NT - 27.11.1984, Blaðsíða 20

NT - 27.11.1984, Blaðsíða 20
Belgar tvístígandi vegna meðaldrægra kjarnaflauga Stjórnarflokkur vill fresta uppsetningu Brussel-Reuter ■ Flokkur Wilfried Martens, forsætisráöherra Belgíu, CUP, sem er stærstur fjögurra flokka í stjórn hægri- og miðflokka hvatti í gær til þess að frestað yrði um hríð að setja upp meðal- drægar kjarnaflaugar í Belgíu. Samkvæmt áætlun eiga þær að vera komnar upp í mars. Formaður flokksins, Frank Swaelen, sagði að ástæðan fyrir frestuninni væri ný staða í við- ræðum stórveldanna um víg- búnaðartakmörkun. Rétt væri að bíða átekta eftir fundi Grom- ykos og George Shultz í janúar næstkomandi. Fjöldi bandarískra hermanna vinnur nú að því að reisa skot- palla undir meðaldrægu flaug- arnar um 80 km suður af Brussel. Heimildir innan NATO herma að Belgar hafi áður lofað að fylgja áætlunum um staðsetningu kjarnaflaug- anna og er jafnvel talið hugsan- legt að Martens forsætisráð- herra hunsi vilja flokks síns í þessu máli. Kosnjngar eru í Belgíu eftir rúmt ár og hefur flokkur flæmskra sósíalista fengið mjög góða útkomu í skoðanakönn- unum. Hann er mótfallinn kjarnavopnum, en hægrisinn- aðri samstarfsflokkar CUP vilja eindregið að meðaldrægu flaug- unum verði komið upp í mars. Meðaldrægum kjarnaflaugum var komiö upp í Vestur-Þýska- landi og Bretlandi í fyrra þrátt fyrir mikla andstöðu friðar- hópa. Ítalía fylgdi síðar í kjöl- farið. Hollendingar hafa frestað því að taka ákvörðun um með- aldrægu flaugarnar þar til á næsta ári. Robert McFarlane, ráðgjafi Reagans forseta í öryggismál- um, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að ekki kæmi til greina að Bandaríkin breyttu einhliða áætlunum sínum um meðaldrægar kjarnaflaugar til að greiða fyrir samningavið- ræðum við Sovétríkin. Þriðjudagur 27. nóvember 1984 20 ■ Boy George er eitt þeirra stórstirna sem syngja til að afla fjár fyrir hungrað fólk í Eþíópíu. Kínverskur katta- búgarður ■ Fyrrverandi kennari, Liu Guocheng, sagði skilið við kennslustörfin og stofnaði kattabúgarð í fyrra í Jilin-héraði í Kína. Síðan hefur hann selt 2.400 ketti til ýmissa staða þar sem þeir verða notaðir til rottu- veiða. Kínverjar telja að fjölgun músa og rotta frá því á sjöunda áratugnum stafi m.a. af því að þá fækkaði heimilisköttum mikið Þeir voru taldir merki um borg- aralegt óhófslíf í menningar- byltingunni eins og önnur gælu- dýr. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að gera ketti aftur að „hermönnum" í stríðinu gegn rottum. Það er talið að áríð 1982 hafi kínverskar rottur skemmt hluta uppskeru á 20 milljónum hekt- ara akuryrkjulands, og rottur og mýs voru einnig algengar á um 33 milljónum hektara af graslendi og 200 þúsundum hektara af skóglendi. Kattabúið í Jilin-héraði er fyrsta kattabúið í Kína en eig- andi þess, Liu Guocheng, hefur boðist til að veita tilvonandi kattabændum á öðrum stöðum í Kína aðstoð við að hefja kattarækt. Regnstormar kynörfandi - fyrir krókodíla Augsburg-Reuter ■ Starfsmaður dýra- garðsins í Augsburg í Vestur-Þýskalandi segir að regnstormar hafi mjög kynörfandi áhrif á krók- odíla. Allar tilraunir til að fá krókodílana til að eðla sig og geta af sér afkvæmi höfðu misheppnast þang- að til honum datt það snjallræði í hug að spila fyrir þá hljóð úr regn- stormi sem höfðu verið tekin upp á segulband. Krókodílarnir hafa ver- ið látnir hlusta á regn- storminn í 10 til 15 mínút- ur í hvert skipti. Hávaðinn jók greinilega kynferðis- íegan áhuga krókodílanna og vonast menn til að karlkrókodíl dýragarðsins takist að geta afkvæmi með kvenkrókodílunum þrem sem þar eru. Næsti forseti Uruguay? U Kosningar fóru fram í Uruguay um helgina,hinar fyrstu eftir ellefu ára stjómartíð hersins. Herinn hyggst afsala sér völdum 1. mars á næsta ári, en hann þykir hafa leyst efnahagsstjórn landsins illa af hendi. Seinlegt er að telja öll atkvæði í Uruguay, en tölur benda ti! þess að miðflokkurinn, Colorado, muni sigra, en Blanco-flokkurinn, sem er vinstrisinnaðri, muni fylgja skammt á eftir. Myndin er tekin þegar Julio Maria Sanguinetti, forsetaframbjóðandi Colorado, kaus í Montevideo. Hann hefur líklega unnið nauman sigur yfír frambjóðanda Blanco, Alberto Zumaran, en leiðtogi þess flokks Wilson Ferreira Aldunate situr í fangelsi. Símamynd-Polfoto Stórstjörnur syngja fyrir sveltandi fólk London-Reuter. ■ „Do They Know it’s Christnias" heitir nýtt lag, sem nokkuð víst er að á eftir að hljóma ótæpilega í eyrum heimsbyggðarinnar núna fyrir jólin. Lagið var hljóðritað í London um helgina af meira en tuttugu breskum poppstjörn- um, en allur ágóðinn af sölu plötunnar á að renna til nauð- staddra á hungursvæðum í Eþí- 7000 km grænn Kínamúr ■ Kínverjar leggja nú mikið kapp á að rækta upp mikið skógarbelti í Norður-Kína sem á að verða 7000 kílómetra langt. Það á að mynda grænan múr sem vernda á ræktað land fyrir ásókn eyðimarkanna í norðan- verðu Kína. Þessum græna Kínamúr hefur verið líkt við Kínamúrinn gamla sem verndaði Kínverja fyrir ár- ásum „barbara" sem bjuggu fyr- ir norðan Kína. Nú er óvinurinn eyðimörkin sem hefur stöðugt sótt lengra til suðurs. Á síðastliðnum sex árum hafa Kínverjar gróðursett tré á 4,4 milljónum hektara lands Norður-Kína og á næsta ár verður það svæði aukið upp 5,94 milljónir hektara. Þar með lýkur fyrsta áfanganum við gerð græna múrsins. Það er gert ráð fyrir að honum verði síðan endanlega lokið um næstu alda- mót. Landeyðing verði þannig stöðvuð í Norður-Kína og sókn hafin til að vinna aftur land frá eyðimörkunum. Þessi græni múr er ekki ein- göngu samfellt skógarsvæði heldur er einnig mikil áhersla lögð á gróðursetningu trjáa í kringum akra alls staðar í Kína. Kínverskir landbúnaðarsér- fræðingar telja að skógrækt undanfarinna ára hafa leitt til aukinnar uppskeru af 6,67 millj- ónum hektara lands í Norður- Kína. Jöfn skipti á Hinckley og Sakharov opiu. „Do They Know it’s Christmas" er samið af þeim Bob Geldorf úr Boomtown Rats og Midge Ure úr Ultravox. Meðal þeirra sem léku með eða sungu voru stórstjörnur á borð við Boy George og Culture Club, Duran Duran, Phil Collins, Sting, U2, Wham og Paul Young. New York-Reuter. ■ John Hinckley, sem reyndi að ráða Reagan Bandaríkja- forseta af dögum árið 1981, vill nú að Bandaríkin komist að samkomulagi við Sovétríkin um að skiptast á sjálfum sér og andófsmanninum Andrei Sak- harov. Hinckley segir í bréfi til Newsweek að bæði hann og Sakharov séu pólitískir fangar og segist ekki efast um að hann verði mun hamingjusamari í Sovétríkjunum. Hann segist álíta að þetta myndu verða „jöfn skipti." Hinckley, sem vegna geð- heilsu sinnar var ekki talinn sakhæfur, dvelur nú á geðsjúkra- húsi. Bílaþjófnaður stórbisness í Bandaríkjunum Washington-Reuter ■ Bandarískir atvinnu- glæpamenn hafa gert bílaþjófnað að einhverri gróðavænlegustu at- vinnugreininni í Banda- ríkjunum. Samkvæmt skýrslu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu er árlega stolið meira en einni milljón bíla í Bandaríkjunum að verð- mæti um 3,4 milljarðar dollara (meira en 130 milljarðar ísl. kr.), Umsvif bílaþjófanna eru orðin svo mikil að þeir eru farnir að sérhæfa sig. Sumir hafa það sem aðalstarf að breyta stoln- um bílum og endurselja þá í Bandaríkjunum eða erlendis en aðrir taka bíl- ana í sundur og selja þá sem varahluti. Sumir bíla- þjófarnir hafa samvinnu við bílaeigendur um að svíkja fé út úr trygginga- félögum sem árlega verða að greiða háar fjárfúlgur vegna bíla- þjófnaðanna. Bílaþjófarnir láta sér ekki lengur nægja að taka litla einkabíla heldur stela þeir nú líka gjarnan stærri farartækjum eins og vörubílum, langferða- bílum og jafnvel land- búnaðarvélum. Bandaríska domsmála- ráðuneytið leggur til að bílar og bílhlutar verði merkt betur, skrásetning bifreiða bætt og reglur um tryggingargreiðslur gerðar strangari. Þannig vonast það til að hægt verði að þrengja eitthvað að bílaþjófunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.