NT - 27.11.1984, Blaðsíða 7

NT - 27.11.1984, Blaðsíða 7
 Þrlðjudagur 27. nóvember 1984 7 Verð i lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrlft 275 kr. . Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Haltarímsson Innblaðsstjóri: Oddur Olafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Sextánda bindi sjóslysasógu Steinar J. Lúðvíksson: Þrautgóðir á raunastund. Björgunar- og sjóslysasaga íslands. Sextánda bindi. Örn og Örlygur 1984. 218 bls. ■ Steinar J. Lúðvíksson er iðinn við kolann sem fyrr, og sendir nú frá sér sextánda bindi sjóslysasögu sinnar. Er það eitt út af fyrir sig töluvert afrek, að gefa út sextán bækur, á nokkurn veginn jafnmörgum árum. í þessu bindi er fjallað um sjóslys og bjarganir á árunum 1964-1966, að báðum með- töldum. Form frásagnarinn- ar er hið sama og í fyrri bindum, greint er frá sjóslys- um og björgunum á hverju ári fyrir sig og í tímaröð, byrjað á 1. degi hvers árs og endað á hinum síðasta. Frá- sagnirnar eru mjög mislangar og ýtarlegar, en einna mest sagt frá meiriháttar slysum og óhöppum, eins og eðlilegt má teljast. Margar frásagnir í bókinni eru fróðlegar og þess virði að þær séu varðveittar á bók. Má þar nefna frásögnina af strandi og björgun pólska togarans Wislok á Bakka- fjöru 27. febrúar 1964, strandi breska togarans Bost- on Wellvale við Arnarnes 22. desember 1966. í báðum þessum tilfellum fór betur en áhorfðist í fyrstu og í báðum unnu íslenskir björgunar- menn mikið og gott starf. Aðrar frásagnir eru svo aftur miklu dapurlegri, þar sem sagt er frá slysum á sjó, þegar engum hjálpar- og björgunaraðgerðum varð við komið, en fjöldi manns, oft heilu skipshafnirnar týndu lífi. í sumum tilfellum björg- uðust menn fyrir frábæra þrautseigju sjálfra sín og björgunarmanna. Eins og áður sagði er þetta sextánda bindi björgunar- og sjóslysasögunnar og má ým- islegt um það segja, ekki síður en fyrri bindi. Ekki treysti ég mér til að benda á einstakar villur í ritinu, þótt ég þykist á hinn bóginn hafa orðið var við nokkra óná- kvæmni í frásögn á stöku stað. Má þar m.a. benda á, að á bls. 56 segir frá því að rússneskt skip hafi strandað „...í Hvalvatnsfirði sem er eyðifjörður við austanverðan Eyjafjörð.11 Þessi frásögn kom gömlum Eyfirðingi spánskt fyrir sjónir, að ekki sé meira sagt. Mér vitanlega gengur enginn fjörður til austurs úr Eyjafirði. Hið rétta er, að Hvalvatnsfjörður er einn þeirra fjarða, sem almennt ganga undir nafninu Fjörður og ganga til vesturs inn í landið utanvert við Skjálfandaflóa. Fleiri dæmi um viðlíka ónákvæmni mætti nefna, þótt ekki verði það gert hér. Um efni þessa bindis er rétt að fara nokkrum orðum. Eins og áður sagði nær það St. J. Lúðvíksson. yfir árin 1964-1966. Þá er sagan komin svo nærri nú- tímanum, að höfundur hlýtur að taka það til alvar- legrar athugunar, hvort ekki sé rétt að fella þráðinn að sinni. Kemur þar hvort- tveggja til, tillitssemi við að- standendur þeirra, sem látist hafa í sjóslysum á undan- förnum 18-20 árum og svo hitt, að frásögnin verður æ rýrari í roðinu eftir því sem nær dregur nútímanum. Höfundur hefur markað sér þá stefnu, að tína til öll slys, óhöpp og bjarganir á sjó og er það í sjálfu sér góðra gjaida vert. Því verður þó ekki neitað að fyrir vikið verður of mikið um hreinan sparðatíning og alls ekki allt- af um bein sjóslys að ræða. Ég er til að mynda alls ekki sáttur við að það sé kallað sjóslys er fyllibyttur álpast í höfnina í Reykjavík, viljandi eða óviljandi og eru dregnar upp af lögreglunni. Þar er í mesta lagi um björgun að ræða og þó ekki alltaf. Frá- sagnir af slíkum atburðum eiga hins vegar illa heima með frásögnum af sjóslysum á hafi úti og björgunarafrek- um. Bækur Steinars J. Lúð- víkssonar um björgunar- og sjóslysasögu Íslands eru allar fróðlegaroghandhægar. Þeir sem fást við sögu útgerðar og sjómennsku við ísland hafa dags daglega af þeim mikið gagn. Þessi bók verður þar engin undantekning, en höfundur ætti þó að taka til, rækilegrar íhugunar, hvort ekki bæri að breyta efnisvali nokkuð, takmarka frásögn- ina við raunveruleg sjóslys og bjarganir og taka þá gjarnan fyrir lengri tímabil í hverju bindi. Jón Þ. Þór Ferðabókí frumútgáfu Sir Charles H. J. Anderson: Framandi land. Dagbókar- korn úr íslandsferð 1863. Böðvar Kvaran bjó til út- gáfu. Örn og Örlygur 1984. 71 bls. ■ Þegar póstskipið Arctur- us lagðist við festar á Reykja- víkurhöfn 27. júlí 1863, var meðal farþegaenskur'aðals- maður, Sir Charles H. J. Anderson, ásamt syni sínum. Þeir feðgar dvöldust hér á landi í réttan mánuð og ferð- uðust um Suðurland, fóru frá Reykjavík austur á Þing- völl og þaðan um Suður- landsundirlendið, að Geysi og Gullfossi, til Heklu og síðan aftur um Þingvöll og Kjósina til Reykjavíkur. Þaðan var svo haldið um Reykjanes og síðan aftur til Reykjavíkur, þar sem beðið var komu póstskipsins, sem flutti þá aftur utan. Þeir feðgar gerðu hér styttri stans en flestir aðrir ferðamenn enskir, sem hing- að komu á öldinni sem leið og ferð þeirra getur vart talist til stórtíðinda. Ander- son skrifaði dagbók í ferð- inni, meira að því er virðist til minnis og yndisauka, en til útgáfu, enda hefur hún aldrei verið út gefin á ensku. Það var svo árið 1981, að handrit Andersons kom á fornbókasölu í Bretlandi og var Böðvari Kvaran boðið það til kaups. Hann sló til og hefur nú þýtt dagbókina og kemur hún út í fyrsta skipti á íslensku. Mun það nær eins- dæmi, að rit erlends ferða- langs um ísland á 19. öld sé gefið út á íslensku í frumút- gáfu. Um dagbókina sjálfa er fátt eitt að segja. Hún virðist fyrst og fremst hafa verið skrifuð höfundi til minnis og kann hann frá engum stórtíð- indum að segja. Eins og aðrar ferðabækur ber þessi því þó gott vitni, hver áhrif landið og þjóðin höfðu á höfundinn, en hann var aug- ljóslega mikill náttúruunn- andi og verður tíðræddara um ýmis náttúrufyrirbrigði en um fólkið, sem á vegi hans varð. Engu að síður er fróðlegt að lesa um saman- burð Andersons á íslending- um og ýmsum öðrum þjóðum, sem hann hafði heimsótt. Tvennt hlýtur einkum að vekja athygli ís- lenskra lesenda á ferð þessa enska aðalsmanns og sonar hans. Annað erótrúlegveiði- gleði, en þeir settu sig ekki úr færi um að skjóta fugla, hvenær sem færi gafst og urðu einkum fengsælir er þeir komust í tæri við mó- fugla ýmiss konar. Hitt er, hve áfjáðir þeir voru í að kaupa ýmsa gamla skraut- gripi. Böðvar Kvaran hefur þýtt dagbókina og er þýðing hans vönduð og sama er að segja um ýtarlegar skýringar, sem hann hefur gert við textann. Bókina prýða margar teikn- ingar, er Anderson gerði í íslandsferðinni og eru marg- ar þeirra bráðsnotrar. Allur frágangur bókarinnar er einkar smekklegur. Jón Þ. Þór. Hvað vill félagshyggjufólk? ■ Um síðustu helgi hélt íslenskt félagshyggjufólk fund á Hótel Borg undir heitinu „Hvað vill félags- hyggjufólk?“ Tilgangurinn átti að vera að stofna til umræðna um sameiginleg baráttumál félagshyggju- fólks, hvar í flokki sem það stæði. Hugmyndin að slíkum fundi er góð, þ.e. að hefja umræður um stjórnmál á málefnalegum grundvelli og þá yfir það stig, sem oft kemur í ljós í deilum milli sjálfra stjórnmálaflokkanna. En það eru ekki hugmyndir, sem ráða úrslitum, heldur aðgerðir. Og framkvæmd fundar félagshyggju- fólksins nú um helgina, var þess eðlis. að félags- hyggjufólk getur ekki annað en misst trúna á hugmyndina. Tilrauninni var nefnilega snúið upp í einfaldan stjórnarandstöðuáróður á sama lágkúru- lega plani og stundaður er af stjórnarandstöðuflokk- unum sjálfum. Það er eins og aðstendendum fundar- ins hafi verið algjörlega fyrirmunað að hugsa um annað en daginn í dag. Pað hefur sjaldan verið jafn rík ástæða fyrir íslenskt félagshyggj ufólk að standa saman og einmitt nú á þessum myrkurdögum frj álshyggj uæðisins. Mistök aðstandenda hópsins felast í því að hafa ekki reynt að fá eitt elsta og öflugasta afl íslenskra félagshyggjumanna, Framsóknarflokkinn, til liðs við sig. Glæpur hans er auðvitað að vera þátttakandi í ríkisstjórn og þar með er þetta sterka afl raunveru- legra samvinnumanna útilokað frá samstarfi. Og þar með er þessi hugmynd dæmd til að mistakast, þar sem hún opinberar sig sem einfaldur, venjulegur stjórnarandstöðuáróður. Fað er athyglisvert, að á meðan þessum umbóta- sinnuðu samtöku samvinnumanna er haldið utan við umræðufélagshyggjufólks, taka hreinir hægri flokkar þátt í henni. Hér er átt við Alþýðuflokkinn og Bandalag jafnarðarmanna. Það hafa allir fyrir löngu gert sér grein fyrir því að Bandalag jafnaðarmanna er ekkert nema lítill kerfis- flokkur á hægri væng íslenskra stjórnmála, eins og Morgunblaðið hefur réttilega bent á. Það hafa líka allir gert sér grein fyrir því, að Alþýðu- flokkurinn verður ekkert annað en eftirmynd Banda- lags jafnaðarmanna á hægri kantinum, eftir að Jón Baldvin Hannibalsson var kosinn formaður nú fyrir skömmu. ítarlegar vísbendingar um þá þróun hafa áður komið fram í leiðaraskrifum NT. I því sambandi má þó minna á skrif nýja formannsins meðan hann sat í ritstjórastól Alþýðublaðsins. Þá var velferðarrík- ið hakkað niður, hugmyndum frjálshyggju- manna haldið á lofti og skrifin um utanríkismál voru þess eðlis, að hinn ágæti krati Helgi Skúli Kjartans- son, nefndi línuna „Stefnu Reagans, Jóns Baldvins og Morgunblaðsins." íslenskir félagshyggjumenn hafa löngum átt erfitt með að starfa saman og því var hugmyndin um samstarf á óflokkspólitísku stigi góð. En meðan framkvæmdin er þannig, að hægri flokkar eru þátttakendur meðan félagshyggjumenn sitja heima, er slík hugmynd ekkert nema stjómarandstöðuáróður á sama lága planinu og venjulega.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.