NT - 06.12.1984, Blaðsíða 5

NT - 06.12.1984, Blaðsíða 5
 Fimmtudagur 6. desember 1984 5 lL ÁBÓT Jólablad 1 vælum úr dýraríkinu veldur ýmsum hörundskvillum. sem geta oft orðið mjög alvarlegir vegna hirðuleysis í upphafi. Pað lítið grænmeti sem þeir nota er í besta lagi nijög vanþroska og auk þess mjög sjaldgæft, því að fræ er sjaldan flutt upp til sveita úr kaup- stöðunum. Nálega eini jurtaréttur, sem þeir neyta, ereinskonar jafningur úr fjallagrösum, þau eru ekki ósvipuð fífilblöðum, með grænbrúnum blöð- um og brúnirnar tentar. I dölum er gnægð af þeim, og þar sem þau eru kvoðumikil, rná gera af þeim mjög bragðgóða súpu, með því að bæta hana með rjóma og sykri, en fyrst eru grösin soðin í mörgum vötnum til þess að ná úr þeim remmunni. En sá matur, sént flestum þykir ■ mest til koma, er hákall; af honum er mikil gnægð við strendur íslands. Áður en hann er hæfur til átu verður hann að liggja grafinn í sandi nokkur misseri, og þegar hann við þessa geymslu er nógu vel orðinn, er hann sagður líkur svínakjöti á bragðið, en svo er mikill ódaunn af honum, að engin leið er að koma nálægt manni, sem hefur bragðað minsta bita af hákarli fyrir þrem vikum. Þetta telja ntenn þó ekki næga ástæðu til þess að hafna honum, og ég verð að segja það, að íslendingar eru jafnsólgnir í bragðntikinn mat og mestu sælkerar; hvort sem um er að ræða hreindýra- kjöt eða skötu, þá er talið nægilegt að þurka það í fáeinar vikur. Ef það væri ekki illgirnislegt, mætti bregða þeim um hrossakjötsát, en þess er skylt að geta, að hrossakjöts er ekki neytt nema á nokkrum stöðum, og eru þeir menn kallaðir hrossaætur, og er talið smánaryrði. Við félagar þurftum aldrei að grípa til þessara ráða, en samt skorti okkur jafnvel jarðepli um hríð, og voru þau ekki á borðum hjá okkur fyr en póstskipið var komið. Firnm eða sex sinnum um veturinn var komið með geldneyti til bæjarins; keypti þá ein- hver kaupmaðurinn uxann og sendi boð um þennan óvenjulega atburð um bæinn, svo að hver og einn gæti skrifað sig fyrir því, sem hann óskaði að kaupa. Kjötið var venjulega lélegt og var selt á tvö pence pundið; samt gátu aðeins efnaðri íbúarnir veitt sér það. Kindakjöt er aftur á móti sér- staklega gott, og feitt fram í október. Eftir þann tíma er það venjulega ekki etið nýtt, því að féð fer þá að leggja af, og er þá slátrað nægilega miklu til þess að endast veturinn. Um veturinn hittust nokkrir kaup- menn á hverju kvöldi og spiluðu í sífellu m eð lofsverðri þrautseigju, frá kl. 6 til miðnættis, og oft lengur, eitt og sama spilið. Ég minnist þess jafnvel ekki að hafa heyrt annað spil en lomber nefnt á nafn meðal þeirra; svörtu ásarnir tóku alla athygli þeirra, og spilamennirnir höfðu sjaldan aug- un af spilunum nema til þess að kveikja sér í vindli eða súpa á toddýi, og mæltu varla orð af vörum. Eini kosturinn, sem ég gat fundið við þetta spil, sem þeir höfðu tekið slíku ást- fóstri við, var sá að það var óendan- legt og gat því enst eins lengi og vetrarnæturnar þar og það var, að því er virtist ennþá leiðinlegra en þær. Dómkirkjan er í miðjum bænum við autt svæði, sem kallað er Austur- völlur; þar er á sumrum alt þakið lestamannatjöldum. Kirkjan er úr höggnum steini, en turninn og þakið úr timbri, og við aðra hliðina er reist skrúðhús og lítið herbergi til þess að geyma í líkkistur, þangað til líkin eru jarðsett. í fremra hluta kirkjunnar eru stólar, sem eru ætlaðir konum eingöngu, því að ekki er venja, að karlmenn sitji annarstaðar í kirkju en í kór. Stiftamtmaðurinn hefir sérstak- an stól við guðsþjónustu, líkt og í Bessastaðakirkju. Skreytingin á altar- inu minnir á kaþólskar kirkjur, og ennfremur kertin, sem loga fyrir fram- an frekar illa gerða atlaristöflu, sem þó er besta sýnishorn af myndlist, sem til er í landinu. Vinstra megin er stóll fyrir biskupinn; hann tekur engan þátt í guðsþjónustunni sjálfur, nema við prestvígslu. Við það tækifæri ber hann utan yfir rykkilíninu skrautlegan hökul úr purpurarauðu flosi með baldýringu. Tveir prestar í rykkilíni leiða vígslutaka upp að grátunum, og eftir langt ávarp á latínu, sem ég ætla, að sé aðeins viðhöfð við þetta tæki- færi, er kandídatanum veitt vígsla, og er mestur hluti guðsþjónustunnar tón- aður. Fyrir aftan bæinn er tjörn. og úr henni lækur til sjávar; skilur lækurinn milli stiftamtmannshússins og bæjar- ins. Til orða hefir komið, að með því að breikka og dýpka lækinn mætti gera höfn í tjörninni, en vafasamt er, hvort það mundi svara kostnaði. Á vorin, þegar snjó tekur að leysa úr brekkunum austan og vestan við bæinn, eykst vatnsmagnið í tjörninn'. svo mjög, að lækurinn getur ekki skilað því fram; flæðir þá yfir alla sléttuna kring um kirkjuna og er ófært, nema á bátum. Timburhúsin eru tjörguð og aðeins einiyft og satt að segja væri ekki óhætt að byggja hærra úr svo óstyrku efni, vegna stórviðra, sem geysa á vetrum. Ég tók strax eftir því, hve göturnar voru hreinar, og ef satt skal segja, er þeim betur haldið við en víðast hvar í Evrópu. Séð frá höfninni virðast húsin svo lág, að einungis efri hluti glugganna er sýnilegur. Þetta stafar af því, að malarkamburinn er hærri en gatan, og auk þess eru á honum hrúgúr af stórum steinum, sem notaðir eru til þess að pressa fiskinn, þegar hann er orðinn þur. Miðbik bæjarins er ekki mikið yfir flóðmál, og ég hef oftar en einu sinni séð sjóinn flæða upp í göturnar í stormum. Veturinn áður en ég var þarna flæddi vatnið upp í hús alllangt frá sjónum, og ef ein- hverskonar varnargarður verður ekki gerður, er ekki óhugsandi, að sum húsin í miðbænum geti skolast úr stað, einkum þar sem þau eru aðeins reist á steingrunnum, en ekki fest við grunnana með neinu móti. Með smáferðum um nágrennið tókst mér að drepa tímann fyrsta mánuðinn en ég er hræddur um að mér hefði leiðst mjög mikið, þegar kom fram í október, einkum þar sem nálega aldrei var fullbjart, ef ekki hefði verið bókasafn á loftinu yfir kirkjukórnum. Safnið á rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar og á tilveru sína nálega eingöngu að þakka gjöfum og hjálp Danakonungs, sem hefur gefið því nokkur mjög verðmæt dönsk rit. Þó að ekki verði með vissu sagt um tölu bókanna, þar sem lítillar reglu er gætt í röðun þeirra, geta þær þó ekki verið færri en 4-5000 bindi. Sem vænta má eru flestar á dönsku og íslensku; þar næst koma enskar bækur, sem að kostum og fjölda taka fram bókum á öðrum tungum. Flest gullaldarrit eru þar til, bæði Iatnesk og grísk, talsvert á þýsku og dálítið á sænsku, frönsku og ítölsku. Ensku bækurnar hafa verið sendar á ýmsurn tímum frá einhverju vísindafélagi í Lundúnum, en ég komst ekki að því, hvaða félag það var; meðal þeirra eru góð söguverk, ferðasögur og mörg rit guðfræðilegs og ýmislegs efnis. Einu sinni á viku er ritari stiftamtmannsins við afgreiðslu eina klukkustund um miðjan dag, og þá fá menn lánaðar heim bækur gegn kvittun. Stundum komu 6 menn og tóku eina bók eða tvær, en mjög margar af þeim bókum á erlendum málum, sem ég las, báru ljós merki þess, að þær höfðu ekki séð dagsins Ijós síðan þær komu til landsins, og þegar ég setti þær aftur upp í rykugar hillurnar, varð mér oft hugsað til þeirrar löngu hvíldar, sem þær mundu fá að njóta, þangað til einhver ferðamaður vekti þær aftur til lífs. Stjórnin sendir ár hvert í vetrar- byrjun skip frá Kaupmannahöfn með stjórnarbréf og póst til íslands. Skipið lætur úr höfn í Helsingjaeyri 1. okt- óber, og þegar það hefur skilað póst- inum í Reykjavík, er því lagt til marsmánaðar í ós í Hafnarfirði, og þar liggur það innifrosið. Þó að veður sé altaf slæmt í þessum ferðum, er það eftirtektarvert, að aðeins eitt skip hefur farist síðustu 12 árin. Aðalhætt- an er þegar skipið nálgast ströndina í nóvember, þá eru þokur tíðar, en dagur stuttur. Frá októberlokum voru allir Reykvíkingar að gá að skipinu, því að það er þeim mestur aufúsugest- ur allra skipa, sem þangað sigla. Dag eftir dag mátti sjá menn með sjónauka arka upp á litla hæð, þar sem sást út yfir flóann, og stara úr sér augun til þess að sjá væntanleg segl úti við hafsbrún, en þau létu á sér standa fram í miðjan nóvember. Skipið hafði verið 7 vikur á leiðinni, og er það ekki óvenjulegt. Fregnin um komu skipsins flaug eins og eldur í sinu. allir voru sem á nálum og allir, sem ég hitti, sögðu mér fréttirnar, sem ég hafði heyrt hundrað sinnum innan klukkustund- ar. Jafnvel morguninn eftir, þegar ég stóð í fjörunni og horfði á skipið, sem lá þarna einmana og valt ákaft, gátu 2 eða 3 íslendingar ekki stilt sig um að benda mér á skipið og segja, að það væri komið. Kassarnir með öll bréf til landsins voru fluttir í stiftamt- mannshúsið og útbýtt þaðan. Straum- urinn beindist nú þangað, og allir sáust koma hlaupandi þaðan með bréf og allskonar svipbrigði á and- litunum. Ég var því miður ekki meðal þeirra, vegna einhverra mistaka í áritun á bréfin, sem ég átti von á, og þegar ég reyndi að fá einhverja vitn- eskju um ástandið í álfunni var lát Austurríkiskeisara eina fregnin sem ég gat togað út úr skipstjóranum. Eftir fáa daga var uppskipun lokið og skipið sigldi til Hafnarfjarðar í vetrarlægi. Sama tilbreytingarleysið var alt til jóla; þá harðnaði veðráttu- farið og varð nálega algert myrkur. Þetta korn þó ekki í veg fyrir, að Danir skemtu sér og héldu hátíðina, og fæðingardagur konungs skömmu síðar veitti þeim á ný tækifæri til þess að létta af sér drunganum, sem hvílir yfir þessari árstíð. Flögg voru dregin að hún á hverju kaupmannshúsi og jafnvel litla vind- myllan utan við bæinn var skreytt þjóðlegum litum. Viðbúnaður var Sjá næstu síðu HANGIKJOT ER HÁTÍÐA- MATUR Vandlátir velja hanéíhjðlið frá okkur Reyhhiís Sambandsins

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.