NT - 15.08.1984, Blaðsíða 18

NT - 15.08.1984, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 15. ágúst 1984 18 ■ Bogi Arnar Finnbogason þýðandi setur texta á breska náttúrulífsmynd um einkalíf turnuglunnar. - Þeir eru farnir að færa sig uppá skaftið Bretarnir. Fyrst var það konungsfjölskyldan, en síðan kvikmyndastjörnurnar og fatafellurnar, og núna... NT-mynd: Róbert Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt Fólkið sem sér um skjáinn ■ Við Suðurlandsbrautina er ina að viðskiptavinum, og fyrirtæki sem hefur alla þjóð- matreiðir ofaní fólk allskonar ■ Maðurinn á bakvið kvikmyndavélina. Örn Sveinsson setur línSU á kvikmyndavél . NT-inynd: Kóbert andlega fæðu einsog til dæmis, dýralífsmyndir, nýjar og not- aðar kvikmyndir, brúðumynd- ir og framhaldsmyndaflokka. En hvaða fólk er þetta sem stendur í matreiðslunni? Fæst- ir koma fyrir sjónir okkar sjón- varpsglápenda, svo okkur á NT fannst tími til kominn að ráðast inní musterið með myndavél að vopni og reyna að ná myndum af þessu fólki sem tók frá okkur Dallas og gaf okkur Berlin Alexander- platz. Vandinn er að starfsfólk sjónvarpsins reyndist vera ljós- fælið með afbrigðum og greini- lega hrætt við að sálinni væri stolið úr þeim við myndatöku, einsog indjánarnir forðum. Meira að segja konan við skiptiborðið var hrædd við myndavélina, svo maður fór að spyrja sig hvurslags skrítin myrkraverk færu fram í þessari stofnun úr því að konan sem alltaf segir „Sjónvarpið góðan daginn" vill ekki einu sinni láta taka af sér mynd. En sem betur fer reyndust sumir minna ljósfælnir en aðrir, og hér koma myndir af fólkinu sem festist á filmu. Sjónvarpið ger- iði svo vel! ■ Sigurður Grímsson dagskrárgerðarmaður við Idippiborðið. NT-mynd: Róbert ■ Eiríkur S. Eiríksson, fréttamaður í afleysingum, setur upp fréttaSVÍpÍnn VÍð ritvélina. NT-mvnd: Róbert ■ „Það er ekkert í fréttum“, sagði Ólafur Sigurðsson fréttamað- ur. Hinsvegar vildi hann minna menn á að bera virðingu fyrir opinberum starfsmönnum, eða eins og segir í 180. grein: „Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Og þá vita menn það. Teikningin er eftir Rósu Ingólfsdóttur. NT-mynd: Róbcrt Miövikudagur 15. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn I bitið. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Málfríður Finnboga- dóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Eins og ég væri ekki til“ ettir Kerstin Johansson Sigurður Helgason les þýðingu sina (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurf regnir. For- ustugr. dagbl. (útdr ). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Vestfjarðarútan Stefán Jökulsson tekur saman dagskrá úti á landi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Vinsæl lög frá sjöunda ára- tugnum 14.00 „Við bíðum" eftir J.M. Coutz- ee Sigurlína Daviðsdóttir les þýð- ingu sína (6). 14.30 Miðdegistónleikar Sónata nr. 1 í D-dúr op. 5 eftir Arcangelo Corelli. Yehudi Menuhin leikur á fiðlu, Ceorge Malcolm á sembal og Robert Donington á violu da gamba. 14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Píanó- konserl i Es-dúr nr. 5 op. 73 eftir Ludwig van Beethoven. Vladilmir Ashkenazy og Sinfóniuhljómsveit- in í Chicago leika; Georg Solti stj. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn stjórnandi: Gunn- vör Braga. 20.00 Var og verður. Um íþróttir o.fl. fyrir hressa krakka Stjórn- andi: Hörður Sigurðarson. 20.40 Kvöldvaka a. Verslun á Sauð- árkróki Auðunn Bragi Sveinsson segir frá. b. Kórsöngur Skagfirska söngsveitin syngur undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. c. Tvö skáld Guðrún Ara- dóttir les Ijóð eftir Tómas Guð- mundsson og Þorstein Valdimars- son. 21.10 Einsöngur: Margaret Price syngur lög eftir Franz Schubert. Wolfgang Sawallisch leikur á pí- anó. 21.40 Útvarpssagan: „Vindur, vind- ur vinur rninn" eftir Guðlaug Arason Höfundur les (15). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Aldarslagur. Úr stjórnfrelsis- baráttu íslendinga 1904-1908. Umsjón: Eggerl Þór Bernharðs- son. Lesari með honum: Þórunn Valdimarsdóttir. 23.25 íslensk tónlist Tónlist úr Gullna hliðinu eftir Pál ísólfsson. Sinfóníuhljómsveit islands leikur; Páll P. Pálsson stj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 15. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur Róleg tónlist. Fréttir úr íslensku poppi. Viðtal. Gestaplötusnúður. Ný og gömul tónlist. Stjórnendur: Kristján Sigurjónsson og Sigurður Sverris- son. 14.00-15.00 Út um hvippinn og hvappinn Létt lög leikin úr ýmsum áttum. Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15.00-16.00 Ótroðnar slóðir Kristi- leg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ingólfsson og Halldór Lárus- son. 16.00-17.00 Nálaraugað Jass-rokk. Stjórnandi: Jónatan Garðarsson. 17.00-18.00 Tapað fundið Leikin verður létt soul-tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sigfússon. Miðvikudagur 15. ágúst 18.00 Ólympíuleikarnir í Los Ani eles. Iþróttafréttir frá Ólympíi leikum. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. (Evróvision - ABC og Danska sjónvarpið) 19.35 Söguhornið. Litli draugurinn Laban eftir Inger og Lasse Sandberg. Sögumaður Þorbjörg Jónsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Friðdómarinn. Fimmti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk: Peter Bowles. Þýðandi Guöni Kolbeins- son. 21.30 Ólympíuleikarnir i Los Ange- les. Iþróttafréttir frá Ólympiuleikum 1984. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. (Evróvision - ABC og Danska sjónvarpið) 22.20 Berlin Alexanderplatz. Lokaþáttur Þýskur framhalds- myndaflokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir sögu Alfreds Döblins. Leikstjóri Rainer Werner Fass- binder. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 00.00 Fréttir i dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.