NT


NT - 08.09.1984, Side 38

NT - 08.09.1984, Side 38
BÆNDUR Athugið 15. september n.k. rennur út umsóknarfrestur Stofnlánadeildar landbúnaðarins, vegna lána til byggingaframkvæmda á næsta ári. Höfum látið hanna votheysturna úr stáli, sem við bjóðum á föstu verði, fullfrágengnum á byggingarstað. Verðið miðast við að kaupendur hafi áður steypt upp grunninn. Allar nauðsynlegar teikningar til reiðu við pöntun. Turninn er hannaður með hliðsjón af losunarbúnaði frá Véladeild SÍS. Nánari upplýsingar veittar hjá undirrituðum og hjá Véladeild SÍS. Gerið verðsamanburð RAFAFL /STÁLAFL SÍMl 99-6088 Gnúpverjahreppi. FRAMLEIDSLU■ SAMVINNUFÉLAG IDNADARMANNA Umbúöasamkeppni Féiags ísl. iónrekenda veröur nú haldin í sjöunda sinn. Samkeppnin er fyrir allar geröir umbúöa, svo sem flutningsumbúöir, sýningarumbúöir og neytendaumbúðir. Veröa þær aö vera hannaöar á íslandi og hafa komiö á markaö hér eöa erlendis. Allir íslenskir umbúöaframleiöendur og umbúöanotendur geta tekiö þátt í sam- keppninni, svo og aörir þeir sem hafa meö höndum gerö og hönnun umbúöa. Einunrgis er leyfilegt aö senda inn umbúöir sem komiö hafa fram frá því aö umbúðasamkeppnin fór síðast fram, eöa frá miöju ári 1981. Fimm aöilar skipa dómnefnd og eiga sæti í henni formaður Orri Vigfússon, fulltrúi Félags ísl. iönrekenda, Guöbergur Auöunsson frá Félagi ísl. teiknara, Ragnar Guömundsson frá Kaupmannasamtökum íslands, Siguröur Brynjólfsson frá Myndlista- og handíöaskólanum og Steinar Haröarson frá Neytendasamtökunum. Allar umbúöir sem sendar eru til þátttöku á aö afhenda í þremur eintökum og skulu, ef unnt er, tvö þeirra vera með innihaldi, en eitt án innihalds. Fyrir sérstakar geröir umbúöa má þó veita undanþágu frá þessu skilyrði. Umbúöirnar ásamt upþlýsingum um nafn og heimilisfang þátttak- anda, umbúöaframleiöanda, umbúöanotanda og þann sem hefur séö um hönnun umbúðanna, skal senda til Félags íslenskra iönrek- enda fyrir 15. október nk. Ritari nefndarinnar er Þórarinn Gunnarsson, skrifstofustjóri FÍI, og geta þátttakendur snúiö sér til hans meö allar fyrirspurnir í síma FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. r ÍT1Í7 - Laugardagur 8. september 1984 ul f 1 ■1 * Fallbaráttan í algleymingi - í 1. deild um helgina - hver kemst í 1. deild? 38 ■ Fallbaráttan í 1. deild verður í algleymingi um helgina, hófst reyndar í gærkvöld. í dag eru þrír leikir í 1. deild, og allir eru þeir mjög mikilvægir. í dag keppa Þór og Víkingur á Akureyri. Bæði lið eru enn á hættu- svæði, og þurfa að fá stig. Víkingar þó meira, hafa stigi minna. Keflavík og KR keppa í Kefla vík, og þar verður áreiðan- lega hart barist. Keflavík þarf að vinna til að tryggja annað sætið og sæti í UEFA-keppninni að ári, en KR-ingar eru glóðvolgir í fallhitanum, og þurfa nauðsynlega stig. Loks mætast Þróttur og Skagamenn á Laugardalsvelli. Þrótt- arar eru í bullandi fallhættu, en Skaga- menn eru öruggir.með sigur í íslands- mótinu. Að meiru er að keppa hjá Þrótturum, en Skagamenn vilja sjálfsagt vinna með glans. í annarri deild er hart barist, þar eru fjórir leikir í dag. Völsungur og Skalla- grímur keppa á Húsavík. Bæði liðin eiga möguleika á 1. deildarsæti enn, og berjast áreiðanlega hatrammlega. Þrjú lið eiga þó mesta möguleika á 1. deildar- sæti, Isfirðingar og Eyjamenn hafa jafn- mörg stig og góða möguleika, og mætast á ísafirði í dag; þar má búast við eldglæringum. Víðir, sem á nú mesta möguleika, hefur tvö stig á þau næst á undan nefndu, fer til Vopnafjarðar og keppir við Einherja. Víðismenn eru sigurstranglegir, en Einherjar vilja á- reiðanlega ekki verða neðstir, og ekkert er öruggt í knattspyrnu. KS á möguleika og fer á Sauðárkrók, og þar er um svipaða hluti að ræða og á Vopnafirði. Allir leikirnir í 1. og 2. deild sem hér eru nefndir hefjast klukkan 14.00, og að þeim loknum er aðeins ein umferð eftir í deildunum báðum, og spennan orðin hrollvekjandi, væntanlega. STAÐAN í 1. DEILD: ■ Staðan í 1. deild eftir 1:0 sigur Breiðabliks gegn KA í gærkvöldi er sem hér segir: ÍA.......... 16 11 2 1 29:16 35 ÍBK.......... 16 8 3 5 19:16 27 Valur ....... 17 6 7 4 23:16 25 ÞórA........ 16 6 3 7 24:23 21 Breiðablik . 17 4 8 5 17:17 20 Víkingur..... 16 5 5 6 25:27 20 Þróttur..... 16 4 7 5 17:17 19 Fram......... 17 5 4 8 19:22 19 KR ......... 16 4 7 5 16:24 19 KA .......... 17 4 4 9 23:35 16 Markahæstu leikmenn Þrátt fyrir að tiltölulega mörg mörk hafí verið skoruð í 1. deild- inni í sumar hafa þau dreifst á marga leikmenn. Markahæsti leik- maður deildarinnar hefur aðeins skorað 9 mörk þegar einungis er ein umferð eftir og þeir sem næstir koma eru aðeins með 6 mörk. Til samanburðar má geta þess að markametið í 1. deild er 19 mörk skorað af einum leikmanni. En einu sinni hefur markakóngstitill- inn unnist á 10 mörkum. Öldungamót í frjálsum ■ Öldungamót í frjálsuni iþróttum verður haldið á Laugardalsvelli næstkomandi sunnudag á vegum Frjálsíþrótta.sambands íslands. Keppnin hefst klukkan 14, og verður skráning og innheimta þátttöku- gjalda á staðnum. Keppt verður í flokkum 35 ára og eldri, og eru flokkaskipti í heilum og hálfum tug. Keppt verður í 100 metra, 800 metra og 3.000 metra hlaupum, hástökki, langstökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og sleggjukasti. Oldungar eru hvattir til að mæta, áhugi flyrir þcssu móti fer sívaxandi, enda er það gott innilegg inn í trimm og heilsuiæktar- andrúmshift nútímans, og sjálfsagt að vera með þó n.enn séu hættir að keppa. Siggi Pé vann ■ Sigurður Pétursson GR sigraði á Opna- OLÍS-mótinu í golfl scm fram fór um síðustu hclgi. Sigurður lék 36 holur á 153 höggum og það gerði einnig Óskar Sæm- undsson en Sigurður sigraði i bráðabana. Ólafur Guðjónsson GR sigraði mcð forgjöf á 138 högguin. íþróttir helgarinnar Knattspyrna: Knattspyrnan er aðalmálið um helgina, fallbaráttan í 1. deild og toppbaráttan í annarri deild eru í algleymingi. Um það mál er fjallað sérstaklega annars staðar hér á síðunum. Fyrri úrslitaleikur 3. deildar er í dag klukkan 14 á Ólafsfirði. Þar eigast við Leiftur og Fylkir, en þau leika bæði í 2. deild næsta sumar. Þá eru leikir í næstsíðustu umferð toppbaráttu 4. deildar, í SV-riðli leika ÍR og Léttir á Melavelli, og Reynir Árskógsströnd og Tjörnes á Árskógsströnd. Frjálsar íþróttir: Öldungamót FRÍ í frjálsum íþróttum er á morgun á Laugardals- velli - sjá annars staðar á síðunni. Þá er fjölþrautarmót UÍA einhvers staðar á Austurlandi í dag og á morgun, staðsetning hefur ekki borist. Golff: Tvö opin mót eru um helgina í golfi. Sveitakeppni Golfsambands- ins er á Hólmsvelli í Leiru í dag og á morgun, og Nissan-Datsunkeppn- in er í Grafarholti hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Handknattleikur: „Útimót" HSÍ er um helgina; nú heitir það Sumarmót og er í Hafnar- firði og Digranesi. Tveir riðlar eru í meistaraflokki karla, í A-riðli eru Haukar, ÍR, FH, Fram og Valur B. en í B-riðli eru Valur A, Stjarnan, HK, Fylkir og Grótta. Keppni hefst klukkan 13.00 í dag, í Digranesi keppa liðin í B-riðli, en liðin í A-riðli leika í Hafnarfirði. í kvennaflokki er keppt í tveimur riðlum, í A-riðli eru Huginn, Vík- ingur, ÍR og FH, en í B-riðli Valur Fram, Árniann og Haukar. Keppni um efstu sætin er sunnudaginn 16. sept.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.