NT - 30.08.1984, Blaðsíða 27

NT - 30.08.1984, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 30. ágúst 1084 27 Útlönd “ ísraelsmenn reiðir yfir frétt í bandarísku blaði: Kostaði stórfellt flaustur sjö hundruð manns Ifflð? Washington, Jcrúsaiem-Rcutcr ■ Moshe Arens, varnarmála- ráðherra Israels, varaði í gær óvini Israelsríkis við því að taka mark á grein í bandaríska blað- inu Washington Times, þar sem sagt var frá ýmsum skuggahlið- um á frammistöðu ísraelshers í stríðinu í Líbanon 1982. í greininni, sem sögð er byggð á heimildum í bandarísku utan- ríkisþjónustunni, kemur meðal annars fram að um 20 prósent - 750 af 3800 föllnum - af mann- falli ísraelsmanna í stríðinu hafi stafað af mistökum og glund- roða innan innrásarhersins. Pað hafi til dæmis gerst oftar en einu sinni að landherinn hafi skotið niður vélar flughersins og flug- herinn varpað sprengjum á sveitir landhersins. Starfsmaður í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu sem ekki lætur nafns síns getið staðfesti að til væru bandarískar leyniskýrslur um frammistöðu ísraela í Líbanon og sagði að þar væri ekki fyrir að synja að margar sögur um hernaðarafrek ísraelshers væru nokkuð ýktar. „ísraelsmenn eru góðir, en þeir eru kannski ekki stórkostlegasti her í heimi, þótt þeir beri af öðrum herjum í þessum heimshluta," sagði hann ennfremur. Talsmaður ísraelska sendi- ráðsins í Washington mótmælti ummælum blaðsins kröftuglega í fyrradag og sagði að þau væru gjörsamlega tilhæfulaus. Og í gær sagði Arens, sem væntan- legur er í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, að Israelsmenn hefðu eðlilega gert sín mistök í stríðinu 1982, en þó ekki meira en tíðkast í slíkri herför. Frétta- flutningur bandaríska blaðsins ylli honum hins vegar áhyggj- um, því hann gæti leitt til þess að fjandmenn Israelsríkis gerðu sér „rangar hugmyndir um hæfni okkar til að verja eigin hendur." Skotglaður lávarður London-Rcuter ■ Whitelaw lávarður, forseti bresku lávarða- deildarinnar og fyrrum innanríkisráðherra Breta, varð full ákafur við fugla- veiðar í Norður-Englandi um síðustu helgi. Hann mun hafa runnið til með þeim afleiðingum að skothríð dundi á veiðifé- lögum hans tveimur, ann- ar þeirra, Lindsay Wadd- ell að nafni, mun hafa legið tvo daga á spítala særður á fæti. Talsmaður lávarðarins sagði að Whit- elaw hefði tekið atvikið mjög nærri sér, en þætti þó lán í óláni að ekki fór verr. Alþjóðlegt þing blindra esperantista á Ítalíu ■ Blindir esperantistar hafa með sér alþjóðleg samtök sem árlega halda þing. Alþjóðaþing þeirra nú í ár var haldið á Ítalíu og var það 52. alþjóðaþing blindra esperantista. Um tvö hundruð manns voru skráðir á þingið en aðeins 120 manns frá 17 löndum gátu tekið þátt í því þar sem blindir esper- antistar frá Sovétríkjunum og Rúmeníu gátu ekki komið þótt þeir hefðu upphaflega boðað þátttöku sína. Pingið var skipu- lagt í samvinnu við samtök blindra á Ítalíu og bjuggu flestir þinggestir í menningarmiðstöð ítölsku blindrasamtakanna í Pisa-Tirrenia. Esperantistarnir ræddu á þessu þingi sínu m.a. um stöðu blindra kvenna í þjóðfélaginu og voru þeir flestir sammála um að þær yrðu ekki síður fyrir kynferðislegu misrétti en sjá- andi konur. Á þinginu voru einnig haldnir fyrirlestrar um ítalska menningu, trúhneigð ítala og listir. Nokkrar bækur hafa verið gefnar út með blindraletri á esperanto og að undanförnu hafa nokkur helstu tímarit esper- antista verið gefin út á kassett- um til þess að blindir esperant- istar eigi auðveldara með að kynna sér efni þeirra. Chile: Fyrrverandi ráðherra handtekinn við heimkomu Santiago-Reuter. ■ Anibal Palma, fyrrverandi menntamálaráðherra í vinstri- sinnaðri stjórn Allendes sem herínn steypti 1973, var hand- tekinn við komu sína aftur til Chile í gær. Palma sat þrjú ár í fangelsi eftir að herinn tók völdin en var síðan rekinn í útlegð árið 1976. Hann var síðar kærður í fjar- veru sinni fyrir að hafa misnotað almannafé. Yfirvöld segja að hann hafi verið handtekinn nú vegna þess að hann hafi brotið bann stjórn- valda við því að hann snéri aftur. Ítalía: Enn ein herferðin gegn glæpamönnum Róm-Reuter. ■ ítalska ríkisstjórnin sam- þykkti i gær tillögur um að efla ítölsku lögregluna í kjölfar skálmaldarinnar sem ríkir þar suðurfrá. Dropinn sem nú ■ Þessi mynd var tekin af flakinu af Mont Louis í gær. Auk ótta við efna- og geislamengun frá skipinu eru menn nú hræddir við að oh'a frá því beríst á land og mengi strendur. Símamynd-POLFOTO Mont Louis: Hætta á olíumengun auk efnamengunar ■ Slæmt veður hindraði björgunarstarf við flakið af franska flutningaskipinu Mont Louis sem sökk skammt fyrir utan strönd Belgíu síðastliðinn laugar- dag. Margir óttast mengun vegna úraníum hexafloríðs sem skipið flutti en það er hættulegt eiturefni. Menn eru nú ekki svo mjög hræddir við hættuna af geisla- virkni farmsins þar sem hún er frekar lítil en þeir óttast að efnið muni tæra tunnumar þótt yfirvöld fullyrði að þær skemm- ist örugglega ekki þótt þær liggi á hafsbotni. Ef efnið berst út í sjóinn er öruggt að það mun valda alvarlegri eiturmengun. Nú hefur hætta af olíumeng- un bæst við þær áhyggjur sem Belgar hafa af þessu strandi. Olía flæðir úr geymum skipsins og á sjónum hefur myndast eins kílómetra löng breiða sem rekur í átt að belgísku ströndinni. Grænfriðungar, sem fyrstir ljóstruðu upp um farm skipsins nota nú þá athygli, sem strandið hefur vakið, til að hvetja til stöðvunar á öðrum flutningum með geislavirk efni. Peir segja að 180 kg af plútoníum verði sent á næstu dögum með skipi frá Frakklandi til Japans þar sem á að nota það í kjarnorku- ver. Grænfriðungar krefjast þess að hætt verði við þessa flutninga þar sem aldrei áður hafi jafnmikið magn af hættu- legum geilsavirkum efnum verið flutt jafnlanga leið. Þeir hafa um aðgerðir til að koma í veg m.a. rætt við hafnarverkamenn fyrir þessa flutninga. Síroamynd-POLFOTO Þingmaður reynir að reka Araba burt frá ísrael ■ Fyrir síðustu kosningarnar í Israel lofaði Meir Kahane rabbíi því að hann skyldi reyna að reka alla Araba burt frá ísrael. Eftir kosningarnar hefur rabbíinn haldið áfram áróðri sínum fyrir því að Arabar verði reknir úr landi með góðu sem illu. Síðast í gær gerði hann tilraun til að halda mótmæla- aðgerðir gegn Aröbum ásamt nokkrum stuðn- ingsmönnum sínum í Umm El-Fahm en þar búa um 25.000 Arabar. Israeiska lögreglan tók Meir Kahane í vörslu sína smátíma í gær til að hindra hann í aðgerðum sínum en hún varð fljótlega að láta hann lausan þar sem hann hefur þing- helgi. Verðbólga rénarí Þýskalandi Wiesbaden-Reuter. ■ Verðbólga í Vestur- Þýskalandi á ársgrundvelli mældist ekki nema 1.7 prósent í þessum mánuði, sem er lægsta verðbólgu- hlutfall síðan í byrjun árs 1969. Þetta þýðir að V- Þjóðverjar geta státað af minnstri verðbólgu allra iðnríkja utan kommúnistaríkja; verð- bólga í Bandaríkjunum er nú4.1 prósent, íBretlandi 4.5 prósent, 7.5 prósent í Frakklandi og 1.9 í Japan. fyllti mælinn var skotbardag- inn í útborg Napólí á sunnu- daginn þegar átta manns létu lífið og faraldur lestarrána sem hefur gengið yfir Ítalíu, oft í tengslum við þekkt bófasam- tök. Ætlað er að fjölgað verði um 1100 manns í ítölsku lög- reglunni á næstu þremur árum. Oscar Luigi, innanríkisráð- herra Ítalíu, sagði að þó væri enn mikilvægara að yfirvöld- um tækist að vinna traust óbreyttra borgara, sem ekki þora að leggja lögreglunni lið af ótta við hefndaraðgerðir glæpasamtaka. Giorgio Almir- ante, einn af leiðtogum ítal- skra ný-fasista, sagði að að- gerðir stjórnarinnar hrykkju skammt og krafðist þess í stað að sett yrðu á neyðarlög og dauðarefsing yrði tekin upp á nýjan leik á Ítalíu. Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason i Nýtt íslenskt snjóbræðslukerfi KÓBRA Við höfum snjóbræðsiurörin Við höfum tækniþekkinguna Við leggjum kerfið Við gerum heildartilboð í efni og lögn Við höfum lægsta verðið Opið laugardag Pípulagnir sf. Kópavogur - símí 77400. Skemmuvegur 26 L (bak við Stórmarkaðinn)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.