NT - 06.12.1984, Blaðsíða 18

NT - 06.12.1984, Blaðsíða 18
Fimmtudagur 6. desember 1984 18 ABOT Jólablað I ¦ Þá riðu þeir í kaupstaðinn at Skörum. Mynd þessi er eftir norskan listamann um atburði í Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson. ¦ Fornir menningarstaðir í Svíþjóð eru þó nokkrir, af þeim má nefna: Uppsali, Lundar, Brikar, Sigtúnar og Skarar. Allir eru þessir staðir hinir merkilegustu, en fyrir íslendinga munu Skarar verða áhugaverðastir, en þar mun Snorri hafa dvalið sumarið 1219. Á nútima sænsku heitir kauptún þetta Skara. Það til- heyrir Vestra-Gautlandi. Skarar er eitt af elstu menn- ingarstöðum Svía. Löngu fyrir kristni voru Skarar miðstöð menningar og þingstaður fólksins og auk þess aðsetur konunga. Sagan segir, að í byrjun ársins 1000 hafi erkibiskupinn í Hamborg-Bremen, sent einn af biskupum sínum til Skarar í trúboðsferð eða til að búa staðinn undir biskupsdæmi. Skarar urðu snemma mennta- setur kirkjunar á miðöldum. Staf- eða eða timburkirkja var fyrst reist á þeim stað í ná- grenni Skarar er Húsabær heit- ir, og þar var Ólafur Skautkon- ungur vígður árið 1008. Fyrsti biskup Svíþjóðar var vígður að Skörum 1015 og ríkti þar til 1029. Hann hét Þurgot. Dálítil óvissa er í þessum heimildum og því rétt að minna á varnað- arorð Ara fróða að rétt sé að hafa það sem sannara reynist. Mjög líklegt er að Snorri hafi hitt hinn aldna Bengt Skararbiskup. En góðar heim- ildir eru til um það, að Snorri hafi hitt að málum Áskel lög- mann af Skörum og konu hans Kristínu er áður var gift Norð- manninum Skúla jarli. Snorri hafði, að beiðni Skúla, ort kvæði til Kristínar. En sumarið 1218 þegar Snorri kom til Nor- egs þá var Skúli látinn og Kristín flutt til Skarar og gift Áskeli lögmanni. í bók sinni um Snorra segir Sigurður Nordal: „Að því ég best veit, var það sænski bókmenntafræðingur- inn Sverker Ek í Gautabórg, sem benti á það fyrstur manna, sem varla gæti verið einber tilviljun, að einmitt árið 1220, árið eftir heimsókn Snorra til Áskels lögmanns, var hafist handa að skrásetja lög Vestur- Gauta (Vástgötalagen), fyrstu bókina sem rituð var á sænska tungu..." Fyrsta bókin sem rituð er á sænska tungu virðist vera hug- myndaverk Snorra Sturlusonar eða að minnsta kosti áhrif frá komu hans til Skarar. Tilgátan er mjög sennileg. Væri ekki orðið tímabært að Svíar, íslendingar, Norðmenn og kannski Danir ynnu saman að því að reistur verði minn- isvarði um mesta rithöfund Vesturlanda á 13. öld, Snorra Sturluson, og að þessi minn- isvarði verði reistur í Skara eins og Svíar kalla nú þetta gamla menningarkauptún? f útgáfu Helgafells af Heims- kringlu má sjá mynd og undir henni má lesa; „Þá ríða þeir í kaupstaðinn at Skörum". Á blaðsíðunum kringum þessa mynd má einmitt lesa um þrjú íslensk skáld, þá Gizur, Óttar og Hjalta er reyna að vinna að sáttum og koma þannig í veg fyrir stríð á milli Noregs og Svíþjóðar. Frásögn Snorra um Ólafana tvo er réðu fyrir þess- um löndum er meistaraleg. Og skilningur Snorra á ríkjum í deiglu er frábær. Snorri segir skáldin vera máldjörf. í Ólafs sögu helga ritar Snorri merkilegar upplýsingar um Svíþjóðfrá 1219. Þærhafa, að mínum dómi, vísindalegt gildi fyrir rannsóknir fræði- manna um þróun og útbreiðslu kaþólsku kirkjunnará 13. öld. Það er einnig að mínum dómi rétt hjá Sigurði Nordal að halda því fram, að Snorri hafi verið vísindamaður í ritstörf- um sínum og vinnubrögðum. Heimskringla Snorra hefur einnig vísindalegt gildi fyrir önnur svið fræðigreina. 2 í Áhugi Svía á Skörum er mjög lítill, fæstir Svíar vita að þarna er um að ræða gamalt og merkilegt menningarkauptún. Og hinir fáu sænsku fræðimenn og húmanistar sem virðingu bera fyrir hinum forna, sænska menningararfi, eiga ekki upp á pallborðið hjá hinni nútíma fréttaþjónustu eða öðrum slík- um fjölmiðlum þar í landi. Sá nútíma Svíi, sem frétta- riturum blaða og sjónvarps þykir merkastur manna í Skör- um nú til dags, heitir Bert Karlsson. Aðal áhugamál Berts er að græða peninga. Hann lítur svipuðum augum á dægurlagasöngkonur og hænsnaræktarmaðurin á varp- hænur sínar. Það er bara að framleiða nógu mikið af pen- ingum. Hvað gerir það til þótt Carola Hággkvist eða n'ýja stjarnan Cristína Josefsson tapi röddum sínum eftir örfá ár, ef hægt er að græða nógu mikið af peningum? Það er bara að fá nýjar varphænur eða nýjar söngkonur. Bert Karlsson vill einnig að hver „söngkona" eða „listamaður" hafi að baki sér einhverja sér- kennilega „slúðursögu" fyrir slúðurvikuritin, en slíkt álítur Bert að muni auka hljómplötu- söluna all verulega. Og þannig verður maður mjög ríkur. Nú hef ég alls ekkert á móti dægurlagasöng þótt ég bendi á spillingu peningagræðginnar. Og átsæðan til þess að ég minni á sh'kar neikvæðar hliðar er sú, að núna í vor (1984) hafði forngripasafnið í Skörum mjög merkilega sýningu frá miðaldamenningu Svía, sem einnig snerti Skara. En um- sagnir fjölmiðlanna um þessa merkilegu sýningu um miðaldir, voru fremur ómerki- legar og sýndu aðeins áhuga- leysi fréttamanna fyrir fortíð- í bókasafninu í Skörum sá ég bók sem gerð hefur verið í Frakklandi á 11. öld og hefur verið í eign Skarar-biskups á sama tíma og Ari fróði Þorgils- son var starfandi prestur á Islandi. Þarna var og önnur bók sem gerð hefur verið á 9. öld. Bækur þessar tilheyrðu hinni latnesku kirkjumenningu miðalda.. Forngripasafnið í Skörum hafði sýningu á hlutum frá miðöldum, auk merkilegrar sýningar um kristnitöku Evrópu þar á meðal Norðurlanda. Þarna var einnig „ferðasýning" frá Helms-Museum í Hamborg. Claus Ahrens gefur góðar upplýsingar um fyrstu kirkjubyggingar í Norður-Evr- ópu þar á meðal íslandi. Það eru sýndar teikningar og líkön af fyrstu kirkjunum sem byggðar voru á Norðurlönd- um. Þarna var sýnd stór ljós- mynd eða teikning af grunni eða brunarústum Skálholts- kirkju, en hún er talin lengsta stafkirkja sem byggð hefur verið. Dómkirkjan í Skörum var byggð á 11. öld í áföngum. Kór kirkjunnar var fullgerður í byrjun 13. aldar. Mjög er lík- legt að Snorri hafi sótt messu í þessa kirkju þarna um sumarið 1219. 3. Ekki er ólíklegt að Snorri hafi ferðast eitthvað um í ná- grenni Skara eða Vestra-Gaut- land. Og eins og Sigurður Nordal bendir á, hefur Snorri gert ýmsar breytingar á sögu- efni sínu í Heimskringlu með hliðsjón af nýjum upplýsingum eða frásögnum manna í Vestra-Gautlandi. Snorri hef- ur einnig fengið mikilvægt sagnarefni þarna í bók sína Snorra-Eddu. Heimsókn Snorra að Skör- um hefur tvímælalaust verið mjög þýðingarmikil fyrir Snorra og sagnaritun hans. Þetta er einnig mjög sennilegt með hliðsjón af því, að Skarar voru helsta menntasetur Vest- ur-Gautlands og þar voru lat- ínuskólarnir staðsettir og bæk- ur skólaspekinnar lesnar. Samanburður á fortíð og nútíð hefur eflaust verið kærkomið umræðuefni þá, ekkert síður en nú á dögum. Snorri segir Einar Freyr: Þegar Snorri Sturluson gisti að Skörum einmitt í Prologus sínum: „En er Haraldur hinn hárfagri var ' koriungur í Noregi, þá byggðist ísland. En með Haraldi váru skáld, ok kunna menn enn kvæði þeirra...." Það er einnig augljóst á Heimskringlu og öðrum ritum, að Snorri var bókstaflega fæddur sálfræðingur. Freud hafði getað lært mikið af því að lesa Heimskringlu. Sigurður Nordal tekur einmitt fram dæmi um „tæknilega" breyt- ingu sem Snorri gerir á eðli drauma: „Bæði Ágrip og Oddur munkur segja, að Ólafur Tryggvason léti hengja Krák þræl og Oddur segir draum hans fyrir dauða sínum: „þat dreymdi mik enn, at Ólafrgæfi mér hest mikinn". Nú hefur Snorri þá frásögn um dauða Kavarks, að hann er höggvinn, og til samræmis við hana breyt- ir hann draumi hans: „ek var nú á Hlöðum, ek lagði Ólafr Tryggvason gullmen á háls mér". Hér mætti minna á það, að Snorri var sjálfur höggvinn til bana. Okkur hættir of oft við að gleyma þeirri staðreynd sög- unnar, að minnst tvennskonar manngerðir eða týpur kaup- manna hafa komið fram á sjón- arsvið sögunnar; annars vegar hinn gáfaði kaupmaður sem hafði ást á þekkingu, vísindum og listum og þróun þjóða bæði inn á við og út á við; en hins vegar hinn heimski, frumstæði og illgjarni kaupmaður og tak- markalausi egóisti, er sveifst einskis og átti til að ræna og myrða fólk. Það var einmitt hin síðari manngerð kaup- manna er náði undirtökunum í Noregi og sem svo leiddi til morðsins á Snorra. Noregs- konungur lét undan síga fyrir slíkum kaupmönnum. Þessa hlið sögunnar þarf nútíma fólk að hafa í trúu minni, þótt rétt sé að taka tillit til margra annarra hluta sem einnig hafa áhrif á slíka þróun mála. Margir sem reynt hafa að fordæma Snorra fyrir ýmsa neikvæða hluti, hafa vanalega hlaupið yfir bækur Sigurðar Nordals og ekki vil}að við þær kannast. Þeir hafa og gengið fram hjá þýðingarmestu hlið persónurannsókna, eða hinni sálfræðilegu hlið. En til að geta rannsakað persónusögu af einhverju viti, þarf maður fyrst að hafa rannsakað sitt eieið sálarlíf, en þegar að slíkri alvöru kemur missa margir kjarkinn og þora ekki að líta í eiginn barm. Þegar litið er á persónusögu Snorra, tíðarandann og það umhverfi sem hann lifði í, þá er ég þeirrar skoðunar, að varla hafi verið hægt fyrir ein- staklinga, að ná öllu meiri andlegum þroska en Snorri Sturluson náði á þessum tímum. Þetta er í fullu sam- ræmi við riststörf hans og hinn raunverulega innri mann. Sig- urður Nordal segir: „í ritum Snorra kemst sam- ræmið milli vísinda og listar á hærra stig en í nokkrum öðrum íslenskum ritum". Stundum getur aðeins eitt orð gefið til kynna hvers konar hugur leynist með einstaling- um. Sigurður Nordal segir: „Það er merkilegt, að orðið „sannauðigr" skuli ekki koma annars staðar fyrir í fornu máli en í vísu eftir Snorra Sturlu- son." Það væri hollt hugðarefni fyrir nútíma fólk að reyna að gera sér grein fyrir því, hvað Snorri eigi við með hugtakinu að vera „sannauðugur". Skarar eða Skara eins og Svíar kalla það nú á dögum, verður ekki þýðingarmikill menningarstaður fyrr en búið er að reisa mjög myndarlegt minnismerki þar í kauptúninu um Snorra Sturluson. Og að lokum tek ég undir þau orð S.N. að íslendinga- sögurnar bíði eftir því að allur heimurinn lesi þær. íjúm'1984 Einar Freyr.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.