NT - 15.08.1984, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 15. ágúst 1984
Algengasti kynsjúkdómurinn á Islandi:
Klamydía er orðin 50%
algengari en lekandi!
■ NT barst í hendur þetta sýnishorn af greinum og lyngormi þeim
sem nú herjar á Fáskrúðsfírði. Ni-mynd: Róbert.
Fáskrúðsfjörður:
Allt morandi í lyngormi
■ Mikill lyngormur hefur
herjað á Fáskrúðsfirðinga að
undanförnu, en eins og NT
greindi frá, ekki alls fyrir löngu
þá hefur berjaspretta verið
óvenju góð á austurlandi. Sam-
kvæmt heimildum NT, þá munu
austfirðingar nú vera að gjalda
fyrir góðviðrið sem ríkt hefur
þar um slóðir í sumar því allt er
nú morandi í fiðrildum og áhrif-
in láta ekki á sér standa. Lauf
trjáa og á berjalyngi er uppvafið
og brúnt sem á hausti. Að sögn
heimildarmanna þá mun vart
vera hægt að fara til berja
sökum þessa ófagnaðar og
kveður rammast að þessu á
Eskifirði og á Fáskrúðsfirði.
■ „Allt lauf er fyrir löngu orðið uppvafíð og brúnt sem á
haustögum“ sagir heimildamaður NT „og er þetta gjaldið fyrir allt
góðviðrið sem við höfum búið við í ár.“
■ Sá kynsjúkdómur sem um
þessar mundir herjar hvað harð-
ast á íslendinga og nálægar
þjóðir, er klamydíusýking sem
nú er orðinn lang algengasti
kynsjúkdómurinn hérlendis og
víðar. Þetta kemur fram í grein
eftir Ólaf Steingrímsson, lækni
sem birtist í tímaritinu Heil-
brigðismál, nú fyrir stuttu. Þar
kemur fram að klamydíusýking
er tæpum 50% algengari en
lekandi og er því umtalsvert
vandamál á íslandi.
Klamydíu-bakterían hefur
lengi verið þekkt sem orsök
augnkvefs sem er ein algengast
orsök blindu í heiminum og
lengi hefur verið vitað að hún
veldur sjúkdómum í fæðingar-
vegi kvenna. Flinsvegar hefur
mönnum ekki verið það ljóst
fyrr en á síðustu árum, að
baktería þessi er algengasta or-
sök kynsjúkdóma í heiminum.
Hún er auk þess uppspretta
fjölda annarra sjúkdóma í
mönnum s.s. þvagrásarbólgu
hjá körlum (getur valdið ófrjó-
semi), augnfári, eitlafári, lungna-
bólgu í nýburum, og síðast en ekki
síst bólgum í leghálsi og eggjaleið-
urum kvenna sem geta haft
afdrifaríkar afleiðingar. Talið
er að meira en helmings líkur
séu á því að konasem samrekkir
sýktum manni smitist og þá eru
taldar 30% líkur á ófrjósemi við
fyrstu sýkingu en 70% líkur eru
á ófrjósemi hjá konu sem sýkist
í þriðja sinn og fær eggjaleiðara-
bólgu. Það er því mun afdrifa-
ríkara ef kona smitast af klamy-
díu heldur en karl, því sá
þvagrásarsjúkdómur sem karlar
geta fengið við sýkingu er til-
tölulega meinlaus og langoftast
læknast sjúkdómurinn af sjálfu
sér, þó í undantekningartilfell-
■ Hlutfallsleg skipting kynsjúkdóma, sam-
kvæmt skrám Heilsuverndarstöðvar Reykjavík-
ur árið 1982. A: lekandi, 30%, B: klamydía,
51%. C: lekandi og klamydía 18%. D: sárasótt
(syfílis) o.fl., 1%.
Heimildir: HeilbrígAismál 2/1984
um geti sýkingin valdið ófrjó-
semi og alvarlegri sjúkdómum.
Einkennin geta leynst svo
mánuðum eða árum skiptir
Til bakteríuættarinnar
„Chlamydia" heyra tvær teg-
undir, „Chlamydia trachomat-
is“ og „Chlamydia psittaci“. Það
er fyrrnefnda tegundin sem
einkum veldur sjúkdómum í
mönnum, en rannsóknir á bakt-
eríu þessari eru þó skammt á
veg komnar. Lengi vel voru
klamydíu-bakteríur taldar til
veira en lífsferill þeirra mun
vera einsdæmi meðal örvera
sem margt er enn óljóst um.
Ræktun á „Chlamydia trac-
homatis" hófust á fslandi á
Sýkladeild Rannsóknarstofu
Háskólans í lok ársins 1981.
Aðferðirnar við rannsóknir á
bakteríunni eru mjög tímafrek-
ar og sýnin afar viðkvæm, þann-
Ræktanir gerðar á Raimsóknastofu Háskólans
1982 1983
Klamydia:
Sýni send i raektun ............................... 2417 3980
Emstakkngar tneð staöfestan sjúkdóm ............... 500 709
Lekandi:
Sýni send í ræktun ................................ 7269 9216
Einstaklingar meö staðfestan sjúkdóm .............. 329 306
■ í fjögur þúsund faldri stækkun líta klamydí-
urnar svona út.
ig að erfitt er að rannsaka aðra
Nlendinga en þá sem búa á
þöfuðborgarsvæðinu. Hefur
þetta verið mjög til trafala.
Hinsvegar er þegar ljóst, að
klamydíu sýnum hefur fjölgað
mjög síðan athuganir hófust á
meðan lekandagreiningum hefur
fækkað. Er þetta talsvert áhyggju-
efni fyrir heilbrigðisyfirvöld |
því fólk getur gengið með
klamydíu-sýkingu svo mánuð-
um eða jafnvel árum skipti,
einkennalaust, og því komast of
fáir undir læknishendur.
Bent hefur verið á ýmsar
leiðir til að hefta útbreiðslu
sjúkdómsins. Til dæmis er talið
að notkun gúmmí-verja dragi
verulega úr smitlíkum eins og
hefur sýnt sig með lekandasmit.
Þá hefur verið bent á nauðsyn
þess að auka fræðslu um kyn-
sjúkdóma, bæði innan heil-
brigðisstétta og á meðal al-
mennings.
Hcimildir: Heilbrígdismál 2/1984.
Heimildir: Hcilbrígdismál, 2/1982
AUGLYSENDUR ATHUGE)
Fylgirit NT um
byggingariðnað kemur út
4. viku í ágúst.
■ Eigandi „Y“,
staðarins.
Y (ufsilon):
Hreiðar Svavarsson, og veitingastjóri, Sigurjón Jónasson,
ásamt starfsstúlkum
NT-mynd: Sverrír
Auglýsingar sem birtast eiga
í blaðinu þurfa að
hafa borist auglýsingadeild NT
í síðasta lagi föstudaginn 17. ágúst.
Símarnir eru 18300 - 687648 - 686300
Nýr skemmtistaður í Kópavoginum
gott verð í vönduðum og glæsi- eldri, og séu snyrtilega
legum húsakynnum," segir í klæddir."
fréttatilkynningu, og „æskilegt Eigandi staðarins er Hreiðar
þykir að gestir séu 20 ára og Svavarsson.
Bókaverslun Snæbjarn-
ar í nýju húsnæði
■ Ekki alls fyrir löngu var
opnaður nýr veitingastaður í
Kópavogi sem hefur hlotið
nafnið Y (ufsylon). Staðurinn
sem er til húsa við Smiðjuveg 11
mun vera rekinn í samvinnu við
Smiðjukaffi sem margir þekkja.
Nýi staðurinn rúmar um 280
manns og verður húsnæðinu
skipt í tvo hluta, aðalsal og
bjórstofu. í aðalsalnum er
leiksvið fyrir hljómsveit og
plötusnúning og þar er hægt að
bjóða upp á aðstöðu fyrir
sicemmtikrafta. Þar eru sæti fyr-
ir 100 matargesti auk þess sem
fimmtíu gestir geta tyllt sér við
barina tvo sem í salnum eru.
„Það er kjörið fyrir félaga-
samtök og starfsmannahópa að
fá inni þarna fyrir félagsfundi og
mannfagnaði ýmis konar og
njóta þar góðrar þjónustu fyrir
■ Bókaverslanir Snæbjarnar að
Hafnarstræti 4 og 9 hafa nú sam-
einast í nýju húsnæði að Hafnar-
stræti 4, og hefur húsnæði verslun-
arinnar verið stækkað um
helming. í þessu tilefni stendur nú
yfir kynning á völdum listaverka-
bókum frá Phaidon Press og verða
bækurnar á sérstöku kynningar-
verði.
Bókaverslun Snæbjarnar var
upphaflega til húsa að Bankastræti
7 en ári seinna flutti verslunin í
Austurstræti þar sem hún var til
húsa fram til 1953. í núverandi
húsnæði hefur bókaverslunin verið
síðastliðin fjórtán ár, og hefur á
þeim tíma haft umboð fyrir sölu
og dreifingu bóka frá ýmsum al-
þjóðastofnunum og stórum bóka-
útgáfum, m.a. Longmans, Ham-
lyn og Oxford University Press.
Þá hefur bókaverslunin um árabil
séð um kynningu á íslenskum
bókum erlendis.