NT - 06.12.1984, Blaðsíða 6

NT - 06.12.1984, Blaðsíða 6
ABOT Fimmtudagur 6. desember 1984 6 Jólablað I Úr Reykjavíkurlífinu. ■■ hafður til þess að halda samsæti með dansi, og þar áttu allir embættismenn að vera viðstaddir. Miðdagsverðurinn hófst,kl. 4 og var mjög góður, þegar iitið er á erfiðleikana um matföng. Fyrst var súpa með nautakjöti og kindakjöti, þá álftakjöt, villigæsir og rjúpur, og var þessu skolað niður með mörgum kampavínsflöskum og kom- ust allir í hið besta skap. Áður en lauk var útbýtt kvæði, sem einn viðstaddur hafði ort í þessu tilefni, og var það sungið við borðið. Um níu-leytið voru borð upptekin og dansinn hófst. Húsakynni voru tvö herbergi, og lágt undir loft, en lítið herbérgi á milli þeirra; þar sátu karl- menn við toddýdrykkju og þreyttu fast drykkjuna, en í næststærsta her- berginu sat kvenþjóðin við kaffi- drykkju og sagði slúðursögur- því að slúðursögur hafa einnig borist til þessa afkima. í stærsta herberginu var dansað; var það lýst með um 50 kertum. Dansaðir voru enskir sveita- dansar, að því er þeir sögðu, en þar sem ég fer sjaldan á dansleik, get ég ekki ábyrgst, að þeir líkist neinum dansi, sem tíðkaðir eru hér á landi (þ.e. Englandi). Menn hlupu fram og aftur, skeltu í lófa hver á öðrum; hitinn, sem af þessu stafaði, varð brátt sýnilegur á andlitum þeirra, sem þetta léku. Síðar var dansaður vals, þó að hljóðfæraslátturinn, úr tveim fiðlum og einni trumbu, væri ekki hagstæður þeim hreyfingum, og þar sem auk þess var mjög þröngt í stofunni, varð ekkert úr nema árekstr- ar. Þeir, sem ekki dönsuðu, fóru upp á loft, reyktu og spiluðu sinn eilífa Iomber í vistarveru, sem sennilega var aðeins lítið eitt heitari en í ofni, og þraukuðu þeir til klukkan 5 um morguninn, en þá var samkomunni slitið. Hvorki þarna né á neinum öðrum dansleik sá ég kvenmann, sem gekk daglega í innlendum búningi. Klæðistreyjurnar, sem eru hneptar upp undir höku, og háa skuplan er hvorttveggja svo viðamikið, að dans í þeim verður frekar erfiðið en skemtun. Veðurharkan hélst óbreytt 4 næstu mánuði. Stormar voru afartíðir; dag nokkurn flóði sjórinn inn í bæinn; í annað skifti var svo hvast, að bátar tókust á loft í fjörunni. Gluggar húsa, sem stóðu 400 metra og jafnvel lengra frá sjó, urðu ógegnsæir af seltu. Sjóinn lagði við ströndina hvað eftir annað, en þar sem ekki naut skjóls, braut hafaldan ísinn og kastaði hon- um upp í fjöru. Flestar víkurnar, sem voru í skjóli fyrir vindi, voru þó lagðar. Hestís var á firðinum milli Reykjavíkur og Bessastaða, þar sem hann var 10 km. breiður(l). Í febrúar var oft meira en 20 stiga frost (C), og enn kaldara inn til landsins. Kaffið mitt fraus einn morg- un í undirskálinni, meðan ég drakk úr bollanum, og þetta var í litlu herbergi með kappkyntum ofni. (Ég hef síðan verið í Norður-Ameríku, og þó að mælirinn sýndi þar meiri kulda en á íslandi, þá fann ég miklu meira til kuldans á íslandi). Lægstan hef ég séð hitamælinn í Quebec, þar sýndi mælirinn 36°(C), og þó að ég hafi aldrei séð hann komast nándarnærri svo lágt á íslandi man ég marga daga þar, sem mér fannst kaldara. Ég geri mér þá grein fyrir þessu, að í Kanada er stillur, en harðviðrasamt á Islandi. Oft hef ég neyðst til þes að snúa við, þegar mér hefir ekki tekist að knýja hestinn á móti vindi. Hann gat ekki staðið fyrir storminum, sem á svipstundu huldi hann klaka, en ístöðin frusu við stígvélin mín. Haglél er ekkert á móti skafrenn- ingi í tiltölulega hægu veðri á íslandi. Víða, þar sem er vindasamt, er jörðin auð allan veturinn, en í öðrum stöðum Ieggjast að skaflar, sem hylja öll hús. Tvívegis hef ég komið heim og fundið dyrnar teptar, því að öll framhliðin var fent upp í þakskegg; gluggar, dyr, alt var horfið á einum einasta klukku- tíma. Vafalaust munu menn telja þetta ýkjur og margir telja ósennilegt, að menn geti lifað í slíku veðurlagi. Ég get svarað því einu, að þessi vetur, sem ég var á íslandi, var talinn harðasti veturinn í hálfa öld. Síðustu 20 árin höfðu verið sérstaklega hlýir vetur, eins og ég ætla að hafi verið annars staðar í Evrópu. Það var eins og ætti að jafna hagræðið, sem menn höfðu haft af blíðunni, með þeim aftökum, sem voru þennan vetur. Hið mikla tjón, sem menn urðu fyrir í skepnufelli, færði mönnum átakan- lega heim sanninn um þetta. Margir urðu að slá nokkuð af hestum sínum af, jafnvel biskupinn, sem væntanlega hefir verið eins birgur af heyjum og hver annar, varð að drepa níu hesta vegna fóðurskorts. Vetrarríki hélst óvenjulega lengi, og engan dag sumarið eftir fanst mér eins heitt og í nóvember, þegar ég kom heim til Englands. Én væru dagarnir daprir, þá bætti næturdýrðin það upp að nokkru. Ég hafði nokkrum árum áður séð norður- ljós í Orkneyjum og orðið hrifinn, en glætan þar kemst í engan samjöfnuð við norðurljósadýrðina á íslandi. Þar loga þau um gervallan himininn og fylla hann geislum með síbreytilegum lit. í kuldum sjást þau á hverri nóttu og eru jafnvel bjartari en tunglið og yndislegri af því, að þau eru síbreyti- leg. Þau kvika sffelt í nýjar og nýjar myndir og taka á sig öll þau litbrigði, sem augu fá séð; blátt og grænt blandast á víxl aðallitnum, sem er bleikur og bliknar smátt og smátt í gult, en magnast svo á ný í bjartan eldslit. Fyrsta mars kom póstskipið aftur til Reykjavíkur og beið eftir bréfum að norðan áður en það snéri til Dan- merkur. Nokkrum dögum síðar komu póstarnir hörmulega til reika. Þeir höfðu verið tvær vikur á leiðinni og lent í miklum hrakningum. Á fjall- vegum hafði frostharkan orðið svo mikil, að þá skaðkól í andliti, svo að sá í kvikuna, fingur og tær var svo kalið, að búist var við, að taka þyrfti af þeim, en þó bjuggust þeirtil aðfara úr bænum til vinnu, sem bæði var erfið og hættuleg. Vertíðin var byrjuð, og þeir höfðu farið af stað á undan félögum sínum og flutt póstinn fyrir þóknun. sem svaraði einum 50 shillingum. Nú var skipinu ekkert til tafar nema ísinn í höfninni, en brátt leysti hann í snörpum vindi og eftir 2 vikur kastaði það akkerum í Kaup- mannahöfn. Viðey er merkileg að því leyti, að þaðan berast allar bókmenntir á land- inu, því að þar er eina prentsmiðjan, sem nú er á íslandi. - Þar sem Frakkana langaði til þess að kaupa nokkrar bækur, sem prentaðar væru innanlands, og skoða auk þess æðar- fuglinn, gerðum við ferð okkar til eyjarinnar að heimsækja eigandann. Vegurinn þangað, sem mjóst er yfir sundið, er mjög slæmur, og þáðum við því með ánægju bát, sem okkur var boðinn frá skipi á höfninni. Við lentum við brattar steintröppur; milli þeirra og hússins var grasflötur, og þar voru gróðursett um 50 tré. Þó að þau væru ung, voru þau orðinn meir a en 12 fet á hæð og munu sennilega dafna betur en flest önnur, þar sem þau vaxa í skjóli hússins og hæða til beggja handa. - Húsið var á stærð við stiftamtmannshúsið, og lítil kirkja við annan endann. En það skilur mjög á milli þessara tveggja húsa, að þetta er í mestu niðurníðslu, gluggarnir hálf fúnir og tréspjöld hafa víða verið negld í staðinn fyrir rúður, sem brotnað hafa. Lítil prýði var að fordyri, sem átti að skýla dyrunum fyrir vindi, og trúað gæti ég því, að öflugri vörn þyrfti í hvassviðrum heldur en þetta byrgi. - Aðalstofan er stór, og hátt undir loft; þegar við komum inn, var hún alsett borðum og á þau hlaðið prentuðum örkum. Veggirnir voru kalkaðir og víða fúablettir á, ennfremur nokkrar prentmyndir af konungakyni Dana og myndir af þeim úr Stephensens-ætt- inni, sem verið höfðu í Kaupmanna- höfn. Meðal þeirra veitti ég athygli mynd af Magnúsi Stephensen, föður núver- andi eiganda, hann var á þessari öld 1) Hér var þá frakkneskur leiöangur og var dr. Gaimard fyrirliöi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.