með bættri tækni við gerð uppbygginga með amalgami hefur aftur á móti þörfin fyrir gulluppbyggingar minnkað mikið undanfarin ár og þar með hugsanleg óþægindi vegna rafstraums í munni. Það er þó samdóma álit flestra sem rannsakað hafa þessa rafstrauma, að þeir séu ekki hættulegir heilsu viðkom- andi einstaklings. Ekki hefur verið sýnt fram á slíkt og óþægindi sem þeir hafa verið taldir valdir að, hafa sýnt sig að hafa aðrar orsakir. Ofnæmi vegna amalgams þekkist, en er ákaflega sjaldgæft. Reynt hefur verið að nota tvö önnur efni í staðinn fyrir amalgam, svonefnd plastefni og gull. Á vegum sænsku heilbrigðis- stjórnarinnar var gerð athugun á því hvort hægt væri að nota svonetnd plasteíni í staðinn fyrir amalgam. Professor Lars Granath sá um rannsóknina í samvinnu við ameríska, norska og sænska sérfræðinga. Þegar niðurstöðurnar voru birtar í febrúar s.l. kom í ljós að það reyndist ekki hægt. Áætlað er að fyrst eftir 10-20 ár megi búast við að þessi efni hafi náð sömu gæðum og amal- gamið. Helstu ókostir plastfylling- anna eru taldir, að þær geta breyst í lögun og slitnað og því erfitt að fá vandaða varanlega snertifleti, sem eru mjög mikil- vægir. Einnig er hætta á að smábil verði á milli tannarinn- ar og plastfyllingarinnar, ekki síst vegna þess hve erfitt er að vinna efnið svo að vel fari við erfiðar aðstæður. Á það ekki síst við um þurrkun tannarinn- ar áður en fyllingin er sett í, sem er nauðsynlegt til að fyll- ingin falli vel að tönninni. Hér er aðeins verið að bera saman gæði amalgamfyllinga, en þær eru nær eingöngu settar í jaxla, og svonefndar plastfyll- ingar. Góður árangur hefur aftur ámóti náðst við notkun plast- fyllinga í framtennur, sem kemur til af því að þar eru fyllingarnar yfirleitt minni og auðveldara að vinna þær. Helstu ókostirnir við að nota gull í staðinn fyrir amalgam, sem tannfyllingarefni, eru hve dýrt það er og kostnaðarsamt í vinnslu. Einnig verður oftast að fórna meiru af sjálfri tönn- inni við að koma fyrir gullupp- byggingu heldur en þegar am- algam er notað. Niðurstaðan er sú að við þurfum ekki að óttast það amalgam sem er í munni okkar og útlit er fyrir að við verðum að bíða enn í 10-20 ár þar til á markaðinn komi jafnvönduð efni, sem falli betur inn í litasamsetningu tannanna, en litur amalgam fyllinga er þeirra ókostur. Tekið saman af Magnúsi R. Gíslasyni yfírtannlækni Málsvari frjalslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um ■ helgar. Áskrift 275 kr. ' Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent hf. Góð landkynning ■ Ólympíuleikunum í Los Angeles lauk á mánu daginn, en þeir höfðu þá verið eitt mesta fréttaefni fjölmiðla víðs vegar um heim í hálfan nránuð. Hér á landi fylgdust rnenn betur nteð þeim en nokkru sinni fyrr vegna ágætrar kynningar í hljóð- varpi og sjónvarpi. Stefán Jón Hafstein, fréttamaður hljóðvarps, átti ekki síst þátt í því. Pað er ekki ósennilegt, að Stefán Jón hefði komist á verðlauna- pall, ef fréttamennska í hljóðvarpi hefði verið ein keppnisgreinanna. Verulega hefur verið deilt að undanförnu um gildi Ólympíuleikanna og hafa mörg sjónarmið komið þar til greina. Þessar deilur hafa aukist við það, að á undanförnum leikum hafa ýmis ríki dregið sig í hlé af pólitískum ástæðum. Þá þykir auglýsingamennska og gróðabrall hafa tengst leikunum alltof mikið í seinni tíð. Hér verður ekki dæmt um þessi deiluefni. Þrátt fyrir má telja víst, að leikarnir muni haldast áfram, enda væri það áfall fyrir íþróttastarfið í heiminum, ef þeir féllu niður. Islendingar hafa gilda ástæðu til aó fagna yfir framgöngu íþróttamanna sinna í Los Angeles. Hún varð vonum betri og ber þar hæst sigra Bjarna Friðrikssonar. Einar Vilhjálmsson náði einnig góð- um árangri. Þá er ekki síst fagnaðarefni, að íslenska handknattleiksliðið náði betri árangri en flestir munu hafa þorað að vona fyrirfram. Aðrir íslenskir keppendur komu vel fram, en það var ekki í upphafi aðalkeppikefli Ólympíuleikanna að sigra, heldur að koma fram vel og drengilega og sýna sanna íþróttamennsku. Því er oft gleymt í sambandi við þátttöku íþrótta - manna íalþjóðlegummótum liggur langoftast tímafrek vinna, sem felst í mikilli ástund við þjálfun og keppnir hér heima fyrir. Þetta fórnfúsa starf ber að meta við þá, sem halda uppi merki íslands á íþróttasviðinu. Urn það hefur oft verið deilt, hvort ísland ætti að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum eins og Ólympíuleikunum nema þeir geti teflt fram sér - slökum afreksmönnum einsogBjarna Friðrikssyni og Einari Vilhjálmssyni. Þetta er mikill misskilningur. Það er fámennri og afskekktri þjóð mikil landkynn- ing að koma fram á slíkum vettvangi. Þannig fær fjöldi fólks, sem áður vissi lítið eða ekkert um Islendinga, nokkra þekkingu um þá og það menningar- hlutverk sem þeir reyna að rækja, þrátt fyrir fámennið. Vissulega hefur þátttaka íslendinga á Ólympíu - leikunum í Los Angeles orðið góð landkynning. Slys á öræfum ■ Sorgleg slys, sem orðið hafa á öræfum íslands að undanförnu, hafa eðlilega vakið umtal tim, hvað megi gera til að koma í veg fyrir,að þau endurtaki sig. Helst hefur verið rætt um að auka beri hvers konar kynningu á því, sem einkum þarf að varast á slíkum ferðalögum. Eðlilegast virðist að stofnanir þær og samtök, sem helst sinna þessum málum, hefjist sameiginlega handa um það, sem helst er hægt að gera hér til úrbóta. Það gæti vafalítið dregiðúr slíkum slysum, þótt aldrei verði þau að fullu útilokuð, þegar ofurhugar, sem bjóða hættunum birginn, eru annars vegar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.