NT - 10.09.1984, Page 14

NT - 10.09.1984, Page 14
ytendasídan Mánudagur 10. september 1984 14 8Í1SJHÖLD Er frelsið best í hófi? 10% afsláttur kallaður 50%! ■ Vörumarkaðurinn seldi ..Mikligarður bauð sínum viðskiptavinum upp á innlent sprotakál fyrir 63 krónur kilóið. „frjálst" sprotakál frá Hollandi, fyrir 190 kr. hvert kfló, meðan... Frjálst sprotakál þrefalt dýrara en einokað ■ Hvernig getur „fondue" sett sem kostar 3.211 krónur á venjulegu verði, kostað 2.900 kr. eftir að búið er að veita 50% afslátt? Það kann að vefjast fyrir ýmsum að finna rökrétt svar við þessari spurningu. „Fondue“ settið sem hér er um að ræða rákumst við á í Miklagarði í Reykjavík, þar sem því hafði verið komið fyrir í rekka ásamt ýmsum öðrum vörum. Yfir rekkanum var stórt spjald þar sem greinilega var gefið til kynna að vörurnar í rekkan- um væru seldar með 50% afslætti. Á settinu var síðan verðmiði sem á stóð „2.900“. Ekki var á neinn hátt gefið til kynna að um gallaða vöru væri að ræða. Þegar farið var að athuga málið fundust fleiri sett sömu tegundar í hillu þar skammt frá. Þau sett kostuðu 3.211 kr. stykkið. Þegar Einar Hermannsson, deildar- stjóri var spurður um þetta, sagði hann fyrst að þrátt fyrir merkinguna, væru ekki allar vörur í rekkanum seldar með 50% afslætti. Hann féllst þó á að þetta fyrirkomulag væri villandi og sagði að „fondue“ settið „ætti eiginlega ekki að vera þarna“. Einar kvað þetta sett vera lítils háttar útlitsgallað og væri slegið nokkuð af verðinu vegna þess. í annarri verslun fundum við inn- lent sprotakál frá Sölufélagi garð- yrkjumanna sem kostaði 63 kr. kílóið. ísamkeppni við innlenda framleiðslu Eins og menn minnast, var því á sínum tíma haldið fram af hálfu fylgismanna frjáls innflutnings, og þá ekki síst væntanlegra innflytjenda, að þess yrði vandlega gætt að stofna ekki til neinnar samkeppni við innlenda framleiðslu. Aðalsteinn kvað ekkert sprotakál hafa verið á markaði þegar þessi 100 kíló voru pöntuð, þótt raunin væri önnur þegar sendingin kom til landsins. Annars sagði Aðalsteinn að hér hefði verið um tilraun að ræða, menn hefðu viljað sjá þetta kál. Guðmundur Sigþórsson í landbún- aðarráðuneytinu kvað sprotakál ekki hafa verið komið á „bannlista", þegar innflutningsleyfið var veitt, en viður- kenndi að ekki væri nægilega vel fylgst með því í ráðuneytinu hvaða grænmetistegundir væru til í landinu á hverjum tíma. Guðmundur sagði liins vegar að þar á bæ væru menn náttúrlega alltaf að læra af reynslunni og vonandi stæði þetta til bóta. Verðmunurinn þrefaldur Verðmunurinn í smásölu er sem sagt þrefaldur og meira að segja einni krónu betur. í heildsölu er verðmun- urinn ekki alveg svona mikill. Heild- söluverð á sprotakáli hjá Sölufélaginu er núna 50 krónur á kíló en heildsölu- verð á innflutta sprotakálinu mun hafa verið um 135 krónur. Álagningin er því mun hærri á innflutta kálinu, hvort sem reiknað er í prósentum eða krónutölu. Þannig fær verslunin í sinn hlut um 55 krónur fyrir að selja hvert kíló af frjálsu sprotakáli en aðeins 13 krónur sé um að ræða gömlu, góðu, innlendu einokunarvöruna. Því er við að bæta, að þegar við vorum aftur á ferð í Miklagarði síðar 'sáma dag, var „fondue“ settið enn á sama stað og með sömu verðmerk- ingu. ■ 50% afsláttur er greinilega gefinn til kynna. ■ Langar þig í sprotakál með kvöld- matnum? Ef svo er geturðu valið um frjálst sprotakál frá Hollandi fyrir 190 kr. kflóið og venjulegt gamaldags, íslenskt og undirokað sprotakál frá Sölufélagi garðyrkjumanna fyrir 60- 70 kr. kflóið. Ertu hissa? Það er varla hægt að lá þér það. Frelsið í þessum efnum átti að færa okkur betri vöru fyrir lægra verð. Það er Eggert Kristjánsson & Co sem fékk fyrir skömmu leyfi landbúnaðarráðuneytisins til að flytja inn 100 kíló af sprotakáli(broccoli) Þessu káli hefur nú verið dreift í verslanir og þegar NT keypti sýnis- horn af þessari vöru á föstudaginn, var smásöluverðið 190 kr. kílóið. Yfir sprotakálinu gnæfði áferðarfallegt skilti sem á stóð: „Frjálst" grænmeti frá Hollandi. Ekkert sprotakál frá Sölufélaginu var á boðstólum í þeirri verslun, þannig að um valfrelsi var ekki að ræða á þeim vettvangi. A U ' L. ' *L.."X • Aour en þu byrjar að byggja skaltu kynna þér JLbyggingalánin og JL vöruúrvalið Það sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum. kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miöast t.d.-við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. J.L. Byggingalánin kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af Iönaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki aö leita annað í efniskaup- eru þannig í fram- um. Um leið og búið er að grafa grunninn geta smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefniö hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja. IBYGGIHCAVÖBUB HRINGBRAUT 120:

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.