NT - 30.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 30.08.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. ágúst 1984 7 Bolungarvík: Prósentu- útgerð á sveita- böllin ■ Á hinu umdeilda kjör- dænhsþingi framsóknar- manna á Vestfjörðum á dögunum sá liljómsveitin Prósent um skemmtiatr- iði, eftir að þingstörfum lauk, og lék fyrir dansi um kvöldið við góðar undir- tektir. Prósent gerir út frá Bol- ungarvík í sumar á sveita- ballavertíðina fyrir vest- an og hefur starfað síðan í júníbyrjun. Einn meðlima hljómsveitarinnar er hinn kunni leikari Jóhann Sig- urðsson sem spilar á gítar og syngur. Hann slæddist vestur til að leika í leikrit- inu Jóa og leist vel á sig þar. Er hann hitti meðlimi % á hlöðuballi slóst hann með í hópinn og hefur verið búsettur í Bolungar- vík í sumar. Aðrir meðlimir hljóm- sveitarinnar eru systkinin Pálína, Haukur og Hrólf- ur Vagnsson. Pálína syng- ur og Haukur sér um trommurnar meðan Hrólf- ur einbeitir sér að hljóm- borðunum. Hann er Vest- firðingum að góðu kunnur, lék í hljómsveit- inni Mímósu á sínum tíma og er að læra harmonikku- leik í Hannover í Pýska- landi. Ekki fellur eplið þar langt frá eikinni, því faðir þeirra systkina er mikill harmonikkuleikari fyrir vestan. Einnig er með í Prósent júgóslavneskur skólabróðir Hrólfs, Laszlo og leikur liann á gítar. Þá hljóp Jónmundur Kjart- ansson í skarðið fyrir bassaleikarann á þessari samkomu, sem að sögn þeirra í hljómsveitinni var - þeirra albesta ball til þessa. Akranes: Framlengd sýningin ■ Málverkasýning bræðranna Björgvins og Guðmundar Björgvins- sona í Bókasafni Ákraness hefur verið framlengd. Sýningin verðuropin helg- arnar 1. og 2. sept. og 8. og 9. september frá 14.30 til 20.00. Sanitas á Akureyri: Ný bjór- tegund ■ Nýtt Thule-öl er að koma á markaðinn frá Sanitas á Akureyri og seg- ir Ragnar Tryggvason að það verði sterkara en 'Viking-bjórinn. Thule-ölið verður 5.4% að styrkleika og dálítið öðruvísi á bragðið en Vik- ing-bjórinn. Þá erákveðið að bæta við þriðju tegund- inni fljótlega og er reiknað með að sá bjór verði eitthvað yfir 6% að styrk- leika. Hornafjörður: Alþjóða heil- brigðismála- stofnunin þingar ■ Pessadaganaerhaldin ráðstefna á Hornafirði á vegum Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar. Á henni ræða menn um grunnbúnað til röntgen- rannsókna. Vegna þess hve tæki til þessara rann- sókna eru dýr hefur fá- tækum þjóðum heims reynst nær ógjörningur að eignast þau. Þessi þróun veldur mönnum áhyggjum og um þetta ræða menn á Höfn í Hornafirði þessa dagana. ■ Eins og sjá má lekur duglega úr leiðslunni til I Grindavíkur, þar sem stólpar eru undir leiðslunni. Stefnterað að Ijúka viðgerð fyrir haustið. NT-mjod: s. Aib. Hitaveita Suðurnesja: ÆðintilGrindavíkur lekur á 80 stöðum en staða fyrirtækisins sterk segir hitaveitustjóri Ingólfur Aðalsteinsson ■ Leiðsla Hitaveitu Suður- nesja til Grindavíkur lekur á 60-80 stöðum. Að sögn hita- veitustjóra Ingólfs Aðalsteins- sonar, stafar lekinn af tæringu utanfrá. Svo virðist sem vatn nái að pískast inn með rörun- um þar sem stólpar eru undir og komast undir álklæðningu sem á að hlífa rörunum sjálfum. Ingólfur sagði að mögulega væri um galla á hönnun að ræða. Hann sagði að reiknað væri með að viðgerðum lyki fyrir haustið, en nú hafa tekist samningar við Vélsmiðju Orms og Víglundar, í Hafnar- firði, um viðgerðina. Að sögn Ingólfs er staða fyrirtækisins nokkuð góð. Hann sagði að samkvæmt greiðsluáætlunum yrði fyrir- tækið komið á sléttan sjó 1990. Skuldir hitaveitunnar nema 45 milljónum dollara. Ingólfur sagði að síðan hita- veitan tók til starfa 1977 hefðu sparast 29 milljónir dollara í j olíukaupum, og hefðu við-1 skiptavinir hitaveitunnar fengið í sinn hlut helming | þeirrar upphæðar, með lækk-1 uðu orkuverði. ■ Hljómsveitin % í fullu fjöri. Frá vinstri: Hrólfur Vagnsson, Pálína Vagnsdóttir, Jónmundur Kjartansson, Jóhann Sigurðsson, Haukur Vagnsson og Júgóslavinn Laszlo. NT-mynd: tinnhosi ■ Meðferð slöngubáta var á dagskrá samæfingar SVFÍ fyrir austan á dögunum. NT-mynd: Bjami Björnsson. Hóladómkirkja eignast nýja Guðbrandsbiblíu ■ Á Hólahátíð sem haldin var að Hólum í Hjaltadal fyrr í þessum mánuði afhenti biskupinn herra Pétur Sigurgeirs- son Hóladómkirkju Ijósprentun af Guðbrandsbiblíu. Biblí- an sem hann afhenti vígslubiskup séra Sigurði Guðmunds- syni er gjöf Sverrir Kristinssonar bókaútgefenda, en hann sá um útgáfu þessarar Ijósprentunar. Ráðist var í þessa útgáfu í tilefni af þvi að nú eru 400 ár liðin frá því Guðbrandsbiblía var prentuð og gefin út á Hólum árið 1584. Mynd: Feykir Gudbrandur Magnusson Samæfing SVFf á Austurlandi ■ Samæfing björgunarsveita á Austurlandi var haldin dag- ana 17.-19. ágústs.l. viðfélags- heimilið Hálsakot í Jökulsárhl- íð og fór fram kennsla og æfing í meðferð slöngubáta og klifur- búnaðar. Haraldur Henrýsson forseti SVFÍ var viðstaddur samæfing- una og dagana á undan notaði hann til að heimsækja björgun- ar- og slysavamadeildir á Ausmr- landi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.