NT


NT - 10.09.1984, Side 16

NT - 10.09.1984, Side 16
 rrsr rtfánudagur 10. september 1984 16 uJJ Sprengju- mennirnir í Rangoon: Refsað á laun? Tokyo-Reuter ■ Japanska fréttastofan Kyodo skýrði frá því í gær að heiinildir í Peking hermdu að Norður-Kóreu- mönnum, sem viðriðnir voru sprengjuárásina í Rangoon á Burma í október í fyrra, hefði verið refsað á laun í Norður-Kóreu. Sautján suður-kóreskir embættis- og stjórnmálamenn létu lífið í árásinni. I fréttinni er það haft eftir áreiðanlegum heimildum í Peking að „norður-koresk yfirvöld hefðu gefið í skyn að þau hefðu í kyrrþey í lok síðasta árs refsað þeim sem hún taldi viðriðna sprengju- árásina í Rangoon." Talsmaður sendiráðs Norður-Kóreu í Peking vildi ekkert tjá sig um fréttina. Eftir sprengjuárásina handtóku Burmamenn tvo norður-kóreska liðsforingja og dæmdu til dauða og rufu einnig stjórnmálatengsl við stjórnina í Pyongyang. Zhivkov aflýsir - Sambúð stórveldanna aldrei verri? Ronri-Reuter. ■ Vestur-þýsk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að Todor Zhivkov, forseti Búlgaríu, hefði ákveðið að hætta við fyrirhug- aða heimsókn sína til Vestur- Þýskalands, sem ráðgerð var síðar í þessum mánuði. I síðustu viku hætti Erich Honecher, leiðtogi í Austur-Þýskalandi, einnig við heimsókn til Vestur- Þýskalands, að því talið er vegna þrýstings frá Sovétríkjun- um og öðrum aðildarlöndum Varsjárbandalagsins. í yfirlýsingu þýskra stjórn- valda sagði að Búlgarir skýrðu heímasetu Zhivkovs með því að heimsóknin sé ekki tímabær nú þegar verið er að setja upp meðaldrægar kjarnorkuflaugar í Vestur-Þýskalandi og NATO stendur fyrir einhverjum stærstu heræfingum í sögu sinni. Þýska stjórnin sagðist harma ákvörð- un Zhivkovs og að viðræður milli austurs og vestur væru ákaflega mikilvægar einmitt nú á mjög viðkvæmum tímum. Af- lýsing heimsóknarinnar er talin nokkuð áfall fyrir utanríkis- stefnu Kohls kanslara, sem hef- ■ Zhivkov, Búlgaríuforseti, fer hvergi og gerist nú fátt um austantjaldsleiðtoga í Vestur- Þýskalandi. ur reynt að fara nokkuð aðrar leiðir í samskiptunum við aust- urblokkina en Bandaríkja- menn. Nicolai Causescu, leiðtogi Rúmeníu, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Vestur- Þýskalands í október og er ekki enn vitað hvort hann muni standa við þá ákvörðun sína. Causescu hefur reynt að vera hvað óháðastur Sovétstjórninni ■ Franskur stuðningshópur við sjálfstæðisbaráttu Baska til- kynnti í fyrrakvöld að átta bask- neskir fangar, sem eru í hungur- verkfalli í fangelsi í grennd við París, séu í lífshættu og geti hvorki talað né heyrt lengur. Baskarnir eru í hungurverk- falli til að mótmæla samkomu- lagi sósíalistastjórnanna í París og Madrid, þar sem kveðið er á af leiðtogum austantjaldslanda. Um svipað leyti og ákvörðun Zhivkovs var tilkynnt birtist fréttaskýring frá Tass, opinberu sovésku fréttastofunni, þar sem stóð að samskipti stórveldanna hefðu aldrei verið stirðari, hvorki fyrr né síðar, og að vígbúnaðarkapphlaupið væri að fara úr böndunum. um að sjálfstæðisbaráttumenn Baska skuli framseldir frá Frakklandi til Spánar. Sjö fang- anna átta bíða þess að vera fluttir til Spánar, en allir eru þeir taldir vera meðlimir í ETA, frelsissamtökum Baska. Franska stjórnin hefur reynd- ar ekki enn tekið lokaákvörðun um það hvort Baskarnir skuli framseldir, en fátt er talið benda til þess að hún breyti ákvörðun sinni. Baskar í hungurverkfalli: í lífshættu París-Reuter. FLUTTIR — innan veggja VARAHLUTAVERSLUN okkar er flutt i glæsilegt húsnæöi í sömu byggingu og við höfum verið i að Ármúla 3, inngangur frá Hallarmúla. Næg bílastæði. Opiðfrákl. 8.30 til kl. 18.00 alla virka daga frá mánudegi til föstudags. BÚNADARDEILD ■ Þessi mynd er tekin í gær á flugsýningu í London og sýnir tvær af nýjustu og fullkomnustu herþotum Bandaríkjamanna, F-20 að nafni, á reynsluflugi. í baksýn má greinilega sjá Turnbrúna frægu. s.n»mynd-potfoio. VISSIR ÞÚ? Aö Ijósaböð eru ekki bara fyrir þá sem vifja verða brúnir. Þau gera mikið fyrir vöðvabólgu, gigt, óhreina húð, þurrka ■ bóluro.m.fl. Fyrir utan að það lyftir sjálfsvirðingunni heilmikið upp. Láttu sjá þig Opið frá kl. 7-23.00 virka daga laugardaga og sunnudaga frá ki. 10-23.00. KOLBRÚN SÓLBAÐSSTOFAN Grettisgötu 57 a, sími: 62 14 40. Vestur-Berlín: Nýnasistar handteknir Vestur:Berlín-Reuter ■ Áðfaranótt sunnudags handtók þýska lögreglan þrett- án ný-nasista í Vestur-Berlín, sem voru á fundi í leyniklúbbi hægrí öfgamanna, þar á meðai þrjá þekkta nasistaforingja. Talsmaður þýska dómsmála- ráðuneytisins sagði að ýmis skjöl hefðu verið gerð upptæk í fundar- húsinu í úthverfi Vestur-Berlín- ar, þar á meðal nafnalistar og ýmiss konar svardagar. Fleiri skjöl komu upp úr kafinu þegar lögreglan leitaði í ellefu öðrum húsum. Eitt þessara skjala er talið sérdeilis mikilvægt, en þar er fjallað um stofnun þjóðlegs evr- ópsks nasistabandalags í náinni framfíð. Það skjal var undirritað af Michael Kúehnen, eftirlýst- um ný-nastistaforingja, sem áður var foringi í vestur-þýska hernum. Draumaríkið Li Velmegu svörtu fjs ■ Síðan 1928 hefur Franz Jósef II hertogi setið við völd í smáríkim Liechtenstein í grösugum Alpadal á mörkum Sviss og Austurríkis. Þegai hann komst til valda var hann fyrst hertoginn af Liechtenstein sem yfirgal Ijósadýrðina og glauminn í Vín o{ settist að í heimalandinu. Á veldis tíma hans hafa orðið gagngerar um myndanir á smáríkinu fjöllótta, en nt hefur elsti sonur hans, Hans Adam. tekið við forsjá hinna 26.400 þegna i Liechtenstein - með því fororði af hann ætli „sem minnstu að breyta“. Hertogadæmið Liechtenstein á séi 265 ára sögu sem sjálfstætt ríki.lo^ lengst af var það eitt vanþróaðastc svæði í Evrópu eða allt fram að seinnr stríði. Þá lifðu flestir íbúarnir í frumstæðum landbúnaði. En Franz Jósef setti sér það mark- mið að mjaka Liechtenstein inn i nútímann og valdi til þess leið hins argasta kapítalisma og frjálshyggju. eða eins og hann segir sjálfur: „Við vorum að beita „Reaganomics“ meðan Reagan var ennþá leikari.“ Aðgerðii hans hafa heppnast svo vel að Liecht- enstein er nú eins konar evrópskl Kuwait og getur státað af blómlegasta efnahag í Evrópu. Iðnaðarframleiðsla á mannsbarn er tvöfalt meiri en í V-Þýskalandi, aðalframleiðsluvör- urnar tæknivarningur og gervitennur. Samkvæmt síðustu fréttum var aðeins rúmur tugur Liechtensteinbúa at- vinnulaus. Gjaldmiðillinn er hinr stöðugi svissneski franki og eina varn- arliðið er fjörutíu manna lögreglu- hópur. MeðorðumFranzJósefs: „Vii höfum leyst flest okkar vandamál.“ Ríkisbúskapurinn í Liechtensteir er heldur ekki þurftafrekur. Aðeins tveir ráðherrar þiggja laun og fimmt- án meðlimir þjóðþingsins fá ekkert fyrir sinn snúð umfram kostnað. TekjuSkattur meðallaunamanns ei um sex prósent, og þeir stöndugustu ■ Hans Adam, hinn nýi hertogi, Fr

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.