NT - 27.11.1984, Blaðsíða 23
• ■ **.
Þriðjudagur 27. nóvember 1984
23
Handknattleikslandsliðið:
Leikið gegn
Dönum í kvöld
- sex leikdagar í röð
■ Þorbergur Aðalsteinsson og félagar í íslenska landsliðinu standa í ströngu og leika sex leiki
á næstu sex dögum.
Kvennakarfan:
Haukar sigruðu KR
■ Tveir leikir fóru fram í 1.
deild kvenna í körfuknattleik
um helgina.
Á laugardaginn léku Haukar
gegn KR og fór leikurinn fram
í Hafnarfirði. Hauka-stelp-
urnar unnu leikinn nokkuð ör-
ugglega, skoruðu 50 stig gegn
38 stigum KR. Þessi úrslit
komu nokkuð á óvart, búist var
við KR-ingunum þrælsterkum
í vetur og bentu leikir liðsins
fram að þessum til þess.
Vitað var og að Haukaliðið
yrði sterkt en þó ekki að það
ynni KR svo létt sem raun bar
vitni.
Á sunnudag léku ÍR og
UMFN í Seljaskóla.
í leikhléi var staðan 20-18 ÍR
í hag en í upphafi seinni hálf-
leiks tóku iR-stelpurnar völdin
í sínar hendur og skoruðu
fyrstu 12 stigin, staðan orðin
32-18 og aldrei spurning um
úrslit eftir það.
Njarðvík skoraði ekki nema
1 stig fyrstu 15 mín. af seinni
hálfleik og dugar það skammt
ef vinna á leik.
í lokin var svo ÍR-liðið kom-
ið í 43 stig en'UMFN náði 29.
Guðrún Gunnarsdóttir var
stigahæst ÍR-inga með 12 stig
en hjá Njarðvík skoraði Siddý
mest;8 stig.
Trúlega verður hörkukeppni
um íslandsmeistaratitilinn hjá
konunum í ár og þar verða
örugglega KR, Haukar og ÍS.
ÍR-stúlkurnar gætu einnig
blandað sér í baráttuna en þær
töpuðu titilinum naumlega til
ÍS í fyrra.
7með 12 rétta
■ í 14. leikviku Getrauna
komu fram 7 seðlar með 12
réttum og var vinningur fyrir
hverja röð kr. 82.445.00 en
með 11 rétta voru 127 raðir og
vinningur fyrir hverja röð kr.
1.947.00.
■ í kvöld leikur íslenska
landsliðið í handknattleik við
Dani í Oðinsvéum. Þetta er
fyrri leikur liðanna, en þau
mætast aftur á morgun á Fjöni.
I dag er fyrsti leikdagur íslenska
liðsins af sex í röð, því á
fimmtudag heldur liðið til Nor-
egs til að taka þátt í Polar Cup.
Liðið leikur gegn ítölum í
mótinu á fimmtudagskvöld,
gegn Austur-Þjóðverjum á
föstudagskvöld, Norðmönnum
á laugardag og ísraelsmönnum
á sunnudag.
f>að er því Ijóst að mikið álag
verður á íslensku strákunum
næstu daga. Ekki nóg með það,
FH-ingar, Valsmenn og Vík-
ingar hafa allir nýlokið við að
leika erfiða leiki í Evrópu-
keppnunum í handknattleik og
fara svo að segja beint úr þeim
leikjum í keppnina með lands-
liðinu. Þannigfóru FH-ingarnir
beint til Kaupmannahafnar
snemma í gærmorgun með lið-
inu til Danmerkur eftir leikinn
gegn Henved, Valsmenn komu
til Kaupmannahafnar frá Sví-
þjóð á sunnudag, og Víkingar
ásamt Bogdan landsliðsþjálfara
komu beint frá Spáni seint í
gærkvöld, og áttu að halda
áfram ferð sinni frá Kaup-
mannahöfn til Óðinsvéa
snemma í morgun.
Landsliðið íslenska er skipað
eftirtöldum leikmönnum: Mark-
verðir: Einar Forvarðarson
Val, Jens Einarsson KR og
Haraldur Ragnarsson FH.
Aðrir leikmennrporbjörn Jens-
son fyrirliði, Jakob Sigurðsson
og Júlíus Jónasson Val, Por-
bergur Aðalsteinsson, Steinar
Birgisson og Guðmundur
Guðmundsson Víkingi, Kristj-
án Arason og Þorgils Óttar
Mathiesen FH, Alfreð Gísla-
son Essen, Atli Hilmarsson
Bergkamen, Bjarni Guð-
mundsson Wanne Eyckel, Sig-
urður Sveinsson Lemgo, And-
rés Kristjánsson og Guðmund-
ur Albertsson GIUF, Páll
Ólafsson Þrótti og Sigurður
Gunnarsson Tres de Mayo.
Boucher sigraði
í skautahlaupi í Berlín
■ Kanadamaðurinn Gaetan
Boucher sigraði samanlagt í
skautahlaupakeppni sem fram
fór í V-Berlín nú um helgina.
Boucher sigraði í þremur
greinum og varð annar í einni.
Boucher, sem sigraði í 1000
m og 1500 m hlaupum á
vetrarólympíuleikunum í Sar-
ajevo í Júgóslavíu, fékk sam-
tals 151,575 stig. Næstur hon-
um varð Sovétmaðurinn Igor
Shelesovsky með 152.980.
(ath. betra er að fá færri stig).
Boucher setti met á braut-
inni í Wilmersdorf í 500 m
hlaupinu er hann skeiðaði á
37.78 á laugardag. Þá vann
Shelesovsky 1000 m hlaupið
en á sunnudaginn sigraði Bo-
ucherí bæði 500 m og 1000 m.
Hjá kvenfólkinu vara-þýska
stúlkan Angela Stahnke sterk-
ust og sigraði samanlagt.
Með sigurbros á vör
- þrátt fyrir slæma skelli
■ Það er þrælgaman hjá
franska 3. deildarliðinu í rugby,
Verget, þessa dagana. Ekkert
lið hefur tapað eins hræðilega
og þetta litia félag hefur gert
núna undanfarið.
Fyrir hálfum mánuði tapaði
liðið 236-0 gegn Gujan-Mestras
og gengu leikmennirnir hinir
ánægðustu af leikvelli.
Á sunnudaginn var settu
leikmenn Verget svo heimsmet
er þeir töpuðu 350-0 fyrir liði
sem heitir Lavardac og hafa
þeir aldrei brosað breiðar en
eftir leikinn.
En Verget liðið er í rauninni
ekki eins lélegt og þessar stjarn-
fræðilegu tölur gefa til kynna.
Leikmennirnir eru bara að
mótmæla því að nokkrir félagar
þeirra voru dæmdir í leikbann.
Þessir atburðir hófust með
því að 21. október mótmæltu
leikmenn Verget dómi eins
dómarans og einn var rekinn af
velli. Áður en þeir voru búnir
að jafna sig á þessu óréttlæti
fékk liðið tilkynningu þess efnis
að fjórir leikmenn hefðu verið
dæmdir í leikbann og þar á
meðal einn sem að sögn þeirra
Verget-manna hafði ekki gert
nokkurn skapaðan hlut af sér
en fékk samt 6 leikja bann.
Því gripu þeir til þessa frum-
lega ráðs til að mótmæla og
hafa fyrir vikið sett heimsmet
og komist í heimsfréttirnar,
sem þeir hefðu sennilega aldrei
gert án þessara ráðstafana.
ÓL í Seoul 1988:
Getur numið milljónum
ef tímasetningu á úrslitum er breytt
tilkynnt að þeir vilji flýta helstu
atburðum, svo sem úrslitum í
helstu greinum fram fyrir há-
degi svo sýna megi þá beint í
sjónvarpinu í USA.
Bandarískar sjónvarpsstöðv-
ar vilja borga milljónum doll-
ara meira fyrir sjónvarpsréttinn
ef af af þessu verður svo ljóst
er að þetta skiptir miklu um
fjárhagslega afkomu leikanna.
En það er ekki bara að segja
það að breyta þessu atriði.
Ólympíuleikarnir eru mjög
formföst stofnun og þar sem
úrslit hafa alltaf farið fram
síðdegis er líklegt að svo verði
framvegis. Forstöðumenn
Ólympíunefndarinnar eru ekki
líklegir til að samþykkja þessa
breytingu, Seoul-mönnum til
sárra vonbrigða og Kóreumenn
verða af nokkrum milljónum
dollara.
Eins og menn muna varð
gróði Bandaríkjamma af ÓL í
Los Angeles ómældur.
■ Ólympíuleikarnir, sem
næst verða haldnir í Seoul í
Suður-Kóreu árið 1988, eru
vissulega íþróttaviðburður.
En á seinni árum hefur æ
fleira spilað inní við fram-
kvæmd leikanna en það sem
viðkemur keppni íþrótta-
manna.
Allir minnast þess að Banda-
ríkjamenn hættu við þátttöku í
leikunum í Moskvu árið 1980
og Sovétmenn og mestöll aust-
urblokkin kom ekki til leiks í
Los Angeles í sumar.
Þetta setti vitaskuld sitt
mark á leikana sem íþróttavið-
burð og margir töluðu um að
dagar Ölympíuleikanna í sinni
mynd væru taldir. Svo er þó
ekki enn, að minnsta kosti.
En nýtt mál er nú að skjóta
upp kollinum varðandi leikana
í Seoul, nefnilega gróðinn sem
hægt er að hafa af sjónvarps-
sendingum frá leikunum.
Forráðamenn í Seoul hafa
Vinnur Evert-Lloyd
sinn 1000. sigur?
■ Chris Evert-Lloyd frá Bandaríkjun-
um, sem er ein af þeim allra sigursælustu
í tennis í heiminum frá upphafi, hefur nú
fengið nýtt mark að keppa að.
Hún æfir þessa dagana stíft fyrir Opna
ástralska meistaramótið sem haldið verð-
ur í vikunni.
Ef hún vinnur, sem yrði í þriðja sinn í
röð, verður hún fyrst allra til að vinna
1000 leiki á ferli sínum.
Lloyd hefur þegar unnið 997 leiki af
þeim 1094 sem hún hefur leikið síðan hún
hóf keppni árið 1969.
Lloyd sem verður þrítug í desember
vonast auðvitað til þess að geta fagnað
afmæli sínu með sigri á Astralíumótinu
og þar með á helsta keppinaut sínum
Martinu Navratilovu.
Lloyd sigraði Navratilovu sem er Tékki
að uppruna en býr nú í USA, síðast
einmitt í Ástralíu 1982. I fyrra gat hún
ekki varið titilinn því hún var meidd á
fæti.
Á meðan Navratilova tók þátt í móti í
Sydney um daginn æfði Lloyd í London
og aðspurð hví hún hafi ekki tekið
tækifærið að sigra höfuðkeppinaut sinn
sagði hún að það hefði ekki passað inn í
hennar áætlanir því hún var að fylgjast
með manni sínum John Lloyd í keppni.
Evert-Lloyd sem hefur grætt meira en
5 milljónir dollara á íþrótt sinni telur að
til að sigra Nnavratilovu þurfi hún að
leika betur en nokkru sinni fyrr.
Yandaðar finnskar
V eggskápasamstæður
með Ijósum í yfir-kappa
Verð kr. 24.875.-
m
HÚSGÖGN OG *
INNRÉTTINGAR £Q cq f\f\
.SUDURLANDSBRAUT18 QO 027 UU