NT


NT - 10.09.1984, Side 28

NT - 10.09.1984, Side 28
Mánudagur 10. september 1984 28 Golf: Ballesteros sló í gegn ■ Það verður hreinn úrslitaleikur á milii ÍR og Ármanns í suð-vesturlands riðlinum í úrslitakeppninni í 4. deild. Sá leikur verður á morgun á Melavelli. IR-ingar sigruðu Létti létt á Melavelli nú um helgina með fímm mörkum gegn tveimur og hafa þeir nú sex stig en Ármenningar eru efstir hafa sjö stig. Leikur IR og Leiknis var jafn til að byrja með, en í síðari hálfleik þá tóku ÍR-ingar völdin og komust í fímm eitt eftir að staðan í hléi hafði verið 2-1. Það voru þeir Tryggvi Gunnarsson 2, Hlynur, Vignir og Gústaf sem gerðu mörk ÍR-inga en Andrés Kristjánsson gerði bæði mörk Léttis. í norð-austur riðlinum þá var einn leikur. Reynir sigraði Tjörnes með miklum mun. Myndin hér að ofan er úr leik IR og Léttis á Melavelli nú um helgina og má sjá að aðstæður eru ekki tii fyrirmyndar, pollar og buslugangur mikill. NT-mynd Róbcrt Frjálsíþróttamót í London: Cram félll - Aouita vann - hjón sigruðu í hlaupagreinunum ■ Mikið frjálsíþróttamót fór fram á Crystal Palace leik- vangnum í London um helgina. Hápunktur mótsins var mílu- hlaup þar sem leiddu saman hesta sína m.a. Steve Cram, heimsmeistari í 1500m hlaupi og ólympíumeistarinn í 5000m hlaupi Said Aouita frá Mar- okkó. Hlaupið varð þó ekki eins spennandi og við var búist þar sem Cram féll á brautina á síðasta hring. Aouita skeiðaði í niark og honum næstur varð svo „gamli meistarinn“ John Walker frá Nýja Sjálandi. Þegar Cram féll þá var hann að reyna að troðast fram í röðinni en hljóp þá á bakið á félaga sínum Graham William- son og hrökklaðist síðan utan í Kenýabúann Mike Boit og féll svo með skell á brautina. Tími Aouita í hlaupinu var 3:55.43 mín en Walker sem varð honum næstur kom í mark á 3:55,97. Lítið var um stórafrek á mótinu og greinilegt að kepp- endurnir eru orðnir þreyttir eftir Ólympíuleika og fjölda móta. Grace Jackson frá Jama- < ica sigraði í 200m hlaupi og varð rétt á undan Brisco- Hooks. Brisco-Hooks, þrefald- ur ólympíumeistari, sigraði svo í lOOm hlaupinu rétt á undan Jeanette Bolden. Breska stúlkan Kathy Cook sigraði í 400m hlaupi og eigin- Önnur helstu úrslit; í mótinu urðu þessi. Míluhlaup kvenna: Ruth Wysochi, U.S. 40:21,78 Spjót kvenna: Mayra Vila, Kúbu 63,60 Fatima Whitbread Bretl 62,38 200m karla: James Butler, U.S. 20,52 lOOm karla: Osvaldu Lara, Kúbu 10.28 Stangarstökk: Earl Bell, U.S. 5,50 Þrístökk: Willie Banks, U.S. 17,29 llOm grind karla: Tony Campell, U.S. 13,36 Steve Cram féll í orðsins fyllstu merkingu. íslandsmótið 17. umferð NT-lið umferðarinnar Said Aouita sigraði enda engin keppni. Baldvin Guðmundsson Þór (1) Þorgrímur Þráinsson Val (3) Sverrir Kinarsson Fram (3) Loftur Olafsson IJBK (3) Ómar Rafnsson UBK (1) Ásbjörn Bjömsson KA (2) Guðmundur Þorbjörnsson Val (4) Jón Einarsson UBK (2) Kristinn Guðmundsson Víkingi (3) Halldór ÁskeLsson Þór (3) Hilmar Sighvatsson Val (t) Frjálsíþróttamót í Rhede ■ Rétt fyrir helgina fór fram frjálsíþróttamót í Rhede í V- Þýskalandi. Nokkrir kunnir keppendur voru á mótinu en árangur ekki til að hrópa húrra fyrir: Hér eru nokkur úrslit: 20.73 45,52 100 m Mel Lattany, U.S. 10,43 Marian Woronin, Póll. 10,49 200 m James Butler, U.S. 400 m Mark McCoy, U.S. 1500 m Uwe Becker, V-Þ 3:46,16 Hástökk Dieter Mögnb., V-Þ. 2.34 Jaczek Wszola, Póll. 2,27 Langstökk Larry Myricks, U.S. 8,59 ■ Spænski golfarinn Sever- iano Ballesteros stal senunni á Evrópumeistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir á Englandi. Eftir þrjár umferðir á mótinu er hann í efsta sæti ásamt Bretanum Howard Clark báðir hafa leikið á 203 höggum. Clark hafði góða forystu þegar komið var að lokaholunum í þriðja Bretanum og Ballesteros skaust upp að hliðinni á hon- um. Staða efstu manna er þessi eftir þrjár umferðir: Ballesteros og Clark 203 högg Calero (Spáni) Gallacher (Bretl.) 205 högg Ingibjörg stigahæst maður hennar Garrv sigraði í 800 m hlaupi karla. I 800m var meðal þátttakenda Alberto Ju- antorena frá Kúbu en hann kom síðastur í mark. Ungmennafélag Sam- hygð í Gaulverjabæjarhreppi sigraði á íþróttamóti félagsins og Ungmennafélagsins Vöku úr Villingaholtshreppi, sem haldið var við Félagslund í Gaulverjabæ síðastliðinn sunnudag. Samhygð hlaut 75 stig gegn 55 stigum Vöku. Stiga- hæsti einstaklingur á mótinu varð Ingibjörg ívarsdóttir Samhygð, sem hlaut 16 stig, og varðveitir hún næsta árið silf- urskjöld þann sem stigahæsti keppandi félagsins sem sigrar á mótinu ævinlega hlýtur. Á mótinu var keppt í sex greinum kvenna og sjö greinum karla. Unnur Stefánsdóttir Samhygð sigraði í 100 metra hlaupi á 13,5 sekúndum, og í langstökki, stökk 5.01 metra. Ingibjörg ívarsdóttir Samhygð sigraði í hástökki, stökk 1.55 metra, og Þuríður Einarsdóttir Vöku sigraði í kúluvarpi, varp- aði 9.14 metra, og í kringlu- kasti, kastaði 26.06 metra. Ein- ar H. Haraldsson Vöku sigraði í 100 metra halupi, á 12.0 sekúndum, í langstökki með 6.35 metra og í hástökki með 1.70 metra. Pétur Guðmunds- son Samhygð sigraði í stangar- stökki, stökk 2.80 metra, í kúluvarpi, varpaði 15,34 metra, og í spjótkasti, kastaði 52.04 metra. Einar Hermunds- son Vöku sigraði í 1500 metra hlaupi á 5:14,2 mín. Besta afrek mótsins vann Pétur Guðmundsson í kúlu- varpi og gefur það 809 stig. Pétur fékk bikar fyrir, og það fékk einnig Ingibjörg ívarsdótt- ir sem vann besta afrek kvenna í hástökki. íshokký: Sovétmenn eru geysisterkir ■ Nú stendur yfir í Kanada svokölluð „Canadian Cup“ keppni í íshokký. Keppni þessi fer fram árlega og til hennar mæta sex sterkustu íshokký- landslið í heimi. Kanadamenn, Rússar, Bandaríkjamenn, Tékkar, Svíar og V-Þjóðverjar. Allt eru þetta atvinnumenn í greininni sem mæta til keppni; að vísu sumir dulbúnir atvinnu- menn. Sovétmenn eru án efa með eitt sterkasta íshokky lið í heimi og þeir eru núverandi Ólympíumeistarar.Sigruðu alla sína leiki á Ólympíuleikunum með yfirburðum. Þeir sigruðu Tékka í úrslitaleik. Kanada- menn stóðu sig vel á Ólympíu- leikunum og þeir hafa á að skipa mjög sterku liði. Önnur lið í þessari keppni eru einnig geysisterk. Eftir að fjórir leikir hafa verið leiknir er staðan á mótinu þessi: SovétríkinS 8 stig Kanada............... 5 stig Bandaríkin .......... 5 stig Svíar................ 4 stig Tékkar .............. 1 stig V-Þjóðverjar ........ 1 stig Það er því líklegt að það verði Sovétmenn sem sigri þessa keppni en þeir sigruðu hana einnig á síðasta ári. Það kemur Kanadamönnum ekki að neinu gagni gegn sterku liði Sovétmanna þó þeir hafi einn besta íshokkýspilara sem uppi er. Sá heitir Wayne Gretzky og spilar með Edmont- on Oilers í atvinnumannadeild- inni í Ameríku. Hann hefur slegið nær öll met sem hægt er að slá í íshokkýinu þarna fyrir vestan en er samt kornungur. KSÍ fundur ■ Knattspyrnusainband íslands boðar til fundar með þjálfurum yngri flokka og forráðamönn- um knattspyrnudeilda, miðvikudaginn 12. sept- ember kl. 20.15 (eftir leik Islands og Wales) í Þrótt- heimum. Fundarefni: Niðurstaða eftir hrað- mót 5. flokks. Hugmyndir um breyt- ingu á aldursskiptingu yngri flokka. Onnur mál.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.