NT - 10.09.1984, Page 4

NT - 10.09.1984, Page 4
■ „Þar sem hjartarými er þar er húsrými“ sannast enn einn ganginn þegar litið er inn í „kompurnar“ á lotinu hjá henni Laufeyju þar ' sem hún hefur bíðandi uppbúin rúm og flatsængur fyrir þá sem stundum eiga hvergi annarsstaðar höfði sínu að halla. I Her1984 Unglingar missa afdrep sitt hjá Laufeyju í Grjótaþorpinu „Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ ■„Hvað á að koma í staðinn ef þið lokið hérna? Ætlið þið að leggja þetta afdrep niður án þess að neitt komi í staðinn fyrir þá krakka sem í mestum vandræðum eiga? Haldið þið að vandamálið hverfi, bara ef þið látið sem það sé ekki til? Þetta eru spurningar sem ég vil að krafist sé svara við af ráðamönnum borgarinnar. Sjálf hef ég engin svör fengið ennþá“, sagði Laufey Jakobsdóttir, umsjónarmaður (og sálnahirðir) á klósettunum í Grjótagötu, sem ráða- menn borgarinnar hafa nú ákveðið að láta rífa í vikunni. kveðnum manni lóðinni undir hús - frétti það hjá viðkomandi sjálfum. Gervimennskan óþolandi „Ég geri mér auðvitað fulla grein fyrir því að ég anna þessu ekki til eilífðar einsömui. En það sem ég hef verið að berjast fyrir er að eitthvað verði í alvöru gert í staðinn. Ég þoli ekki þessa endalausu gervi- mennsku og látalæti. Fundir með tilheyrandi kjaftæði og pappírsflóði ásamt tilheyrandi myndatökum af einhverjum „fínum" mönnum koma þessum börnum ekki að gagni. Hins vegar mætti kannski gera eitt- hvað raunhæft fyrir þá peninga sem þetta kostar allt saman, t.d. fjölga fólki hjá Útideild," sagði Éaufey. Unglingarnir færri en vandamálin stærri Spurð sagði hún vandamálin hafa breyst en ekki horfið. „Það eru orðnir miklu færri unglingar sem leita hingað, en vandamál þeirra eru samt orðin stærri - það gera eiturlyfin. Það eru fleiri komnir í sterkari efni og svo er það oft alveg hrikaiegt þegar krakkarnir nota hass ofan í vín - þau verða svo fárveik. Hlutirnir vilja stundum verða ansi erfiðir seinnipart nætur um helgar". Laufey lagði land undir fót með Kvennarútunni í sumar og notaði þá tækifærið til að vekja athygli á því sem hent getur suma nemendur heimavistar- skólanna úti á landi, sem hún segir hleypt úr rútum niðri í bæ í tugatali eftirlitslausum þeg- ar þau koma í helgarferðir til höfuðborgarinnar. „Það var augljóst að konur t.d. á Vest- fjörðum höfðu ekkert gert sér grein fyrir því hvað þarna er að ske. Víða úti á landi verður fólk að senda krakkana sína eitthvað í heimavistarskóla strax í 9. bekk." Þau vita hvar égbý Hafa þá skjólstæðingar Laufeyjar í engan stað að venda þegar rifið verður í Grjótagöt- unni? „Ekki nema að þau komi leigubíl eða strætó. Éitthvað þarf maður líka oft að gefa þeim að borða greyjunum og álagið á símann getur verið töluvert", sagði Laufey. Þeir sem vita hver ellilífeyrir láglaunafólks er - sem verða einu tekjur Laufeyjar frá 1. nóv. n.k. - geta giskað á hvað hann leyfir mikla risnu af þessu tagi. ■ Klósettín - Unglingaheimil- ið hennar Laufeyjar ömmu í Grjótagötunni sem nú á að ryðja burtu til þess að einhver geti fengið lóð í miðbænum. Þótt lítið og lágreist sé hefur klósettið, og Laufey, á undan- förnum árum oft verið eina skjólið sem unglingar þeir sem erfiðast eiga hafa getað leitað til, oft nær ósjálfbjarga af notk- un vímuefna. Sumir þora ekki heim til sín, aðrir hafa verið reknir þaðan út, margir eiga ekki fyrir bíl heim og enn aðrir eru langt að komnir í skemmti- ferð og eiga hvergi höfði sínu að halla í borginni. Eins og þruma úr heiðskíru lofti „Ég var líka búin að gera í stand tvær kompur uppi á lofti hjá mér sem ég ætlaði að hafa til að geta hlynnt betur að þeim sem verst eru sett og reyna að hafa þetta svolítið myndarlegt í vetur. En þá kont þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti", sagði Laufey. Fréttamaður NT, leit við hjá Laufeyju, sem býr í litlu gömlu húsi í Grjótagöt- unni, eina nóttina um helgina og kom í þessar vistaverur þar sem hún hafði af greinilegri alúð búið um svefnbekki og flatsæng- ur til að hafa til reiðu. Og rúmin þurftu ekki lengi að bíða. Á 3. tímanum um nóttina bönkuðu þrír unglingar upp á, þar af tveir utan af landi. Víst var amma og eitthvað annað skyldulið í borg- inni. En getum við láð 13-15 ára krökkum þótt þau veigri sér við að vekja ömmu upp um þetta leyti sólarhringsins - jaínvel þó þau séu ekki nema „pínulítið íðí“. Bara uppsagnarbréf - engar skýringar Þótt Laufey hafi nú sinnt þessu starfi sínu hjá borginni okkar í 10 ár af eindæma sam- viskusemi virðist sem borgaryfir- völdum hafi ekki þótt taka því að láta hana vita af því að leggja ætti starfsemina niður. Henni barst bara uppsagnarbréf fyrir stuttu. ' Yfirmann sinn hjá hreinsunardeild borgarinnar kvað hún einnig hafa komið af fjöllum þegar hún leitaði skýr- inga, borgarfulltrúar Kvenna- framboðs vissu ekki um málið. Síðan hefur Laufey komist að því að búið er að úthluta á- ■ „Borgarsjóður sparar sér kaupið mitt þegar þeir rífa hérna - og svo er ldósettpappír víst voðalega dýr“, sagði Laufey með tvíræðu brosi. Hún sagði aðdáanlegt hve unglingarnir ganga vel um hjá henni. til mín - þau vita hvar ég bý. Fyrst eftir að ég frétti þetta var ég raunar að spá í hvort ég gæti haft þetta hér í kjallaranum hjá mér. En ég er búin að sjá að það er alveg vonlaust - sérstaklega núna, því maðurinn minn hefur verið svoddan sjúklingur að undanförnu. Ef ég get verið hér niðurfrá, þá er hins vegar allt í ró og spekt hér heima á meðan.“ Raunar kom fram í samtalinu við Laufeyju að hún kvíðir því að þurfa jafnvel að flytja af heimili sínu vegna aðsóknar þar eftir að klósettunum verður lokað. Hún hefur reynslu fyrir því að þá er bankað uppá hjá henni hvenær sem er. „Það er líka svo margt sem fylgir þessu - kostnaður t.d. þegar maður er að láta krakkana fá pening í iÆ 1*11 „c Vaxandi átökogum- / A-Vi6,9andi brot í Alþýduf lokknum fíokksþi 'ogi í haust formann a ■ Eftir sumarleyfístímann hafa farið í gang miklar um- ræður í Alþýðuflokknum um nauðsyn þess að stokka upp forystuna á flokksþingi sem haldið verður í lok október. Heimildarmenn blaðsins telja nauðsynlegt að Kjartan Jóhannsson láti af for- mennsku og róttækar breyt- ingar verði gerðar í stefnu- mótun. Annars geti flokkur- inn alveg látið það vera að bjóða fram í næstu kosning- um. Hópur hverfisstjóra flokksins í Reykjavík kom saman nýlega undir forsæti Vilhelms Júlíussonar. Þar töldu menn óhjákvæmilegt að skipta, ekki bara um formann, heldur alla foryst- una. Þá var umræðufundur í Iðnó í fyrri viku, þar sem margir komu inn á þennan vanda óbeint, en aðeins einn, Jón Ármann Héðins- son, sagði það hreint út að skipta yrði um formann. Því andmælti Geir Gunnlaugs- son úr Hafnarfirði, en for- ystumenn flokksins í Hafnar- firði standa einhuga að baki Kjartani. Meðal þeirra má nefna Hauk Helgason skóla- stjóra, Hörð Zóphaníasson skólastjóra og Hrafnkel Ás- geirsson lögfræðing. Þá komu saman nýlega margir fyrrverandi og núver- andi forystumanna flokksins. Þar létu menn uppi, að sögn eins viðstaddra, þungar áhyggjur af stöðu mála og töldu algert skilyrði að brevt- ing yrði á forystu, og stefnu- mörkun gerð skýrari á næsta flokksþingi. Vandi Alþýðuflokksins er m.a. sá að engin samstaða er um arftaka Kjartans. Einna mest fylgis nú um stundir nýtur Jón Baldvin Hanni- balsson, ekki síst vegna þess að hann er sá eini sem hugs- anlega væri tilleiðanlegur að fara fram á móti Kjartani, en Kjartan hefur eins og kunn- ugt er lýst því yfir að hann hyggi á áframhaldandi for- mennsku. Aðrir sem menn nefndu eru Árni Gunnars- son, Sighvatur Björgvinsson, Eiður Guðnason og Jóhanna Sigurðardóttir, en menn telja að enginn af þessum muni fara fram gegn Kjartani, enda þótt Kjartan hafi á sínum tíma farið fram á móti Benedikt. Þá hafa menn rætt það í alvöru að dusta rykið af ein- hverjum gömlum forystu- manni t.d. Gylfa Þ. Gísla- syni, eða að finna einhvern ungan og hressan mann, hæfilega sögulausan í pólitík. Meðal þeirra sem vilja róttækar breytingar á flokks- þinginu eru samkvæmt heim- ildum blaðsins, varaformað- urinn MagnúsH. Magnússon og ritarinn Karl Steinar Guðnason. Ekkert skal þó fullyrt um að þeir vilji Kjart- an burt. Um 240 manns hafa setu- rétt á flokksþingi Alþýðu- flokksins.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.